Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Page 13
gerð en það undarlega er að nú er uppi umræða um að þeir verði að snúa til baka. Þeir hafa verið að framleiða þætti sem njóta gríð- arlegra vinsælda víða um heim þar sem konur á virðulegum aldri eru stjörnurnar en íhuga að snúa sér aftur að körlum í aðalhlutverkin. Þeim finnst sem sagt að konur hafi fengið of mikið vægi. Allt í einu er það ekki velgengni þáttanna sem stjórnar för heldur þykir nauðsyn- legt að gefa karlkyninu tækifæri. Gott og vel, við viljum ekki eins- leitni, en það er nokkuð sér- kennilegt að umskipti eins og þessi séu talin eðlileg einungis þegar hallar á karla.“ 10 æðisleg mynd Það er þér greinilega mikið hjart- ans mál að rétta hlut kvenna í kvikmyndagerð. Eru aðrir þættir varðandi konur og stöðu þeirra sem þér finnst ástæða til að nefna sér- staklega í þessu viðtali? „Það er fjölmargt, en kannski eitt atriði sérstaklega. Mig langar að sjá konur og karla hætta að hafa áhyggjur af útliti kvenna. Það sem konur hafa að segja eiga þær að fá að segja hátt og snjallt en ekki eyða dýrmætum tíma og orku í að framfylgja óraunhæfum út- litskröfum.“ Þú vinnur sem klippari og ert lokuð inni í herbergi að klippa kvikmyndir. Hvað er skemmtilegt við það? „Ég get skipulagt líf persóna og fengið hluti til að virka. Upplifað stjórn sem mig oft skortir svo sárlega í lífinu sjálfu. Það er svo margt í handriti sem verður óþarfi þegar leikstjóri, kvikmyndatöku- maður, leikarar, leikmynd, förðun og búningar hafa lagt sitt í efnið sem getur skapað sömu tilfinningu og samtal gerði í handritinu. Mér finnst mjög gaman að hreinsa burt allan óþarfa og fá myndina þannig til að flæða betur. Ég vil ekki að hlutirnir séu þvingaðir heldur að eitt leiði af öðru á sem eðlilegastan hátt. Þetta þýðir ekki að það hafi verið galli í handritinu heldur breytist svo margt í töku- ferlinu og þá þarf stundum að endurraða atriðum eða losa sig við atriði sem eru óþörf í því stóra samhengi sem ein kvikmynd er.“ Fékkstu áhuga á kvikmynda- gerð strax sem stelpa? „Sem krakki safnaði ég bíópró- grömmum og á enn fulla kassa af þeim. Ég var hugfangin af kvik- myndum og fannst unaðslegt að sitja inni í bíósal. Ég var vön að skrifa á þau stutta dóma um myndirnar sem ég sá. Ekki voru það merkilegir dómar. Ég man að ég skrifaði með stórum stöfum á prógrammið um kvikmyndina 10 þar sem Bo Derek var í aðal- hlutverki: 10 æðisleg mynd. Ég hef tekið út mikinn þroska síðan þá. Ég eignast barn mjög ung og fyrir tilviljun fékk ég starf sem símastúlka hjá SÝN sem sá um auglýsingagerð og sjónvarpsþætti eins og Maður er nefndur. Eftir tvo daga á símanum var ég farin að vinna á setti. Síðan fór ég í skóla í London og lærði kvik- myndagerð og ætlaði að verða kvikmyndatökumaður. Ég var að- stoðartökumaður hér heima en svo endaði ég inni í klippiherbergi, orðin ólétt aftur.“ Engin löngun til að giftast Hvað áttu mörg börn? „Ég á fjögur börn sem ég hef meira og minna alið upp ein og ógift. Ég fór aldrei í fæðing- arorflof og á einhverjum tíma fóru öll börnin kornung með mér í vinnuna. Ég á óskaplega þolinmóð og hjálpleg börn. Ég er hinsvegar nokkuð viss um að ég hefði ekki náð sama árangri í kvikmynda- gerð ef ég væri gift. Karlmenn eiga auðveldara með fjarveru vegna vinnu þó að kvikmynda- gerðin taki toll af báðum kynjum og sé ekki fjölskylduvænt starf. Elsti sonur minn, Þorsteinn Máni, er orðinn fullorðinn og vinnur við kvikmyndagerð. Hann á fjögurra ára son þannig að ég er orðin amma. Sindri er tvítugur, Birta þrettán ára og Logi minn er átta ára. Logi, sem er dásamlegur, er með einkenni einhverfu og það breytti aðeins dagskránni hjá okk- ur.“ Hefur þig aldrei langað til að gifta þig? „Nei, ég hef aldrei haft löngun til að gifta mig. Ég segi þetta með fullri virðingu fyrir vali ann- arra en fyrir mér er hjónabandið byggt á hefð sem ég get ekki gengist inn á.“ Skiptir frelsið þig miklu máli? „Frelsi skiptir mig miklu máli en sömuleiðis ábyrgð því frelsinu fylgir ábyrgð. Ég tek þá ábyrgð mjög alvarlega. Fyrir mér þýðir frelsið að fá að ákveða næstu skref með tilliti til þeirrar ábyrgð- ar sem ég tek sjálfviljug á mig.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg 3.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 • Bílver, Akranesi, sími 431 1985 • Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 HallóVetur. við bjuggum okkur undir komu þína með skynvæddu fjórhjóladrifi. *B es ti 4 x4 bí ll ár si ns sa m kv æ m tT ot al 4 x4 M ag az in e. HALLÓ. MEIRA NÝTT. www.honda.is/cr-v Með CR-V erum við vel undirbúin þegar snjórinn kastar til okkar tækifærum. Skynvætt stöðugt vaktandi fjórhjóladrif reiknar út þörfina á gripi og dreifir aflinu aðeins í þau dekk sem þurfa þess. Á meðan brekku-hraðastjórnandinn hjálpar þér að halda fullri stjórn og mýkt niður brekkuna, án þess að þú þurfir að bremsa. Fjórða kynslóð Honda CR-V setur ný viðmið í ferðaþægindum, gæði innréttinga og gagnsemi í akstri. Náðu taki á vetrinum. Lifðu meira nýtt, keyrðu Honda CR-V. Besta 4x4 bíl ársins*. Vel útbúinn Honda cr-V 4x4 sjálfskiptur, frá kr. 5.890.000

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.