Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 16
*Ferðalag til Marokkó opnaði nýjan og óþekktan menningarheim fyrir Söru og Konráði »18Ferðalög og flakk Þar sem fjöllin eru fullkomin eru lýsingarorðin sem sumir gefa skíðasvæðinu í Breckenridge í Klettafjöllunum Bandaríkjanna, en bærinn er gamall silfurnámubær. Fjölskyldan er nýkomin heim úr skemmtilegu ferðalagi um þessar slóðir, þar sem við undum okkur vel í tíu daga. Skíðuðum allan daginn, með smáhléum. Peak 8 er hæsti tindurinn í þessum fjallaklasa og er tæplega 4.000 metrar á hæð, efsta skíðalyftan þar er sögð sú hæsta í Norður-Ameríku. Í þunnu loftinu þar finnur maður aðeins fyrir háfjallaveiki en hún hverfur fljótt þegar maður rennir sér niður brekkurnar. Í Kletta- fjallaferðum liggur beint við að fljúga til Denver, nýjasta áfanga- stað Icelandair, sem er áhugaverð borg fyrir Íslendinga. Heiðrún Jónsdóttir lögfræðingur, hdl. Á skíðasvæðinu Breckenridge og á tindinum sem er um 4.000 m á hæð. Fullkomin fjöll, segir Heiðrún. Háfjallaveiki á fjallinu Allir skemmta sér vel á skíðum. PÓSTKORT Ú R KLETTAFJÖ LLUM L úxustjaldferðalög njóta mikilla vinsælda um þessar mundir en á ensku kallast fyrirbærið „glamping“ en orðið er samsett úr „glamourus“ (glæsileiki) og „camp- ing“ (útilega). Það sem er öðruvísi við þessar tjaldferð- ir er að þegar komið er á staðinn er búið að tjalda fyrir þig. Tjaldið er rúmgott, með rúmi og sæng, borðum og stólum og jafnvel arni. Glæsiútilega er leið til þess að komast í tengsl við náttúruna en á sama tíma halda í öll nútímaþægindi. „Þetta er lúxusútil- ega en þegar allt kemur til alls er þetta tjaldferðalag, alveg sama hvað sumir segja. Mundu, að þú ert samt sem áður und- ir náð og miskunn veðurguðanna kominn, þrátt fyrir að þæg- indin séu meiri en í hefðbundinni útilegu,“ sagði Garri Rayner, stofnandi goglamping.net, í samtali við spotlightseattle.com. Hann útskýrir nánar: „Þjónustan og þægindin eru mismun- andi frá stað til staðar. Í dýrari endanum eru staðir þar sem þú þarft aðeins að taka með þér tannburstann og föt til skipt- anna. Allt annað er fundið til fyrir þig, en það kostar. Stund- um er jafnvel innifalið í verðinu allur matur og drykkur. Í hin- um endanum eru staðir sem eru fábrotnari og minna meira á hefðbundna sumarbústaði þar sem þú sérð um þig sjálfur. En hvort sem þú velur fylgir þessu ákveðin ævintýratilfinning. Ég fæ sömu spurninguna alltaf aftur og aftur frá þeim sem eru á móti glæsitjaldferðum: Hver er tilgangurinn? Af hverju ekki heldur að vera á fimm stjörnu hóteli? Auðvitað er hægt að gera það en þetta fólk nær ekki alveg tilgangnum og hversu skemmtilegt þetta er. Glæsitjaldútilega býður upp á allt aðra lífsreynslu en hótel. Þetta snýst allt um lífsreynsluna.“ Glæsitjaldútilegur hafa breiðst út um allan heim og fyrir þá sem vilja kynna sé fyrirbærið nánar til að skipuleggja sann- kallað öðruvísi ferðalag gætu eftirfarandi síður komið að gagni: goglamping.net glamping.com canopyandstars.co.uk LÚXUSTJALDFERÐIR NJÓTA VINSÆLDA Allt önnur lífsreynsla TJALDFERÐALÖG SEM BYGGJAST Á ÞÆGINDUM ERU Í MIKILLI SÓKN. ORÐIN LÚXUS OG TJALD FARA YFIRLEITT EKKI SAMAN EN ÞESSI TJÖLD ERU ENGUM ÖÐRUM LÍK. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is *Glæsiútilegu-staðir hafasprottið upp í Evrópu, Ástralíu og Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.