Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 H vaða stjórnmálalega lærdóm má draga af seinustu fjórum árum? Ekki er víst að eitt svar fáist við þeirri spurningu sem þokkaleg samstaða verði um. Þar sem aðeins eru sjö vikur til kosninga er þó eðlilegt að slíkri spurningu sé fleytt og reynt að svara henni með sannfærandi hætti. Ekki sé látið nægja að spyrja heldur sé einlæg leit gerð að svarinu. Einnig má spyrja: Hvers vegna spá kannanir stjórnarflokkunum hrakförum í komandi kosningum? Getur verið að sama svarið eigi við báðar spurning- arnar? Hvernig má nálgast svarið Augljóst má vera að flokkarnir, sem í hlut eiga, njóta ekki nægjanlegs trausts og trúnaðar. Þau Jóhanna og Steingrímur geta ekki neitað því, en flýja jafnan í sömu skýringuna á því hvernig komið sé. Þau hafi þurft að fást við yfirþyrmandi verkefni og fái litlar þakkir fyrir frá kjósendum. Þessi viðbrögð eru skilj- anleg en engu að síður fremur aum og ódýr. Þau vega að auki að almenningi með ósanngjörnum ef ekki ósæmilegum hætti. Það gerðu sér allir grein fyrir því að „dagar víns og rósa“ voru fyrir bí, í bili að minnsta kosti. Margt yrði mörgum mótdrægt og róður þung- ur. En vonbrigðin beinast að vinnubrögðum, fram- göngu, forgangsröðun og sviksemi valdhafanna. Taumlaust sjálfshól í bland við kvartanir um yfir- gengilegt álag og óvenjulega óeigingjarna fórnfýsi fyrirmennanna er einnig ógeðfellt. Og það er ekki einu sinni fótur fyrir þeim þættinum. Það er að renna upp fyrir sífellt fleirum að verkstjórn landsins, sem sjaldan hafði verið mikilvægari, hefur verið í molum allt kjörtímabilið. Og sjálfshólið er einnig haldlaust. Ákallið um vorkunnsemi eða auðmjúka þakkargjörð fyrir þrotlausa vinnu „umfram aðra menn“, eins og Steingrímur orðaði það í viðtali, er óviðeigandi og innistæðulaust. Uppgjörið var hafið Fyrst er til að taka að viðbrögðum við bankahruninu hafði þegar verið stýrt í tiltekinn farveg í öllum meg- inatriðum þegar þau tvö hlutu sín miklu völd í kjölfar óeirðanna vorið 2009. Þær ákvarðanir höfðu verið teknar næstum hálfu ári áður. Jóhanna lagði ekkert til þeirra mála á seinustu dögum ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar og Steingrímur lagðist gegn flestu því sem best gagnaðist. Jóhanna hafði verið þversum í stjórninni sem mynduð var 2007, eins og hún hefur gjarnan verið í þeim ríkisstjórnum sem hún hefur átt sæti í, jafnvel einnig þeirri sem hún sjálf stýrði, a.m.k. að forminu til. Þegar bankakerfið þand- ist upp úr öllu hófi, samhliða húsnæðiskerfinu, var lögð áhersla á að ríkisvaldið legðist ekki á sömu sveif. Ríkisstjórnin frá 2007 náði ekki árangri í slíkum efn- um, m.a. vegna andspyrnu Jóhönnu Sigurðardóttur og tillitssemi (ótta) samfylkingarráðherra og þing- flokks við hana. Þetta er ekki aðeins þekkt vegna upp- lýsinga innanbúðarmanna heldur skýrt og greinilega skjalfest, m.a. í Rannsóknarskýrslunni. En þessi for- tíð þeirra Jóhönnu og Steingríms var þó ekki meg- inástæða þess að pólitískur stuðningur þeirra þvarr svo ört á starfstíma ríkisstjórnarinnar og breyttist í tortryggni, svo í trúnaðarbrest og loks almenna fyr- irlitningu. Annað skipti þar mestu. Svikin vara – ekkert kjöt í kjötinu Það kom á daginn að þau tvö urðu önnur en þau höfðu boðað og vakið vonir um. Pólitísku áherslurnar voru ekki þær sem lofað var. Hástemmdar heitstrengingar reyndust belgingurinn einn. Í ljós kom að skjaldborg- in var aldrei hugsuð sem neitt annað en pólitísk skýja- borg handa auðtrúa fólki. En af hverju voru svo margir ginnkeyptir fyrir gylliboðinu með góða nafn- inu skjaldborg? Það var ekki síst vegna þess að neyð margra var mikil og fáir sáu glitta í nokkra útleið. Og neyðin var ekki bundin glingri og glæsilífi, eins og stundum er látið í veðri vaka. Frumþarfir voru í upp- námi. Þakið yfir höfuðið og framfærsla fjölskyldu næstu vikur og mánuði. Og það vantaði ekkert upp á að lausnum væri veifað. Það eru eftiráskýringar að einvörðungu hafi verið boðuð „blóð, tár og sviti“. Hvað eftir annað voru haldnir fjölmennir fundir þar sem alþýðuhetjur skjaldborgarinnar, norrænu vel- ferðarforingjarnir, böðuðu sig í kastljósum fjöl- miðlanna og boðuðu aðgerðir eftir fáeinar vikur eða í mesta lagi mánuði. Ríkisfréttastofan spurði ekki gagnrýnna spurninga í fjögur ár. Hver man ekki eftir sýningunum frá stjórnarráðinu, ráðherrabústaðnum og ekki síst þjóðmenningarhúsinu? Og það vantaði *Það eina sem hafði raunveru-lega þýðingu fyrir marga vorudómar Hæstaréttar um gengis- bundnar kröfur. En jafnvel slíkir dómar skiluðu sér ekki til fulls vegna vanhæfni stjórnarherranna. Reykjavíkurbréf 01.03.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.