Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Vinir deyja, en orðstír deyr aldrei segir í Hávamálum. Hvernig kynni mín af Karli Árna- syni, þáverandi forstöðumanni Strætisvagna Kópavogs, voru lýsandi fyrir manninn. Við höfð- um aldrei hist en rifist og jagast þess meir í fjölmiðlum á tímum Íkarus-strætisvagnanna um 1982 sem keyptir voru til prufu til Strætisvagna Reykjavíkur og Strætisvagna Kópavogs. Karl vildi fyrir alla muni prófa þessa ódýru vagna frá Ungverjalandi á sama tíma og við starfsmenn SVR vildum ekki sjá þá í leiðar- kerfið okkar fyrir nokkurn mun, eftir að hafa prófað þá. Og það verður að segja Sjöfn Sigur- björnsdóttur, borgarfulltrúa Al- þýðuflokksins, enn til hróss að hún bjargaði strætisvagnakerfi höfuðborgarinnar frá hruni með því að koma í veg fyrir að Guð- rúnu Ágústsdóttur, stjórnarfor- manni SVR, og Sigurði Magnús- syni, umboðsmanni vagnanna (og síðar bæjarstjóra Álftaness), tækist að kaupa 20 eða 40 vagna af slíkri tegund fyrir Reykvík- inga. Það hefði verið hreint út sagt tilræði við almennings- vagnakerfi borgarinnar. Líklega hentuðu þessir vagnar innanbæj- ar í Kópavogi, en fyrir hina stóru Reykjavík gekk það ekki. Og um þetta munnhjuggumst við Karl í flestum fjölmiðlum á þessum tíma. Nokkrum árum seinna, 1984, var ég rekinn frá SVR í pólitísk- um hreinsunum sem Sveinn Björnsson, forstjóri SVR, og Davíð Oddsson borgarstjóri stóðu fyrir. Varð það til þess að ég settist á skólabekk aftur og Karl Árnason ✝ Karl Árnason,fv. forstjóri Strætisvagna Kópavogs, var fæddur í Reykjavík 2. maí 1932. Hann andaðist á líkn- ardeildinni í Kópa- vogi 28. desember 2012. Útför Karls verður gerð frá Kópavogskirkju 10. janúar 2013. hóf síðar nám í sagn- fræði og þjóðfræði við HÍ. En mig vant- aði vinnu á sumrin. Og ég var málkunn- ugur Jóhannesi, syni Karls, úr kvöldskóla MH þar sem við vor- um báðir að ljúka okkar námi. Jóhann- es bar mér þau boð föður síns að ég gæti auðveldlega fengið sumarafleysingavinnu hjá SVK ef ég vildi, sem ég og þáði. Og um leið og ég hitti Karl Árnason í fyrsta skipti þarna á skrifstofu SVK var eins og ég hefði verið aldavinur hans alla ævi. En þarna var ég næstu fimm sumur. Svona var Karl. Og ekki bætti úr skák að ekki hætti Karl við ráðninguna þrátt fyrir þrálát símtöl úr stjórnkerfi borgarinnar og forstjóraskrif- stofu SVR að ráða nú ekki þenn- an glæpahund í vinnu, nýrekinn frá vögnum borgarinnar. Þegar ég var forðum daga í nokkrum Afríkulöndum í söfnun og rann- sóknum á álfa- og huldufólkssög- um þar syðra lærði ég málspeki þegar meta skal menn og konur. Í lélegri þýðingu segir það: Segðu mér ekki frá ríkidæmi við- komandi né völdum, heldur hvernig sá hinn sami brást við á örlagastundum lífs síns og sinna. Sannarlega hefði Karl Árnason skorað hátt á þeirri mælistiku. Ef lýsa á Karli þá koma upp í hugann hjálpsemi, hógværð og heiðarleiki, fyrir nú utan hina af- ar góðu kímnigáfu sem Karl not- aði á menn og málefni óspart. Þó alltaf án þess að særa. Er nú hægt að ætlast til meira af venju- legum forstöðumanni í fram- komu? Heimkoma Karls til Ólafar sinnar og annarra vina og vanda- manna í Sumarlandið hefur áreiðanlega verið vel þegin af beggja hálfu. En eitt er víst. Þar sem annars staðar hefur verið hlegið mikið og hátt, úr því að Karl Árnason var mættur. Að lokum þakka ég hér fyrir mig og aðra sem í þakkarskuld standa, svo sannarlega. Magnús H. Skarphéðinsson. Elsku tengdamamma, það er ekki auðvelt að meðtaka það að þú sért farin frá okkur. Það var síðastliðið sumar sem hinn illvígi sjúkdómur greindist hjá þér, þeim fregnum tókst þú á með miklu æðruleysi, ætlaðir ekki að láta það hafa áhrif á líf þitt og hélst ótrauð áfram. Þú hafðir yndi af því að ferðast og fórst í þær ferðir sem þú ætl- aðir, sem var heimsókn til yngsta sonar þíns sem býr í Danmörku með fjölskyldu sinni, þú fórst einnig í þína árlegu ferð til Ma- deira, en fyrir um 25 árum fund- uð þið tengdapabbi þar ykkar paradís. Til að byrja með fóruð þið til skiptis til Bandaríkjanna og Madeira, en síðustu árin á hverju ári. Eftir að tengdapabbi lést hélst þú áfram að ferðast, sem sýnir vel hvað þú varst sterk og dugleg kona. Þú náðir lengi vel að dylja hvað þú varst í rauninni orðin veik, það var ekki fyrr en þú komst heim Guðrún Árnadóttir ✝ Guðrún Árna-dóttir (Únna) fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1931. