Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Morgun-blaðiðgerði út- tekt á því hverjir vildu koma í veg fyrir að stór- brotnum erlendum skuldbind- ingum yrði dengt á herðar ís- lensks almennings, án þess að fyrir lægi niðurstaða þar til bærra dómstóla þar um og hverjir vildu beygja sig fyrir kröfunum og sýna takmarka- lausa undirgefni. Nöfnin í seinni hópnum eru óþægilega kunnugleg. Það er sama fólkið sem er yfir sig sannfært um að Ísland eigi að ganga í ESB og telur um leið að hinir, stærsti hluti þjóðarinnar, sem vilja það ekki, séu einfaldlega ekki nógu vel upplýstir! Það eru þau 70 prósent þjóðarinnar sem Árni Páll Árnason segir hrokafullur að séu „skyni skroppin“. Fólkið sem barðist með rík- isstjórninni fyrir öllum Icesave- samningunum og talaði af miklu yfirlæti til hinna sem vildu hafa fast land undir fótum stofnaði félag um málstað sinn. Og aug- lýsti grimmt hin ógurlegu örlög sem biðu vildu menn standa á rétti sínum. Þar fóru fram- arlega Guðmundur Gunn- arsson, Benedikt Jóhannesson, Margrét Kristmannsdóttir og Sif Tynes, en hinni sér- kennilegu fréttastofu „RÚV“ þótti helst við hæfi að láta hana og þá lögfræðinga sem börðust hart gegn því að fólkið segði nei í seinni atkvæðagreiðslunni túlka niðurstöðu EFTA- dómstólsins með „faglegum“ hætti. Og fleiri fylltu þennan hóp eins og vant er. Þannig sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður einkahlutafélagsins Björt framtíð, hinn 16. febrúar 2011: „Ég hef ekki og vil ekki fara fyrir dómstóla með þetta mál, ég tel að það feli í sér of mikla áhættu fyrir íslenskt þjóðfélag. Guðmundur var ekki bjartsýnn á framtíðina ef menn vildu byggja ákvarðanir sínar á lagalegum forsendum en ekki undirgefni við ESB vegna að- lögunarsamninganna, sem eru í gangi. En þá styður Guð- mundur líka og er einnig heill- aður að stjórnarskrárfarsanum! Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu hans og stærra sam- fylkingarframboðsins í þessum málum. Þegar í ljós kom að vænt- ingar ráðherranna um nið- urstöðu EFTA-dómstólsins myndu ekki ganga eftir hófst mikið pat við að skipuleggja spuna sem gæti breitt yfir hrak- farir ríkisstjórnarinnar. En Jó- hanna Sigurðardóttir náði ekki að tileinka sér handritið og gat ekki leynt hve henni var brugð- ið við sigur þjóðarinnar. Hún hóf blaðamannafund sinn um málið með því að biðja um að ekki yrði reynt að finna sökudólga. Hvað átti hún við? Voru þeir týndir? Hverj- ir komu til greina? Voru það dómarar dómstólsins? Voru það þeir sem höfðu varað við áformum um undanhald og uppgjöf frá fyrsta degi? Hvar óttaðist Jóhanna að sjást myndi til sökudólga, ef svipast yrði um? Næst tilkynnti Jóhanna að hún væri „ekki búin að lesa dóminn!“ Af hverju beið hún ekki í stundarkorn með blaða- mannafund, sem snerist ein- göngu um dóminn, á meðan hún las hann? Eftir þessa dæmafáu yfirlýsingu virtist fréttamönn- um ljóst að ekki yrði til neins að spyrja forsætisráðherra sem mætti ólesinn á fundinn um nokkuð bitastætt. Óþarfi er að gefa Jóhönnu Sigurðardóttur einkunn fyrir frammistöðu sína á fundinum. En til hliðsjónar má nefna að þeir sem mæta ólesnir í munn- leg próf í HÍ fá oftast 0. Svo dapurleg sem framganga forsætisráðherrans var á þessu sögulega augnabliki, verður því ekki neitað en að hún var í góðu samræmi við hið ömurlega mál sem ríkisstjórn hennar hafði stofnað til. Fyrsti Icesave- samningurinn, og sá vitlausasti þeirra allra, eins og jafnvel Steingrímur hefur viðurkennt, fór ólesinn frá forsætisráð- herranum til þingsins með þeirri kröfu að þingflokkar stjórnarliðsins skyldu fylgja göfugu fordæmi og líka sam- þykkja hann ólesinn. Og ótrú- lega stór hluti þess var tilbúinn til þess. Það er ekki að undra hvernig hljóð var í almenningi sem Morgunblaðið ræddi við á förn- um vegi. Þannig sagðist Kristín Helgadóttir, fyrrverandi íþróttakennari, vera mjög hrif- in af forsetanum, ánægð með niðurstöðu dómsins en vilja þingmennina alla út. „Þetta eru sömu mennirnir sem þjóðin treystir ekki og samt er það að grufla í stjórnarskránni. Þetta fólk er alveg búið að fara með sig.