Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Giffords sem var skotin í höfuðið. Tungumálasvæðið hennar var mik- ið skaddað en í tónlistarsvæðinu eru textanir líka og með músík- meðferð var hægt að þróa máleig- inleikana á nýjan leik. Í mínu starfi nota ég samtalsmeðferð og tónlist í bland og vinn með fólk á sömu for- sendum og í hefðbundinni sálfræði- meðferð en tónlistin hjálpar fólki við að tjá sig og sýna tilfinningar,“ segir Sara Hrund sem hefur und- anfarin þrjú ár starfað á geðsviði Landspítalans við Hringbraut. Breytileiki hefur áhrif Í starfi sínu miðar Sara Hrund þjónustuna við að hjálpa fólki við að taka fyrstu skrefin í sinni með- ferð og þá sé unnið að því að æfa fólk í að tjá sig, hlusta og taka eft- ir því sem er að gerast. Aðferðir sem notaðar eru í músíkmeðferð eru margar og mismunandi. Þær skiptast í tvennt, virkar aðferðir eins og að spila á hljóðfæri eða syngja (active music therapy) og móttækilegar aðferðir eins og hlustun (receptive music therapy). Tónlistarmeðferðin er notuð bæði í hóp- og einstaklingsmeðferð. Á bráðageðdeild er hlustun frekar notuð á meðan fólk er að ná sér upp úr mestu veikindunum en í endurhæfingu er síðan farið að nota hljóðfæri. Upplifa styrkleika sinn „Íslendingar eru almennt nýj- ungagjarnir og það er um að gera að prófa og skoða hvaða aðferðir henta fólki best. Músíkmeðferð er spennandi meðferð þar sem fólk uppgötvar oft nýjar hliðar á sjálfu sér. Fólk þarf ekki að vera mús- íkalskt til að geta nýtt sér með- ferðina heldur snýst þetta um að skoða sig í nýju ljósi. Mín reynsla er sú að því fleiri meðferðarnálg- anir sem við höfum og fjölbreyttari því betra. Þannig hefur fólk mögu- leika í meðferð sem hentar því hvað best og það skiptir máli til að missa ekki vonina.Vonin er sér- staklega mikilvæg fólki sem þjáist af geðsjúkdómum. Þannig upplifir það styrkleika sinn og hlýtur kraft til að halda áfram,“ segir Sara Hrund. Barist fyrir löggildingu Músíkmeðferð hefur sannað sig sem árangursrík og oft mark- tæk íhlutun í rannsóknum beggja vegna Atlantshafsins. Enn sem komið er eru fáir síkir meðferðar- fræðingar starfandi hér á landi og berjast þeir nú fyrir löggildingu starfs síns. En starfsheitið er þegar lög- gilt og viðurkennt í Bretlandi,í Bandaríkjunum og víðar. Sara Hrund segir aðaláhersluna innan þessarar stéttar erlendis að gera sífellt fleiri rannsóknir til að kom- ast hærra í virðingarstiganum í rannsóknum. Slíkt auki viðurkenn- ingu á starfinu og auðveldi löggild- ingu í hverju landi fyrir sig. „Fyrir mig persónulega er ég eini starfandi músíkmeðferðarfræð- ingurinn á Landspítalanum og það skiptir því miklu máli fyrir mig að hafa rannsóknir á bak við mig. Bæði til að sjá hvað er að gerast í þessum heimi hverju sinni og eins til að geta fengið hugmyndir. Það er algengt að fólk haldi að ég spili á blokkflautu í hippakjól þegar það heyrir við hvað ég starfa. Það er skondið og kannski ekki skrýtið miðað við að slíkir meðferðarfræð- ingar hafa verið sýndir sem hinir mestu furðufuglar í kvikmyndum. En í grunninn er meðferðin mjög hefðbundin líkt og áður hefur kom- ið fram,“ segir Sara Hrund. Tónlistin er t.a.m. aðaltjáningarmátinn fyrir fólk sem getur ekki talað vegna þroskahömlunar, fötlunar eða heila- blóðfalls. Músíkmeðferðarfræð- ingur Sara Hrund Signýj- ardóttir lauk fimm ára námi í músíkmeðferð í Danmörku. