Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Stuttar fréttir ... ● Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar 2013 hækkaði um 0,27% frá fyrra mánuði að sögn Hagstofu Íslands. Vísitala neyslu- verðs án húsnæðis hækkaði um 0,21% frá desember. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,2% og vísitalan án húsnæðis um 5,0%. Hagstofan bendir á að víða séu vetrarútsölur og að verð á fötum og skóm hafi lækkað um 14,1% og eins hafi verð á húsgögnum og heim- ilisbúnaði lækkað um 2,4%. Verðbólgan 4,2% ● Matsfyrirtækið Moody’s segir úr- skurðinn í Icesave-málinu hafa jákvæð áhrif á lánshæfismat Íslands. Í viðtali við Bloomberg fréttaveituna segir Kathrin Muehlbronner, sérfræðingur hjá fyrirtækinu, að meginóvissan sé þó eftir sem áður gjaldeyrishöftin. Mikilvægt sé að Ísland stígi varlega til jarðar við afnám þeirra. Haft var eftir sérfræðingi hjá S&P að málið hefði lítil áhrif vegna þess að gert hefði ver- ið ráð fyrir að bú Landsbankans hefði nægjanlega fjármuni til að greiða upp í kröfur. Moody’s segir EFTA- dóminn jákvæðan Hörður Ægisson hordur@mbl.is Það getur verið „erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir fjármálafyrirtæki að birta lista yfir nöfn allra þeirra sem eiga umfram 1% hlutafjár í fyrirtækinu á hverjum tíma.“ Þetta segir Fjármálaeftirlitið (FME) í umsögn sinni til efnahags- og við- skiptanefndar um frumvarp þess efnis að skylda fjármálastofnanir til að birta á vefsíðu sinni og í reikningum upplýsingar um eignarhald allra sem eiga yfir 1% í fyrirtækinu. Sé um lögaðila að ræða skal koma fram hver sé raunverulegur eigandi – og er þá átt við þá per- sónu sem eigi eignarhlutinn eða stjórni honum í gegnum lögaðilann. Að mati FME liggur hins vegar ekki fyrir nein skilgreining á hug- takinu í lögum um fjármálafyrirtæki og því gæti verið „mjög erfitt“ að tilgreina raunverulega eigendur þess lögaðila sem ætti meira en 1% hlutafjár. Seðlabanki Íslands er þeirrar skoðunar að ekki sé nauðsynlegt að birta svo ítarlegan lista um eignar- hald í reikningum allra fjármála- fyrirtækja. Fram kemur í umsögn bankans til efnahags- og viðskipta- nefndar að í sumum tilfellum sé að- eins um að ræða fjárhæð sem nem- ur rúmri milljón króna. Seðlabankinn bendir á að í stað þess að birta slíkan lista í reikningum fjármálafyrirtækja þá mætti fremur fara þá leið að tilkynna FME um eignarhald allra sem eiga yfir 1% hlut. Hins vegar „mætti mögulega réttlæta birtingu á eignarhlutum undir 5% hjá kerfislega mikilvægum stofnunum,“ útskýrir Seðlabankinn, sem bætir þó við að nærtækast væri að birta skuli eignarhald umfram 5% eða yfir tiltekinni fjárhæð, til að mynda hundrað milljónum króna. FME og Seðlabankinn telja að of langt sé gengið Morgunblaðið/Ómar Eignarhald FME telur að skilgreina þurfi hver sé raunverulegur eigandi.  Frumvarp um gagnsætt eignar- hald banka Í desembermánuði voru skráð 147 ný einkahlutafélög, flest í fast- eignaviðskiptum. Til samanburðar voru 137 ný einkahlutafélög skráð í desember 2011. Fjöldi nýskráninga á árinu 2012 er 1.752, en það er tæplega 3% aukning frá árinu 2011 þegar 1.700 fyrirtæki voru skráð. Þetta kemur fram í frétt Hag- stofunnar. Þá voru 132 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í desembermán- uði, flest í heild- og smásöluverslun eða viðgerðum á vélknúnum öku- tækjum. Fjöldi gjaldþrota á árinu er því 1.109, sem er um 30% fækk- un frá 2011 þegar 1.579 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Flest gjaldþrot voru í byggingar- starfsemi og mannvirkjagerð, 227 talsins. 