Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.01.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 ✝ Karl Valdi-marsson fædd- ist í Reykjavík 16. október árið 1949. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 22. janúar 2013. Foreldrar hans eru Valdimar Karlsson, f. 8. febr- úar 1929 og Greta Ástráðsdóttir, f. 30. mars 1929. Syst- kini Karls eru Marín Valdimars- dóttir, f. 4. febrúar 1946, Þór Valdimarsson, f. 30. maí 1952 og Jón Gretar Jónsson, f. 25. febrúar 1966. Fósturfaðir Karls var Jón Hilmar Jónsson, f. 29. mars 1931, d. 2. apríl 1992. Karl kvæntist Jónínu Ögn Jó- hannesdóttur árið 1974. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Mar- ín Sigurbjörg, f. 20. desember 1971. Gift Gunnari Sveinssyni, f. 1968, börn þeirra eru: Kolfinna Eftirlifandi eiginmaður Karls er Sigurður Vigfússon f. 1950. Karl lauk landsprófi í Reykja- vík. Karl fór norður í land til að sinna tamningu hrossa. Þar kynntist hann Jónínu og voru þau bændur á Harastöðum og Galtarnesi með blandað bú. Í nokkur ár sinnti Karl starfi frjó- tæknis meðfram búskap, hann var virkur í félagsstörfum, var í kórastarfi og hafði gaman af söng. Hann var gæðingadómari og sýndi oft hross í gæð- ingakeppnum. Einnig hafði hann gaman af skeiðkapp- reiðum og tók þátt í þeim. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur vann hann umönnunar- og þjón- ustustörf, var gæslumaður á Kleppsspítalanum um árabil, síðan framkvæmdastjóri Geð- hjálpar. Frá árinu 2000 hefur Karl verið starfsmaður þjón- ustu- og kynningarsviðs Trygg- ingastofnunar. Útför Karls fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 30. janúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Rún, f. 26. sept- ember 1995, Sveinn Arnar, f. 2. febrúar 1998, Jónína Arn- ey, f. 16. október 2000. Fyrir átti Marín Söru Eir, f. 25. september 1990. Sambýlis- maður Birgir Þór Þorbjörnsson, f. 1992. Börn þeirra eru: Bríet Anja, f. 2010 og Ísar Myrkvi, f. 2012. 2) Gréta Brimrún, f. 5. mars 1974. Gift Gunnari Þorgeirssyni, f 1967, börn þeirra eru: Jóhannes Geir, f. 18. maí 1994, Nína Guð- björg, f. 7. janúar 1999. 3) Jón Hilmar, f. 20. apríl 1978. Sam- býliskona er Auðbjörg K. Magn- úsdóttir, f. 1969 og 4) Auðunn Jóhannes Guðmundur, f. 31. jan- úar 1985. Barnabörn Karls eru orðin sex og barnabarnabörn tvö. Þriðjudagsmorgunn, var að koma úr hesthúsinu, síminn hringdi. Auðunn bróðir á lín- unni og ég heyrði strax að eitt- hvað var ekki eins og það átti að vera. „Hann er farinn“. Tóm- leiki voru fyrstu viðbrögð mín, síðan kom reiði, söknuður og óskiljanleiki. Við systkinin ætl- uðum suður þennan morgun að hitta hann pabba okkar sem lá á gjörgæsludeild Borgarspítalans eftir höfuðhögg sem hann hlaut rétt fyrir áramótin. Allir voru orðnir nokkuð bjartsýnir með að þetta myndi nú allt verða í þokkalegu lagi en svo kom reið- arslagið, blóðtappi í lungum sem var bara of mikið. Eftir mesta sjokkið fór hug- urinn að reika aftur í tímann, um liðna tíma með þér, pabbi. Þú og ég saman á hestbaki, á hestamóti, þú að dæma og ég að þvælast í kring. Tímarnir okkar saman í fjósinu í gamla daga. Þar var alltaf svo rólegt og notalegt að vera. Þú leyfðir okkur krökkunum alltaf að koma með þótt veðrið væri öm- urlegt. Þú varðst hreinlega að draga okkur báðar leiðir úr bænum i Galtanesi og niður í fjós, sem stóð þó nokkurn spöl frá bænum, og aftur til baka. Leiðir okkar skildi um tíma þegar ég var á unglingsárum. Þú fluttir suður en við systkinin urðum eftir hjá mömmu fyrir norðan. Þetta voru svolítið erfið ár en mikið varð ég glöð þegar við endurnýjuðum kynni okkar aftur árið 1990. Ég var svo