Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Fyrsti leiðsöguhundur Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda ein- staklinga verður formlega afhentur á Patreksfirði í dag. Fram kemur í tilkynningu, að hundinum, sem sé af Golden Retrie- ver-kyni og heiti Sebastían, hafi verið úthlutað til Fríðu Eyrúnar Sæmundsdóttur. Fríða, sem er 38 ára gömul, missti sjónina nýlega af völdum sykursýki. Sebastían er íslenskur hundur og þjálfaður á Íslandi. Hann hefur ver- ið í þjálfun hjá leiðsöguhundaþjálf- ara miðstöðvarinnar undanfarið ár. Sebastían er sjötti leiðsöguhund- urinn sem verður í notkun á Íslandi núna. Leiðsöguhundur til Patreksfjarðar Fimmti fundur af sjö í fundaröð nokkurra deilda Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólann í Reykja- vík, Háskólann á Akureyri og Há- skólann á Bifröst um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni verð- ur haldinn í dag kl. 12-14 í Hátíða- sal Háskóla Íslands. Yfirskrift fundarins er Hlutverk og staða Alþingis. Framsögumenn og þátttakendur í pallborði eru Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við Lagadeild HÍ, Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR, og Stefanía Ósk- arsdóttir, lektor við Stjórnmála- fræðideild HÍ. Fundarstjóri er Óm- ar H. Kristmundsson, deildarforseti og prófessor við Stjórnmálafræði- deild Háskóla Íslands. Umræða Háskólar hafa staðið fyrir funda- röð um breytingar á stjórnarskránni. Ræða um stjórnar- skrá og Alþingi Morgunblaðið/Styrmir Kári STUTT Jóhann Pétursson Svarfdælingur hefði orðið 100 ára þann 9. febrúar en Jóhann var um tíma talinn vera hæsti maður heims. Af því tilefni stendur byggða- safnið Hvoll á Dalvík fyrir málþingi í Bergi menningarhúsi, á afmæl- isdegi Jóhanns, laugardaginn 9. febrúar, en þar verður fjallað um þennan óvenjulega mann frá ýms- um hliðum. Málþingið hefst klukk- an 13.30. Málþing um Jóhann Svarfdæling Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verktakar þurfa að fá til landsins bora og ýmsan annan sérhæfðan búnað, áður en hægt verður að hefja sprengingar fyrir Vaðlaheið- argöngum. Stefnt er að undirskrift verksamnings næstkomandi föstu- dag. „Við erum aðeins farnir að huga að því en miðað við reynsluna er ekki hægt að hefja undirbúning af fullum krafti fyrr en gengið hefur verið frá samningum,“ segir Karl Þráinsson, framkvæmdastjóri ÍAV hf. Fyrirtækið og móðurfélag þess, Marti Contractors Ltd. í Sviss, voru lægstbjóðendur þegar fram- kvæmdir við Vaðlaheiðargöng voru boðnar út á árinu 2011. Tilboðið hljóðaði upp á 8,8 milljarða króna en það verður uppfært í verksamn- ingi. Dregist hefur allan þennan tíma að ganga frá samningi vegna deilna um fjármögnun verksins. Að lokum var gengið frá því að íslenska ríkið tæki lán og endurlánaði fram- kvæmdaraðilanum, Vaðlaheiðar- göngum ehf. Vinnubúðir og verkstæði Karl segir að eftir undirritun samninga verði ráðist í að koma upp vinnubúðum og verkstæði og útvega þau tæki og efni sem til þarf. Stefnt er að því að sprengingar hefjist í júní eða júlí. Byrjað verður Eyja- fjarðarmegin og eingöngu unnið þar fyrsta árið. Á næsta ári verður byrj- að að sprengja úr Fnjóskadal. Til að byrja með verða um þrjátíu starfsmenn við gangagerðina en tvöfalt fleiri þegar vinnan nær há- marki, á árunum 2015 og 2016. Meirihluti efnisins sem keyrt verður úr göngunum fer í vegi í Fnjóskadal og Eyjafirði. Isavia tek- ur um þriðjung til að nota við breyt- ingar á flughlöðum á Akureyrar- flugvelli og grjót úr göngunum verður notað í grjótvörn við Drottn- ingarbraut á Akureyri. Þarf að kaupa búnað til landsins  Samið við verktaka Vaðlaheiðarganga Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bið Vegagerðin hefur aðeins getað undirbúið framkvæmdasvæðið í biðinni eftir samningum. Vaðlaheiðargöng » Skrifað verður undir verk- samninga vegna Vaðlaheið- arganga á föstudag. » Jafnframt verður gengið frá samningum við eftirlitsaðila verksins, Geotek ehf. » Göngin á að afhenda í lok árs 2016. F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M ! KRINGLUNNISími: 5513200 ERUM AÐ TAKA UPP NÝJAR VÖRUR FYRIR HERRA! Fitulítil og próteinrík . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.