Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 Matur og drykkir Fyrir 8 8-12 risahörpuskeljar (1-2 á mann) hvítlauksolía truffluolía salt og pipar Penslið hörpuskelina með hvítlauksolíu og steikið hvora hlið á snarpheitri pönnu í 1-2 mínútur. Kryddið með salti og pip- ar. Látið truffluolíu drjúpa á hverja skel. Vanillumyntu- sósa: 1 dós hrein jógúrt ½ vanillustöng 6 myntulauf, fínskorin 1 msk. hlynsíróp salt og pipar Skerið vanillustöngina að endilöngu og skafið burt fræin og hrærið saman við jógúrtina. Bætið í niðurskornum myntulaufum, sírópi, salti og pipar. Best er að láta sósuna bíða í sólarhring í ísskáp áður en hún er borin fram. Hörpuskel með vanillumyntusósu 8 msk. olía 1 tsk. sinnepsfræ (eða grófkorna sinnep ef ekki finnast fræ) 4 msk. ferskt engifer, fínsaxað 6 hvítlauksrif, fínsöxuð 1 tsk. kumminfræ 1 tsk. túrmerik 1-2 laukar, fínsneiddir 800 g blómkál, hlutað niður í litla bita 500 g tómatar, saxaðir 2 grænir chilialdin, fræhreinsuð og smátt skorin salt handfylli af fersku kóríanderlaufi Hitið olíu á pönnu og ristið sinnepsfræin þar til þau skoppa á pönnunni (eða hitið grófa sinnepið). Bætið engiferi, hvítlauk, kumminfræjum, túrmeriki og lauk út í. Steikið í 8-10 mínútur. Bætið blómkál- inu út í og veltið því vel upp úr kryddinu. Bætið að lokum tómötum og chilialdini út í og látið krauma við vægan hita í 8 mínútur. Saltið. Berið fram heitt og stráið handfylli af fersku kóríander yfir réttinn. Blómkáls-masala M ér finnst mjög gaman að prófa eitthvað nýtt og er ekki hrædd við að ráðast í frumraunir í matarboði. Aðalréttinn fann ég í bókinni Góður matur - gott líf en ég breytti uppskriftinni örlít- ið,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Hún bauð góðum vinum heim í indverskan aðalrétt, með hörpuskel í forrétt og ís í eftirrétt. „Ég er með dellu þessa dagana fyrir einhverju sem ég get sett í ofninn og haft þar endalaust og látið malla.“ Gestasamkoman samanstóð af þremur meðlimum Mótettukórsins; það er að segja Kristín, Sverrir og Hrefna tilheyra kórnum. Þá var unnusti Krist- ínar, Einar Baldvin, arkitekt og starfsmaður Farmers Market, með í för. Einnig sátu til borðs Ríkharður Sigurjónsson nemi og bróðir húsfreyju, hús- bóndinn Þorgeir Ragnarsson, deilarstjóri á Borgarskjalasafni og að sjálf- sögðu heimilisfólkið minnsta, Áslaug Lilja, 6 ára, og Sigurjón Kári, tveggja ára. „Við hjónin erum mjög hrifin af indverskum mat og ég vissi fyrirfram að gestir væru sammála mér. Mér finnst bragðsterkur matur líka eiga afar vel við í febrúar, þegar það er dimmt og frekar hryssingslegt. Indverskur mat- ur er þá hressandi – með honum koma litir og krydd sem vantar í til- veruna.“ Hrefna er mjög hrifin af matreiðslubókum og notar internetið líka tals- vert í leit að nýjum uppskriftum. Þar sem nóg er að gera hjá öllum velur hún oft að hafa mat sem hún getur undirbúið fyrirfram og er ekki mikið mál að útbúa. „Þótt uppskriftin virki kannski flókin þá er hún það í raun ekki því það er einmitt hægt að gera hana daginn áður og hita upp og það er alls ekki verra. Þá er rétturinn búinn að jafna sig og verður bragðmeiri. Ísinn er svo að sjálfsögðu verk sem tilheyrir að gera nokkru áður. En ann- ars má segja að ég sé nokkuð oft með fjölskyldu og vini í mat, þannig séð, þótt ég væri alveg til í að gera það oftar. En þetta er þá matur sem er ekk- ert sérstaklega borinn fram í umgjörð veislu og með litlu tilstandi.“ Hrefna nefnir að lokum að blómkálsrétturinn sé með því betra sem hún hafi bragðað. „Þetta er sérstaklega gott meðlæti og grænmetisætur geta haft hann sem aðalrétt, með grjónum og brauði. Hann var ekki síður vin- sæll en lambið.“ Hrefna Sigurjónsdóttir í eldhúsinu á Seilugranda. FÉLAGAR ÚR MÓTETTUKÓR SNÆÐA INDVERSKT Vinaveisla í Vesturbæ HJÓNIN HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR OG ÞORGEIR RAGNARSSON BUÐU HEIM Í INDVERSKAN MAT, FORRÉTT OG PIPPÍS Í EFTIRRÉTT. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Lambaskanka á indverska vísu útbjó Hrefna eftir uppskrift úr bókinni Góður matur - gott líf en breytti henni þó lítillega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.