Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 Þrír af þeim fimmtán stöðum sem rannsakaðir hafa verið standa undir lágmarkskröfum til gullleitar, en gjarnan er miðað við yfir 3-4 grömm í tonni. Boraðar hafa verið 32 holur í Þormóðsdal og sýndu niður- stöður mest yfir 400 grömm af gulli í einu tonni, þó einungis í einu sýni. „Þetta er í sjálfu sér ekki fjarri því sem Englendingar og Þjóðverjar höfðu fundið áður í Þormóðsdal,“ segir Ari Trausti. „Þeir fundu 5 grömm í einu sýni og 100 grömm í öðru. Það sem upp kom núna var frá hálfu grammi og upp í yfir 400 grömm. Það fannst hinsvegar að meðaltali 1 gramm á hinum stöðunum. Á Mógilsá við Esjuna var besta sýnið með 9 grömm á hvert tonn og norðan við hana í Víðidal og Vatnsdal var talan í kringum 20 grömm.“ Finnst í sprungum Þormóðsdalur skerst inn í jarðlög um 5-6 km frá öskjubarmi Stardalseldstöðvarinnar. „Hitinn í jarð- hitakerfi þar sem dalurinn er nú var um 180 til 230 gráður á um 300 metra dýpi. Allt bullaði og sauð á sín- um tíma og féllu úr vatninu þungir málmar með kísli og öðrum efnum, þar á meðal gull,“ segir Ari Trausti. Gull hvarfast ekki við önnur efni, heldur fellur út sem korn, til dæmis í kalk- og kísilútfellingum. „Allir hafa komið á jarðhitasvæði og séð ljósar kísilútfellingar og við munum líka eftir því að ofnar stífluðust í gamla daga út af heita vatninu,“ heldur hann áfram. „Við þessi sérstöku skilyrði hita og þrýstings í sjóð- andi jarðhitakerfi skilur gullið sig frá, sest með útfell- ingunum og síðan skafa rok og veðrun ofan af eldstöð- inni, þannig að milljón árum síðar liggur kerfið nánast í yfirborðinu. Útfellingarnar hafa fyllt gamlar sprungur, misgengi í jarðlögum og holrými í berginu og þar og í ummynduðu bergi er gullið að finna, auk annarra málma eða efnasambanda. En það er víst gullið sem við höfum áhuga á.“ Næstu skref Ari Trausti kemur ekki að rannsóknunum, en segir að næst þurfi að skoða hversu stórt svæðið er í fleti og dýpi, þar sem gullríka bergið finnst. „Eru þetta 50 þús- und tonn eða hálf milljón tonn af vinnanlegu bergi? Það veit enginn. Ég las í grein að aðalsprungan á útfelling- arsvæðinu væri um 700 metra löng. Það gæti hugs- anlega markað svæðið í eina átt.“ En hann varar við of mikilli bjartsýni. „Það er ekkert víst, þó að gullmagnið sé svona hátt í einstaka sýnum, að nægilega mikið sé til af því til að það sé vinnanlegt. Svo er líka spurning hvaða vinnsluaðferð hentar og hvort hún er ásættanleg út frá umhverfissjónarmiðum. Svona vinnslu fylgir gríðarlegt rask, til dæmis settjarnir, og til að vinna bergmylsnu eru notuð leysiefni í sumum tilvikum.“ M örg ævintýri hverfast í kring- um leitina að gulli. Nú er útlit fyrir að skrifað verði framhald af sögu sem hófst á Íslandi í byrjun síðustu aldar. 1905 Upphafið má rekja til þess að Einar H. Guðmundsson bóndi í Miðdal veitti athygli kvartsi, það er ljósleitum, hörðum steinum sem bárust niður úr Þormóðsdal með Seljadalsánni sem rennur í Hafra- vatn. „Það voru glitrandi smáagnir í því, sem er þá í raun þetta sem við köllum glópagull, samband járns og brennisteins,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðfræð- ingur og sonarsonur Einars. „Hann hafði samband við Stein- grím Thomasson, ævintýramann sem var að flytja til landsins eftir að hafa verið í gullbrasi í Ástralíu, og fékk hann til að taka sýni með sér út. Steingrímur var skyldur Valgerði eiginkonu Einars afa og þar með tengdist hann Einari Benediktssyni skáldi í gegnum hans þáverandi konu.“ 1909 Steingrímur sendir heim niðurstöður rannsókna sem stað- festa að gull er í sýnunum úr Þor- móðsdal. Þá er Einar bóndi kominn í samkrull við skáldið nafna sinn og stofna þeir Námufélag Íslands. Þeir skipuleggja svæðið að erlendri fyrirmynd og búa til námareiti, en hugsunin var eflaust sú að menn gætu keypt sér skika. Dótturfélag er raunar líka stofnað í London og nefnist Iceland Minerals Syndicate. „Þetta var norskt, enskt og íslenskt samkrull,“ segir Ari Trausti. 1910 Enskir og norskir verk- fræðingar hefja gullleit í Þormóðs- dal. „Í viðtalsbók við Tryggva Ein- arsson föðurbróður minn kom fram að þeir hefðu haft Sama til að hjálpa til við að grafa námugöngin, en ég veit ekki hvort það er satt, hann var skrautlegur sögumaður,“ segir Ari Trausti brosandi. „En það unnu 10 til 20 manns að því til árs- ins 1913 að grafa göng sem enn sjást að einhverju leyti. 