Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Í tilefni 60 ára afmælis síns fyrir ári sendi Ingvi Þór Kormákssonfrá sér diskinn Latínudeildina fyrir nýliðin jól og um þessarmundir vinnur hann að því að koma disknum á stafrænan markað um allan heim. Diskarnir eru í raun tveir, annar með ís- lenskum textum og hinn með enskum textum, og gefnir út til stuðn- ings SOS barnaþorpum í Suður-Ameríku. „Ég vinn nú sem skrif- stofustjóri og framkvæmdastjóri hjá lagasmiðnum Ingva Þór Kormákssyni og tek um viku í þetta,“ segir afmælisbarn dagsins, „fer bara inn í vinnuherbergi mitt og þar er alheimurinn í tölvunni.“ Hann bætir við að ensku textarnir, sem J. J. Soul samdi, hafi orðið til á undan þeim íslensku með erlendan markað í huga. Tónlist hefur verið ríkur þáttur í lífi Ingva Þórs og með Latínu- deildinni hefur hann samið tónlist fyrir 11 diska, en fyrsta lagið eftir hann kom út 1982. Hann segir að nafn nýjasta disksins hafi orðið til eftir hádegisverð með bekkjarfélögum úr latínudeild MR, en lögin séu öll útsett í suðuramerískri sveiflu, séu undir áhrifum frá Bras- ilíu og Kúbu. „Þar með var komin latínudeildin,“ segir hann. Ingvi Þór er bókmenntafræðingur að mennt og starfar sem verk- efnastjóri á Borgarbókasafninu. Hann ætlar að fara í vinnuna í dag og tekur væntanlega köku með sér. „Það verður tekið vægt á mér ef ég gleymi því,“ segir hann. steinthor@mbl.is Ingvi Þór Kormáksson 61 árs Afmælisbarn Ingvi Þór Kormáksson, tónskáld með meiru, stefnir að því að fá sér afmælisköku með vinnufélögunum í dag. Plata til stuðnings SOS barnaþorpum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Ilmur fæddist 2. febrúar kl. 14.11. Hún vó 2.120 g og var 45 cm löng. Foreldrar hennar eru Helga Árnadóttir og Arngrímur Stefánsson. Nýr borgari Þ orbjörn fæddist í Reykja- vík 30.1. 1943 og ólst þar upp við Marargötu og Sporðagrunn. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1963, B.Sc.-prófi í félagsvís- indum frá Edinborgarháskóla 1967. M.Sc.-prófi frá Lundarháskóla 1970 og fil.dr.-prófi frá Lundarháskóla 1996. Þorbjörn var blaðamaður við Al- þýðublaðið 1963-’64, stundakennari við Réttarholtsskóla 1964, aðstoð- arkennari við Lundarháskóla 1968- ’70, lektor við félagsvísindadeild HÍ 1970-’79, dósent þar 1979-’92 og pró- fessor frá 1992. Þorbjörn var prófessor í hluta- starfi við háskólann í Jönköping, gistifræðimaður við Ríkisháskólann í Michigan, East Lansing, við Lund- arháskóla og Wisconsin-háskóla í Madison. Hann sat í ráðgjafanefnd Norræna ráðherraráðsins um al- menn menningarmál 1972-’84, var formaður nefndar um hugsanlega fjölmiðlakennslu við HÍ, sat í stjórn Norrænu skráningarmiðstöðvar- innar fyrir fjölmiðlarannsóknir 1979-’98, í nefnd vegna lagasetn- ingar um ofbeldiskvikmyndir 1982, formaður nefndar um fjölmiðla- kennslu á öllum skólastigum, for- maður útvarpsréttarnefndar 1990- ’91, sat í nefnd til undirbúnings breytinga á útvarpslögum 1991, í starfsnefnd Norræna ráðherraráðs- ins um eignasamþjöppun á sviði fjöl- miðla 1990, í stjórnhópi norrænnar rannsóknar á áhrifum nýrrar tækni og aukins viðskiptafrelsis á sviði boðskipta á neytendur 1991 og for- maður undirbúningsnefnda nor- rænu ráðstefnanna um boðskipta- og fjölmiðlarannsóknir 1981, 1991 og 2001. Þorbjörn var borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins í Reykjavík 1974- ’78, sat í félagsmálaráði Reykjavík- ur 1974-’82 og 1988-’90, var formað- ur stjórnar Borgarbókasafns Reykjavíkur 1978-’82 og sat í fræðsluráði Reykjavíkur 1982-’90. Eftir Þorbjörn liggur fjöldi rita á sviði félagsfræða og fjölmiðla. Hann hefur skrifað fjölda fræðigreina í innlend og erlend tímarit og safnrit Þorbjörn Broddason, prófessor við HÍ - 70 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Prófessorinn Dr. Þorbjörn hefur verið helsti fræðimaður okkar á sviði fjölmiðla – eðli þeirra og þróunar. Þróun fjölmiðla er afar hröð og spennandi „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isVandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál KROM 53x80 cm • Aluminum / Ál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.