Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 53
3.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Kvikmyndaunnendur ættu að drífa sig í Sambíóin í Egils- höll, þar sem Óskars- verðlaunakvikmyndin Argo hefur aftur verið tekin til sýninga. Hreppti hún fern verðlaun, meðal annars sem besta mynd ársins. 2 Norðlendingar eiga von á góðu þegar Pétur Ben treður upp á Græna hatt- inum á Akureyri á laugar- dagskvöld ásamt hljómsveit. Kynna þeir aðra sólóplötu Péturs, „Gods lonely man“, sem rýnar hafa gefið góða dóma. Hljómsveitina skipa Arn- ar Þór Gíslason, Óttar Sæmundsen og Þorbjörn Sigurðsson, auk Péturs. 4 Ljóð, norðurljós og glitrandi íshellu má sjá á myndum Rúnu K. Tetzschner á sýn- ingu sem opnar á bókasafn- inu í Hveragerði á laugardag kl. 12. Einnig má sjá silkiskreytt ullarsjöl og álfahúfur eftir Kömmu Níelsdóttur. 5 Merkilegri yfirlitssýningu á verkum Gísla B. Björns- sonar lýkur í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ á sunnu- dag. Þá munu Gísli og Harpa Þórs- dóttir safnstjóri ganga um sýninguna klukkan 14 og ræða um feril Gísla og grafíska hönnun, en hann er einn at- kvæðamesti grafíski hönnuðurinn í ís- lenskri hönnunarsögu á 20. öld. 3 Söngvaskáldin og skötuhjúin Uni og Jón Tryggvi bjóða reglulega til tónleika heima hjá sér í Merkigili á Eyrarbakka. Á sunnudag klukkan 16 treður hljóm- sveitin Ylja þar upp, svo full ástæða er til að fjölmenna á Bakkann. MÆLT MEÐ 1 Þetta er svo falleg tónlist. Hún er róm-antísk og draumkennd, og skemmti-leg stemning í henni,“ segir Lilja Eggertsdóttir sópransöngkona um efnisskrá tónleika kammerhópsins Stillu í Salnum í Kópavogi á sunnudag klukkan 16. Tónlistin á efnisskránni er öll frönsk að uppruna, meðal annars eftir stórmeistara á borð við Debussy, Bizet, Gounod, Ravel og Fauré. „Tónlistin er úr mörgum áttum og allir ættu að heyra eitthvað við sitt hæfi. Við flytjum aríur, ljóð og lög; í einu lagi eftir Poulanc er kabarettstemning, annað eftir Debussy sem strengjakvartettinn leikur er mjög stemningsríkt – og allt flutt á frönsku,“ segir hún. Fjórir söngvarar koma fram ásamt strengjakvartett kammerhópsins Stillu. Auk Lilju eru það þau Halla Marinósdóttir messósópran, Birgir Karl Óskarsson tenór og Jón Svavar Jósepsson barítón. Þau flytja einsöngslög og aríur við undirleik kvart- ettsins en hann skipa Sólrún Gunnarsdóttir og Margrét Soffía Einarsdóttir á fiðlur, Anna Hugadóttir á víólu og Gréta Rún Snorradóttir á selló. Auk þess að leika und- ir hjá söngvurunum flytur kvartettinn nokk- ur verk einn, en nánast öll tónlistin á tón- leikunum er sérstaklega útsett af meðlimum hópsins fyrir þessa tónleika. Efnisskráin er aðgengileg og skemmtileg þar sem fleiri þekkt lög, eins og aría nauta- banans úr Carmen, Perlukafaradúettinn margfrægi og Pavan fyrir látna prinsessu, eru flutt í bland við sjaldheyrðari verk, sem Lilja segir mörg hver hreinar perlur. TÓNLEIKAR KAMMERHÓPSINS STILLU Draumkennd frönsk tónlist STEMNINGSRÍK FRÖNSK TÓNLIST, ARÍUR OG SÖNGLÖG, HLJÓMA Á TÓNLEIKUM KAMMERHÓPSINS STILLU Í SALNUM. Kammerhópinn Stillu skipa söngvarar og strengjaleikarar. Þau hafa sjálf útsett flest frönsku verkin sem flutt verða. „Vasaleikhúsið er ennþá mín biblía og þar má bókstaflega finna allt sem ég er að fást við ef vel er að gáð,“ sagði Þorvaldur árið 2006. Þar er sífelldur núningur þessara tveggja heima hans, orða og mynda. „Ég hefði að öllum líkindum aldrei getað þroskast sem rithöfundur nema vegna þess að ég hafði þá afsökun að ég væri myndlist- armaður. Ég er mjög þakklátur myndlistinni fyrir að hafa gert mig að rithöfundi,“ sagði hann árið 2004 fyrir opnun yfirlitssýningar sem var í Hafnarhúsinu og í Gautaborg. En hvert sem formið var, þá kemur glögg- lega fram í skrifum Þorvaldar og viðtölum við hann að hann trúði á mátt listarinnar til að af- hjúpa heiminn og breyta heimum. „Samtímalistin er svo oft vanmetin,“ sagði hann árið 2008 og bætti við að oft gleymdist sá stórkostlegi eiginleiki hennar „að geta ver- ið vettvangur upplifunar eða uppgötvana sem breyta sjónarhorni þínu á lífið, gefa þér brot af sjálfum þér sem fylgja þér alla ævi.“ Þegar yfirlitssýning á myndlistarverkum Þorvaldar var opnuð í Listsafni Reykjavíkur árið 2004 sagði hann sýninguna hafa undarlega lítið með hann sjálfan að gera. Morgunblaðið/Kristinn Árið 1992 setti Þorvaldur upp sýningu í NÝLÓ. Morgunblaðið/EInar Falur Sjónþing um listsköpun Þorvaldar var haldið í Gerðubergi árið 1999. Jón Proppé, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Þorvaldur, Hannes Sigurðsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Morgunblaðið/Golli Þorvaldur tók við viðurkenningu úr hendi Guðjóns Petersen árið 2004, þegar leikritið And Björk of course … var valið sem framlag Íslands til Norrænu leikskáldaverðlaunanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðstandendum leikritsins Lífið – notk- unarreglur fagnað í Rýminu á Akureyri árið 2007. Bjarni Snæbjörnsson, Vignir Rafn Val- þórsson, Þorvaldur og Megas. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hjónin Þorvaldur Þorsteinsson og Helena Jóns- dóttir Í Borgarleikhúsinu árið 2005. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.