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Dagskrá Kl. 08:30 Setning fundarins Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Kl. 08:40 Education is a great investment – if you treat it as an investment „Evaluating the return on investment from learning“ Paul Kearns – author & manager PWL, England Kl. 09:25 Árangursrík liðsheild Hvað einkennir hugarfar liðsmanna í árangursríkri liðsheild? Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur Kl. 10:00 Fræðslustarf SAF - helstu verkefni ársins María Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi SAF Kl. 10:15 Kaffi Kl. 10:45 Aukið fjármálalæsi stjórnenda í ferðaþjónustu Með hvaða hætti má auka þekkingu stjórnenda á þessu sviði? Hrönn Greipsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu Arion banka Kl. 11:00 Fræðslustjóri að láni Nýtum mannauðinn betur Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls Kl. 11:15 Vinnustaðanámssjóður Hvernig hafa viðbrögð verið innan ferðaþjónustunnar? Ólafur G. Kristjánsson, deildarsérfr. mennta- og menningarmálaráðuneyti Kl. 11:25 Mikilvægi tölvupóstssamskipta Hvað gerir slík samskipti árangursrík? Friðrik Pálsson, eigandi og hótelstjóri Hótel Rangár Kl. 11:40 Afhending starfsmenntaviðurkenningar SAF Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Fundarstjóri er Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda Í kaffihléi munu helstu starfsmenntasjóðir og fræðsluaðilar í ferðaþjónustu vera með kynningu á starfsemi sinni. Ekkert þátttökugjald, þátttaka tilkynnist í síma 511-8000 eða með tölvupósti info@saf.is Dagur menntunar í ferðaþjónustu Samtök ferðaþjónustunnar halda fund 1. febrúar 2013 kl. 08:30-12:00 á Hótel Reykjavík Natura og er markmið fundarins að ræða mikilvægi fræðslu og símenntunar starfsfólks í ferðaþjónustu. Leiklistarskólinn Opnar dyr býður leik- listarnámskeið fyrir fullorðna og byrj- ar nýtt námskeið hjá skólanum í dag. Þar geta allir sem eru 17 ára og eldri stigið út fyrir þægindaþröskuldinn og upplifað nýja hlið á sjálfum sér. En námskeiðið er ætlað þeim sem vilja skemmta sér, losa um hömlur og fá út- rás fyrir sköpunargleðina í spuna og leik. Á námskeiðinu er unnið með sköpunarkraft einstaklingsins og sjálfsþroska í gegnum leikræna tján- ingu. Á námskeiðinu gera þátttak- endur verkefni og æfingar sem opna fyrir sköpunarflæðið og ímyndunar- aflið og stuðla að aukinni sjálfsvitund og öryggi. Jafnframt fá þátttakendur grunnþjálfun í leikrænni túlkun. Nám- skeiðið gagnast þannig einnig þeim sem hug hafa á að fara í leiklistarnám eða vilja þróa leiklistarhæfileika sína á einhvern hátt. Kennari á námskeiðinu er Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og leik- listakennari, en námskeiðið er haldið í Bolholti 4. Allar nánari upplýsingar má nálgast á www.leiklist.org. Leiklistarnámskeið fyrir fullorðna Losað um hömlur Morgunblaðið/G. Rúnar Leiklistarkennari Ólöf Sverrisdóttir Kvennakór Háskóla Íslands heldur ör- tónleika í kapellu háskólans í dag, miðvikudaginn 30. janúar kl. 13.15. Þar verður hægt að eiga notalega hádegisstund en á tónleikunum mun kórinn flytja kirkjutónlist frá ýmsum löndum, m.a. Kyrie eftir abbadísina Hildegard von Bingen sem uppi var á 12. öld. Kórinn syngur einnig í messu guðfræðinema sem hefst kl. 13.30. Kórinn var stofnaður árið 2006 og er stjórnandi Margrét Bóasdóttir. Kvennakór Háskóla Íslands Morgunblaðið/Sverrir Örtónleikar Kvennakór syngur. Tónleikar í kap- ellu háskólans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.