Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Þjóðverjar voru sigursælir á Bridshátíð en þeir unnu sveita- keppnina ásamt Bretum sem mynduðu sveit. Þýsk sveit varð í öðru sæti, frönsk í því þriðja og tvær íslenskar í 4.-5. sæti. Þar voru á ferð sveitin Chile og sveit Erlu Sigurjónsdóttur úr Hafnar- firði sem kom mjög svo á óvart í mótinu en sveitin var meðal efstu sveita allt mótið. Sigursveitin sem kallaði sig Team 1702 fékk 195 stig, Gro- naldo, þýska sveitin, var með 189 stig, Frakkland 188, Erla og Chile 181 og Latvia, Mörken og Töndel í 6.-8. sæti með 180. Tvímenningurinn Þjóðverjarnir Fritsche og Ro- howsky sigruðu nokkuð örugglega í tvímenningnum en okkar menn Bjarni og Aðalsteinn sem leiddu keppnina um hríð fylgdu þeim sem skugginn. Þá voru Karl og Sævar í góðum gír allt mótið og skiluðu sér í 3. sætið. Lokastaðan: Joerg Fritsche - Roland Rohowsky GER 58,9 Bjarni H Einarsson - Aðalsteinn Jörgensen 58,1 Karl Sigurhjartarson - Sævar Þorbjörnsson 57,6 Thor Erik Hoftaniska - Thomas Charlsen GBR 57,2 Martin Rehder - Michael Gromoeller GER 56,5 Atle Grefstad - Martin Reinertsen NOR 55,9 Kalin Karaivanov - Rumen Trendafilov BUL 55,5 Jonny Hansen - Jörn Arild Ringseth NOR 55,5 Anton Haraldsson - Pétur Guðjónsson 55,4 Haldor Sunde - Övind Ketil Haga NOR 55,4 Stjörnukeppnin Sveit Vestra sigraði með mikl- um yfirburðum í stjörnukeppninni, undanfara Bridshátíðar. Í sveitinni spiluðu Vignir Hauksson og Guð- jón Sigurðsson með skorið 64. Þeim til aðstoðar voru Mikael Arnberg og Goran Hammarstrom frá Svíþjóð. Skor sveitarinnar var 77. Myndform átti sveitirnar í 2. og 3. sæti en í silfurliðinu spiluðu Michael Gromoeller og Martin Rehder frá Þýskalandi ásamt Gunnari Gunnarssyni og Agli Guð- johnsen. Þeirra skor var samtals 32. Stærsta bridsfélag landsins í Gullsmáranum? Algjör sprenging varð í þátttöku í Gullsmáranum fimmtudaginn 24. janúar. Spilað var á 20 borðum, sem er mesta þátttaka í Kópavogi. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 313 Ernst Backman – Hermann Guðmss. 304 Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 297 Þorsteinn Laufdal – Páll Ólason 291 Díana Kristjánsd. – Ari Þórðarson 288 A/V Guðbj. Gíslad. – Sigurður Sigurðss. 326 Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 323 Jón Jóhannsson – Sveinn Sveinsson 319 Bergljót Gunnarsd. – Nanna Eiríksd. 311 Ásgr. Aðalstss. – Ragnar Ásmundss. 309 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is Þjóðverjar sigursælir á Bridshátíð Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Sigursveitin Team 1702 í sveitinni spiluðu Nedju Buchlev og Reim Seb- astian frá Þýskalandi og David Kendrick og Victor Milman frá Englandi. Í um 70 ára gömlum kattatilraunum var einum þætti mataræðis breytt og dóu þeir út á 4 kynslóðum. Þessi þáttur var hitameðferð kjötsins í stað hrás kjöts sem samanburðarhóp- urinn fékk og lifði eðlilega. Kettirnir voru 450 í upphafi í hvorum hópi svo þetta var mark- tækt. Nýlega las ég um tilraun með mýs þar sem dagsbirtan var útilokuð og þær aldar við rafljós. Hér tók það líka bara 4 ættliði að gera þær heilsulausar. Þær eltust hratt og dóu ungar í 4. ættlið. Það sem mér fannst merkilegt var að hóstakirtillinn þróaðist hratt