Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 49
3.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 vegna verndunar vatnasviðs og lífríkis Þing- vallavatns. Endalausir möguleikar Ion-hótelið vill nýta sem mest úr héraði, það á meðal annars við um vinnuafl. „Við leitum eftir að ráða sem flest starfsfólk héðan af svæðinu, ég held það borgi sig alltaf til lengri tíma. Þetta svæði á enda- lausa möguleika, nægir þar að nefna allt heita vatnið og spennandi væri að byggja upp lón. Útlendingar sem hingað koma gera það fyrst og fremst út af náttúrunni og tærleikanum. Á því eigum við að byggja og markaðssetja Ísland á þeim nótum.“ Sigurlaug er mikil áhugamanneskja um mataræði og heilsu og byggir matseðillinn á veitingastað hótelsins, Silfru, á þeim hug- myndum. Boðið er upp á silung úr Þing- vallavatni, sem veiddur er árið um kring, og lambakjöt beint frá býli. Helst vill Sig- urlaug sækja lambið á næstu bæi en því miður er enginn bóndi í grenndinni þátttak- andi í verkefninu „Beint frá býli“. Sigurlaug segir það standa til bóta, jafnvel strax með vorinu. „Nágrannar okkar hafa tekið okkur vel og fólkið í sveitinni er ánægt með þessa uppbyggingu og okkar áhuga á að eiga bein viðskipti við það.“ Sigurlaug nefnir Sviss, þar sem hún bjó um tíma, til samanburðar. Hvergi á byggðu bóli njóti landbúnaður eins mikilla rík- isstyrkja. „Það er með ráðum gert til að styðja við ferðamennskuna og samvinnan er þverfagleg. Hér á landi er líka fullt af tæki- færum í landbúnaði, þar sem matvælin eru hrein og tær. Þróunin er þegar orðin mjög skemmtileg með „Beint frá býli“ og fleiri verkefnum.“ Hún segir Svisslendinga markaðssetja „lúxusvörumerkið“ Sviss af mikilli grimmd, meðal annars fyrir þær sakir að svissneski frankinn sé svo sterkur. „Það fælir ferða- menn frá og fyrir vikið þarf að vinna á móti. Hvað þetta varðar stöndum við miklu betur að vígi, blessuð krónan verður seint sökuð um að vera sterkur gjaldmiðill.“ Hnallþórur á sunnudögum Yfirkokkur í Silfru er Guðmundur Sverr- isson. Þau Sigurlaug kynntust í Sviss en þar bjó Guðmundur og starfaði í tólf ár. „Honum leist það vel á verkefnið að hann ákvað að flytja heim. Fyrstu viðbrögð gesta hafa verið svakalega góð enda Guðmundur matreiðslumðaur í hæsta gæðaflokki sem hefur unnið á háklassa veitingastöðum bæði í Sviss og Brussel, þar sem hann var á Seagrill, 2 stjörnu Michelin-stað,“ segir Sig- urlaug. Silfra og Norðurljósabarinn eru ekki ein- ungis ætluð gestum á hótelinu, Sigurlaug vonast líka til að fá gesti úr sumarbústaða- byggðinni á Þingvöllum og frá höfuðborg- arsvæðinu. Þetta er ekki nema liðlega hálf- tíma akstur og styttra á sumrin þegar Nesjavallaleiðin er opin. „Það er upplagt fyrir fólk að líta hér við um helgar í te eða kaffi og hver veit nema hnallþórur verði á borðum á sunnudögum. Þó við séum heilsu- væn megum við ekki gleyma gleðinni.“ Orð að sönnu. Herbergin eru stílhrein og íslenski hesturinn vakir yfir gestum. Veitingastaðurinn á hótelinu kallast Silfra. Frárennslið við hótelið er svo fullkomið að engin hreinsiefni þarf í setlaugina. • Vetnismeðhöndlun skilar hreinni lífrænni olíu en áður hefur þekkst. • Íblöndunarhlutfall jafngildir 5% minni koltvísýringsmengun. • Má nota á allar díselvélar án þess að breyta þeim eða endurstilla. • Stuðlar að hreinni og betri bruna sem skilar hreinni vél. • Eykur ekki viðhald eða eyðslu og hefur ekki áhrif á verð. • Skilar sama afli og venjuleg díselolía og 5% meira afli en hefðbundin lífdíselolía. • Er mjög kuldaþolin og geymist vel, jafnt í hita sem kulda. Nánari upplýsingar á olis.is út í andrúmsloftið. Það má því segja að ef allir díselbílaeigendur fylltu hjá Olís myndi 5% minnkun útblásturs svæði Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.