Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Kæli- & frystiskápar fyrir veitingastaði & mötuneyti 15% afsláttur Tefcold RK710 700 l. kælir Verð nú kr. 277.936 Áður kr. 326.984 Tefcold RF710 700 l. frystir Verð nú kr. 316.087 Áður kr. 371.867 Tefcold UR600S 600 l. kælir Verð nú kr. 199.163 Áður kr. 234.311 Tefcold UF600S 600 l. frystir Verð nú kr. 232.142 Áður kr. 273.108 Tefcold UR600 600 l. kælir Verð nú kr. 176.520 Áður kr. 207.671 Tefcold UF600 600 l. frystir Verð nú kr. 216.034 Áður kr. 254.158 Tefcold UR200S 130 l. kælir Verð nú kr. 93.243 Áður kr. 109.698 Tefcold UF200S 130 l. frystir Verð nú kr. 126.027 Áður kr. 148.267 Öll verð eru m. vsk. Tilboð gildir meðan birgðir endast. Erum einnig með gott úrval af kæli- & frysti- borðum sem og tvöfalda skápa. Góð gæði og gott verð. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, fundaði á mánudag með Tim Ward og Kristjáni Andra Stefánssyni úr málflutningshópi Ís- lands í Icesave-deilunni, í tilefni af fullnaðarsigri Íslands fyrir EFTA- dómstólnum. Meðal fundarefna var hinn sterki málstaður Ís- lands, afleiðingar dóms- ins fyrir umræður og stefnumótun innan Evrópusambandsins og á vettvangi alþjóðlegs fjármálasamstarfs. Þá var rætt um mikil- vægi hinnar lýðræðis- legu samstöðu, bar- áttuhreyfingarnar sem kröfðust þjóðaratkvæða- greiðslu og hvernig Ice- save hafi í hugum fólks víða í Evr- ópu og annars staðar í veröldinni orðið brennidepill glímunnar milli hagsmuna fjármálamarkaðar ann- ars vegar og lýðræðislegs vilja og réttar fólksins hins vegar. Niður- staðan væri sigur fyrir íslensku þjóðina og lýðræðið í landinu, að því er fram kemur á forsetavefnum. Forsetinn fylgdi þar með eftir þeim málflutningi sínum á alþjóð- legum vettvangi síðustu misseri að þar sem hagsmunir peningaafla og almennings takist á skuli hinn lýðræðislegi vilji ráða för. Daginn áður lofaði Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra fram- göngu málflutningsteymisins. Fullnaðarsigri fagnað Forseti tók á móti Ward og Kristjáni Andra á Bessastöðum. Sigur lýðræðis yfir peningaöflum  Forseti fundaði um þýðingu Icesave Ljósmynd/Forsetavefurinn Kjartan Kjartansson Egill Ólafsson Snúa þurfti við flugvél Eyjaflugs til Reykjavíkurflugvallar í jómfrúar- ferð flugfélagsins til Sauðárkróks í gærmorgun, eftir að bilun kom upp í ljósabúnaði hennar. Í fyrstu var talið að lendingarbúnaður vélarinnar hefði bilað en svo reyndist ekki vera. Bilunin leiddi hins vegar til þess að ekki kviknaði ljós sem sýnir að lend- ingarhjól vélarinnar séu niðri þegar hún var í aðflugi að Sauðárkróki. „Þetta var nemi sem var bilaður en hjólin komu alveg niður,“ segir Ingólfur Arnarson, flugmaður vél- arinnar. Þegar flugvélin kom til Reykja- víkur flaug hún upp að flugturninum og flugumferðarstjórar gátu stað- fest að bæði hjól vélarinnar væru niðri. Vélin lenti síðan á vellinum, en slökkvibíll fylgdi henni eftir út á flugbrautina. Fyrsta flugið í ár Sex farþegar voru um borð í vél- inni sem lagði af stað fyrir klukkan átta í gærmorgun til Sauðárkróks. Fór hún aftur í loftið um klukkan eitt eftir að búið var að ganga úr skugga um að allt væri með feldu. „Þetta var bara allt í góðu um borð. Þetta var fyrsta flugið okkar og það er sagt að fall sé fararheill!