Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 Þessa dagana er í Stykkishólmi dagskrá sem nefnist „Júlíana – hátíð sögu og bóka“. Við- fangsefnið er að kynna konur til leiks sem persónur í sögum og bókmenntum. Margir áhugaverðir dagskrárliðir eru á laugardag. Kl. 13 fjallar Vilborg Davíðsdóttir um bækur sínar í Gömlu kirkjunni. Kl. 14.30 fjallar Helga Kress á sama stað um ævi og verk Júlíönu Jónsdóttur í Akureyjum (1838- 1917), fyrstu íslensku skáldkonunnar sem gefur út ljóðabók og fær leikrit eftir sig sett á svið. Um kvöldið, kl. 21.30, fjallar Guðrún Ásmundsdóttir leikkona um ævi og störf Ólafíu Jóhannsdóttur. Hún starfaði meðal annars með námi sem heimiliskennari á kaupmannsheimili í Flatey á Breiðafirði. SAGA OG BÆKUR Í HÓLMINUM SÖGUHÁTÍÐ Stykkishólmur. Margir dagskrárliðanna eru í Gömlu kirkjunni fyrir miðri mynd. Morgunblaðið/Ómar Pörupiltarnir eru Alexía Björg Jóhannesdóttir, María Pálsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir. Pörupiltar hyggjast vera með þrjár sýningar á uppistandinu „Homo Erectus“ í Þjóðleik- húskjallaranum á næstunni. Sú fyrsta verður á laugardagskvöldið, 2. mars. kl. 21. Uppi- standið var fyrst sýnt síðastliðinn vetur, við góðar viðtökur gesta og gagnrýnenda. Pörupiltar eru þær Alexía Björg Jóhann- esdóttir, María Pálsdóttir og Sólveig Guð- mundsdóttir. Þær eru allar sjálfstætt starf- andi leikkonur og segja efni sýningarinnar vera umræður um konur, vandamál þeirra og samskipti kynjanna, auk þess sem þær deila með áhorfendum heimspekilegum vangavelt- um um lífið og tilveruna. HOMO ERECTUS PÖRUPILTA UPPISTAND Fjórðu einleikstón- leikarnir þar sem Hlíf Sig- urjónsdóttir fiðluleikari minnist fiðlu- og tón- menningar í Suður- Þingeyjarsýslu í hálfa aðra öld, verða haldnir í Reykjahlíðarkirkju í Mý- vatnssveit á sunnudag og hefjast klukkan 15.30. Á efnisskrá Hlífar eru Partíta II í d-moll eftir J.S. Bach, „The Sorce- ress - Sigurjónsdóttir“ eftir Merrill Clark og Kaprísa nr. 24 eftir Niccolò Paganini. Í efnisskrá tónleikanna er saga fiðluleiks í sýslunni rakin til „…Jóns Jónssonar sem kenndur var við Voga Í Mývatnssveit. Hann mun hafa komið með fyrsta „fíólínið“ í sýsl- una, er hann kom frá smíðanámi í Kaup- mannahöfn árið 1851.“ Jón kvaðst hafa num- ið hjá gömlum manni í Danmörku, sem kenndi honum á hverjum sunnudegi. HLÍF LEIKUR Í REYKJAHLÍÐ FIÐLUTÓNAR Hlíf Sigurjónsdóttir Á málþingi í Listasafni Íslands á sunnudag klukkan 14 til 16verður fjallað um myndlistarkonuna Júlíönu Sveinsdóttur(1889-1966). Þingið er samstarfsverkefni Listasafnsins og erfingja listakonunnar. Kristín Bragadóttir, doktorsnemi í sagnfræði, flytur erindi sem hún kallar „Ástíðufullur bókasafn- ari“, erindi Hrafnhildar Schram listfræðings nefnist „Ég vil heldur barninginn í náttúrunni“ og þá fjallar Bergljót Leifsdóttir Mensuali um Svein Jónsson og Guðrúnu Runólfsdóttur, foreldra Júlíönu, og um stofnun fyrirtækisins Völundar. Júlíana Sveinsdóttir var fædd í Vestmannaeyjum og lauk myndlistarnámi í Kaupmannahöfn árið 1917. Hún hélt ellefu einkasýningar um sína daga og tók þátt í fjölda samsýninga. MÁLÞING UM