stolt og ánægð þegar þú leiddir mig inn kirkjugólfið þegar við Gunn- ar giftum okkur. Fyrir tveimur til þremur sumrum síðan fórum ég, þú og Siggi rúnt um Víði- dalstunguheiði. Þig hafði lengi langað að fara þangað aftur. Það var alveg stórkostlegt að fylgjast með þér þegar við kom- um við í hverjum gangna- mannaskálanum á fætur öðrum. Þú hvarfst bara inn í minningar frá löngu liðnum kvöldvökum með söng og spjalli við karlana. Þér þótti nú ekki leiðinlegt að syngja. Það var síðast núna fyr- ir jólin, þegar ég og Nína vor- um hjá ykkur Sigga, sem þú minntist á þessa ferð okkar við mig. Alltaf fylgdist þú með því hvað var að gerast hér hjá okk- ur fyrir norðan. Þú spurðir svo oft um hrossin mín. Það var í haust sem ég gat gert þig stolt- an af mér og mínum árangri í hrossarækt þegar búið okkar var valið hrossaræktarbú ársins í V-Hún. Það var frábært að heyra í þér eftir það. Held bara að þú hafir svifið um á bleiku skýi og sagt öllum í kringum þig frá þessum árangri mínum. Mikið óskaplega á ég nú eftir að sakna þín um ókomin ár, elsku pabbi minn. Þetta brotthvarf þitt var svo alltof alltof snemmt. Þú áttir alveg eftir að koma og vera húskarl hjá mér um sauð- burð en það ætlaðir þú að gera þegar þú hættir að vinna. Nú þegar ég sit og skrifa þessi orð til þín hlusta ég á eitt af lögunum sem eru í undan- keppninni fyrir Evróvisjón. Lagið heitir „Ég á líf“. Í þeim texta eru línur sem lýsa líðan minni akkúrat þessa dagana. Ég á líf, ég á líf, yfir erfiðleika svíf. Ég á líf, ég á líf, vegna þín. Þegar móti mér blæs, yfir fjöll- in há ég klíf. Í þannig ferð finnst mér ég vera að leggja. Klifur yfir óklífanlegt fjall. Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Kveðja, þín dóttir. Greta Brimrún. „Sæll kæri tengdasonur, sæll kæri tengdafaðir.“ Með þessum orðum byrjuðu flest samtöl okk- ar Kalla. Ég kynnist honum fljótlega eftir að við Marín tók- um saman fyrir nær 20 árum. Frá fyrstu tíð var vel tekið á móti mér og í framhaldinu sí- stækkandi fjölskyldu sem þurfti athvarf í bænum til að sinna er- indum. Alla tíð hafði ég þá til- finningu að heimili Kalla og Sigga væri líka heimili okkar. Þegar börnin voru væntanleg í heiminn átti Marín athvarf hjá pabba sínum og Sigga. Það má því með réttu segja að öll börn- in okkar hafi þar átt sínar fyrstu nætur utan fæðingar- deildarinnar á heimili þeirra. Við Kalli vorum ekki alltaf sam- mála í pólitík og því síður um það hvort landsbyggðin ætti að lifa eða ekki, enda var Kalli miðbæjarmaður af guðsnáð og fékk reglulega að vita af því frá tengdasyninum. Hann fékk einnig að heyra að umhverfið utan Ártúnsbrekku væri stór- hættulegt fyrir fólk eins og hann. En þrætur okkar voru skemmtilegar, kryddaðar háði um menn og málefni, en um leið mikilli virðingu fyrir hvor öðr- um og okkar skoðunum. Samt enduðu þær nú oft þannig að hann sagði að ég væri ruglaður og Siggi hló að okkur báðum. Þegar ég stundaði nám um fjög- urra ára skeið í Kennó þurfti ég mikið á körlunum mínum að halda og þeirra gestrisni og al- úð, en þar hafði ég athvarf nokkra daga í senn, þrisvar á hverri önn. Iðulega hringdi Kalli í mig og spurði hvað ég vildi borða og alltaf var svarið „hreindýrasteik“. Þá vissi Kalli hvað ætti að vera í matinn þann daginn, en það var soðið kjöt- fars með kartöflum, smjöri og hæfilegum skammti af sinnepi út á. Þetta þótti okkur vera herramannsmatur. Ekki var þetta nein tilhlökkun fyrir Sigga en hann lét sig hafa það fyrir uppáhalds tengdasoninn. Þrátt fyrir meinta hræðslu Kalla við landsbyggðina þá voru þeir karlarnir nokkuð duglegir að sækja okkur heim. Reyndar var Kalli alltaf að hóta