Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Qupperneq 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Qupperneq 42
*Fjármál heimilannaSkeggvöxtur kallar á rakstur en kostnaður getur verið hár. Sumir láta skegg vaxa í nafni sparnaðar G runnkostnaður vegna raksturs með sköfu, þ.e. rakvélablöð, raksköfur og raksápa getur numið frá fjögur þúsund krónum upp í tíu þúsund krónur. Allt eftir því hvaða merki er notað, hvers kyns sköfur og hvort notast er við rakgel eða sápu. Rakvélablöðin eru dýrasti þátturinn, en algengt verð á pakka af Gillette Fusion-rakvélablöðum sem inniheldur fjögur blöð er í kringum 1.799 krónur, eða um 450 krónur á hvert rakvélablað. Allur gangur er á því hversu oft hvert blað er notað, en óformleg könnun leiðir í ljós að karlmenn sem raka sig reglulega fara í gegnum 1-2 blöð á mán- uði. Fjölmargar tegundir af raksköfum og blöðum eru á markaðnum en sé miðað við Gillette Fusion raksköfu þá kostar hún 1.498 krónur í Bónus. Al- geng tegund raksápu kostar 599 krónur á sama stað. Rakskafa, blöð og raksápa kosta því samtals rúmar 4.000 krónur, sé miðað við ódýra tegund. Möguleikarnir eru nánast endalausir þegar kemur að hvernig hníf eigi að notast við til að skerða lík- amshár í andliti og verðbilið sömuleiðis. Til eru raksköfur með batteríi, einnota rakvélar sem kosta lítið og hægt er að fá vandaða rakhnífa á rakara- stofu sem kosta sitt. Hætti að raka sig vegna kostnaðar Karlmenni í dag halda aftur af skeggvextinum með skeggsnyrtum sem fást í flestum raftækjabúðum. Flestir kaupa sér skeggsnyrti sem einnig er nef- og eyrnaháraklippir og losa sig við ljóta ásýnd. „Í fyrsta lagi er það verðið og svo er það ekki töff að vera alveg rakaður,“ segir Stefán Jak- obsson, söngvari í þungarokkshljómsveitinni Dimmu, en þungarokk og skegg hafa lengi gengið saman hönd í hönd. „Ekki það að ég viti hvað er töff en mér finnst ég allsber í framan þegar ég er ekki með skegg – og ég er ekki einu sinni með töff skeggvöxt,“ bætir Stefán við en hann man ekki hvenær hann rakaði sig síðast með sköfu. „Í upp- hafi hætti ég að raka mig vegna kostnaðar. Bart- skeri kostar fimm þúsund og dugar nánast enda- last. En fjórir hausar kosta nánast það sama og duga mun skemur.“ Gillette auglýsti að nýja rakvélin frá þeim entist í allt að fimm vikur. Það kvittar Stefán og fleiri karlmenn þó ekki undir svo glatt. „Ég notaði mín blöð að hámarki þrisvar. Þá var orðið vont að raka mig. Blaðið orðið bitlaust og skítugt. Þá fór ég að nota skeggsnyrti í staðinn,“ segir Stefán. Maður sem rakar sig reglulega og notar til dæmis tvö rakvélarblöð (hausa) á mánuði ver 900 krónum á mánuði í blöðin sjálf, eða 10.800 krónum árlega, fyrir utan kostnað við sköfuna sjálfa og raksápu. Eins og sjá má í ramma til hliðar er al- gengt verð á skeggsnyrtum og rafmagnsrakvélum fimm til átta þúsund krónur. Slíkt tæki er því fljótt að borga sig upp og getur talist hagkvæm- ara, þótt eflaust þyki einhverjum gæðin vera meiri ef gamla góða skafan er notuð. KARLMENN VILJA VERA LOÐNIR Bartskeri í stað blaða RAKVÉLABLÖÐ OG RAKVÉLASKÖFUR KOSTA MIKIÐ. AÐ ÞVÍ KOMUST MARGIR ÞEGAR ÞEIR ÆTLUÐU AÐ RAKA Á SIG MYNDARLEGA MOTTU FYRIR MOTTUMARS. Í STAÐINN ER KOMINN SKEGGSNYRTIR OG BARTSKERI. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Remington PG520 Verð: 9.995 krónur Fæst í Elko Remington Verð: 9.999 krónur Fæst í BT Philips Multi Trimmer Verð: 6.995 krónur Fæst í Elko Vidal Sassoon Verð: 4.995 krónur Fæst í Heimilistækjum Tristar Verð: 5.990 krónur Fæst í Rafha AEG Verð: 5.995 krónur Fæst í Elko ASÍ setti á dögunum af stað vefsíðu fyrir neytendur, www.vertuaverdi.is, þar sem þeir eru hvattir til að setja inn upplýs- ingar um hækkun og lækkun á verði. Hug- myndin er að neytendur aðstoði hver ann- an í að vera á verði gagnvart því þegar verð breytist hjá verslunum, og benda hver öðrum á verðhækkanir og lækkanir. Þegar farið var inn á vefinn á hádegi á föstudag mátti sjá að neytendur höfðu tekið vel við sér og sett inn 63 ábendingar um verðhækkanir hjá hinum ýmsu versl- unum og þjónustuaðilum. Minna fer hins vegar fyrir því að fólk deili með öðrum fregnum að lækkuðu verði, en í þeim flokki voru aðeins þrjár ábendingar. VERTU Á VERÐI VEFURINN Fáir tilkynna verðlækkanir Neytendur hafa tekið vel við sér þegar kemur að verðhækkunum en benda síður á það þegar verð lækkar. Þótt mars sé nýgenginn í garð þá geta þeir sem ætla sér að fara í mat- jurtaræktun í sumar hafist handa. Að skipuleggja sig vel er lykilatriðið í góðum árangri og næstu vikur má útbúa ræktunaráætlun. Margir tala um að best sé að gera slíkt nokkur ár fram í tímann raunar. Slík áætlun er þá skrá yfir hvað skal rækta, hvenær á að sá og gróðursetja, áburðargjöf og svo framvegis. Þá má minna á að það eru ekki nema um fjórar vikur þar til óhætt er að hefja forræktun á kálmeti. Meðan ræktað er má svo halda dagbók til að geta borið saman milli ára hvað betur má fara. MATJURTARÆKT SUMARSINS Byrjið að skipuleggja Aðeins fjórar vikur eru í að hefja megi forræktun á kálmeti. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.