í fituvef og ónæmissvörun músanna varð lé- leg. Í börnum myndast T-frumur ónæmiskerfisins í beinmergnum og eru geymdar í hóstakirtlinum uns þeirra er þörf til að gera óskaðlegar bakteríur, vírusa og önnur óæskileg eiturefni sem berast í líkama okkar. Ónæmiskerfið heldur frá okkur sjúk- dómum. Það eru hormónar sem eru efnaboðefni sem stjórna frumunum með hvað gera eigi og hvenær. Hjá músunum var talið að það væri hormónið melatónín sem myndast í heilaköngli og dagsbirtan hefur áhrif á og kirtillinn sem hafi ekki náð að myndast eða starfa eðlilega hjá mús- unum. Með því að hafa ekki sumartíma hér á landi er höfð af okkur dagsbirta á morgnana sem aðrar þjóðir hafa fundið gagnlegt heilsunni. Útiloftið er hollast á morgnana en þá er minnst af óson sem myndast frá út- blæstri bíla í sólarljósi. Þá eykur brennsisteinstvíoxíð frá stóriðjunni og jarðvarmavirkjunum (brenni- steinsvetni sem er eitraðra en cýan- íð) áhrifin enn meira og því ekki allt- af hollast að vera úti síðdegis á fallegum sólardögum fyrir lungu okkar. Ég man þá tíð er kolsót lá sem ský yfir Reykjavík í góðu veðri séð frá Jófríðarstöðum í Hafnarfirði. Er hitaveitan kom hvarf þetta en síðar kom baneitrað gulbrúnt ský af nit- urtvíoxíði (er líka í útblæstri bíla) frá Áburðarverksmiðjunni. Hún er farin og hennar mengun. En ógnvaldurinn í dag er ósýnilegur og berst langar leiðir og heitir brennisteinstvíoxíð og brennisteinsvetni og er þyngra en loft. Það var hart barist fyrir rúmum 30 árum um hreinsun flúorsins frá fyrsta álverinu til verndar gróðri en magnið var um 20 kg flúorvetnis á framleitt áltonn sem stefndi í 120.000 t áls. Brennisteinstvíoxíðið er svipað á framleitt tonn en margfalt meira framleitt frá mörgum stöðum nú og skaðar bæði menn og gróður. Með tilkomu álvers í Helguvík verður næsta öruggt að í öllum vind- áttum berist þessi brennisteins- sambönd um höfuðborgarsvæðið. Þessi umhverfismengun hefur áhrif á öndunarvegi margra, magnar áhrif ósonsins og kemur af stað astma- köstum hjá viðkvæmum. Við fæð- umst í dag með ónæmiskerfi sem ekki er lagað að iðnbyltingu vorra tíma og sífellt fleiri fá ofnæmi strax í bernsku. Og sé ofnæmið staðreynd er það yfirleitt ævilangt. Getum við lært eitthvað af músunum en þær eru sagðar hafa stóran hluta sömu gena og við? Það verður alltaf áhættusamt að lifa í mengun þótt ekki sé sífellt sleppt af landsfeðrum okkar forvarnartækifærum sem bættu lýðheilsuna eins og með sum- artíma og hreinsun útblásturs. PÁLMI STEFÁNSSON efnaverkfræðingur. Dagsbirta, sumartími og lúmsk útimengun í Reykjavík Frá Pálma Stefánssyni Pálmi Stefánsson Ég vil þakka þeim 767 sem kusu mig í eitt af fimm efstu sætum listans, þó ég hafi feng- ið mun færri atkvæði í efstu sætin, sem ég bauð mig fram í. Að taka þátt í fram- boði af hugsjón og trú á gildi sjálfstæðisstefn- unnar og samþykktum landsfundar er auðvelt, því þeirri stefnu er þá aðeins fylgt eftir í málflutningi og skrifuðum blaðagreinum. Hitt er erfiðara, að ná persónulegu fylgi á heimaríkum svæðum, sem kalla eftir alþingismanni, sem nái ár- angri gagnvart þeim vandamálum, sem næst þeim eru, ásamt mörgu öðru. Þetta vissi ég áður og get því sagt, að ég sé sáttur, því ég fékk góð tæki- færi til að tala