því að flytja til okkar Marínar þegar hann væri hættur að vinna. Á stórhátíðum fjölskyldunnar var alltaf hægt að treysta á að þeir myndu mæta a.m.k. deginum áður og hjálpa til við undirbún- ing og svo frágang að veislum loknum. Strax kemur upp í huga minn mynd af honum með viskastykki í hönd að þurrka yf- ir hnífapörin svo þau væru nú hrein og fín þegar gestirnir mættu, nú síðast í fermingu Sveins Arnars á síðasta sumri. Í brúðkaupi okkar Marínar á því herrans ári 2008 hélt Kalli tölu og talaði með mikilli hlýju og virðingu til okkar brúðhjóna, sem gott er að minnast þessa dagana. Ekki er hægt að minn- ast svona mikils og góðs manns án þess að koma aðeins inn á samband þeirra Sigga. Ást þeirra og hlýja hvors til annars, ásamt því að vera samtaka í því sem gert var, er öðrum til eft- irbreytni. Auðvitað sendi Kalli meitluð tilsvör með tilheyrandi augnatilliti en þannig var hann bara og svoleiðis mun ég minn- ast hans þegar frá líður. Að lokum kveður stórfjöl- skyldan á Melavegi 16 elskuleg- an föður, tengdaföður, afa og langafa. Mig langar að hafa þessi orð þau síðustu til hans og tel þau vel viðeigandi. „Vertu sæll kæri tengdafaðir.“ Gunnar Sveinsson, Marín S Karlsdóttir, börn og barnabörn. Kalli bróðir minn er dáinn. Það er erfitt að sætta sig við hversu brátt dauðann bar að án nokkurs fyrirvara. Kalli var fæddur 1949 og var því 17 árum eldri en ég. Hann flutti ungur að heiman í sveitina norður í land en á svipuðum tíma flutti ég til Patreksfjarðar, þá 5 ára gamall. Við bræður bjuggum því hvor í sínum landshlutanum mest allan minn uppvöxt. Samskiptin voru því ekki eins mikil og ella hefði orð- ið. Mamma og pabbi voru þó dugleg að heimsækja Kalla og fjölskyldu í Húnavatnssýsluna og ég á margar góðar minn- ingar úr sveitinni enda oft mikið líf og fjör á Harastöðum. Kalli flutti aftur til Reykja- víkur árið 1987 þangað sem ég hafði flutt nokkrum árum áður. Samskipti okkar Kalla urðu sí- fellt nánari eftir því sem ég varð eldri. Við fengum þannig loks tækifæri til að kynnast bet- ur sem bræður á jafnréttis- grundvelli, enda fundum við fljótt að við áttum gott skap saman og höfðum um margt að ræða. Ég á eftir að sakna þess óskaplega mikið að hitta þig, að spjalla við þig, að hitta þig í fjölskyldu- og matarboðum þar sem þú varst oft hrókur alls fagnaðar. Ég á eftir að sakna símtalanna þar sem við ræddum allt milli himins og jarðar, þar sem við studdum hvor annan í okkar daglega amstri og reynd- um að gefa hvor öðrum ráð þeg- ar svo bar undir. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa átt þig sem bróður. Ég get aðeins vonað að ég hafi hluta af þeim kjarki sem þú bjóst yfir í þínu lífi. Ég vil biðja góðan Guð að styðja mömmu okkar í gegnum þennan erfiða tíma. Einnig sendi ég börnum þínum þeim Marínu, Grétu, Jóni Hilmari og Auðuni ásamt fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Elsku Siggi, missir þinn er mestur en þú verður alltaf part- ur af minni fjölskyldu. Blessuð sé minning þín, Kalli bróðir. Jón Gretar. Hverfulleiki lífsins hefur ver- ið mér umhugsunarefni þessa síðustu daga síðan kær mágur minn og vinur, Karl Valdimars- son féll frá. Svo undrastutt finnst mér nú síðan að ég sem unglingsstelpa dáðist úr fjar- lægð að þessum stórglæsilega töffara í leðurjakkanum. Á þeim árum var hann auðvitað mér langtum eldri maður. Þegar hann svo kom inn í fjölskyldu okkar sem eiginmaður Sigga bróður míns fyrir tæpum þrjá- tíu árum, hafði aldursmunurinn okkar í milli styst töluvert. Það kom fljótt í ljós að töffarinn myndarlegi var svo sannarlega á allan hátt myndarlegur. En kannski ekkert svo mikill