Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Forseti egypska herráðsins og jafnframt varnarmálaráðherra landsins, Abdel Fattah al-Sissi hershöfðingi, varaði í gær lands- menn við og sagði að pólitísk átök að undanförnu gætu valdið hruni ríkisins. Fjölmenn mótmæli voru í Egyptalandi í fyrrinótt enda þótt Mohamed Morsi forseti hefði fyrir- skipað útgöngubann og lýst yfir neyðarástandi í þrem stórborgum, Port Said, Ismailia og Súes. „Haldi átökin milli pólitískra afla um stjórnarstefnuna áfram gæti það haft í för með sér hrun ríkisins og ógnað komandi kynslóðum,“ sagði Sissi. Minnst 52 hafa fallið í átökunum sem hófust þegar tveggja ára afmælis byltingarinnar gegn Hosni Mubarak var minnst í liðinni viku. Andstæðingar Morsis forseta segja hann vera einræðissegg sem beiti sams konar aðferðum og Mubarak. Hann var fyrrverandi hershöfðingi en herinn og flokkur hans voru við völd í Egyptalandi óslitið frá 1952 til 2011 þegar Mub- arak var steypt. Ummæli Sissis þykja sýna vax- andi óþolinmæði hersins gagnvart Morsi en þau féllu á fundi með nemendum í herskóla og voru birt á Facebook-síðu Sissis. Sagði hann hlutverk hersins flókið. Hann vildi ekki stöðva lögmæt mótmæli al- mennings en yrði jafnframt að vernda mikilvægar stofnanir. Ljóst er að herinn, sem hefur nú fengið heimild til að handtaka fólk, nýtur enn mikils álits en hann hef- ur auk þess geysimikil ítök í við- skiptalífinu og á þar fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Í umdeildum tillögum að breyttri stjórnarskrá eru hernum áfram tryggð þessi ítök en ljóst að staða hans er ótryggari en áður eftir að lýðræði var komið á. Óttast algert hrun í Egyptalandi  Forseti herráðsins varar við afleiðingum pólitískrar ólgu og átakanna síðustu daga  Herinn segist munu koma í veg fyrir tjón á mikilvægum innviðum eins og Súesskurðinum AFP Reiði Stjórnarandstæðingar hrópa slagorð gegn Morsi forseta í Port Said. Verja Súesskurðinn » Herinn hefur heitið því að koma í veg fyrir tjón á mik- ilvægum innviðum eins og Súesskurðinum. Hann er mikil tekjulind fyrir Egypta en efnahagur þeirra er nú á heljarþröm. » Einna mest hafa átökin verið í borginni Port Said við norðurenda Súesskurð- arins. » Þar hefur 21 stuðnings- maður knattspyrnuliðs staðarins verið dæmdur til dauða fyrir þátttöku í blóð- ugum óeirðum í fyrra. Unglingar í Diafouke, einu af út- hverfum Timbúktú í Afríkuríkinu Malí, fagna komu stjórnarher- manna undir stjórn franskra her- manna í gær. Hersveitirnar vinna nú að því að styrkja stöðu sína en þeim tókst að ná borginni að mestu úr höndum íslamskra uppreisnar- manna á mánudag. Mótstaðan var að sögn lítil enda yfirburðir árásarliðsins miklir og það naut aðstoðar úr lofti. Alls búa liðlega 50 þúsund manns í borginni. Skýrt var frá því í gær að hundruð manna stunduðu rán og gripdeildir í kjölfar ósigurs íslamistanna. Frakkar hafa nú um 2.600 manna lið í Malí. Gert er ráð fyrir að 240 Bretar og hermenn fleiri þjóða auk um 6.000 manna liðs á vegum V- Afríkulanda verði send til Malí. Er nú verið að vinna að fjármögnun verkefnisins. Ætlunin er að brjóta á bak aftur sveitir íslamista í Malí. Fagnað í Timbúktú AFP Að minnsta kosti 150 þúsund manns hafa flúið heimili sín og yfir 40 munu hafa látið lífið í mikl- um flóðum í Afríkuríkinu Mósambík síðustu daga. Verst er ástandið í Gaza-héraði í suður- hluta landsins sem liggur lágt. Margir komast hvorki lönd né strönd vegna hamfaranna og hjálparsamtök eiga í erfiðleikum með að koma neyðaraðstoð til verst settu svæðanna. Vatnsyfirborð stærstu ánna í landinu er enn að hækka og því búist við frekari hamförum á næstu dögum. Ýmis alþjóðleg hjálparsamtök og stofnanir almannavarna í landinu hafa komið á fót bráðabirgðabúðum á hærri svæðum þar sem hægt er að sinna hinum bág- stöddu. Mikill skortur er á ýmsum nauðsynjum, að sögn talsmanns Alþjóða Rauða krossins og systurstofnunarinnar Rauða hálfmánans. „Það verður geysilega mikil þörf fyrir hreinlætisbúnað, moskítónet, skýli, eldhúsbúnað og teppi þegar fólk fer að snúa aftur heim á næstu vik- um,“ segir talsmaðurinn, Katherine Mueller. kjon@mbl.is MÓSAMBÍK Tugir manna farast í miklum flóðum Land á floti. Hollensk flugmálayfirvöld láta nú rannsaka atvik sem varð í Boeing 737-800 þotu félagsins Transavia í fyrra. Var þotan í leiguflugi frá Amsterdam til Egyptalands. Flug- stjórinn þurfti að bregða sér á sal- ernið en aðstoðarflugmaður tók þá við. Dyrnar læstust á eftir flugstjór- anum og honum tókst ekki að vekja athygli aðstoðarmannsins þótt beitt væri háværri dyrabjöllu. Að lokum tókst flugfreyjum að opna dyrnar, aðstoðarflugmaðurinn svaf þá sem fastast en sjálfstýringin sá um að stjórna þotunni. kjon@mbl.is FLUGFÉLAGIÐ TRANSAVIA Flugstjórinn læstur úti og aðstoðarmað- ur svaf við stýrið! Talsmaður skátahreyfing- arinnar banda- rísku segir í sam- tali við USA Today að sam- tökin muni ef til vill heimila innan skamms að sam- kynhneigðir karlar megi ger- ast liðsmenn og einnig stýra flokk- um. Hæstiréttur í Washington ákvað árið 2000 að hreyfingin hefði mátt reka aðstoðarflokkstjóra sem viðurkenndi að hann væri samkyn- hneigður. kjon@mbl.is BANDARÍSKIR SKÁTAR Fá samkynhneigðir að stjórna? Ávallt reiðubúinn. SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - Sími 551 6646 Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga 11-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.