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnu- daginn 20. janúar sl. Útför Únnu var gerð frá Graf- arvogskirkju 25. janúar 2013, og hefst athöfnin kl. 15. frá Madeira í októ- ber að við gerðum okkur grein fyrir því, eftir það hrak- aði þér ört. Þú varst ákveðin í því að klára árið með reisn og láta það líða án þess að veikindi þín hefðu áhrif, jól og áramót kláraðir þú vel og naust samvistum við þína nánustu. Hinn 8. janúar náði sjúkdómurinn yfirhöndina og þú fórst í þína fyrstu sjúkrahúsvist, fyrir utan tvo daga í ágúst síðast- liðinn, sem reyndist einnig þín síðasta. Mörg ár eru liðin frá því að ég fyrst kom með syni þínum inn á heimili þitt og minnist ég þess alltaf hvað viðmót þitt var hressi- legt strax við fyrstu kynni. Síðan höfum við átt ómældar stundirn- ar saman og deilt saman gleði og sorg. Hugsa ég til þess með tár í augum að ekki er lengur í boði að koma í heimsókn til þín í eldhús- krókinn og spjalla um daginn og veginn eins og við gerðum gjarn- an. Þér varð tíðrætt um uppvaxt- arárin þín og þær miklu breyt- ingar sem hafa orðið í þjóðfélaginu frá því að þú varst ung. Þú hafðir gaman af að segja frá hvað á daga þína hafði drifið. Þú helgaðir líf þitt þínum stóra barnahóp sem þú sinntir með stakri prýði. Mikinn metnað lagð- ir þú í að þau öll öfluðu sér menntunar og varst ótrauð í að hvetja þau áfram til að ná draum- um sínum. Ekkert gladdi þig meira en góður árangur þeirra. Alla tíð varst þú afar stolt af börnunum þínum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, þín á eftir að verða sárt saknað. Hjartans þakkir fyrir sam- veruna og hvíl í friði. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir.) Þín tengdadóttir, Rannveig María (Veiga.) Við fráfall Únnu hefur vina- hópurinn á Ránargötunni í Vest- urbænum á fjórða og fimmta ára- tug síðustu aldar misst mikið. Vinahópurinn var Hulda systir Únnu, Guðný, Ellen og Kata. Vináttan var gegnheil og varði til hinstu stundar. Við áttum marg- ar ógleymanlegar stundir saman og var Únna þar fremst í flokki. Meðal annars má minnast litlu jólanna sem Únna bauð til og skemmst að minnast í nóvember sl. Áratuga vinátta og samfylgd með Únnu sem aldrei bar neinn skugga á. Auðvitað breyttist margt þegar við stofnuðum heim- ili en eftir sem áður hélt sam- fylgdin áfram. Únna var glaðlynd og ákveðin vönduð manneskja sem gaf af sér góða nærveru. Það er gott að minnast allra samveru- stunda á liðnum árum og þar á meðal mánudaganna. Við munum sakna hennar mikið með þakk- læti í huga. Á kveðjustunda sendum við ástvinum hennar hjartanlegar samúðarkveðjur. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) Blessuð sér minning hennar. Guðný, Ellen og Katrín. Elsku mágkona, nú ert þú komin inn í eilífðar ljósið sem þú talaðir svo oft um, og er ég þakk- lát fyrir að þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur lengur af þessu jarðneska lífi. Við eigum eftir að hittast aft- ur, Únna mín, en fyrst vil ég þakka þér og Einari bróður fyrir alla blíðuna og góðsemina sem þið sýnduð mér þegar ég kom heim, eða þegar þið komuð til að heimsækja mig vestur um haf. Þetta eru svo góðar endurminn- ingar fyrir mig. Ég bið okkar himneska algóð- an Guð að vernda og styrkja börnin, barnabörnin og lang- ömmubörnin þín elsku Únna. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Hjartanlegar samúðarkveðjur til allra sem þekktu Únnu. Elísa Guðjónsdóttir og fjölskylda. Elsku Gunna frænka, það var erfitt að koma heim til mömmu og fá þær fréttir að þú værir búin að kveðja þenn- an heim. Ég man hvað mér fannst alltaf gaman að koma til þín þeg- ar ég var lítil og fá að greiða á þér hárið og gera þig fína og þér fannst það nú ekki slæmt. Það var alltaf gott að koma í kók, sígó og spjall til þín og var ég mikið hjá þér þegar ég bjó í Laufrimanum og áttum við margar góðar stund- ir úti á palli hjá þér eða við eld- húsborðið og ég gleymi aldrei þegar við tókum hana Eriku mína og snoðuðum hana. Elsku Gunna frænka, ég er svo stolt að vera skírð í höfuðið á þér enda varstu hörkukona og yndisleg í alla staði og ég á eftir að sakna þín, þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu. Ég veit að það verð- ur tekið vel á móti þér; amma, pabbi minn og Hrönn frænka, og það er gott að hugsa til þess að nú séuð þið saman. Ég elska þig frænka og hvíldu í friði. Ég votta Sævari og strákunum hans, mömmu og systkinum hennar og öllum sem hana þekktu mína dýpstu samúð enda var hún ein- stök kona hún frænka mín og nafna. Þín frænka, Guðrún Eva. Í svartasta skammdeginu er gott að njóta ljósadýrðarinnar, jólaljósa og kertaljósa. Þegar líð- ur á janúarmánuð slokkna þau eitt af öðru samhliða hækkandi sól. Lífsljós Guðrúnar Bjarna- dóttur, vinkonu okkar og vinnu- Guðrún Bjarnadóttir ✝ GuðrúnBjarnadóttir fæddist í Stykk- ishólmi 7. ágúst 1947. Hún lést á heimili sínu 18. jan- úar 2013. Útför Guðrúnar fór fram frá Grafarvogs- kirkju 28. janúar 2013. félaga var eitt þeirra ljósa sem slokknaði þennan annars dimma janúarmán- uð. Guðrún eða Gunna, eins og við kölluðum hana var alltaf snyrtimennsk- an uppmáluð og fag- urkeri fram í fingur- góma. Við vinnufélagarnir fengum að njóta góðs af natni hennar og elju því hún sá til þess að vinnustaðurinn væri snyrtilegur, skreyttur með ljósum og að jólaskrautið skyldi hengt upp. Stundum töpuðust hlutir, þá var það víst að Gunna hefði verið að taka til. Gunna hafði gaman af fallegum fötum, naut þess að hafa sig til og klæða sig upp. Gunna var góður samstarfsfélagi, dugleg til starfa og lét aldrei deigan síga. Henni var annt um skjólstæðinga sína, bar hag þeirra ávallt fyrir brjósti, var alltaf hress og kunni að segja frá hlutunum á skemmtilegan hátt. Hún var trú og trygg sam- starfsfélögum sínum og hrókur alls fagnaðar þegar það átti við. Fyrir tveimur árum þurfti Gunna að hætta vinnu vegna veikinda. Átti það ekki vel við hana að þurfa að setjast í helgan stein. Sonur Gunnu, Sævar, átti hug hennar og hjarta sem og sonasyn- irnir þrír, Kristján Atli, Sigtrygg- ur Einar og Sigurjón Stefán. Hún var stolt af þeim, talaði oft um þá við okkur vinkonurnar og bar ávallt hag þeirra og velgengni fyrir brjósti. Missir þeirra er mik- ill. Við vottum Sævari, Kristjáni Atla, Sigtryggi Einari, Sigurjóni Stefáni og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Að lokum viljum við þakka, kæra vinkona, fyrir góðar sam- verustundir. Hvíl í friði og takk fyrir allt. Bjarney Ólafsdóttir, Guðbjörg Þórhallsdóttir, Lilja Þórarinsdóttir, Sesselja Jóhannsdóttir og Sigríður L. Sigurðardóttir. Elsku amma Kæja. Undanfarna daga er ég í hug- anum búin að fara í ófáar heim- sóknir til þín á Meló. Þær byrja að sjálfsögðu á hlaupum yfir grindverkið í gegnum Garða- strætið okkar og inn í garðinn þinn. Í huganum er þar ýmist sumar eða vetur. Á sumrin tek- ur á móti mér yndislegi blóma- skrúðgarðurinn en á veturna er ekki minna líf í garðinum, smá- fuglarnir hópast þar saman í hundraða vís á glæsilegasta úti- hlaðborð bæjarins. Það þýðir auðvitað ekkert minna en nið- urskorin epli og smurt brauð fyrir litlu vinina þína. Við tekur opin útidyrahurðin svo hlaupin stöðvast inni í for- stofu. Þú ert eins og vanalega mætt í dyragættina til að taka á