Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 Menning H vað mig varðar þá má útskýra allt út frá karma, mitt karma er frekar gott og því fæ ég að njóta þess að vera tónlistar- maður í þessu lífi,“ segir Gísli Magnússon, betur þekktur sem Gímaldin. Fyr- ir nokkru gaf hann út plötuna Evulög en lögin eru samin út frá ljóðum eftir Evu Hauks- dóttur, sem betur er þekkt sem Eva norn, en Eva hefur undanfarin ár meðal annars vakið athygli sem aðgerðasinni og fyrir pistlaskrif. „Ég bað hana um að láta mér í té bunka af trúarheimspekilegum ljóðum og með þau í far- teskinu fór ég út á land til móðurfólksins í Breiðdal, og dvaldi á eyðibýli sem er enn tengt rafmagni, til þess eins að hrekkja ísbíl- inn. Þar settist ég með kassagítar, textablöð, diktafón, „multi track“ og formagnara og eftir tvær vikur kom ég aftur í bæinn með hljóma og lög. Þá tóku við útsetningar og ítarlegra spil.“ Gímaldin segir lítið mál að semja lög við jafngóða lýrík og Eva skapar. „Því betri kveð- skap sem maður hefur í höndunum, því fljótar kvikna hljómar og línur. Þarna streymdu þau hreinlega út.“ Sumir textanna birtust í ljóða- bókinni Fugl í grænum heimi sem kom út árið 2004, einhverjir birtust í Dræsubókinni svoköll- uðu sem Eva gaf út; Ekki lita út fyrir, Sjálfs- hjálparbók handa sjálfri mér og öðrum ýlandi dræsum. Nokkrir textanna hafa ekki birst áður og lög við textana hafa ekki verið gefin út áð- ur á plötu. „Á þessum tímapunkti var ég að gera plötuna Þú ert ekki sá sem ég valdi með hljómsveitinni Gímaldin og félagar og texta- heimurinn var mjög dimmur og grimmur. Mig langaði að gera eitthvað sem fæli í sér meiri bjartsýni og veitti hlustandanum meiri von. Eitthvað sem væri allt að því „feel-good“ tón- list. Ádeilan í þessum ljóðum er mun fíngerð- ari en sú sem Eva er þekktust fyrir í dag. Platan á undan tilheyrði gamla heiminum, hrunhreimi, sjálfselsku og myrkri. Þetta skyldi vera plata fyrir nýjan heim og nýja von.“ Eruð þið Eva gamlir vinir? „Nei, við kynntust þegar ég kom heim úr námi, í lok búsáhaldabyltingarinnar. Ég var að læra rússnesku í Pétursborg í um þrjú og hálft ár og fylgdist því með því sem var að gerast heima í gegnum netið. Ég hafði sér- staklega merkt særingar, ljóðstafagaldur sem Eva beitti, meðal annars til að skipta um seðlabankastjóra, en ég hafði þá um skeið ver- ið að skoða stöðu bragfræðinnar gagnvart veruleikanum og hvort óregla í bragfræðinni gæti haft sömu áhrif á umhverfið og regla í bragarhætti kallast á við reglu og skipulag til- verunnar. Þegar ég kem heim eru mestu lætin um garð gengin, í blábyrjun febrúar. Um svip- að leyti er hún að gefa út dræsubókina sína og ég mæti í útgáfuteitið hennar. Hún hafði þá fengið tvo kollega mína, Jón Hall og Hermann Stefánsson, til að gera músík við nokkur ljóð í bókinni, sem var flutt í teitinu. Ég tók Evu tali og við bárum saman bækur okkar um galdur bragarháttarins.“ Eins og mörgum er kunnugt er Megas faðir Gímaldins en Gímaldin telur ekki að tónlist tengist erfðum, heldur er það karmað sem er ofan á í þeim efnum að hans mati þótt faðir hans hafi tekið hann og bróður hans, Þórð, í tónlistarkennslu þegar þeir voru krakkar. Gím- aldin ólst annars upp í Skerjafirði hjá stjúp- föður, Erlingi Ólafssyni, og móður, Bergþóru Gísladóttur. Hann er fæddur árið 1974 og seg- ist vera nokkuð ópólitískur þrátt fyrir að hafa farið í Keflavíkurgöngur með foreldrum sínum. En mótmælir því ekki að það sé hippi í hjart- anu. „Ég er réttlætissinni og finn mig ekki í flokki eða flokkspólitík almennt.