töff- ari, heldur svolítið feiminn og óframfærinn ungur maður. Kalli hafði heilmikla skapsmuni en fór vel með þá, var agaður og háttprúður í dagfari. Hann hafði ríka réttlætiskennd og var mikill tilfinningamaður, stund- um viðkvæmur. Þær eru margar, minning- arnar. Þegar sambúð þeirra Sigga var ennþá með nokkru nýjabrumi slóst ég í ferð til Danmerkur með þeim Kalla og Sigga ásamt foreldrum okkar, dóttur minni og frænku. Þessi ferð var eins og bestu fjöl- skylduferðir gerast, við lærðum öll eitthvað nýtt hvert um annað og eftir sitja aðeins góðar minn- ingar. Þeir félagar hafa verið duglegir við að ferðast bæði innanlands og utan. Eitt sinn fór ég með þeim í skreppitúr í Húnaþing, þar sem við heim- sóttum dætur Kalla og hann sýndi mér jörðina „sína“ þar sem hann hafði haft búsetu um árabil. Hann naut sín vel og þetta ferðalag er ein perlan í minningasafninu. Oft var gaman að heimsækja þá í sumarbústað sem þeir gjarnan leigðu um vikutíma í sumarfríinu. Þá skellti Kalli í skonsur og salat þegar svo bar undir. Þegar litið er um öxl til fortíðar bregður oft fyrir mynd af Kalla í eldhús- inu. Þar naut hann sín vel, hann var veitull gestgjafi og þar kom svo vel í ljós umhyggja hans og natni við sitt fólk. Hann var for- eldrum mínum hollur í hug, ekki síst móður okkar aldraðri þegar hún var orðin ein eftir að pabbi féll frá . Móður sinni var hann sérlega umhyggjusamur og ástúðlegur sonur. Hann var stoltur faðir barna sinna og afa- börnin sakna nú vinar í stað. Sambúð þeirra Sigga hefur verið farsæl í gegnum árin og sjaldan nefnt svo nafn annars að hitt fylgi ekki með. Þeir bjuggu sér fallegt og hlýlegt heimili þar sem grænir fingur Kalla fengu að njóta sín. Hann var áhugamaður um hvers kon- ar ræktun eins og sást á blóm- unum hans – sem hann annars fullyrti að hann gerði nú svosem aldrei neitt við. Hið hverfula hjól tímans heldur áfram, ótruflað af sorg- um okkar mannfólksins. Á þess- Karl Valdimarsson Látinn er kær mágur minn og vinur Guðmundur R. Jóhannsson. Gummi eins og hann var kallaður var elstur af sex alsystkinum og átti tvo hálfbræður samfeðra. Gummi var mjög félagslyndur og átti stóran vinahóp, ferðaðist mik- ið bæði innanlands og utan, hafði heimsótt meðal annars Kína og Egyptaland ásamt fjölmörgum ferðum til annarra landa. Þótti honum afar vænt um Austurland- ið og heimsótti vini sína nokkuð reglulega, og svo var það nú sveit- in hans Miðfjörðurinn í Vestur- Húnavatnssýslu sem hann bar sterkar taugar til og minntist æskuáranna með hlýju. Gummi lenti í alvarlegu slysi fyrir rúmum áratug, honum var vart hugað líf og haldið sofandi um hríð. Hann þurfti að gangast undir miklar að- gerðir í kjölfar þess, og síðan end- urhæfingu, hann náði sér aldrei al- veg en kvartaði ekki. Hann greindist með krabbamein fyrir nokkrum árum og gekkst undir aðgerð og lyfjameðferð við því en krabbameinið tók sig upp aftur og veiktist hann hastarlega í byrjun des. sl. Gummi mágur minn var afar lokaður maður og bar tilfinningar sínar ekki á torg, var alltaf hress á meðan heilsan leyfði og með sann- kallaðan „gálgahúmor“, kátur í góðra vina hópi, sagði alltaf eftir fjölskyldufundi þegar búið var að borða mikið „jæja ég þarf að fara heim og fá mér að borða“. Kald- hæðnum húmornum hélt hann fram undir það síðasta. Gummi hringdi í mig á afmælisdaginn minn 30. des. sl. Hann vissi þá, sem og við öll, að hverju stefndi og ræddum við meðal annars um lífið og dauðann, ég sagði við hann að ég væri viss um að við myndum öll hittast aftur þegar okkar tími kæmi, þá sagði hann: „Þá býð ég þér upp á kók og prins.