Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 T ottenham endaði síðast fyrir ofan Arsenal 1995 og hefur prófess- orinn Arsene Wenger því alltaf haldið þessum erkifjendum fyrir aftan sig. Enn ein rósin í hans hnappagat. En nú er jakkinn fullur af rósum finnst mörgum og tími kominn á þennan franska meistara. Tími til að kveðja. Liðið hefur legið undir gríðarlegri gagnrýni nánast allt tímabilið. Óþarfi er að nudda stuðnings- mönnum upp úr titlaleysinu en stuðnings- menn vilja kaupa alvöru fótboltamenn í stað- inn fyrir að ala þá upp. Wenger hefur keypt köttinn í sekknum oftar en ekki – þá loksins hann rífur upp veskið og eyðir háum fjárhæðum. Gervinho hefur litlu skilað, Andre Santos var grínkarl sem kostaði 6,2 milljónir punda, Mertesacker kostaði 10 milljónir, eins og Koscielny. Þeir fá seint bronsstyttu af sér eins og Dennis Bergkamp. Arshavin kostaði 15 milljónir og þá fékk Marouane Chamakh ótrúlegan samning. Kaup Wengers hafa því litlu skilað loksins þegar hann hefur fengið pening. Samt heldur hann liðinu alltaf við toppinn en keppir aldrei af einhverri alvöru um titla. Sú lest er löngu farin framhjá. Á sama tíma virðist allt leika í lyndi hjá grönnunum í Tottenham. Eftir erfiða byrjun hefur Andres Villas-Boas fengið leikmenn til að trúa á verkefnið og leikur liðsins er skemmtilegur á að horfa. Þar fer Gareth Bale fremstur í flokki en Villas-Boas hefur gert hann að leikmanni í sérflokki. Algjörum sérflokki. Þegar stjórarnir labba út á leik- vanginn mun það vera Villas-Boas sem er með kassann úti en Wenger mætir hnípnari til leiks. Bale hefur einmitt dregið vagn Tottenham nánast aleinn upp á síðkastið en þeir verða að fá meira úr Emmanuel Adebayor ef þeir ætla sér að fá eitthvað út úr leiknum. Þá binda Spurs-arar vonir við að Gylfi okkar Sigurðsson sé kominn í gang varðandi markaskorun. Bakverðir Tottenham eru slakir og ef Wenger spilar með þá Podolski og Walcott sinn á hvorum vængnum gæti Tottenham verið í vandræðum. Arsenal hefur litið út eins og taugahrúga í vörninni þar sem Wojciech Szczesny fer fremstur í flokki vandræðagemsa. Jack Wils- here verður að vinna baráttuna um miðjuna og þá mun Wenger væntanlega stilla upp Oliver Giroud í framlínunni sem litlu hefur skilað í netmöskva andstæðinganna. Hann hefur meira verið í því að búa til færi. En hvað sem verður er nánast hægt að lofa frábærum leik þar sem hart verður bar- ist innan vallar sem utan og langt fram á kvöld. Gylfi Sigurðsson skoraði sitt fyrsta úr- valsdeildarmark gegn West Ham AFP Febrúar var frábær fyrir Andres Villas-Boas AFP Norður-Lundúnir munu loga LEIKUR Á MILLI GRANNANNA Í ARSENAL OG TOTTENHAM ER ÁVÍSUN Á GÓÐA SKEMMTUN OG OFT ÓTRÚLEG UPPLIFUN. LÖNGU FYRIR LEIK ER SUNGIÐ OG TRALLAÐ OG Á LEIKVANGINUM ER STEMNINGIN MÖGNUÐ. AFP Febrúar var ekki góður fyrir Arsene Wenger Ég vil ekki vera of bjartsýnn fyrir leikinn svo ég ætla að spá 8-0 fyrir Arsenal Piers Morgan í viðtali við BBC um spá sína um leikinn. Boltinn BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.