Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Bjartsýni virðist vera að aukast með- al íslenskra neytenda, samkvæmt væntingavísitölu Capacent Gallup, sem birt var í gær. Væntingavísitalan hækkar um 12,3 stig frá fyrri mánuði og mælist nú 81,7 stig. Neytendur eru talsvert bjartsýnni í upphafi þessa árs en á sama tíma í fyrra, en vísitalan er nú 6,7 stigum hærri en í upphafi árs 2012. „Raunar má greina árstíðaráhrif í sveiflu væntingavísitölunnar undanfarin ár, en hún hefur undanfarin 3 ár ávallt hækkað töluvert í janúar,“ segir í Morgunkorni Greiningar Íslands- banka í gær. „Væntingar neytenda til næstu 6 mánaða hækka mest, eða um 18,5 stig. Er vísitalan fyrir þennan undir- lið nú 115,3 stig sem þýðir að fleiri eru nú jákvæðir en neikvæðir varð- andi horfurnar framundan. Þá hefur mat neytenda á atvinnuástandinu einnig batnað mikið frá fyrri mánuði, eða um 17 stig, og er sú vísitala nú 87,1 stig. Mat á efnahagslífinu batnar mun minna eða um 5,5 stig og þá hækkar vísitalan fyrir mat á núver- andi ástandi um 2,9 stig og mælist nú 31,3 stig. Enn eru þó mun fleiri nei- kvæðir á núverandi ástand en já- kvæðir, en 6,1% aðspurðra sögðust vera jákvæðir á núverandi ástand í janúar á meðan 53,6% voru neikvæð- ir,“ segir orðrétt í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjartsýnni Með hækkandi sól virðist landinn heldur vera að hressast því væntingavísitala Capacent Gallup hækkar um 12,3 stig frá því í desember. Neytendur virð- ast nú bjartsýnni Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. 100% made in Italy www.natuzzi.com Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is Jóga Nýtt í Heilsuborg Byrjendanámskeið í Jóga Þriðjud. og fimmtud. kl. 12:00-13:00 Hefst 5. febrúar Kennari Gyða Dís Verð kr. 12.900,- Farið verður rólega af stað en tímarnir geta verið mjög kröftugir. Hér reynum við á alla þætti líkamans, aukum liðleikann á allan hátt, hryggurinn verður liðugri, opnum öll liðamótin betur og betur og náum betri og meiri teygju og liðleika. Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrkur og úthald og síðast en ekki síst öðlumst við betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur. Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.