1914 Framkvæmdir leggjast af er fyrri heimsstyrjöldin brestur á. 1922 Einar Benediktsson gefst ekki upp, kaupir meira land og þýska félagið Nordische Bergbau í Hamborg tekur við keflinu. „Á þeirra vegum hófst aftur töluverð vinna í göngunum og sýni voru send til Þýskalands,“ segir Ari Trausti. „Framkvæmdir stóðu yfir til ársins 1924 og er sagt að þær hafi kostað milljón gullmörk, sem voru gríðarlegir fjármunir, enda voru tæki og mannskapur send hingað með gufuskipi, lagðir braut- arteinar í námunni og svo átti að byggja gullverksmiðjuna í nágrenni við Miðdal og þaðan að leggja járn- braut til Reykjavíkur. Það var hugsað stórt eins og í öllu sem Ein- ar Benediktsson kom nálægt.“ 1924 Nordische Bergbau gefst upp og Einar stofnar þá félagið Arct- urus með öðrum Þjóðverjum. Þeir halda út til ársins 1925. Þá koma Hollendingar um borð í verkefnið og líka enskur verkfræðingur, örfáir menn koma til landsins en ekkert verður úr frekari gulleit eða framkvæmdum. 1937 Þreifingar hefjast um að dusta rykið af verkefninu með stofnendum Arcturus. En ekkert gerist, ef til vill vegna þess að ný heimsstyrjöld brýst út. 1989 Stofnuð eru félögin Málmís og Suðurvík fyrir tilhlutan ríkisins, þar á meðal Orkustofnunar. „Þau skipta með sér gömlu megineld- stöðvunum og fornu jarðhitakerf- unum, sem standa fyrir utan virka gosbeltið. Mestur skriður kemst á leitina frá 1997 að telja,“ segir Ari Trausti. „Gömlu megineldstöðv- arnar hefur rekið burt með plötu- skilunum og þær eru orðnar að rústum, svo sem á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Austfjörðum. Þar eru allmörg rofin jarðhitasvæði sem má skyggnast í. Þar með hefur verið leitað skipu- lega á sennilegustu stöðunum, tek- in sýni og greint með nútíma- aðferðum hvert gullmagnið er. Áhugaverðustu svæðin eru Mógilsá og Þormóðsdalur og ef til vill Víði- dalur-Vatnsdalur. Nú er til komið félagið Melmi í stað hinna með að hluta öðru eignarhaldi en var, t.d. Nýsköpunarmiðstöðinni og ÍSOR “ Í sérfræðingateymi Málmís hafa verið jarðfræðingarnir Hjalti Fran- son og Ómar Friðleifsson og einnig Hallgrímur Jónasson forstöðumað- ur Rannís og halda þeir áfram með nýja félaginu. 2013 Þorsteinn Sigfússon stjórn- arformaður Nýsköpunarmiðstöðvar kynnti um miðja vikuna ný- yfirfarnar niðurstöður sem gefa til- efni til frekari rannsókna og hugs- anlega gullvinnslu í Þormóðsdal. Enn má finna vegi og brak úr gömlum brautarteinum frá gullleitarárunum í Þormóðsdal. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Var gullið ekki glópagull? RANNSÓKNIR BENDA TIL AÐ ÞORMÓÐSDALUR SÉ HUGS- ANLEGUR VALKOSTUR Í NÁMUVINNSLU HÉR Á LANDI. RÆTT ER VIÐ ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON UM SÖGU GULLLEITAR Á SVÆÐINU, JARÐFRÆÐINA OG FRAMHALDIÐ. Helstu gullsvæði Íslands fram til 2007 Reykjanes Saltríkt háhitasvæði Útfellingar, allt að 2,55 g/tonn Borholur, allt að 950 g/tonn Þormóðsdalur Kvartsæðar, allt að 400 g/tonn Hveragerði Kvartsæðar, allt að 0,46 g/tonn Kálfafellsdalur Æðar, allt að 0,27 g/tonn Slaufrudalur Æðar, allt að 0,53 g/tonn Lón Æðar, allt að 0,37 g/tonn Álftafjörður Æðar, allt að 1,6 g/tonn Breiðavík Æðar, allt að 0,16 g/tonn Vopnafjörður Æðar, allt að 0,45 g/tonn Geitafell Kvartsæðar, allt að 0,82 g/tonn Breiðdalur Pýrít-ríkt súrt berg, allt að 0,86 g/tonn Flateyjardalur Pýrít-ríkt súrt berg, allt að 0,25 g/tonn Laxárdalur Ársandur, allt að 1205 milljörðustupartar Bergflísar, allt að 0,24 g/tonn Víðidalur-Vatnsdalur Kvartsmolar, allt að 32,6 g/tonn Geysir Kísilútfellingar, allt að 0,8 g/tonn Hafnarfjall Jaspís, allt að 4,7 g/tonn Mógilsá Æðar, allt að 9 g/tonn Ari Trausti Guð- mundsson * „Um kvöldið ræða þeir saman um gull í Miðdal, hjartans áhuga-mál þeirra beggja. Skegg Einars bónda iðar af ákafa. Þegar skáld-ið er í heimsókn kemst hann beinlínis á flug.“ Guðjón Friðriksson, Einar Benediktsson II bindi. Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is Ekki er sopið kálið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.