Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 13
Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Ferðaáæ tlun FÍ 2 013 er komi n út Námskeið í vetrarfjallamennsku 9. febrúar Ferðafélag Íslands býður upp á námskeið í vetrarfjalla- mennsku laugardaginn 9. febrúar nk. Á námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði vetrar- fjallamennsku, búnað til fjallamennsku, leiðaval og snjóflóðahættu. Leiðbeint er um göngu í snjó og notkun ísaxar og ísaxarbremsu, göngu á mannbroddum og snjó- og ístryggingar. Fjallað um hnúta, línumeðferð, sig og létt snjó- og ísklifur. Skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum 19., 21. og 26. febrúar Tími: Kl.18-22 í sal FÍ, Mörkinni 6. Ferðafélag Íslands býður upp á námskeið í skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum. Verklegt námskeið fyrir göngufólk í skyndihjálp og viðbrögðum við óhöppum í óbyggðum. Eftir stutta upprifjun á grunnatriðum skyndihjálpar er lögð aðal- áhersla á raunhæf verkefni og fræðslu og frásagnir af slysum á Íslandi og þannig reynt að æfa viðbrögð við óhöppum. Námskeiðið endar á verklegri útiæfingu þar sem björgunarfólkið þarf að fást við slasaða sjúklinga. Ferðafélag Íslands Skráning á námskeiðin eru í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út Námskeið í febrúar Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðs- ins, bauð þeim 113 blaðberum sem unnu meira en 250 af 306 útgáfu- dögum blaðsins á liðnu ári, og voru með fjölda kvartana innan gæða- marka, í Morgunblaðshúsið í Há- degismóum í gær, í viðurkynning- arskyni fyrir vel unnin störf. Tíu þessara blaðbera dreifðu blaðinu alla útgáfudagana 306 og af þeim náðu fjórir þeim frábæra ár- angri að bera út kvartanalaust allt árið. Auk Morgunblaðsins bera blaðberarnir út Fréttatímann, DV, Viðskiptablaðið og ýmis auglýs- ingablöð. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins, ræddi við hópinn og þakkaði vel unnin störf. Farin af stað klukkan þrjú á næturnar Borghildur Stephensen skýtur þó flestum blaðberunum ref fyrir rass. Hún hefur borið út hvern einasta útgáfudag blaðsins í fimm ár, alls 1.602 daga. Það var í nóvember árið 2007 sem Borghildur byrjaði að bera út blaðið í fullu starfi og síðan þá hefur hún ekki misst úr dag. „Mér finnst alveg dásamlegt að vakna svona snemma á morgnana og að vera komin út á undan öllum öðrum í fríska loftið og róna. Ég er svo vön því að vakna að meira að segja þegar ég á frí á sunnudögum vakna ég sjálfkrafa á þessum tíma,“ segir Borghildur en hún leggur stundum af stað klukkan þrjú á næturnar með blaðið. Hún er með þrjú hverfi og ber út í Skeiðarvog, hálfa Sólheimana og bút af Langholtsvegi og Hlunna- vog. Borghildur lætur veðrið lítið á sig fá þó að hún viðurkenni að það komi fyrir að henni ói við veðrinu áður en hún leggur af stað út með blaðið. Frost og rok eru henni eng- in fyrirstaða. „Það er hressandi og fínt. Maður skellir á sig broddum og kuldagalla, þá gengur þetta allt. Leiðinlegast er þegar það er rign- ing, hún fer í taugarnar á mér. Allt annað er fínt,“ segir hún. Spurð að því hvort hún vilji koma einhverjum skilaboðum til áskrif- enda til þess að létta störf blaðber- anna segir Borghildur það alveg dásamlegt þegar fólk mokar tröpp- urnar og hefur kveikt á útiljós- unum. „Þá er maður ánægður,“ segir hún og ætlar að halda ótrauð áfram að bera út blaðið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Blaðberarnir Hópurinn sem kom saman í Morgunblaðshúsinu í gær. Þar hittust blaðberar og starfsmenn dreifing- ardeildar blaðsins, spjölluðu og nutu saman veitinga. Þá þakkaði útgefandi blaðsins þeim fyrir vel unnin störf. Viðurkenning fyrir vel unnin störf blaðbera  Borghildur hefur borið út blaðið alla daga í fimm ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Afkastamikil Borghildur Stephensen hefur borið blaðið út sleitulaust frá haustinu 2007. Henni finnst gott að fara snemma út úr húsi á morgnana. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Flugfélagið Air Atlanta er að undirbúa skráningu Air- bus A340 breiðþotu á loftfaraskrá undir sínu nafni. Vél- in yrði rekin fyrir Air Madagaskar og flogið á milli Madagaskar í Indlandshafi og Parísar. Mikil endurnýjun varð á flugflota Air Atlanta á síð- asta ári. Sex eldri flugvélum var skipt út fyrir jafn margar nýlegri Boeing 747-400 vélar. Í lok ársins rak félagið þrettán 747-400 vélar og eina 747-200. Flestar eru vélarnar nýlegar. Hannes Hilmarsson, forstjóri Atlanta, segir að tak- markaður markhópur sé fyrir Boeing 747-400 vélarnar og rökrétt að líta í aðrar áttir til að opna nýja markaði. Félagið hafi hug á því að bæta Airbus A330 breiðþotu í flugflota sinn. Hins vegar hafi boðist tækifæri til að taka yfir rekstur á A340 vél sem Air Madagaskar var að kaupa og verið sé að vinna að því að taka hana inn á loftfaraskrá. Segir Hannes að tiltölulega lítill munur sé á A340 og A330 og lítur hann á rekstur á þessari vél sem tækifæri til að nálgast A330 gerðina. A340 er fjög- urra hreyfla vél sem rúmar um 300 farþega en A330 er tveggja hreyfla. Atlanta hefur áður rekið Airbus-flutn- ingaflugvélar. „Við þekkjum Airbus, þótt þetta sé önnur vél, og því engin bylting fyrir okkur en spennandi framþróun. Við tökum bara eitt skref í einu,“ segir Hannes. Tekur Hannes fram að mikill undirbúningur þurfi að fara fram áður en leyfi fáist til að reka Airbus-vélina og málið engan veginn í höfn. Atlanta fær Airbus  Air Atlanta undirbýr skráningu Airbus A340 breiðþotu  Rekin fyrir Air Madagaskar og flogið til Parísar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.