Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 BÓK VIKUNNAR Daniel Day-Lewis fékk Óskarinn fyrir túlkun á Abraham Lincoln. Upplagt er að lesa bók Thorolfs Smith um forsetann, en hún er skrifuð af hlýju og virðingu. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Á Bókamarkaði Félags íslenskrabókaútgefenda í Perlunni sýnafullorðnir þessa dagana ákveðna hæversku, tala ekki upphátt um bæk- urnar heldur líta fránum augum yfir bókahrúgur og grípa svo eina og eina bók, skoða hana og fletta síðunum var- lega. Börnin líta hins vegar svo á að bæk- urnar séu þarna alveg sérstaklega fyrir þau ein, grípa þær og fletta og tala upp- hátt um gæði þeirra eða galla. Síðastliðinn mánudag mátti sjá á Bóka- markaðnum hóp af börnum í fylgd með fullorðnum. Lítill drengur sem bar með sér að vera tiltölulega nýbyrjaður að tala fletti stórri myndabók af ákefð og nokkr- um hryssingskap. Skyndilega benti hann á eina myndina og hrópaði í hrifningu: Epli!!! Fullorðna fólkið í kringum hann lét sér fátt um finnast enda löngu hætt að kunna að gleðjast yfir litlu. Lítil en ákveðin stúlka benti á bókastafla og sagði við mömmu sína: „Mig langar í Dórubækur. Ég ætla að kaupa þessa og þessa. Ég er rosalega viss.“ Önnur stúlka benti á litríka bílabók og sagði: „Ég vil kaupa þessa.“ „Æ, ég er meira hrifin af gömlum ævintýrabókum,“ sagði mamman og teymdi barnið burt. Ung stúlka greip stafla af bókum og sett- ist síðan með þær undir stórt gervitré og hóf að fletta af mikilli ákefð. „Ég vil ekki þessa, en ég vil kaupa þessa,“ tilkynnti hún síðan hárri röddu og benti á bæk- urnar. „Það er ég sem kaupi, ekki þú,“ sagði mamman áminnandi. Sú áminning rataði ekki rétta leið enda virtust öll þau ungu börn sem þarna voru líta á sig sem kaupendur. Hlutverk foreldranna var að taka upp veskið og greiða fyrir bækurnar sem börnin höfðu ákveðið að kaupa. Ég horfði nokkuð mæðulega yfir bóka- staflana enda orðin fullorðin og á svo að segja allar útkomnar bækur sem ég vil eiga. Það rænir nokkuð frá manni ánægj- unni að vera á bókamarkaði. Ég hafði ekki sérlega mikið við að vera á þessum markaði annað en að fylgjast með börn- unum. Andlit þeirra ljómuðu af ánægju meðan þau hrifsuðu til sín hverja bókina á fætur annarri. Stundum sögðu foreldr- arnir: „Þú ert komin(n) með nóg af bók- um.“ Það fannst mér dálítið ljótt. Börn fá aldrei of mikið af bókum. Orðanna hljóðan BÖRN Á BÓKA- MARKAÐI Börn una sér vel á Bókamarkaðnum. Úrvalið hefur aldrei verið meira. P áll Baldvin Baldvinsson er þýð- andi skáldsögunnar Útlagi eftir Jakob Ejersbo sem nýkomin er út hjá JPV útgáfu. Útlagi ger- ist í Tansaníu á níunda áratugn- um og er fyrsta bók í þríleik Danans Jak- obs Ejersbo um Afríku. Þríleikurinn er að hluta til ævisögulegt verk en Ejersbo bjó á uppvaxtarárum sínum í Tansaníu þar sem móðir hans starfaði á sjúkrahúsi og faðirinn vann við hjálparstörf. Jakob Ejersbo fæddist árið 1968 og lést úr krabbameini 2008, einungis fertugur. Ári fyrir dauða sinn kom hann með 1.600 blað- síðna handrit til Gyldendal-forlagsins sem ákvað að gefa verkið út sem þríleik. Fyrsta bókin í þríleiknum er Útlagi (Eksil), önnur smásagnasafnið Revolution og þriðja sagan Liberty sem höfundur hafði ekki lokið við. Þegar veikindin brustu á gaf Ejersbo fyrir- mæli um frágang verkanna og ritstjórn þeirra lauk árið 2009. Sama ár kom þríleik- urinn út. „Ég komst í kynni við þessar bækur fyr- ir rétt rúmu ári þegar Jóhann Páll Valdi- marsson bað mig um að lesa þær og spurði síðan hvort ég treysti mér til að þýða Eksil. Ég sló til,“ segir Páll Baldvin. „Þetta er gríðarlega mikið verk, stórvirki. Ritstjóri Gyldendal fékk Jakob til að hluta þetta 1.600 síðna handrit niður og gefa út í þremur bókum, sem er aðferð til að koma þessum opus út í nokkrum klárum sögu- hlutum, þó bálkurinn hangi allur saman. Þríleikurinn hefst á sögu Samönthu í Út- laga. Önnur bókin er safn smásagna þar sem aukapersónur í fyrstu bókinni koma fyrir og verkinu lýkur með sögu Christians, vinar Samönthu, í þriðju bókinni.