Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er leitt til þess að vita að Ís- lendingar skuli ekki lengur eiga nein alvöru vörumerki í útlöndum til þess að selja fiskafurðir eða aðr- ar afurðir,“ sagði Benedikt Sveins- son, stjórnarformaður ISI Seafood (Iceland Seafood International) og fyrrverandi for- stjóri fyrirtæk- isins. Hann var m.a. forstjóri Ís- lenskra sjávar- afurða og Ice- land Seafood Corporation, dótturfélags SÍS í Bandaríkj- unum, og einnig framkvæmda- stjóri Iceland Seafood Ltd. í Bretlandi. Tvö sterk vörumerki Benedikt sagði að á árum áður hefðu Íslendingar átt tvö mjög öfl- ug vörmerki fyrir íslenskar fiskaf- urðir vestanhafs, Samband of Ice- land og Icelandic. „Þau eru bæði horfin úr okkar höndum,“ sagði Benedikt. Sam- band of Iceland er alveg horfið og Icelandic er í höndum kanadíska fé- lagsins High Liner Foods næstu árin. Hann sagði að sér þætti kúnstugt að sjá vöru frá Icelandic sem framleidd er í Kína. Það hefði vissulega gerst í gegnum árin að ís- lenskur fiskur hefði verið fluttur til Kína til fullvinnslu. Benedikt vissi þó ekki til að það væri gert nú. Hann taldi líklegt að þorskur sem unninn væri í Kína kæmi aðallega úr Kyrrahafi. Þó kynni Atlants- hafsþorskur að rata þangað til vinnslu frá Rússlandi eða Noregi. Hálfgert hneyksli „Það að við skulum ekki lengur eiga alvöru vörumerki til þess að selja íslenskar afurðir úti í Ameríku og þess vegna víðar er hálfgert hneyksli, það er mín persónulega skoðun,“ sagði Benedikt. Hann sagði að ISI Seafood seldi annars vegar undir merki fyrirtækisins og hins vegar undir vörumerkinu Ice- land Gold en því var nýlega ýtt úr vör. Benedikt taldi heppilegt að nota heiti landsins á ensku, Iceland, til að selja íslenskar vörur. „Mér finnst eina alvöru íslenska vörumerkið í dag vera Icelandair. Það er gaman að sjá hvað þeir eru duglegir,“ sagði Benedikt. Hann sagði að gott vörumerki væri gríð- arlega dýrmæt eign. Það er liðin tíð að íslensk frysti- hús setji megnið af framleiðslu sinni í blokk fyrir fiskréttaverk- smiðjur í útlöndum, eins og tíðk- aðist á árum áður. Benedikt sagði að þorskurinn og ýsan hefði orðið of dýrt hráefni til að setja það í blokk og endurvinna síðan. Menn hefðu snúið sér að ódýrari fisktegundum til þeirra nota. Hin síðari ár hefur einnig færst í vöxt að stóru útgerð- arfélögin selji afurðir sínar beint til erlendra kaupenda. Dýrt að byrja aftur Benedikt sagði að fyrir 20-40 ár- um hefðu tugir þúsunda tonna af þorski og ýsu farið héðan á Banda- ríkjamarkað á hverju ári. Um tíma áttu Íslendingar þrjár fiskrétta- verksmiðjur í Bandaríkjunum þar sem unnu samtals 600-700 manns. Verksmiðjurnar voru síðar samein- aðar í eina og hún síðan seld. Þar með endaði 60-70 ára saga. Bene- dikt giskaði á að þegar umsvifin voru mest hefðu íslenskar fiskaf- urðir verið seldar vestanhafs fyrir 400-500 milljónir bandaríkjadala á ári (52-65 milljarðar kr.). „Þessar verksmiðjur voru mikil- vægar til að hafa aðgang að mark- aðnum. Nú er þessi stóri markaður horfinn. Það kemur sér illa þegar við erum að auka þorskveiði bæði hér og í Barentshafi. Okkur vantar nú þennan gamla öfluga markað inn í safnið. Ef menn vilja fara aftur inn á Ameríkumarkað verður að byggja það upp á nýtt og það verð- ur dýrt,“ sagði Benedikt. Morgunblaðið/Kristján Frystihús Gríðarleg breyting hefur orðið í fiskvinnslu og markaðsmálum sjávarafurða í áranna rás. Myndin var tekin í Ólafsfirði og er úr safni. Horfinn fiskmarkaður  Bandaríkin voru einn helsti markaðurinn fyrir íslenskan fisk  Sterk vöru- merki eru ekki lengur í höndum Íslendinga  Dýrt að afla markaðarins á ný „Heimsmark- aðsverð á lítr- anum af bensíni hefur hækkað um tæplega sjö krón- ur. Það er að koma fram í verð- laginu hjá okkur. Verðhækkanirnar hér innanlands undanfarið eru nánast á pari við hækkanir á erlendum mörkuðum,“ segir Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, um verðþróunina. Verð á bensínlítranum hækkaði um 3 krónur í gær og dísilolía hækkaði