Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 30. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Hvað varð um Ásdísi Maríu? 2. Margir ánægðir með dóminn 3. Fékk skilti í höfuðið og lést 4. Ungi reyndi að vekja dauða móður »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sex þekktir kvikmyndaleikstjórar frá Norðurlöndum, þ.á m. Dagur Kári Pétursson, hafa stofnað félagið Crea- tive Alliance og ætla sér að gera sex kvikmyndir með framleiðendunum Lars Knudsen og Jay Van Hoy hjá fyr- irtækinu Parts and Labor Int- ernational og dönsku framleiðend- unum Nikolaj Vibe Michelsen og Jacob Jørgensen, að því er fram kem- ur á kvikmyndavefnum Variety. Hver leikstjóri mun leikstýra kvikmynd með ensku tali, sem ætluð er alþjóð- legum markaði. Leikstjórarnir eru, auk Dags Kára, þau Lone Scherfig, Per Fly, Ole Christian Madsen, Thom- as Vinterberg og Janus Metz. Kvik- myndirnar verða gerðar í Bandaríkj- unum, að því er fram kemur á Variety og verða þær framleiddar í samstarfi við dönsku kvikmyndastofnunina og aðrar stofnanir í Evrópu og á Norð- urlöndum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dagur í félagi með þekktum leikstjórum  Auglýsing fyrir íþróttavörufram- leiðandann Asics sem tekin var upp hér á landi verður frumsýnd á árinu, að því er fram kemur á breska vefn- um Daily Record. Skoska fyrirsætan og fyrrverandi fimleikastjarnan As- leigh Bradshaw dvaldi í viku hér á landi við gerð auglýsingarinnar og sést hér á hlaupum í ís- lensku landslagi í prent- auglýsingu. Bradshaw vann keppni um að ger- ast fyrirsæta Asics í fyrirhugaðri auglýs- ingaherferð og bar sigurorð af hundruðum stúlkna sem sótt- ust eftir því. Skosk fyrirsæta á hlaupum á Íslandi Á fimmtudag Austan 5-10 m/s syðst, annars hægari vindur. Skýj- að með köflum og úrkomulítið, en snjókoma við vesturströndina síðdegis. Frost 0-14 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 3-11 m/s, en austan 8-13 og lítilsháttar slydda eða snjókoma suðvestantil síðdegis. Vægt frost inn til landsins, en víða frostlaust við sjóinn. VEÐUR Bjarki Gíslason, úr Ung- mennafélagi Akureyrar, varð á dögunum fimmti Ís- lendingurinn sem vippar sér yfir fimm metra í stangar- stökki. Afrek Bjarka er ekki síst merkilegt fyrir þær sak- ir að hann hafði verið frá keppni vegna meiðsla í rúmlega ár með brotinn hryggjarlið þegar honum tókst að fara yfir fimm metrana í Laugardalshöll fyrr í mánuðinum. »1 Yfir fimm metra eftir brot í baki Aron Jóhannsson er búinn að semja við hollenska knattspyrnufélagið AZ Alkmaar til ársins 2017 en getur ekki byrjað að spila með því strax. „Það er virkilega pirrandi á þess- ari stundu að geta ekki byrjað strax að æfa með lið- inu,“ segir Aron en er afar ánægður með þetta skref á ferlinum. »4 Pirrandi að geta ekki byrjað strax með liðinu Á ársþingi Kraftlyftingasambands Ís- lands var samþykkt tillaga um að gera klassískum kraftlyftingum jafnhátt undir höfði og kraftlyftingum með bún- aði en ekki er notast við neinn styrktar- eða hjálparbúnað í klassískum kraft- lyftingum. Afreksstefna sambandsins tekur nú mið af klassískum kraftlyft- ingum með sama hætti og gert er með