Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Áður en franskir og malískir her- menn hröktu íslamíska öfgamenn út úr Timbúktú í norðurhluta Malí í vikunni, báru íslamistarnir eld að ómetanlegu safni gamalla handrita. Einnig eyðilögðu þeir um 300 forn grafhýsi helgra súfista, sem borgin var fræg fyrir. Á miðöldum var Timbúktú mikil- væg miðstöð viðskipta og fræða og þá var skrifaður þar urmull merki- legra rita. Hafa mörg þeirra varð- veist og þótt mikilvægur þáttur í arf- leifð og sögu Afríku, en fræðimenn hafa þó ekki tekið að kanna þau markvisst fyrr en á síðustu árum. Arabískir fræðimenn og skrifarar í Timbúktú voru strax á þrettándu öld teknir að skrifa og selja handrit sem fjölluðu um allt frá stjörnuspeki og stærðfræði að súfískri heimspeki. Þegar tímar liðu var í auknum mæli farið að skrifa þar upp lögbækur, ljóð og frásagnir sem höfðu borist milli manna í Norður-Afríku. Árið 2009 opnaði Ahmed Baba- handritastofnunin í Timbúktú ný húsakynni undir handritin sem suð- urafrísk stjórnvöld kostuðu. Ísl- amistarnir höfðu síðustu mánuði notað stofnunina sem svefnstað en síðasta verk þeirra fyrir flóttann var að bera eld að handritunum þar og öðrum sem voru varðveitt annars staðar í borginni. Fyrir tilstilli Sam- einuðu þjóðanna var hafið átak í að skanna handritin inn en aðeins var búið að skanna brot þeirra sem talið er að nú hafi brunnið. Borgarstjóri Timbúktú flúði borg- ina þegar íslamistarnir náðu völdum en hann hefur staðfest við frétta- menn að kveikt hafi verið í handrit- unum, sem hann segir hafa verið mestu gersemar borgarinnar og ómetanlegan fjársjóð Afríkubúa. Hann segir arfleifð þjóðanna hafa verið greitt „þungt högg“ með þessu illvirki en orðrómur um að hluti handritanna hafi bjargast hefur ekki verið staðfestur. Menningarrýnar líkja handrita- brunanum við það þegar talibanar í Afganistan sprengdu stóru Búdda- stytturnar í Bamiyan árið 2001. AFP Arfleifð Handrit í Ahmed Baba- stofnuninni. Kveikt var í þeim. Brenndu handritin  Ómetanleg skjöl og handrit eyðilögð Fyrstu hádegis- tónleikar nýs árs í tónleikaröðinni „Líttu in í hádeg- inu“ verða í Saln- um í Kópavogi í dag, miðvikudag. Að þessu sinni flytja Grímur Helgason klarín- ettuleikari og Hrönn Þráins- dóttir píanóleikari Premiére rhapsodie eftir Debussy og Abime des oiseaux eftir Messiaen ásamt þjóðlögunum, Ljósið kemur langt og mjótt, Björt mey og hrein, Yfir kaldan eyðisand og Það var barn í dalnum eftir Þorkel Sigurbjörns- son. Stutt kynning á verkunum hefst klukkan 12 en tónleikarnir sjálfir korteri seinna. Tónleikarnir eru þrjátíu mínútna langir og er gestum boðið up á te og kaffi fyrir tónleikana. Guðrún Birgisdóttir er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Frönsk verk og þjóðlög Grímur Helgason klarinettuleikari Björk Guðmunds- dóttir hefur hafið fjársöfnun á Kickstarter- vefsvæðinu til að fjármagna umrit- un á Biophilia- forritunum fyrir önnur lesbretti, tölvur og síma en Apple framleiðir. Stefnt er að því að safna 375.000 pundum, um 75 milljónum króna. Þeim sem leggja fé í verkefnið stendur í staðinn til boða að eignast meðal annsrs stutt- ermaboli, plötur, eiginhandaráritun eða þiggja drykk með hljómsveit Bjarkar baksviðs eftir tónleika. Björk stendur fyrir námskeiðum í þeim borgum þar sem hún flytur efnið af Biophilia-diskinum, þar sem unnið er með samnefnd smáforrit í lesbrettum frá Apple. Þau hafa verið notuð í kennslu á öllum skólastigum hér. Björk hefur fjársöfnun Björk Guðmundsdóttir Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við finnum fyrir miklum áhuga bæði tónskálda og flytjenda á hátíðinni og hefðum hæglega getað þrefaldað dagskrána miðað við eftirspurn. Á næstu fjórum dögum munum við bjóða upp á nítján tónleika sem eru hverjir öðrum for- vitnilegri og glæsilegri. Efnis- valið er mjög fjöl- breytt og athygl- isvert hversu verk íslenskra kven- tónskálda eru áberandi í ár, sem er mjög ánægju- legt,“ segir Pétur Jónasson, framkvæmdastjóri Myrkra músíkdaga 2013, sem hefjast á morg- un og standa fram á sunnudag. Líkt og í fyrra er hátíðin haldin í Hörpu að undanskildum tvennum tónleikum, annars vegar setningar- tónleikunum sem fram fara í sjón- varpssal Ríkisútvarpsins og verða sendir út í beinni útsendingu á Rás 1 á morgun kl. 16.05, og hins vegar frumflutningur Vox Feminae á nýrri messu eftir Báru Grímsdóttur og fleiri verkum í Háteigskirkju á sunnudag kl. 15. „Á setningartónleikunum munu Þóra Einarsdóttir sópran og Ágúst Ólafsson bassi frumflytja sex ný sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann samdi sérstaklega af þessu tilefni,“ segir Pétur og bendir á að nokkurs konar forleikur að hátíðinni fari fram í hádeginu sama dag. „Þar munu Guðrún S. Birgisdóttir flautu- leikari og Peter Maté píanóleikari flytja verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Snorra Sigfús Birgisson og Jón Nordal,“ segir Pétur og bendir á að sjálfir opnunartónleikarnir fari fram annað kvöld kl. 19.30 þar sem Sin- fóníuhljómsveit Íslands frumflytur þrjú ný verk undir stjórn Ilans Volkovs, en einleikari er Una Svein- bjarnardóttir fiðluleikari. Af öðrum viðburðum hátíðarinnar nefnir Pétur tónleika Caput-hópsins á föstudag kl. 20 en þar verða frum- fluttir fjórir nýir einleikskonsertar. „Meðal einleikara á tónleikunum er Tinna Þorsteinsdóttir sem flytja mun píanókonsert eftir Jónas Tómasson, en Tinna mun einnig frumflytja pí- anókonsert eftir Steingrím Rohloff með Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn argentínska hljómsveitar- stjórans Ezequiel Menalled á loka- tónleikum hátíðarinnar sem fram fara á sunnudag kl. 20,“ segir Pétur og bendir á að tæplega 70% tónverk- anna sé verið að frumflytja á hátíð- inni. „Ekki er hægt að fara yfir dag- skrána án þess að minnast á Nordic Affect Ensemble sem leikur nútíma- tónlist á barokkhljóðfæri. Á tón- leikum hópsins á laugardag kl. 15 verða frumflutt þrjú ný verk, m.a. verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur en hún fékk sem kunnugt er Tónlistar- verðlaun Norðurlandaráðs í fyrra,“ segir Pétur og tekur fram að mjög ánægjulegt sé hversu íslenskir flytj- endur eru áhugasamir um að flytja nýja músík. „Það skiptir miklu máli að bjóða íslenskum áheyrendum upp nýja og öðruvísi tónlist.“ Að sögn Péturs er vel fylgst með Myrkum músíkdögum erlendis. „Þannig er von á blaðamönnum frá virtum fjölmiðlum á borð við Times og BBC, sem hyggst gera sérstaka þætti um hátíðina. Við erum í sam- starfi við nokkrar af stærstu nútíma- tónlistarhátíðum Evrópu og eigum von á fulltrúum þeirra hingað,“ segir Pétur og bendir á að sunnudag kl. 13 verði frumflutt á Íslandi tvö verk sem pöntuð voru af Huddersfield Con- temporary Music Festival, Transit Festival og Myrkum músíkdögum, en verkin hafa þegar verið flutt á er- lendu hátíðunum tveimur. Verkin sem um ræðir eru eftir Einar Torfa Einarsson og Davíð Brynjar Franz- son, en bæði verk verða flutt tvisvar á milli þess sem tónskáldin kynna og ræða verk sín. Allar nánari upplýsingar um dag- skrá og flytjendur má nálgast á myrkir.is auk þess sem dagskrá hvers dags verður birt á menning- arsíðum Morgunblaðsins. 19 tónleikar á næstu dögum  Myrkir músíkdagar hefjast í Hörpu í dag  Stofnað var til hátíðarinnar árið 1980  Ný tónverk eftir konur áberandi í ár  BBC gerir þætti um hátíðina Listafólk Í hópi flytjenda og tónskálda eru Þóra Einarsdóttir sópran, Gunn- ar Andreas Kristinsson, Lydía Grétarsdóttir og Atli Heimir Sveinsson. Pétur Jónasson „Við erum með mjög flotta erlenda gesti í ár, en við finnum fyrir mikl- um áhuga erlendra flytjenda á að spila á Myrkum músíkdögum,“ segir Pétur Jónasson. „Caput verður með tónleika á laugardag kl. 17 þar sem flutt verða kínversk nútímaverk, en einleikari á þeim tónleikum er Wei-Ji sem leikur á gu-zheng, sem er gamalt kínverskt strengjahljóðfæri,“ segir Pétur, en tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Kínversk-íslenska menningar- félagið í tilefni af 60 ára starfs- afmæli félagsins. „Við fáum góða gesti frá Kan- ada, en Megumi Masaki, píanóleik- ari og prófessor við Brandon Uni- versity í Kanada, leikur einleik á einum tónleikum og stjórnar Brandon University New Music En- semble á öðrum,“ segir Pétur, en Masaki mun í jafnframt halda námskeið við Listaháskóla Íslands. Mikill áhugi erlendra flytjenda TÓNLISTARFLYTJENDUR KOMA M.A. FRÁ KÍNA OG KANADA Kolabrautin er á 4. hæð Hörpu Borðapantanir í síma 519 9700 info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is Góðgjörðir á Kolabrautinni Þann 19. janúar var boðið til fjáröflunarkvöldverðar á Kolabrautinni og rann allur ágóði til unglingastarfs SÁ Á. Við þökkum gestum kærlega fyrir rausnarskapinn. Styrktaraðilum sem lögðu allt hráefni til veislunnar og gáfu vinnu sína færum við sérstakar þakkir: Harpa, RJC, Globus, Ölgerðin, Ekran, Bananar, Frú Lauga, Sjófiskur, Kjarnafæði, Galleri i8, Arion banki, Andri Snær Magnason, Þórir Baldursson, Kolabrautin. Takk, án ykkar hefði þetta ekki verið mögulegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.