um 2 krónur. Var lægsta verð á 95 oktana bensíni 255,20 krónur en á dís- illítranum 262 krónur. Verðið hækk- aði svipað 23. janúar sl. eða um 3 kr. í bensínu og 1,9 kr. í dísilolíunni. Hættu við skattahækkanir Spurður hvort auknar álögur eigi þátt í hækkunum rifjar Runólfur upp að hætt hafi verið við að hækka elds- neytisgjöldin á síðustu metrunum við fjárlagagerðina. Hvað gengisþróun snertir bendir Runólfur á að gengi bandaríkjadals hafi ekki sveiflast mikið undanfarið. Eldsneytið að hækka í áföngum  FÍB telur fylgni við alþjóðlega þróun Runólfur Ólafsson Katrín Júl- íusdóttir, fjár- mála- og efna- hagsráðherra, ítrekaði í viðtali í breska frétta- þættinum News- night á BBC á mánudagskvöld að óháð nið- urstöðu EFTA- dómstólsins í Ice- save-málinu myndi þrotabú Lands- bankans halda áfram að greiða út forgangskröfur vegna Icesave- reikninganna. Vonir stæðu til að all- ar forgangskröfur yrðu greiddar. Þá sagði hún að með niðurstöðu dómstólsins væri endanlega búið að skera úr um lögfræðileg álitaefni. „Ég tel að það besta við dóm EFTA sé að nú er búið að ryðja úr vegi óvissuþætti. Við getum nú haldið áfram veginn,“ sagði Katrín m.a. Ráðherra í viðtali í Newsnight Katrín Júlíusdóttir „Ég sá þessa fallegu pakkningu í verslun og ákvað að prófa þessa fínu íslensku vöru,“ sagði Íslendingur sem var staddur í Bandaríkj- unum. Hann keypti sér pakka af frystum þorsk- hnökkum frá vörumerkinu Ice- landic Seafood. „Þetta var ágætis vara. En þegar ég skoðaði pokann betur sá ég að varan var framleidd í Kína! Þá var mér öllum lokið og ég hugsaði að þarna væri illa far- ið með gott vörumerki.“ Maðurinn sagði að sér hefði verið nokkuð brugðið, því hann taldi sig vera að kaupa og borða íslenska framleiðslu. Sem kunnugt er seldi Fram- takssjóður Íslands starfsemi Ice- landic Group í Bandaríkjunum, Icelandic Seafood, haustið 2011. Kaupandi var hið kanadíska High Liner Food. Vörumerkið á að renna aftur til Icelandic Group að liðnum sjö árum frá sölunni. Þorskurinn framleiddur í Kína KEYPTI FRYSTA ÞORSKHNAKKA FRÁ ICELANDIC SEAFOOD Í VERSLUN Í BANDARÍKJUNUM OG TALDI ÞÁ VERA ÍSLENSKA Merkingin Icelandic Seafood. Benedikt Sveinsson Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Félagsfundur í Veiðifélagi Norðurár hafnaði í gærkvöldi með afgerandi hætti, 28 atkvæðum gegn fjórum, tveimur tilboðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur í veiðirétt árinnar frá og með sumrinu 2014. Á dögunum voru opnuð tilboð í veiðiréttinn og átti Stangaveiðifélagið bæði gildu til- boðin, undir merkjum SVFR og SVFR ehf, upp á 76,5 og 83,5 millj- ónir króna. Félagið mun greiða 85 milljónir fyrir ána næsta sumar en það verður 67. sumarið sem það leig- ir veiðiréttinn. Birna G. Konráðsdóttir, formaður veiðifélagsins, sagði eftir fundinn í gærkvöldi að hann hefði verið góður og málefnalegur og að eftir þessa af- gerandi atkvæðagreiðslu hefði stjórnin afar gott bakland í þeirri vinnu sem nú tæki við, að ákveða framtíð veiðisvæðisins. „Í rauninni ræddum við ekki næstu skref. Í haust var stjórn falið að vinna að útleigu árinnar og nú ítrekaði fundurinn fyrri samþykktir um umboð stjórnar,“ sagði hún. „Menn sáu tækifæri í breytingun- um, þetta gæti opnað ótal dyr.“ Rætt hafi verið að skoða mætti mögulega breytingu á þáttum eins og fjölda veiðidaga í hverju holli, skiptingu í veiðisvæði og staðsetningu veiði- húsa. Birna játaði því að höfnun tilboð- anna þýddi að veiðiréttarhafar teldu veiðiréttinn meira virði en birtist í tilboði SVFR. „Menn voru ekki mjög ánægðir með þessi tilboð og við vildum ekki verðfella okkar eigin eign. Okkur finnst Norðurá vera meira virði en þetta,“ sagði Birna. Norðurá hefur í áratugi verið kunnasta og eftirsóttasta laxveiðiáin sem SVFR hefur haft á leigu. Tilboðum SVFR hafnað  Veiðifélag Norð- urár ósátt við til- boð í veiðiréttinn Morgunblaðið/Einar Falur Norðurá Veiðin í ánni hefur iðulega farið yfir 2.000 laxa síðustu sumur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.