“ Gímaldin seg- ist finna það í lífinu að ef hann breyti rétt og gefi gott af sér komi það fljótt í ljós. Velgengi sína á ákveðnum tímabilum reki hann yfirleitt beint til þess að hann hafi fylgt hjartanu. Hann telur að ef fólk gæfi sér tíma myndi það líka sjá þetta samhengi í eigin lífi. Gímaldin byrjaði ungur að skrifa og semja tónlist en að jafnaði hefur hann sent frá sér plötu annað hvert ár þótt annars sé til efni í þrjár eða fleiri breiðskífur árlega. „Í for- náminu hjá pabba var ég í byrjun settur á kassagítar og bróðir minn á píanó. Svo datt áhuginn eitthvað niður en þegar bróðir minn kom með rafmagnsgítar inn á heimilið kviknaði áhuginn að sjálfsögðu aftur. Ef átrúnaðargoðin eru Jake E. Lee og Randy Rhoads þá er kassagítar vonlaus til að byrja á. Best að fara beint í metalgítar með sveif og hundrað vatta magnara. Í kjölfarið byrjaði ég í rokk- hljómsveitum og það varð ekki aftur snúið. Jú, ég geri ýmislegt meðfram tónlistinni, vinn með rússneskuna í þýðingum og tilfallandi verk- efnum. Í eigin hugverkum hef ég mest átt við örsögugerð síðustu misseri, sumar birst í tíma- ritum, en aðrar hef ég birt á vefnum mínum, gimaldin.com. Tónlistin er samt yfirleitt ofan á. Annars á þetta allt vel saman, líkt og öll list.“ Pétursborg gerði mikið fyrir tónlistarmann- inn en á þeim tíma flæddi allt í alls kyns plöt- um sem safnarinn Gímaldin sankaði að sér. Frá þeim árum á hann ótrúlegt safn af tónlist. „Rússnesk plötuútgáfa og dreifing lýtur öðrum lögmálum en við þekkjum hér og oft ekki gjörla hægt að sjá hvað eru löglegar kópíur og hvað ekki. Það má segja að flóran sé of stór til að hægt sé að fella hana inn í nokkurt kerfi. En meðan ég dvaldi úti barði al- þjóðamarkaðsvélin látlaust á dyrnar hjá Rúss- um og krafðist þess að þeir skyldu aðlagast. Þannig að þetta var bæði gott og slæmt en þarna fann ég mikið af fágætri tónlist og ég held að ég hafi aldrei keypt jafn mikið af tón- list og þarna.“ Að sama skapi gengst Gímaldin alveg við því að vera svolítið neðanjarðar í tónlist. Að eins miklu leyti og hægt er að vera neðanjarðar í dag, netið færir öllum sem vilja ræðupúlt og leiksvið. „Hver sem svo kýs má því hanna sinn veruleika og laga sína skynjun að honum. Það er margt ágætt við það. Umframveruleiki og skynjun getur ekki gert neitt nema gott og hvað praktík varðar er aðgengið að sjálfsögðu betra.“ Fyrsta upplag nýjustu afurðarinnar er upp- selt en aðdáendur Gímaldins geta hlustað á alla plötuna og keypt í heilu lagi eða í bútum á gimaldin.bandcamp.com. Á Evulögum gefur Gímaldin eigin raddböndum að stærstum hluta frí í fyrsta skipti í eigin efni en hann fékk nokkra velþekkta og aðra minna þekkta söngv- ara til að syngja ljóð Evu. Þó hefur Gímaldin gefið út ýmislegt í samstarfi við aðra, má þar nefna tvær breiðskífur við ljóð annarra; Hljóm- orð með skáldkonunni Margréti Lóu, Vodka Songs með Páli Gunnarssyni sem og stuttskífu með ljóðum sem Eiríkur Örn Norðdahl þýddi; Á íslensku má alltaf finna Ginsberg. Á nýju plötunni eru söngvarar, meðal annarra þau Megas, Trausti Laufdal og Lára Sveinsdóttir. „Það var svolítið skrýtið en mjög gaman. Ég reyni almennt að vasast ekki of mikið í ann- arra manna söng, listamennirnir verða að fá að gera þetta eins og þeir vilja því annars er hálftilgangslaust að fá aðrar raddir að láni. En mér finnst þessir ólíku söngvarar og lög hafa smollið býsna vel saman. Listamennirnir verða að fá að gera þetta eins og þeir vilja því ann- ars er hálftilgangslaust að fá aðrar raddir að láni. En mér finnst þessir ólíku söngvarar og lög hafa smollið nokkurn veginn saman.“ „Því betri kveðskap sem maður hefur í höndunum, því fljótar kvikna hljómar og línur. Þarna streymdu þau hreinlega út,“ segir Gímaldin um tilurð nýjustu afurðar sinnar; Evulaga. Morgunblaðið/Styrmir Kári GÍMALDIN MAGISTER SAMDI LÖG VIÐ LJÓÐ EVU HAUKSDÓTTUR Gott verður til af góðu GÍMALDIN MAGISTER, HINN SVOKALLAÐI TÓNLISTARMAÐUR, FÓR MEÐ LJÓÐ EVU HAUKSDÓTTUR ÚT Á LAND OG HLJÓMARNIR FÆDDUST ÁREYNSLULAUST. HANN SEGIR TÓNLISTINA OG TEXTA YLJA – AÐ MINNSTA KOSTI Á HANS EIGIN MÆLIKVARÐA OG EIGI AÐ GEFA VON. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Ef þig svíkur andans kraftur ekki hætta, reyndu aftur, hugurinn ber þig hálfa leið hitt er nám og vinna. Þér yrði sjálfsagt gatan greið ef gætirðu kvartað minna. Heilræðavísa eftir Evu Hauksdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.