Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is „Það voru náttúrlega mjög skiptar skoðanir í þingflokknum og þetta var nú niðurstaðan,“ segir Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, en hann var einn af fjórum þingmönnum flokksins sem sögðu nei við síðasta Icesave- samningnum sem gjarnan er kenndur við Lee Buchheit. Auk Péturs sögðu Birgir Ármannsson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Sig- urður Kári Kristjánsson nei við samningnum. Þá sat Guðlaugur Þór Þórðarson hjá við atkvæða- greiðsluna. Hefðum ekki getað borgað Að sögn Péturs er hann með þá áráttu að reikna alltaf yfir á höfða- tölu. Það hafi hann gert strax haustið 2008 þegar fyrsti samning- urinn við Hollendinga var kynntur. „Ég sá það að við gætum ekki borgað þetta,“ segir Pétur og bæt- ir við að þegar síðasti samningur- inn lá fyrir hafi hann einnig séð að þjóðin gæti ekki borgað þetta til viðbótar við allt það sem dunið hafði á henni. „Það hefur verið mitt leiðarljós að það þýðir ekki að gera samn- inga sem menn geta ekki borgað eftir,“ segir Pétur. Þá bendir hann á að nú sé komið í ljós, sem hann raunar hafi ekki vitað þá, að hin svokallaða snjó- hengja sé orðin töluvert mikið stærri heldur þingmenn hafi fengið upplýsingar um. „Guði sé lof að dómurinn fór svona í gær því að Icesave er mjög stór hluti af snjó- hengjunni,“ segir Pétur og bendir á að þessi dómur geri okkur kleift að meðhöndla þær kröfur eins og aðrar kröfur, t.d. með því færa þær yfir í krónur. Aðspurður hvort sú ákvörðun að segja nei við síðasta Icesave- samningnum hafi reynst honum erfið segir Pétur að menn myndi flokka til þess að móta sameig- inlega stefnu til að ná fram sínum markmiðum, sem að hver og einn myndi ekki ná. „Það er alltaf erfitt þegar að maður sér sig tilneyddan til að vera ekki hluti af sameiginlegri stefnu,“ segir Pétur og bætir við að sá samningur hafi verið sá lang- besti af þeim samningum sem gerðir voru. Þá bendir Pétur á að vandamál þjóðarinnar séu ekki leyst þó svo að dómurinn hafi farið svona en þau séu hinsvegar veru- lega einfaldari og léttari en ella. Var prinsippmál Unnur Brá Konráðsdóttir bendir á að slagurinn hafi verið mestur við atkvæðagreiðsluna sem fór fram við lok annarrar umræðu málsins en hún var eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem sagði nei í þeirri atkvæðagreiðslu. Aðspurð hvort hún hafi ávallt verið sannfærð um að þetta mál myndi enda með þessum hætti segir hún svo vera. „Þó svo að það hefði komið dómur þar sem ekki væri fallist á öll okkar sjónarmið þá áttu Bretar og Hollendingar alltaf eftir að fara fyrir dómstóla hér á landi og sanna sitt tjón,“ segir Unnur Brá og bætir við að hún sjái ekki hvernig það hefði átt að takast. Að sögn Unnar Brár var þetta prinsippmál í hennar huga. „Laga- rökin voru okkar megin, ég var al- veg sannfærð um það. Þessi samn- ingur sem við vorum komin með, mér fannst hann ósanngjarn, í honum var náttúrlega falin mikin óvissa og ég taldi að það væri betra að fá úr þessari óvissu skor- ið fyrir dómstólum,“ segir Unnur Brá og bætir við: „Þetta snýst líka um frelsi. Ef við hefðum samþykkt þetta þá fannst mér við vera að viðurkenna það að ríki ættu að bera ábyrgð á öllum einkarekstri og hvert erum við þá komin? Þurfa þá ekki skattgreiðendur að hafa áhrif á það hvernig þessi einkafyr- irtæki eru rekin? Erum við þá að segja að öll fyrirtæki eigi að vera undir stjórn ríkisins?“ Hafði alltaf efasemdir Að sögn Birgis Ármannssonar hafði hann miklar efasemdir um að það væru nokkrar lögfræðilegar forsendur fyrir greiðsluskyldu Ís- lands í þessu máli alveg frá því að þetta mál kom upp. „Það má segja að sú afstaða hafi ráðið ferðinni hjá mér í gegnum allt ferlið og ekkert sem kom upp meðan á allri þesari málsmeðferð í þinginu, í þremur lotum, stóð var til þess fallið að breyta þessari afstöðu minni,“ segir Birgir. Aðspurður hvort hann hafi alltaf átt von á því málið myndi enda vel segir Birgir: „Auðvitað hafði ég trú á þessum málstað. Ég gat þó ekki sagt fyrir um niðurstöður dómsins frekar en nokkur annar en ég er auðvitað afskaplega ánægður að þau rök sem teflt var fram af Íslands hálfu voru tekin gild og þetta mál sé þar með úr sögunni.“ „Þetta snýst líka um frelsi“  Einungis fjórir af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sögðu „nei“ við síðasta Icesave-samningnum  Pétur H. Blöndal segir dóminn ekki leysa vandamál þjóðarinnar en hinsvegar séu þau nú einfaldri Morgunblaðið/Ómar Alþingi Atkvæði um Icesave III. Pétur H. Blöndal Unnur Brá Konráðsdóttir Birgir Ármannsson HREINLÆTISTÆKJADAGAR Í TENGI ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM* MORA Junior Handlaugartæki Tilboð kr. 4.900,- MORA Verde Eldhústæki Tilboð kr. 5.900,- ADRIA Sturtuhorn 90x90 Verð kr. 59.900 Tilboð kr. 38.935,- ADRIA Sturtuhorn 80x80 Verð kr. 58.500 Tilboð kr. 38.285,- Tilboð án botns MEDALLION Handlaug 48.5 cm Verð kr. 29.647.- Tilboð kr. 17.788,- GÆÐI ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ - ÞAÐ ER TENGI Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is BAÐINNRÉTTINGAR Á 20 % AFSLÆTTI * Gildir meðan birgðir endast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.