“ Um hvað fjallar Útlagi? „Aðalpersónan Samantha er fimmtán ára ensk stelpa, dóttir málaliða, sem býr í Tan- saníu með konu og tveim dætrum. Sam- antha veit ekki hvað hún vill í lífinu eða hvaða tækifæri hún hefur. Hún er í skóla þar sem eru ungmenni af ýmsu þjóðerni og svartir menn frá nálægum ríkjum. Landið er að nafninu til sósíalískt, gömul þýsk ný- lenda. Nýliðin er valdatíð Idi Amins í ná- grannaríkinu Úganda. Í verkinu skynjum við með augum Samönthu hvernig hið al- þjóðlega samfélag, harðstjórn sem er arfur nýlendutímans, og hjálparstofnanir leika afrískt samfélag. Hún rekur líf sitt í fyrstu persónu og atburðarásina sjáum við með hennar augum. Hún er í uppreisn á heimili, í skóla og í samfélagi Evrópubúa sem búa við allsnægtir innan um fátæka landsmenn. Hún segist vera svört. Þetta verk lýsir afar grimmum heimi sem er annar en okkar, líf sem við þekkjum ekki.“ Hver er helsti kostur þessarar skáld- sögu? „Kosturinn er fyrst og fremst innsæi og tjáningarmáttur Ejersbo: lýsing hans á stúlku í brotinni fjölskyldu, flóknum tengslum við föður, móður og eldri systur, hvernig hún tengist karlmönnum og konum af ólíkum kynþáttum. Ejersbo hefur sérlega næma tilfinningu fyrir vitund hennar í frá- sagnarstíl fyrstu persónu. Honum tekst að koma afar miklu á framfæri í gegnum það eintal Samönthu sem þessi saga er.“ Nú er Útlagi fyrsta bókin í þríleik. Ætl- arðu að þýða hinar tvær? „Ég vona að útgáfan gefi út seinni bæk- urnar tvær. Í Útlaga gefst okkur gott tækifæri til að skynja Afríku í gegnum upplifun skálds sem þekkti sögusvið sitt til hlítar. Það er nauðsynlegt fyrir okkur, sak- leysingja hér á norðurhjara, að átta okkur á því hvernig ástand er í samfélögum Afr- íku. Guð gleymdi Afríku, segir í Útlaga. Hin ríku lönd hafa um langan aldur rænt auðæfum álfunnar og nú eru Kínverjar að setjast þar upp. Það er að hefjast mikil og grimm barátta um auðlindir Afríku. Skáld- skapur Ejersbo opnar okkur gátt inn í ókunna veröld.“ Í ÚTLAGA GEFST GOTT TÆKIFÆRI TIL AÐ SKYNJA AFRÍKU Í GEGNUM UPPLIFUN SKÁLDS Gátt inn í ókunna veröld „Þetta verk lýsir afar grimmum heimi sem er annar en okkar, líf sem við þekkjum ekki,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson sem hefur þýtt Útlagann eftir Jakob Ejersbo. Morgunblaðið/Golli PÁLL BALDVIN BALDVINSSON HEF- UR ÞÝTT DÖNSKU SKÁLDSÖGUNA ÚTLAGA EFTIR JAKOB EJERSBO Þegar spurt er um áhrifamiklar bækur flytur hug- urinn mig ósjálfrátt mörg ár aftur í tímann; uppí grænan plusssófa á sjónvarpslausu fimmtudags- kvöldi. Á endurfundi við æskuvini mína Jón Odd og Jón Bjarna, Pál Vilhjálmsson og Tótu í afahúsi; Línu langsokk, Madditt, Jónatan og Snúð; Gúmmí-Tarzan og venjulega Tarzan; Fúsa froskagleypi, Kátu, Nancy og Öddu; Rósu Ben- net, Tom Swift, Sval og Val og Anders And; Frænkurnar fjórar og ömmu í Fagradal og krakkana á Flambardssetrinu; Áróru í blokk og Önnu í Grænuhlíð; Júlla, Jonna, Önnu og Georgínu; Baldintátu og Jonna og Lottu í sirk- usnum. Engar bækur móta mann eins mikið og bækurnar sem vöktu lestr- arþrána í æsku; bækurnar sem leiddu til sársaukafullra tilrauna með vökustaura til að þrauka fleiri lestrarmínútur undir sæng með vasa- ljós. Engir höfundar eru mér því hjartfólgnari en snillingarnir Guð- rún Helgadóttir og Astrid Lindgren sem ég las aftur og aftur og les enn á ný fyrir börnin mín. (Þvagflaska í gjöf handa virðulegri ömmu! enn jafn dásamlega fyndið, en grey strákarnir að lokast svona inni á öskuhaugunum (hjálpi mér hamingjan, maður fékk virkilega að valsa um á öskuhaugum) – og mikið óskaplega er leiðin til Nangijala ennþá sorgleg). Ole Lund Kirkegaard fær prik fyrir að laða fram teikniáhuga og Enid gamla Blyton fyrir að minna mig á að borða reglulega. Í UPPÁHALDI BRYNHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Engir höfundar eru Brynhildi Þórarinsdóttur hjartfólgnari en Guðrún Helgadóttir og Astrid Lindgren. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðrún Helgadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.