“ Takk fyr- ir samfylgdina og vináttuna þau nítján ár sem ég hef verið í fjöl- skyldunni ykkar og þær gleði- stundir sem við höfum átt með þér, ég gantaðist oft með það við þig að þú ættir bara eina mág- konu, svo ég kveð þig, elsku Gummi minn, eins og ég gerði í símsvarann þinn. Sendum kærar kveðjur til lækna og hjúkrunar- fólks bæði á krabbameinsdeild Landspítalans og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, með einlægu þakklæti fyrir alla hjálp kærleik og hlýju. Bless í bili. Þín besta mágkona. Anna Ingibjörg Benediktsdóttir. Nú er hann Guðmundur kom- inn yfir móðuna miklu og á veiði- löndin eilífu eins og hann sagði. Kynni okkar hófust fyrir 50 árum, er ég hóf störf á Egilsstöðum, en hann var þá að vinna hjá kf. Hér- aðsbúa. Urðum við strax mestu mátar og brölluðum margt, ásamt fleira ungu fólki þar. Guðmundur Guðmundur Reynir Óskar Jóhannsson ✝ GuðmundurReynir Óskar Jóhannsson fæddist 12. júlí 1939 í Reykjavík, hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 12. jan- úar 2013. Útför hans fór fram frá Digraneskirkju í Kópavogi 23. jan- úar 2013 kl. var þar ævinlega hrókur alls fagnaðar með sitt mikla en góðlátlega grín og hinn háa og sér- kennilega hlátur, sem smitaði alla við- stadda. Sumarið 1963 keypti hann sér Ópel Kadett og eftir það kölluðum við hann ævinlega Ka- dett og hélst það nafn á honum alla tíð. Ég réð hann svo til vinnu hjá mér í Búnaðar- bankann og unnum þar saman í eitt ár. Eftir að hann fluttist frá Egils- stöðum 1965, var hann tíður gest- ur fyrir austan og kom hér nánast á hverju ári. Hér þekkti hann marga og fylgdist með öllu hér til loka. Eitt sinn að sumarlagi var ég að koma heim með yngstu dætur mínar og urðu þær á undan inn. Komu svo hlaupandi og æptu í kór. Pabbi, pabbi, Kadettinn er kominn. Er ég kom inní stofu lá Guðmundur þar endilangur uppí sófa og hraut. Kötturinn lá einnig sofandi ofaná bringu hans og virt- ust bæði alsæl. Þá hafði Guð- mundur komið óvænt, gert sig heimakominn og lagt sig, en húsið var opið samkvæmt venju. Þannig voru okkar samskipti alltaf, hann kom og fór, þegar hann vildi og í Reykjavík gisti ég yfirleitt hjá honum. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert einn af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir) Guðmundur hafði marga góða kosti. Hann var afbragðs penni og skrifaði mikið alla tíð, einkum meðan hann var í Samvinnuskól- anum og í ýmis rit sem tengdust honum. Alla sína tíð var hann að skrifa eða ritstýra. Guðmundur var einnig mjög góður ljósmynd- ari og tók mikið af myndum, eink- um litskyggnum og eru margar þeirra orðnar að sígildum menn- ingarminjum. Afhenti hann ljós- myndasafni Austurlands allt það sem hann hafði tekið á Austur- landi til varðveislu. Við Guðmundur urðum talsvert nánir og ræddum margt. Hann hafði sínar ákveðnu skoðanir í stjórnmálum, en stundaði þó aldr- ei þrætubókarlist. Sama var að segja um trúmálin. Hann hafði sína trú, en var ekkert að troða henni uppá aðra og töldu margir að hann hugsaði lítið í þá átt. Ég vil ljúka þessum fátæklegu orðum með kæru þakklæti til Guð- mundar fyrir allar gleðistundirnar með mér og fjölskyldu minni. En hann var afskaplega góður vinur okkar og alltaf aufúsugestur hjá okkur til lengri eða skemmri tíma. Er hans sárt saknað af okkur öll- um. En nú er hann kominn á „veiðilendurnar eilífu“ og eflaust kominn þar í félag við vini sína sem farnir eru. Trúi ég því að þar sé hann í essinu sínu á sama hátt og var, meðan á hérvist hans stóð. Kveð ég með stöku eftir Gísla á Uppsölum: Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. Sigurjón Jónasson og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.