Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Norska heimildarmyndin Til ung- dommen verður frumsýnd í kvöld kl. 19.30 í Bíó Paradís. Í myndinni er fjórum meðlimum í ungliðahreyf- ingum fjögurra stjórnmálaflokka í Noregi fylgt eftir, þeim Sönu, Hen- rik, Haakon og Johanne, á árunum 2009-11. Ungmennum sem mörkuð eru fyrir lífstíð af fjöldamorðum Anders Behrings Breiviks í Ósló og Útey þann 22. júlí árið 2011. Breivik myrti 77 manns áður en tókst að stöðva hann, þar af 69 í Útey. Fórn- arlömbin í Útey voru langflest ungmenni úr ungliðahreyfingu norska Verka- mannaflokksins, voru þar stödd í sumarbúðum þegar morðin voru framin. Höfundur myndarinnar, Kari Anne Moe, verður viðstödd frumsýningu myndarinnar í kvöld ásamt Mariu Kristine Göthner frá ungliðahreyfingu Hægriflokksins og Renate Tårnes frá ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins en sú síðar- nefnda var í Útey daginn sem morð- in voru framin. Var sjálf í ungliðastarfi Blaðamaður ræddi við Moe í gær og sagði hún myndina upphaflega hafa átt að fjalla um starf ungliða- hreyfinganna, ungmenni sem taki þátt í pólitískri baráttu, vilji bæta samfélag sitt og efla lýðræðið. „Áður en ég ákvað að gerast kvikmynda- gerðarmaður var ég mjög virk í póli- tík, ég var formaður ungliðahreyf- ingar Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi þannig að þetta hefur verið afar persónuleg mynd að gera að vissu leyti,“ segir Moe. Hún hafi gengið í ungliðahreyfingu sósíalista 15 ára, tekið þátt í kappræðum og farið í sumarbúðir í Útey. Í myndinni er m.a. fylgst með fyrrnefndum ungmennum taka þátt í undirbúningi kosninga og hljóta þjálfun í framsögn og framkomu, fjallað um vonir þeirra og hugsjónir. Moe segist upphaflega hafa ætlað að gera mynd sem væri einhvers konar bræðingur af Karate Kid og Break- fast Club en þær áætlanir breyttust að sjálfsögðu þegar fjöldamorðin voru framin. Hún var stödd í Útey með tökuliði sama dag og Breivik framdi voðaverkin, var að fylgjast með Johanne úr ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins og taka upp efni í sumarbúðunum fyrir myndina. Moe fór frá eyjunni nokkr- um klukkustundum áður en Breivik kom þangað. Þykir vænt um að fá að sýna myndina á Íslandi Moe segir að þó myndin fjalli um voðaverk Breiviks og afleiðingar þeirra fjalli hún ekki síður um hið pólitíska hugsjónastarf ungmenn- anna. „Það var gerð árás þennan dag á þau ungmenni í Noregi sem eru virk í pólitík,“ ítrekar hún. -Það hlýtur að hafa verið afar erf- itt að gera þessa mynd? „Algjörlega, þetta er það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert. Sem betur fer reyndust framleiðendur myndarinnar mér afar vel, Tone Grøttjord og Anita Rehoff Larsen hjá fyrirtækinu Sant & Usant. Við vorum í miklu sambandi við fjöl- skyldur sem misstu ástvini sína og áttum samráð við þær um hvernig myndefnið yrði notað,“ segir Moe. Myndin var frumsýnd í fyrra í Noregi og hefur einnig verið sýnd í Svíþjóð. Hún verður brátt sýnd í Danmörku, Þýskalandi og í Hollandi og segir Moe að henni hafi verið boð- ið að sýna hana á ýmsum kvik- myndahátíðum. Það sé vissulega ánægjulegt en henni þyki þó sér- staklega vænt um að hafa verið boð- ið að sýna hana í Reykjavík því eiginmaður hennar sé íslenskur, Guðmundur Gunnarsson sem vann myndina með henni. Samfélagið sé fámennt á Íslandi líkt og í Noregi og því hljóti Íslendingar að eiga auðvelt með að setja sig í spor Norðmanna. „Það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert“  Heimildarmyndin Til ungdommen sýnd í Bíó Paradís Sorg Úr heimildarmyndinni Til ungdommen. Ungliðinn Sana hughreystir vinkonu sína eftir fjöldamorð Breiviks í Útey og miðborg Óslóar. Kari Anne Moe www.tilungdommen.com Nýjasta plata SigurðarGuðmundssonar ogMemfismafíunnar, Okk-ar menn í Havana, var hljóðrituð á örskömmum tíma, fimm dögum, í hljóðverinu Egrem í Ha- vana á Kúbu. Platan er 100% Kúbu- plata, engu líkara en hér sé komin sú öndvegissveit Buena Vista Social Club á íslensku. Við fyrstu hlustun grípa lögin mann, engu líkara en maður hafi heyrt þau öll áður, þau eru eitthvað svo kunnugleg. Samt sem áður eru þau frumsamin og textahöfundurinn Bragi Valdimar Skúlason klikkar ekki frekar en fyrri daginn, hvort sem sungið er um öndvegisdrykkinn mojito (eða mó- hító eins og hann er nefndur í laginu, rétts