JÚLÍÖNU SVEINSDÓTTUR Ræða baklandið Ein hinna kynngimögnuðu mynda Júlíönu Sveinsdóttur frá æskuslóð- unum í Vestmannaeyjum. Þessa málaði hún árið 1946. Listasafn Íslands BAKLAND OG BRAUTARGERNGI MERKRAR LISTAKONU VERÐUR TIL UMFJÖLLUNAR Á MÁLÞINGI. Júlíana Sveinsdóttir Menning É g er alltaf að safna og raða sam- an,“ sagði Þorvaldur Þorsteinsson í viðtali í Morgunblaðinu árið 1992, þegar hann var að opna stóra sýningu í Nýlistasafninu. Hann hélt áfram: „Ég sagði einu sinni að ég væri eins og púsluspil og með því að raða saman brotum ytri veruleikans gæti ég smám saman fengið mynd af þeim innri. Þessi brot hafa hins vegar alltaf reynst mjög fjölbreytt, jafnvel virst ósamstæð, þannig að lengi vel hafði ég áhyggjur af því hvað tjáningarleið- irnar voru margar; teikningar, skúlptúrar, vasaleikrit, klippimyndir, myndbönd, ready- made, o.s.frv. og ég hélt að ég þyrfti að velja þarna á milli. En sem betur fer er ég laus við þessar áhyggjur núna. Ég veit að þetta til- heyrir allt sömu myndinni …“ Þegar er litið er yfir feril Þorvaldar Þor- steinssonar, nokkrum dögum eftir ótímabært andlát hans, má glögglega sjá hvernig víð- feðmur sköpunarkraftur hans fékk útrás í ólíkum verkefnum og fjölbreytilegum miðlum, og allt er þetta þó skylt. Myndlist, barnabæk- ur, smásögur, skáldsögur, leikrit, fyrirlestrar, kennsla; allt er þetta á einhvern hátt hluti af sömu mynd manns sem þroskaði með sér skýra og persónulega sýn á heiminn og hafði engar áhyggjur af því hvort einn miðill væri réttari fyrir hann en annar. „Leitið og þér munuð finnast!“ Þegar Þorvaldur var í öðru viðtali, fjórtán ár- um síðar, beðinn um að segja frá sjálfum sér, þá svaraði hann sposkur: „Ég hélt að við ætl- uðum að tala um hin leikritin.“ Bætti síðan við að hann hefði löngum notað það sem skýringu á eigin persónu og ekki síður sem hráefni í skrifum og myndlist að hann var búinn til á Akureyri á árunum 1960 til 1980. „Bærinn var þá að hasla sér völl sem höfuðathvarf íslenska smáborgarans, ungtemplarareglunnar og menntasnobbsins og eftir á að hyggja eru það ákveðin forréttindi fyrir listamann að hafa al- ist upp í slíku samfélagi, þar sem gogg- unarröðin var skýr og regla á öllum hlutum … Það hefur nýst mér á margan hátt að hafa fæðst inn í svona skýrt teiknaða veröld. Ég lít á það sem tækifæri til að yfirfæra hér og nú reynsluna af því að verða ber að eigin for- dómum. Hvernig maður verður vitni að því aftur og aftur að dómarnir og kennisetning- arnar standast ekki nánari skoðun.“ Eitt af meginstefum verka Þorvaldar var einmitt að snúa hugmyndum lesandans eða áhofandans á haus. Og í verkum hans birtist frá upphafi næm tilfinning fyrir eðli hlutanna, að appelsínan sé ekki endilega það sama og appelsína, eins og sjá má í þessum texta sem kom árið 1987 út í bókinni Hundrað fyr- irburðir en hún var lokaverkefni hans við Myndlista- og handíðaskólann: Sigga og Addi komu einu sinn í heimsókn að sumri til og gáfu mér appelsínu sem þau höfðu keypt í Reykjavík áður en þau lögðu af stað í bílnum sínum. Þetta fannst mér miklu merkilegri appelsína en þær sem fengust í kaupfélaginu af því að hún hafði komið til Reykjavíkur. Þegar Þorvaldur var spurður að því árið 1992 hvernig hann veldi sér viðfangsefni og miðil að vinna í, þá stóð ekki á svarinu: „Mottóið er leitið og þér munuð finnast! Ég bara veit það þegar ég sé eitthvað, frétti af því eða dett um það, að akkúrat þetta þurfi ég að nota, hvort sem ég skil það núna eða ekki. Ég treysti bara innsæinu. Það eru hlutirnir sem velja þig.