“ Þótt auðvitað eigi ekki allir þingmenn þennan dóm skilinn voru óþægilega fáir sem þekktu sinn vitjunartíma og höfðu þrek til að standa með þjóðarhags- munum í þingsalnum. Og ekki hefur vegur rík- isstjórnarinnar vænkast við furðuflaum utanríkisráðherr- ans sem taldi að lögfræðileg snilld, m.a. þeirra sem fyrir löngu höfðu gefist upp í málinu, hefði ein tryggt góða nið- urstöðu en ekki hinn heilsteypti málstaður þjóðarinnar. Af tvennu ömurlegu var skömm- inni skárra að hlusta á Jóhönnu tilkynna sig ólesna en þurfa að verða að vitni að strákslegum skrípaleik Össurar. Jóhanna og Össur hefðu betur ekki látið sjá sig} Ríkisstjórn rúin trausti Þ að er margt sérkennilegt í heimi stjórnmálannna, en fátt þó furðu- legra en afstaða hægrimanna til hnatthlýnunar annars vegar og vinstrimanna til genabreytts jarð- argróðurs hins vegar. Svo snyrtilega er mönn- um skipað þar í flokk að nærri lætur að hægt sé að flokka nákvæmlega í hægri- og vinstri- menn eftir afstöðu til þessara tveggja mála- flokka. Nú nenni ég ekki að elta ólar við það dellu- makerí sem hægrimenn beita fyrir sig í ör- væntingarfullri afneitun á því sem telja verður viðurkennd sannindi varðandi hitafar jarðar, en hitt veldur mér heilabrotum hve vinstri- menn, sem guma sig gjarnan af því hve upp- lýstir þeir séu, eru jafn fastir í afneitun á við- urkenndum sannindum erfðavísinda og æsingamennirnir sem afneita loftslagsbreytingum og sjá þær þó í kringum sig. Það bar við í byrjum mánaðarins að ötull baráttu- maður gegn erfðabreyttum matvælum til fjölda ára, breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Mark Lynas, gekk af trúnni og lýsti því opinberlega. Hann var þekkt- ur fyrir það á árum áður að skrifa beitta pistla um hin illu öfl sem troða vildu erfðabreyttu ógeði ofan í mannkyn, með góðu eða illu. Hann lét þó ekki þar við sitja, heldur barðist hann líka með oddi og egg gegn þeim sem drógu í efa þá staðreynd að hitnað hefur á jörðinni og hitnar enn og að líkum að einhverju leyti af manna völdum. Í fyrirlestri sem Lynas flutti á ráðstefnu í Oxford 3. janúar lýsti hann því hvernig hann lagði sig í líma við að skilja vísindin á bak við mælingar á hitafari heimsins til þess að geta rekið ruglið ofan í efasemdamennina. Þegar hann hafði náð svo langt á því að sviði að ein bóka hans var verðlaunuð sem vísindarit átt- aði hann sig á því að hann þyrfti að taka erfðafræðina sömu tökum og loftslagsvís- indin. Ekki leið þó á löngu að hann áttaði sig á því að barátta hans gegn erfðabreyttum mat- vælum var byggð á ámóta rugli og barátta efasemdamanna um loftslagshlýnun; á rang- túlkunum, útúrsnúningum, flökkusögum og vafasömum vísindum. Getur nærri að þessi ræða Marks Lynas hafi vakið umtal og deilur og einna mest virð- ist mönnum hafa sviðið sú yfirlýsing hans að umræðunni um skaðsemi genabreyttra matvæla sé lokið, enda sé eina leiðin til að fæða mannkyn að nota vísindin á álíka hátt og Norman Borlaug gerði með „grænu bylt- ingunni“ á sjöunda og áttunda áratugnum. Margir hafa andmælt Lyman og forðum félagar hans í baráttu gegn vísindum spara honum ekki kveðjurnar. Þar er við ramman reip að draga, því eins og fræg rannsókn við Yale-háskóla á sannfæringu efasemdamanna um lofts- lagsvísindi sýndi þá líkist afstaða andmælendanna frekar trúarbrögðum en rökhugsun og sannfæringin eykst þrátt fyrir aukna upplýsingu. Sama á sennilega við um þá sem hamast að erfðavísindum. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Niður með vísindin! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson, aij@mbl.is Talið er að stofn hnúfubaka áÍslandsmiðum telji nú um15 þúsund dýr og hefurstærð hans áttfaldast frá því á níunda áratug síðustu aldar. Hnúfubakur étur um eitt tonn á sól- arhring og má því ætla að stofninn hér við land éti alls um 15 þúsund tonn á sólarhring af átu, sandsíli, loðnu, síld, makríl og öðrum teg- undum misjafnt eftir árstímum. Rannsóknir á magainnihaldi hafa ekki verið gerðar, en ljóst að fullorðið dýr sem er 13-17 metrar að lengd og 25-40 tonn á þyngd þarf að éta mikið. Þrátt fyrir mikla fjölgun má enn finna hnúfubak á válistum, en ýmsir listar eru notaðir varðandi slíka flokkun. Oftast er vitnað í lista sem kallaður er „IUCN Red List“ og þar er tegundin metin „ekki í hættu“ (least concern). Hins vegar er hann enn að finna á hinum stóra alþjóðlega listanum, svokölluðum CITES-lista sem fjallar um verslun með afurðir af tegundum í útrýmingarhættu, sam- kvæmt upplýsingum Gísla Víkings- sonar, hvalasérfræðings á Hafrann- sóknastofnun. Eftir miklar veiðar urðu hnúfu- bakar sjaldgæfir við Ísland í byrjun síðustu aldar. Alþingi bannaði hval- veiðar hér við land frá 1915 og Al- þjóðahvalveiðiráðið alfriðaði hnúfu- bak á Norður-Atlantshafi árið 1956. Tegundin sást sárasajaldan við landið á næstu árum, en 1986 var talið að um tvö þúsund hnúfubakar væru hér. Ár- in á eftir var fjölgunin mjög hröð eða 10-15% árlega þar til í talningu árið 2007 að ekki mældist marktæk aukn- ing, sem gæti bent til að stofninn sé að nálgast náttúrulegt hámark, að sögn Gísla. Næsta hvalatalning við landið verður gerð 2015. Uppi í fjöru við Tromsö Það er ekki bara hér við land, sem hnúfubak hefur fjölgað, því sam- bærileg fjölgun hefur orðið við Ástr- alíu, í Kyrrahafi og víðar. Í Norður- Noregi hefur vakið athygli í vetur að hnúfubakur hefur elt síld nánast upp í fjöru í grennd við Tromsö. Hvort það merkir fjölgun hvala eða breytta hegðun síldarinnar liggur ekki fyrir, en fólk í landi hefur getað fylgst með lífsbaráttunni í sjónum. Sjómenn á loðnumiðum fyrir norðan og austan land hafa í vetur kvartað mjög yfir hvalavöðum á loðnuslóðinni. Einn sagði að hvalir á miðunum væru í tuga- eða hundr- aðatali og blásturinn minnti á víð- feðmt hverasvæði. Eitthvað mun um að tjón hafi orðið á loðnunótum þegar hnúfubakar hafa farið inn í nótina og skemmt. Ný loðnunót getur kostað um 100 milljónir og kostnaður vegna viðgerða og frátafa frá veiðum er fljótur að hlaupa á milljónum fyrir út- gerðirnar. Talið var að hnúfubakar og fleiri skíðishvalir í N-Atlantshafi héldu á haustin suður á bóginn á æxlunar- stöðvar. Hér við land er hins vegar löngu þekkt að hluti hnúfubaks- stofnsins heldur sig fram eftir vetri á loðnumiðum fyrir norðan land. Með upplýsingum frá gervihnattamerkj- um er staðfest far hnúfubaks suður á bóginn í febrúar, miklu seinna en meginreglan segir. Á síðustu árum er vitað um að talsvert af hnúfubak hef- ur haldið sig vetrarlangt í Eyjafirði, Skjálfandaflóa og víðar fyrir Norður- landi. Mökun hnúfubaks hér við land er hins vegar ekki staðfest. Talið er að minnst tveir aðskildir stofnar hnúfubaks séu í Norður- Atlantshafi, fimm á suðurhveli jarðar og þrír í Kyrrahafi. Hvalirnir fara ár efir ár á sömu fæðusvæðin og virðist vera lítil blöndun milli stofnanna. Hluti íslenska stofnsins heldur sig í Karíbahafi á veturna en einnig er þekkt far milli Íslands og Grænhöfða- eyja. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Friðaður Hnúfubakur bregður á leik á loðnumiðum á Faxaflóa fyrir um áratug. Hnúfubak hefur fjölgað mikið en hann er alfriðaður. Hnúfubakar éta um 15 þús. tonn á sólarhring Hvalir úti um allt » „Hér eru hvalir úti um allt, það er eins og maður sé kom- inn á sædýrasafn,“ sagði Sig- urbergur Hauksson, skipstjóri á Berki NK, í samtali við Morg- unblaðið 14. janúar. » ,,Þetta lítur ekkert of vel út í augnablikinu. Það er minna af loðnu hér fyrir austan en maður vonaðist eftir. Annars hef ég ekki mestar áhyggjur af því, heldur af hvalavöðunum sem hundelta loðnuna,“ sagði Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni AK, á heimasíðu HB Granda 21. janúar. » „Í einu kastinu lokuðust fimm hvalir inni í nótinni. Þrír þeirra fóru út á meðan á snurpingu stóð og skildu eftir sig stór göt. Tveir voru hins vegar eftir og rifu pokann afar illa,“ sagði Geir Zoëga, skip- stjóri á Eriku, á heimasíðu Síld- arvinnslunnar 28. janúar. Erika er búin að fá á annan tug hvala í nótina á yfirstandandi loðnu- vertíð með tilheyrandi veiði- tapi, vandræðum og kostnaði, segir á heimasíðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.