framburðar blessunarlega gætt) eða sældarlífið í borginni frægu, Havana, og okkar menn sem gerðu þar garðinn frægan, drukku romm og reyktu vindla og gæddu sér á mojito eins og Hemingway forðum. Með Sigurði og Memfismafíunni var í för Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari en hann þekkir vel til tónlistarlífsins á eyjunni og kom hljómsveitinni í tengsl við vana og þekkta tónlistarmenn meðal eyj- arskeggja, tres-gítarleikarann og hljómsveitarstjórann Cesar Hecha- varria, píanóleikarann Eilio Mor- ales, trompetleikarann Julio Padrón og hóp slagverksleikara. Útkoman er svo kúbönsk að maður greinir varla að Íslendingar hafi komið við sögu, þ.e. ef ekki væri fyrir íslenska lagatexta. Guðmundur Kristinn Jónsson, jafnan kallaður Kiddi Hjálmur, stýrði upptökum af fag- mennsku og ellefu lög eru afrakst- urinn. Sigurður syngur mjúklega oft á tíðum kostulegan texta Braga Valdimars og það er engin leið að hrífast ekki með og taka undir. Ekki verra að hafa móhító við höndina, platan vekur með manni móhító- löngun. Platan er öll hin fagmann- legasta og algjörlega trú Kúbu- tónlistinni en enn skemmtilegra hefði þó verið að fá smá áhættu, meiri íslensk-kúbanskan bræðing. Það kemur kannski í næstu ferð okkar manna til Havana, ef hún skyldi standa til. Heimildarmyndin er ágæt, tæpar 40 mín. að lengd og segir allt sem segja þarf um þessa ferð þeirra fé- laga og upptökur plötunnar. Það er gaman að sjá lögin verða til og myndin hefur að geyma nokkur tón- listarmyndbönd tekin á staðnum, hrá og skemmtileg í fögru umhverfi borgarinnar góðu. Okkar menn í Havana er fyrirtaks plata til að ylja sér við, sérsniðin fyr- ir matarboð í léttari kantinum eða teiti með Kúbu-þema. Hönnun og ljósmyndun prýðileg að auki. Upp- skrift að móhító vantar hins vegar. Á Kúbu Umslag Okkar manna í Havana, prýtt ljósmynd af Sigurði. Ég vil móhító! Okkar menn í Havana bbbbn Breiðskífa Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunnar auk heimildar- myndar. Við gerð plötunnar nutu Sig- urður og félagar liðsstyrks kúbanskra tónlistarmanna . Sena gefur út. 2012. HELGI SNÆR SIGURÐSSON TÓNLIST NAOMI WATTS TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ NAOMI WATTS TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA “IT’S PART JASON BOURNE, PART DIRTY HARRY.” -EMPIRE  -TOTAL FILM -THE HOLLYWOOD REPORTER  MÖGNUÐ NÝ ÍSLENSK MYND “THE BEST FILM OF “SPELLBINDING DGA AWARD NOMINEE BEST DIRECTOR PGA AWARD NOMINEE BEST PICTURE OF THE YEAR WGA AWARD NOMINEE BEST ADAPTED SCREENPLAY SAG AWARD® N O M I N A T I O N S OUTSTANDING PERFORMANCE BY A MALE ACTOR IN A SUPPORTING ROLE OUTSTANDING PERFORMANCE BY A CAST IN A MOTION PICTURE 2 ACADEMY AWARD ® NOMINATIONS7 INCLUDING BEST PICTURE GRANT HESLOV BEN AFFLECK GEORGE CLOONEY WINNER BEST PICTURE  BEST DIRECTOR CRITICS’ CHOICE AWARDS BEN AFFLECK WINNER BEST PICTURE  BEST DIRECTOR GOLDEN GLOBE® AWARDS DRAMA 7 TILN FNING R TILÓSKARSVERÐLAUNA BESTA MYND BESTA YND BESTA MYND BESTI LEIKSTJÓRI BESTI LEIKSTJÓ I SIGURVEGA I MEÐAL ANNARS SIGURVEGA I -MBL  -FBL FRÁBÆR MYND MEÐ GERALD BUTLER OG ELISABETH SUE “SURPRISING” -ROGER EBERT BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAU ERU KOMIN AFTUR NÚ Í FRÁBÆRRI ÞRÍVÍDD SKRÍMSLIN SEM ALLIR ELSKA EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP GANGSTER SQUAD KL. 6 - 8 - 10:30 GANGSTER SQUAD VIP KL. 5:30 - 8 - 10:30 MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 XL KL. 10:30 CHASING MAVERICKS KL. 8 JACK REACHER KL. 5:20 - 8 - 10:40 HOBBIT: UNEXPECTED JOURNEY KL. 8:30 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 5:50 KRINGLUNNI GANGSTER SQUAD KL. 5:30 - 8 - 10:30 XL KL. 6 - 8 - 10:10 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 - 10:30 GANGSTER SQUAD KL. 5:30 - 8 - 10:30 MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 DJANGO UNCHAINED KL. 8 - 10:30 JACK REACHER KL. 8 - 10:40 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 - 8 ARGO KL. 5:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK GANGSTER SQUAD KL. 8 - 10:20 XL KL. 8 CHASING MAVERICKS KL. 10:10 AKUREYRI GANGSTER SQUAD KL. 8 MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 6 XL KL. 10:20 CHASING MAVERICKS KL. 6 JACK REACHER KL. 10:20 THE IMPOSSIBLE KL. 8 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.