“ segir Ingólfur. Í janúar var skrifað undir samn- ing milli Isavia og Air Arctic (Eyja- flugs) um áætlunarflug milli Sauð- árkróks og Reykjavíkur. Rúmt ár er síðan Ernir hætti flugi á þessari leið og síðan þá hafa heimamenn unnið að því að koma áætlunarflugi á aftur, með aðstoð innanríkisráðuneytisins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Ljósmynd/Feykir Móttaka Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar, og Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri taka á móti þeim Ingólfi Arnarsyni og Brynjari Á. Sigurðsson frá Eyjaflugi á Sauðárkróki í tilefni fyrsta áætlunarflugsins. Snúið við í fyrstu ferð  Ljósbúnaður vélar Eyjaflugs bilaði í fyrsta áætlunarflugi þess til Sauðárkróks  Vélinni snúið aftur til Reykjavíkur Ljósmynd/Feykir Lent Farþegi stígur frá borði úr vélinni á Alexandersflugvelli á Sauð- árkróki í gær. Seinkun varð á komunni þangað um fimm tíma. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það kom fram í upphafi síðasta íbúaþings að íbúum Raufarhafnar hefur fækkað um helming á síðustu átján árum. Tilfinning manna er sú að það vanti ungt og kraftmikið fólk á svæðið. Hér eru ótal möguleikar til góðrar afkomu,“ segir Haraldur Sig- urðsson, vélfræðingur og fulltrúi í starfshópi framfarafélags Öxarfjarð- ar, um brottflutning frá svæðinu. Tölur Hagstofu Íslands yfir búferlaflutninga leiða í ljós að 207 fleiri fluttu frá Norðausturlandi en til landshlutans í fyrra. Fluttu þar af 206 til höfuðborgarsvæðisins en að- eins einn til útlanda. Skortur á fólki í vissum störfum Haraldur segir mikil tækifæri fyr- ir vinnufúsar hendur fyrir austan. „Hér á Kópaskeri vantar til dæmis bifvélavirkja og hjúkrunarfræðing. Þá stórvantar fólk á Raufarhöfn í fiskvinnslu. Það vantar barnafólk enda hefur orðið svo mikil fækkun í skólunum. Ég veit til þess að barna- fólk hefur flutt í burtu vegna þess að börnin skorti leikfélaga í skólunum.“ Svo vikið sé aftur að tölum Hag- stofunnar sýna þær að fólki hefur fækkað í öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörð- um. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 313 og um 38 á Vestfjörð- um en fækkaði á Suðurnesjum um 238, um 113 á Vesturlandi, um 62 á Norðurlandi vestra, um 207 á Norðurlandi eystra, um 12 á Austur- landi og um 38 á Suðurlandi. Eins og komið hefur fram hægði á brottflutningi í fyrra en þá fluttust 319 fleiri frá landinu en til þess, borið saman við 1.404 árið 2011. Fækkun í heilbrigðiskerfinu Halldór Halldórsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, segir niðurskurð bitna á landsbyggðinni. „Íbúar á Norðurlandi vestra hafa kvartað undan skorti á samráði. Fólki þar finnst að það hafi verið skorið mjög mikið niður. Það sama gildir um Heilbrigðisstofnun Þing- eyinga á Norðurlandi eystra. Fólk hefur rætt um að fækkun opinberra starfa sé hlutfallslega mun meiri í þessum tilvikum en annars staðar.“ Brottflutningur veikir byggð á Norðausturlandi  207 fleiri fluttust frá landshlutanum en til hans í fyrra 116.150 Íbúar á landsbyggðinni á 4. ársfjórð- ungi í fyrra, skv. Hagstofu Íslands. 570 Fólksfækkun á landsbyggðinni síðan á 4. ársfjórðungi á árinu 2009. ‹ FÆKKUN › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.