“ Traust Þorvaldar á innsæinu, og trú hans á að fólk þyrfti almennt að treysta því betur og lifa á ábyrgan hátt, kom iðulega fram þegar hann fjallaði í ræðu og riti um hugmyndir sín- ar um menntamál og sköpun. Í samtali sem birtist í Morgunblaðinu árið 2005 sagði Þor- valdur lykilorðin vera „meðvitund, ábyrgð, ákvörðun“. Hann sagði fólk forðast raunveru- lega sjálfsþekkingu og fylla lífið af sérhæfðri þekkingu í staðinn. Hann velti fyrir sér hvern- ig við gætum snúið af þessari flóttaleið og sagði það sem hann kallaði „frestunaráráttu manna“ vera afleiðingu samfélagsuppbygg- ingar sem gengur út á að ala fólk samtímis upp í skorti og allsnægtum. „Skorturinn byggist meðal annars á þeirri grunnhugsun skólakerfisins og hins svokallaða upplýsingasamfélags, að einstaklingurinn sé háður utanaðkomandi dóti sem muni gera hann að manni. Að hvert og eitt okkar sé hingað komið til að innbyrða upplýsingar af ótta við að verða útundan í leiknum, fremur en miðla af því ríkidæmi sem býr innra með okkur. Við lærum að fresta sjálfum okkur þangað til við teljumst tilbúin. Þess virði að mæta á svæðið. Sem séð er um að verði aldr- ei. Tómarúmið sem skapast við þetta fyllum við hins vegar með fylgihlutum, forritum og upplýsingum um allt milli himins og jarðar, nema okkur sjálf.“ Hann bætti síðan við: „Við viljum læra að njóta okkar hér og nú fyrir það sem við erum og það sem við eigum innra með okkur. Það er ekki eftir neinu að bíða.“ Vasaleikhúsið var biblían Innsæið og sköpunarkrafturinn leiddi Þorvald og þá sem nutu verka hans á ólíkar slóðir. Inn í ævintýraskóga sagnanna, til fundar við tröll og dverga, óvæntar og ófyrirsjáanlegar að- stæður í leikritunum sem myndlist. Eitt þekktasta myndverk hans er innsetningin „Söngskemmtun“ sem hefur verið sett upp víða um lönd. Gestir koma þar að lokuðum dyrum söngskemmtunar og sjá eingöngu yf- irhafnir þeirra sem hafa komið í tæka tíð. Gegnum vegginn og handan lokaðra dyra óma kórsöngvar og lófatak heyrist milli laga. Margir kynntust verkum Þorvaldar fyrst í Vasaleikhúsinu, eins konar örleikritum sem hann flutti á eftirminnilegan hátt á Rás 2 á árunum 1991-1992 og komu út í bókinni Engill meðal áhorfenda. HAFÐI EKKI ÁHYGGJUR AF ÞVÍ HVORT EINN MIÐILL VÆRI RÉTTARI EN ANNAR „Við viljum læra að njóta okkar hér og nú“ HINN FJÖLHÆFI LISTAMAÐUR ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON ER LÁTINN, 52 ÁRA AÐ ALDRI. „ÉG TREYSTI BARA INNSÆINU,“ SAGÐI HANN EITT SINN UM ÞAÐ HVAÐA MIÐIL HANN KYSI AÐ NOTA Í HVERT SINN. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Kyrrstöðunni stendur alltaf ógn af þeim sem eru „svolítið sérstakir“,“ sagði Þorvaldur. Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.