Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 47
3.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 var við hótelið og herbergjum fjölgað í 46. „Það þarf nánast sama starfsmannafjölda til að sinna 46 herbergjum eins og 22.“ Æskuvinkonan teiknaði Arkitektar voru Erla Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson hjá Minarc í Los Ang- eles en Erla og Sigurlaug eru einmitt æsku- vinkonur. „Það var frábært að vinna þetta með þeim en Erla og Tryggvi hafa fengið verðlaun fyrir náttúruvænar byggingar. Þau höfðu aldrei teiknað hótel áður og fannst þetta fyrir vikið mjög spennandi,“ segir Sig- urlaug sem þess utan gerði þarfagreiningu og leitaði til margra sérfræðinga á sviði hót- elreksturs. Smám saman vatt hugmyndin upp á sig og breytingarnar urðu á endanum meiri en til stóð í upphafi. „Við veltum þessu mikið fyrir okkur, hvort við ættum að hrökkva eða stökkva. Niðurstaðan var að fara alla leið með breytingarnar enda eru yfirgnæfandi líkur á því að breytingar verði aldrei gerðar geri maður þær ekki strax.“ Eldri byggingunni var breytt að utan sem innan, svo sem með því að klæða hana með steypuplötum í stíl við sjónsteypuna sem prýðir nýbygginguna. „Hótelið fellur mjög vel að umhverfinu og aðkoman er allt önnur en áður. Það verður prýði að þessu til fram- tíðar.“ Sigurlaug og Halldór voru búsett í Sviss þegar þau keyptu hótelið og byrjuðu á því að leigja reksturinn út. Þegar framkvæmdir fóru af stað varð verkefnið á hinn bóginn hálfu meira spennandi, þannig að þau Hjónin Sigurlaug Sverrisdóttir og Halldór Hafsteinsson, eigendur hótelsins. Norðurljósabarinn er stolt Ion-hótels, ekki síst á kvöldin þegar norðurljósin dansa á himnum. Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað ört hérlendis á allra síðustu árum, ekki síst yfir vetrartímann. Sigurlaug fagnar þessari þróun að vonum en hvetur aðila í ferðaþjónustu til að halda vöku sinni. „Ég er svolítið smeyk um að þjónustu- stigið sé ekki að þróast nægilega hratt. Aukinn fjöldi ferðamanna kallar á aukna þjónustu en við verðum að vera tilbúin til að taka á móti gestunum okkar. Það er mikið í umræðunni að salernisaðstöðu og þjónustu við helstu ferðamannastaði sé ábótavant – þetta getur haft áhrif á ímynd okkar til lengri tíma. Einnig er mikilvægt að verð og gæði haldist í hendur því nú hefur eftirspurnin aukist gríðarlega á stuttum tíma sem þýðir að verðlag hækkar um stund þar til fram- boðið eykst og jafnar þetta út. Við meg- um ekki hugsa í skammtímalausnum – þurfum að byggja til framtíðar og vernda vörumerkið Ísland.“ Höldum vöku okkar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.