kraftlyftingar með búnaði. »2-3 Klassískar kraftlyft- ingar jafnréttháar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Víða í Evrópu og ekki síst við Mið- jarðarhafið má fá afbragðsgóðar kryddpylsur, sannkallaðar sælkera- pylsur af ýmsu tagi. Ítalski mat- reiðslumaðurinn Roberto Tariello vill kynna Íslendingum slíka fram- leiðslu og er byrjaður að framleiða þurrkuð matvæli úr íslensku hrossakjöti og svínakjöti að ítalskri fyrirmynd. Roberto Tariello kom til Íslands 2007. „Ég ætlaði bara að kynnast landinu, ferðast og vinna í nokkra mánuði, en féll fyrir umhverfinu og er hér enn,“ segir þessi ungi mað- ur, sem verkar pylsurnar í sam- vinnu við kjötvinnsluna á Hellu og heimamenn í Þykkvabæ. Tækifæri Til að byrja með vann Roberto á veitingastöðum hérlendis. Síðan 2008 hefur hann aðstoðað hóp ítalskra ljósmyndara og landfræð- inga á ferð um landið. Hann segir að hann hafi stöðugt hugsað um pylsugerðina sem hann hafi alist upp við hjá fólki sínu í Limatola, smábæ skammt frá Napólí. „Ég tók fljótlega eftir því að ekkert virtist vera unnið hérna úr hrossa- kjöti nema bjúgu og saltkjöt og vildi kanna hvort ekki væri mark- aður fyrir sælkerapylsur. Ég byggi á gömlum, ítölskum vinnsluaðferð- um, framleiðslan hófst í sumar sem leið og vörunum hefur verið mjög vel tekið. Ég er með uppskriftir að heiman en breyti aðeins út frá þeim í þeirri von að gera þær betri.“ Þykkvibær er elsta sveitaþorp landsins og þó að svæðið sé eink- um þekkt fyrir kartöflurækt byrj- uðu menn þar snemma að borða hrossakjöt. Þar er Roberto með þurrkaðstöðu og þar pakkar hann vörunum en frumvinnsla afurðanna fer fram í kjötvinnslunni á Hellu. „Mér er sagt að íbúar í Þykkvabæ hafi fyrstir Íslendinga borðað hrossakjöt og því fer vel á því að lokavinnslan fari þar fram,“ segir Roberto. Vinna er seinvirk því hún er öll handgerð. Roberto sér nánast al- farið um verkunina en nýtur að- stoðar Ástríðar Ástráðsdóttur. „Hún er mín hægri hönd,“ segir Roberto og bætir við að það taki um einn og hálfan til þrjá mánuði að meðaltali að vinna kjötið sam- kvæmt kúnstarinnar reglum en rétt handtök séu lykilatriði. „Ég er að byrja að kynna Íslendingum þessar afurðir og er bjartsýnn á framhaldið,“ segir hann. Sælkerapylsur að hætti Ítala  Sameinar íslenskt hráefni og ítalska hefð Morgunblaðið/Árni Sæberg Framleiðandi Roberto Tariello með sýnishorn af framleiðslunni úr íslensku hrossakjöti og svínakjöti. Til þessa hefur Roberto Tariello framleitt sex teg- undir af pylsum úr svínakjöti og fjórar tegundir úr hrossakjöti. Roberto segir að þar sem fyrst og fremst sé um tilraunaframleiðslu að ræða til að byrja með sé framleiðslumagnið takmarkað, en vinnslan sé í stöðugri þróun. Hann hugsi ekki um samkeppni heldur það að framleiða góða vöru. Veitingastaðir eins og Humarhúsið og Hótel Rangá hafi sýnt áhuga á pylsunum og þær séu til sölu á nokkrum stöðum eins og í Ostabúðinni, hjá Frú Laugu, í Búrinu og í Melabúðinni. „Ég vil nota tækifærið og þakka Íslendingum fyrir áhugann á vörunum og góðar móttökur,“ segir hann. Tíu mismunandi tegundir FRAMLEIÐSLA ÍTALANS ROBERTO TARIELLO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.