móti mér með hlýja og einlæga faðmlagið þitt og geislandi bros. „Velkomin elskan mín“. Fjölskyldan er komin til þín í hrygg, kartöflur og brúna sósu og ilmurinn í íbúðinni er í takt við það, gjörsamlega himneskur. Við borðhaldið er mikið talað og við erum mishávær í fjölskyld- unni en þú gefur þér tíma til að spjalla við hvern og einn og hef- ur innilegan áhuga á lífinu okk- ar. Þú sýnir að þér finnst við öll svo merkileg og frábær. Þú ert til í að ræða allt milli himins og jarðar og hefur óþrjótandi inn- sýn og áhuga. Afi Þórir hlustar yfirvegaður á samræðurnar, nælir sér í puruna sem ég gat ekki klárað og blikkar mig, karl- inn gæti ekki verið sáttari. Það er kaffi og ís og ennþá meira spjall yfir vikulega spurn- ingaþættinum í sjónvarpinu. Þetta er svo notalegt! Þegar kemur að því að kveðja og fara heim er ég sæl og glöð með ljós- ið þitt í hjartanu. Þóra Karitas Árnadóttir ✝ Þóra KaritasÁrnadóttir fæddist í Rauða- skriðu í Aðaldal 1. apríl 1928. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 9. janúar 2013. Útför Þóru Kar- itasar fór fram frá Seltjarnar- neskirkju 17. jan- úar 2013. Elsku amma mín. Ég sakna þín svo mikið en á sama tíma er ég óendanlega þakklát fyrir að eiga þig og þessar yndislegu stundir til að heim- sækja í huganum. Ástin þín er tak- markalaus og nær langt fram yfir mörk lífs og dauða, ég finn það alveg skýrt og greinilega. Í huganum er enn opið upp á gátt á Meló og svo veit ég líka hvar varalykillinn er. Takk fyrir allt, amma mín. Þín ömmustelpa, Unnur. Amma mín var ótrúleg kona. Fyrsta minning sem ég á um ömmu mína er frá því þegar ég var lítil stelpa, kannski svona fimm eða sex ára. Hún var í heimsókn hjá okkur mömmu, pabba og bræðrum mínum í Sví- þjóð að sumri til. Ég svaf á dýnu á gólfinu og eitt kvöld þeg- ar ég fór upp í rúm kom svo amma og talaði við mig þangað til ég sofnaði. Það sem ég man var ekki hvað hún sagði, heldur frekar hvað það var ofboðslega þægilegt þegar hún var að klappa mér á fótunum. Mér fannst amma alltaf hafa svo mjúkar hendur og húð. Þegar ég varð eldri skildi ég að það var einmitt þetta sem amma mín gerði best, að láta fólki í kringum sig líða vel. Hún átti svo mikla ást hún amma. Hús hennar var alltaf opið fyrir fjölskyldu og vini og maður fór aldrei svangur frá henni. Með afa ól amma upp fimm ynd- isleg börn og það besta sem ég vissi var þegar frænkur og frændur komu í matarboð hjá ömmu. Amma eldaði svo góðan mat og hús hennar var lifandi af ást og hamingju. Elsku amma Kaja, þú varst og verður alltaf ein stærsta fyr- irmyndin í lífi mínu. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér um lífið og ást- ina. Kveðja. Þín Anna Þóra Lindell. Þar sem fjöllin himinhá, hampa Drottins gjöfum. Þar munu augun yndi sjá, ofar hverjum kröfum. Þar óx úr grasi ungur sveinn, ætíð reifur, glaður. Hann varð um síðir hreinn og beinn, heiðurs- og sómamaður. Hirti ei neitt um heimsins nöfn, hver var bestur staður. Gerði út fley úr heimahöfn, hress og jafnan glaður. Yndi fann hann allra mest, upp til fjalla og dala. Við sig kunni kannske best, kindunum að smala. Ingibergur Sigurðsson ✝ IngibergurSigurðsson frá Hvammi í Lóni fæddist 29. mars 1923. Hann lést á Hjúkrunarheimili HSSA 13. janúar 2013. Útför hans fór fram frá Hafn- arkirkju 19. janúar 2013. Góður drengur genginn er, í garð til föður, móður. samfylgd þessa þakka ber, þá er búinn róður. Kominn á sinn feðra fund, finnst nú æðsta kallið. Nú er kominn náðarstund, nú er tjaldið fallið. Jafnan lífið glatt með geð, gegnum ævi barði. Nú þarf hann ei nokkurs með, niðrí kirkjugarði. Þó að syrti á sumri og vetri, samt var engum til meins. Þá væri heimur heldur betri, ef hundruðin gerðu eins. Blómin falla foldu nær, fölva slær á haga. Það sem eitt sinn upphaf fær, endar sína daga. (A.Þ.) Arnór Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.