Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Hjónin Hrefna og Þorgeir eru hrifin af indverskum mat og þykir gaman að bjóða vinum heim »32 R agnar félagi minn til margra ára spurði hvort ég vildi ekki koma og vera með og hann hefur verið mér hjálplegur í mörg ár. Nú er komið að mér að gera eitthvað fyrir hann. Þess vegna er ég hér. Ég sleppti meira að segja ferð til Miami fyrir þetta,“ segir Paul Cunningham kokkur sem tekur þátt í Food and Fun. Eldar á Grillinu í góðum félagsskap og í stórkostlegu útsýni. „Siggi Hall hefur alltaf verið aðeins of seinn að bóka mig á hátíðina. Ég hef alltaf verið á leiðinni en núna bókaði ég mig fyrir ári.“ Paul er risanafn í kokkaheiminum, veitingastaðurinn hans í Kaupmannahöfn fékk fljótt Michelin-stjörnu og stjörnurnar löðuðust að staðnum. „Ég eldaði fyrir Paris Hilton, Metallica, REM, Helen Christiansen og fleiri. En mér fannst eins og ríka og fræga fólkið væri að borða þarna af því það gat það – ekki vegna þess að það vildi það. Þannig að einn daginn hætti ég bara. Gekk út. Lífið er ekki bara Michelin-stjörnur og fræga fólkið. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að koma heim til fjölskyldunnar. Ég hef ekki áhuga á verðlaunum. Ég vil vera góður maður og góður fjölskyldu- maður. En ég skil unga kokka sem tala stórt og vilja stjörn- ur í sitt líf, bæði lifandi og Michelin. Ég vil styðja næstu kynslóð kokka. Maður verður að gera það.“ Eins og gefur að skilja hefur mestur tími Pauls verið inni í eldhúsinu en hann hefur ekki náð að skoða landið jafnvel og hann vildi. „Við höfum aðeins skroppið út. Ég fór og fékk mér þessa frægu íslensku pylsu. Það var allt í lagi. Ekkert meir. Pylsan er góð en það vantaði eitthvað. Kannski betra sinnep,“ segir hann og hlær. Paul yfirgaf England 1994 og settist að í Dan- mörku þar sem hann rekur í dag fallegt sveitahótel og veit- ingastað á vesturströndinni. „Í sumar verðum við með 12 svefnherbergi og 12 borð eftir stækkun. Hugmyndin er að fólk komi, gisti og borði og njóti náttúrunnar allt á sama stað. Ég fer snemma á sunnudag því ég vil ekki missa af afmæl- isveislu sonar míns en ég vil koma aftur alveg klárlega. Ég segi því bara: Til hamingju með daginn, Christian.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári PAUL CUNNINGHAM Á FOOD AND FUN Enskur Dani á Íslandi PAUL CUNNINGHAM GEKK ÚT ÚR STJÖRNULÍFINU Í KAUPMANNAHÖFN ÞAR SEM HANN ELDAÐI FYRIR STJÖRNUR EINS OG PARIS HILTON OG METALLICA Á VEITINGASTAÐ MEÐ MICHELIN STJÖRNU. Í DAG REKUR HANN SVEITAHÓTEL OG VEITINGSTAÐ SEM ER 80% SJÁLFBÆR, ENDA MEÐ 4.000 FERMETRA GARÐ. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Kokkarnir Paul Cunningham og Ragnar Eiríksson hafa unnið lengi saman. Paul elskar fisk og kann vel við íslenskt hráefni. Hráefni heill skötuselur 1 hvítlaukur Aðferð Hvítlauknum skipt í geira sem eru af- hýddir og settir í pott með mjólk. Suðan látin koma upp og hvítlaukurinn látinn malla í nokkra stund í mjólkinni. Þá er hvít- laukurinn þurrkaður yfir nótt í ofni við 120 gráða hita. Við þessa meðhöndlun verður hvítlaukurinn svartur og nánast að púðri. Fiskinn á að þekja með hvítlauknum þannig að hann verður alveg svartur. Fiskinum pakkað inn í álpappír og grill- aður á opnu grilli. Paul mælir sjálfur með því að viðarkol séu notuð. Hunangsbörkur 1 söltuð sítróna hunang edik Aðferð „Það tekur mjög langan tíma að gera saltaða sítrónu. Endinn er skorinn af sítrónunni. Maður sker í sítrónuna þannig þa það verða til fjórir hlutar en hún hangir samt saman. Hafið engar áhyggjur þó að þið farið alla leið í gegn, hún nýtist alveg en lítur ekki jafn vel út. Kreistið safann úr í skál. Stráið salti yfir. Setjið í vel lokaða krukku, hellið safanum yfir og lokið þétt. Látið standa í einn til sex mánuði í ísskáp og snúið af og til. Þegar hún er tilbúin tekur maður sítrón- una úr og vinnur bara með börkinn. Ekkert meira. Börkurinn er eldaður með hunangi og ediki og borið fram með fiskinum. Bragðast ótrúlega,“ segir Paul Cunn- ingham. Grillaður skötuselur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.