og skrifa um hin gömlu gildi Sjálfstæðisflokksins, skilgreina þann mikla vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir og benda á lausnir, sem alþingismenn verða að bera gæfu til að vinna úr. Ég hef þessi tækifæri áfram innan mið- stjórnar og á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar sem við verðum að marka skýra og skilj- anlega stefnu um hvernig við getum leið- rétt stökkbreytt verð- tryggð lán, sem hafa hækkað frá hruni um 450 milljarða, breytt viðmiði verðtryggingar og losað um gjaldeyr- ishöftin. Það sé und- anfari alls annars til sóknar fyrir þjóðina. Landsfundur verður að mínu mati að kjósa sér nýjan formann til þess- arar sóknar, því upplýsingar um for- mennsku hans í stjórn BNT allt til 2008 og í stjórn Máttar, sem átti hlut í Vafningi, gera hann vanhæfan sem formann flokksins og skora ég hér með á hann, að segja af sér fyrir landsfund. Nýjar upplýsingar um af- skriftir BNT um rúmlega fjóra millj- arða, ásamt stjórnarsetum í fleiri fé- lögum útrásarinnar, þar sem spilað var með peninga annarra og aðkoma hans að „vafningnum“ kalla á þessa lausn fyrir flokkinn. Nú þegar ljós er niðurstaða Ice- save, sést hvernig forysta flokksins lék illilega af sér með því að sam- þykkja síðasta samninginn, sem hefði kostað þjóðina marga milljarða 2010 og síðan viðbótarmilljarða áfram, en lélegast var þó, að fara þá fram á van- traust á ríkisstjórnina. Hugsa sér. Að bera fram vantraust á sjálfan sig! Við sem komum á landsfund verð- um að geta treyst því að þingmenn vinni eftir samþykktum fundarins, sérstaklega formaður flokksins. Núna ætti hann að taka til sín sam- þykkt, sem við Rangæingar fengum samþykkta á landsfundi 2010. Hvað um samþykktina um fjármál heim- ilanna og hvað um margar aðrar þýð- ingarmiklar samþykktir, sem þagað hefur verið um eða talað gegn? Ég vænti þess, að á komandi landsfundi verði fyrri samþykktum fylgt fast eftir í málefnastarfi fund- arins. Að loknu prófkjöri í Suðurkjördæmi Eftir Halldór Gunnarsson Halldór Gunnarsson » Við sem komum á landsfund verðum að geta treyst því að þingmenn vinni eftir samþykktum fundarins, sérstaklega formaður flokksins. Höfundur er fyrrverandi sóknar- prestur í Holti og er í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins. Mikil vá er fyrir dyrum. Nú liggur fyrir Al- þingi að fjalla um ný lög um náttúruvernd. Sitt sýnist hverjum um ágæti þessara laga. Að mínu mati eru þessi lög þvílík hrákasmíði að með ólíkindum er að þau skuli hafa komist alla leið til umræðu á Al- þingi. Ný lög um náttúruvernd geta hæglega breyst í andhverfu sína og eyðilagt það sem áunnist hefur í náttúruvernd. En hvernig má það vera? Komum að því síðar. Í þessum nýju lögum er að finna áður óþekktar víddir í valdi til ráð- herra til að ráðskast með það hvernig landsmenn ferðast um landið sitt. Að því gefnu að lögin verði samþykkt óbreytt þá verður mögulegt að ákæra og sekta fólk fyrir að aka eftir vegum eða veg- arslóðum ef svo óheppilega vill til að viðkomandi spotti sé ekki í op- inberum gagnagrunni um leiðir sem má aka. Þarna er vegið harkalega að ferðafrelsi almenn- ings. Óhóflegar heimildir eru færðar ráðherra til að loka stórum landsvæðum fyrir umferð ef hon- um sýnist