Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Stórútsala 50-60% afsláttur Engjateigur 5• Sími 581 2141• www.hjahrafnhildi.is• Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Vertu vinurokkará facebook Sími 568 5170 Kynning í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ 31. jan-1. feb. Gréta Boða kynnir nýju Chanel vorlitina og veitir faglega ráðgjöf um allt það nýjasta frá Chanel. Verið velkomin Vorið 2013 frá Chanel er komið Síðustu dagar útsölunnar Metravara Rúmföt Rúmteppi Handklæð i Dúkar Z-Brautir & gluggatjöld hf Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is Opnunartími: virka daga kl. 10-18 og laugardaga 11-15 Ríkissjóður Íslands hefur að tillögu Svandísar Svavarsdóttur, umhverf- is- og auðlindaráðherra, fest kaup á óðalsjörðinni Teigarhorni í Djúpa- vogshreppi. Á jörðinni eru mikil- vægar menningar- og náttúru- minjar, þar á meðal jarðminjar sem hafa alþjóðlegt verndargildi. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu var kaupverðið 50 milljónir króna. Teigarhorn er um 2.000 hektarar að stærð en á jörðinni er einn þekkt- asti fundarstaður geislasteina (zeoita) í heiminum. Vegna þessa var hluti jarðarinnar friðlýstur sem náttúruvætti árið 1975. „Teigarhorn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í sögu og skráningu veðurfars hér á landi en þar hafa verið stundaðar veðurfarsathuganir síðan 1881 og mælingar á hitafari frá 1873. Þá þykir hús Weyvadts kaupmanns á Teigarhorni meðal mikilvægra menningarminja en það var byggt á árunum 1880-1882,“ segir í frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneyt- isins. Gert er ráð fyrir að íslenska ríkið taki formlega við jörðinni 15. apríl en farin er af stað vinna við að móta framtíðarfyrirkomulag og hvernig umsjón með svæðinu verður háttað. sisi@mbl.is Teigarhorn Búlandstindur er þekkt kennileiti jarðarinnar. Ríkið kaupir Teigarhorn  Kaupverðið 50 milljónir króna Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Við höfum tekið mörg framfara- skref að ýmsu leyti en á sama tíma valda viðhorf samtímans og upplýs- ingasamfélagsins því að kröfurnar til almannavarna eru að aukast,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra, um þróunina hér á landi undanfarin ár. Víðir mun halda er- indi á fundi Varðbergs á morgun, fimmtudag, en fundurinn ber yf- irskriftina: Almannavarnir í nútíð, nýjar áskoranir og öryggi almenn- ings. Fundurinn, sem er öllum op- inn, hefst kl. 12 og fer fram í fyr- irlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Reglulega reynir á almannavarna- kerfið hér á landi í kjölfar náttúru- hamfara eða annarra alvarlegra at- burða. Víðir mun á fundinum fara yfir hlutverk og stöðu almannavarna hér á landi. Hann er þeirrar skoð- unar að almannavarnir fái ekki nægjanlega athygli hér á landi. „Auðvitað kemur mikill áhugi og kraftur inn í samfélagið þegar eitt- hvað gerist, t.d. í kjölfar jarðskjálfta eða í kringum óveðrin í haust. En áhuginn er jafnan fljótur að dofna,“ segir Víðir. Þörf á rannsóknum Þegar kemur að samanburði segir Víðir að í ríkjunum sem við Íslend- ingar berum okkur saman við séu al- mannavarnir teknar mun fastari tökum. Þetta segist Víðir verða var við í því mikla alþjóðasamstarfi sem sé á milli almannavarnastofnana á Norðurlöndum og í Evrópu. „Það sem við (Íslendingar) höfum aftur á móti fram yfir flesta aðra er að við erum lítil þjóð sem stendur þétt saman þegar á reynir. Skipulagið okkar hefur virkað þannig að þegar eitthvað bjátar á þá eru allir tilbúnir að aðstoða,“ segir Víðir. Hann er þeirrar skoðunar að meiri kraft mætti setja í rannsóknir og uppsetningu varna til að minnka áhrif hamfara. Forvarnir, fræðsla, og þekking almennings á réttum við- brögðum geti þar að auki skilað miklu betri árangri heldur en aðeins að bregðast vel við þegar nauðsyn ber til. Víðir nefnir að í alþjóðlegu samstarfi á vegum Sameinuðu þjóð- anna sé talað um það sem sé kallað áhættuminnkandi aðgerðir. Rann- sóknir sýni að með slíkum aðgerðum megi spara töluverða peninga. Meðal brýnna verkefna fram- undan nefnir Víðir m.a. áætlanagerð og greiningar vegna keðjuverkandi atburða. Sú vinna hafi verið komin af stað áður en óðveðrin skullu á fyrir norðan í haust. Í þessu sambandi nefnir Víðir t.d. að rafmagnsleysi í einu húsi geti valdið því að fjar- skiptakerfi á stóru svæði leggist af. „Þetta eru þættir sem þarf fara í gegnum markvisst, þá þarf að kort- leggja, finna þarf veikleika og efla varnir“ Kröfur til almanna- varna alltaf að aukast  Áhugi eftir hamfarir dofnar fljótt Morgunblaðið/Kristinn Hamfarir Viðbrögð almannavarna vegna eldgoss geta skipt sköpum. Nýverið gaf Félag nýrnasjúkra skilunardeild Landspít- alans ómtæki, eða æðaskanna. Það er mikið framfara- spor fyrir deildina að hafa slíkt tæki en með því er hægt að sjá legu fistils (æðaaðgengis) sem gerir stung- ur í fistilinn léttari bæði fyrir hjúkrunarfræðing og sjúkling. Sumarið 2011 gáfu ástvinir Eddu Svavars frá Vestmannaeyjum félaginu tveggja milljóna króna gjöf til minningar um Eddu en hún var einn af stofnendum Félags nýrnasjúkra. Þegar þessi rausnarlega gjöf barst félaginu var ákveðið að hún skyldi notuð til tækja- kaupa fyrir skilunardeild. Ákveðið var að kaupa óm- tæki. Til þess að svo mætti verða þurfti enn að afla tals- verðrar fjárhæðar og hratt félagið þessvegna af stað söfnun, m.a. með áheitum í Reykjavíkurmaraþoni. Gjöf Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga, Margrét Ásgeirsdóttir, deildarstjóri skilunardeildar og Jórunn Sörensen, formaður Félags nýrnasjúkra. Nýtt tæki bylting fyrir blóðskilun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.