1.109 gjald- þrot 2012  147 ný einkahluta- félög í desember Flest gjaldþrot í byggingariðnaði. Íbúðalán hafa hækkað um 21,6 millj- arða á síðustu þremur árum vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í svari fjár- mála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar um skattálögur og höfuðstól íbúðalána. Í svarinu kemur fram að á tímabilinu frá 2009 til 2012 hafi vísitala neysluverðs farið upp um 20,1%. Sú hækkun hefur leitt til um 226 milljarða hækkunar lána á tíma- bilinu, en um 21,6 milljarða má rekja beint til skattahækkana. Skuldir vegna íbúðakaupa námu 1.124 milljörðum í lok síðasta árs og var stærstu hluti þeirra verð- tryggður. Í svarinu kemur einnig fram að horfa þurfi til þess að hluti hækk- ananna hefur skilað sér í auknum greiðslum vaxtabóta sem hafa bætt getu tekjulágra einstaklinga til að bera þunga vaxtabyrði. „Meðal þeirra aðgerða á gjalda- hlið sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir eru auknar greiðslur vaxta- bóta sem hafa á þessu tímabili bætt getu lántakenda til að greiða af íbúðalánum sínum, einkum þeirra sem eru með lágar tekjur og þunga vaxtabyrði. Frá árinu 2008 og til ársins 2011 hækkuðu vaxtabætur og sérstök vaxtaniðurgreiðsla sam- kvæmt álagningu um 4,6 milljarða.“ Lánin hafa hækkað  Upp um 21,6 millj- arða á sl. 3 árum Nýtt bankahneyksli sem nú skekur Ítalíu gæti valdið Mario Draghi, bankastjóra Evrópska seðlabank- ans, erfiðleikum. Fram kemur í frétt Financial Times að hann sé gagn- rýndur af ráðamönnum í Ítalíu fyrir að hafa ekki gripið til aðgerða, þegar hann var bankastjóri Seðlabanka Ítalíu fram til ársins 2011, sem hefðu getað komið í veg fyrir að ítalska rík- ið þurfti í síðustu viku að veita bank- anum Monte dei Paschi dei Siena (MPS) 3,9 milljarða evra neyðarlán. Vandræði MPS, sem er þriðji stærsti banki Ítalíu, má rekja allt aftur til ársloka 2007 þegar hann keypti ítalska bankann Antonveneta af spænska bankanum Santander fyrir 9 milljarða evra. Kaupverðið var langtum hærra en sambærilegir bankar voru seldir á á sama tíma, að því er fram kemur í frétt Financial Times. Þremur árum síðar kom í ljós að bankinn hafði gert þrjá áhættusama afleiðusamninga, meðal annars með aðild þýska stórbankans Deutsche Bank, með það að markmiði að reyna að leyna því hver væri raunveruleg fjárhagsstaða bankans. Nú er talið að tap bankans vegna þessara samn- inga muni nema um 700 milljónum Bandaríkjadala. Í frétt Financial Times staðfestir Vittorio Grilli, fjármálaráðherra Ítalíu, að hann hafi fundað með Draghi í fyrradag til að ræða þær ásakanir að Seðlabanki Ítalíu, undir stjórn Draghi, hafi ekki sinnt nægjanlega vel eftirlitshlutverki sínu með bankanum. Bankahneyksli á Ítalíu veldur Draghi erfiðleikum MPS Bankinn á sér 500 ára sögu. Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Miðvikudags- PIZZA-TILBOÐ Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23 Þú hringir Við bökum Þú sækir 12“ PIZZA, 3 áleggstegundir og 1l Coke 1.290 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.