svo. Jafnframt eru ferðamenn gerðir að lögbrjótum ef þeir vilja komast lifandi yfir vara- sama jökulá. Undirritaður hóf að ferðast um landið upp á eigin spýtur á ár- unum 1974-5, bæði akandi og gangandi, en þá var núverandi umhverfisráðherra 10-11 ára göm- ul stúlka í barnaskóla. Þá voru í gildi náttúruverndarlög sem bönn- uðu utanvegaakstur þar sem spjöll gátu hlotist af. Þessi lög voru okk- ur leiðarljós varðandi það að virða landið og skilja ekki eftir ummerki um ferðir okkar. Ég og mínir ferðafélagar urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að geta ferðast um landið að sumri og vetri, lært að þekkja það og takast á við válynd veður og krefjandi aðstæður. Með þessu urðum við náttúrunjótendur og náttúruunnendur og um leið náttúruverndarsinnar. En það er nefnilega þannig að við verndum og pössum það sem okkur er kært. Börnin okkar hafa verið þátttak- endur í ferðalögum um byggð og hálendi og þau hafa lært að njóta þess og um leið vilja þau geta not- ið landsins í framtíðinni. Til þess að kenna þeim á landið þá höfum við notað jeppabifreiðar til ferða- laga. Ung hafa þau ekki haft getu til að ganga tugi kílómetra til að skoða fallegan foss eða dal. Öku- tækin og fjallaslóðirnar hafa auð- veldað okkur að ferðast með börnin og gert okkur kleift að ala upp náttúruunn- endur og nýja nátt- úruverndarsinna en jafnframt ungt fólk sem vill njóta lands- ins. Ég tel að ef al- menningi verður gert erfitt að njóta lands- ins að þá munum við ekki ná að ala upp fleiri náttúruunn- endur og náttúruverndarsinna. Ef börnin okkar, og þeirra börn, fá ekki að ferðast um landið þá minnkar áhugi þeirra á að passa upp á það. Með því að auðvelda al- menningi ferðalög um landið þann- ig að hver og einn hafi sína leið til þess þá verndum við landið til framtíðar. Landið verður lítils virði ef ekki má njóta þess. Þá skiptir það fólk framtíðarinnar litlu máli þó að svæði sem okkur eru kær núna fari undir vatn. Bönn, takmarkanir og lokanir sem ganga í berhögg við réttlæt- iskennd hins dæmigerða íslenska ferðamanns eru vond og einungis til þess fallin að minnka virðingu fyrir lögum og reglum, enda engan veginn hægt að framfylgja sumum ákvæðum hinna nýju laga verði þau samþykkt óbreytt. Verða þessi lög kannski til þess að flæma Íslendinga af hálendinu svo einkavinavæða megi það? Þannig væri hægt að úthluta ferðaheimildum til góðvina sem síðan selja sauðsvörtum almúg- anum aðgang að landinu fagra. Þá gætu ferðaþjónustuaðilar fengið kvóta, t.d. 200 dagleiðaígildi, til að gera út á? Fögur framtíðarsýn það eða hitt þó heldur. Betur hefðum við notað það mikla fjármagn sem farið hefur í að semja hin ýmsu ólög og bönn til að fræða og miðla reynslu þannig að hægt sé að koma í veg fyrir skaða á landinu. Að lokum hvet ég alla Íslend- inga til að kynna sér hin nýju nátt- úruverndarlög og sjónarmið þeirra sem ferðast um landið á www.ferdafrelsi.is Náttúruverndarlög – Er vá fyrir dyrum? Eftir Þorvarð Hjalta Magnússon »Með því að auðvelda almenningi ferðalög um landið þannig að hver og einn hafi sína leið til þess þá verndum við landið til framtíðar. Þorvarður Hjalti Magnússon Höfundur starfar við upplýsingatækni. Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.