Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingVinkonur á Akureyri hittast á miðvikudagskvöldum og ganga götur bæjarins í heilsubótarskyni »22 K ostnaðurinn við að byrja í hnefaleikum er ekki mikill. Það þarf bara að koma með föt, annað færðu lánað. Allan búnað, hanska og vafn- inga. Það er ekki nema viðkomandi ætli að halda áfram sem hann vill kannski kaupa sér sína eigin hanska og vafninga,“ segir Vil- hjálmur Hernandez, þjálfari hjá Hnefaleikastöðinni sem staðsett er á Viðar- höfða. Vilhjálmur stofnaði Hnefaleikastöðina 2007 og er yfirþjálfari keppnis- liðsins Æsir. Hann hefur þjálfað fjölmarga Íslandsmeistara og er einn farsælasti þjálfari landsins. Vilhjálmur segir að meðlimir séu rúmlega 300 og þeir séu allt niður í átta ára gamlir. „Við erum með stærsta unglingastarf á landinu. Ég er búinn að vera að byggja það upp síðastliðin ár. Við vorum með mömmunámskeið líka sem var skemmtilegt og fjölmennt. Þetta er fyrir alla, konur og kalla.“ Að æfa hnefaleika er ekki ávísun á að fara í hringinn. Það er engin skylda. „Sumir eru bara í þessu til að læra grunninn. Ég hef verið með stráka sem voru mjög stífir en eftir smá þjálfun kemur mýktin. Það þarf að vera mjúkur í líkamanum og það kemur smátt og smátt. Það gera sér nefnilega ekki allir grein fyrir því hvað þetta er flókin íþrótt. Þetta snýst ekki bara um að kýla í púðann. Jafnvægi, staðsetning, hreyfing á löppum og að hreyfa sig rétt. Allt skiptir þetta máli.“ Ólympískir hnefaleikar ná ekki hátt á listum yfir fjölda hættulegra meiðsla en í öllum íþróttum er áhætta á meiðslum. Í bardaga er höfuðhlífðarbúnaður skylda og hanskarnir eru líka þykkir til að verja þá sem kýla og verða fyrir höggum. Fjölmargir hafa farið í hnefaleika og grennst mikið. Þannig missti Símon Þorkell Símonarson Olsen 61 kíló á einu ári. Tók hægri krók á kílóin. Byrji ekki yngri en 8-9 ára Vilhjálmur segir að boxið sé ódýr hreyfing sem virkar vel fyrir flesta. „Margir krakkar nota frístundakortin hingað. Það er einhver 20 þúsund kall og ársgjaldið hér er 36 þúsund. Það er ekki mikið eftir. Fótbolt- inn er til dæmis mun dýrari. Ég mæli ekki með að krakkar byrji sex ára en átta níu ára krakkar hafa verið hérna og staðið sig vel.“ HNEFALEIKAR ERU FYRIR ALLA Einstaklings- íþrótt í hópi VILHJÁLMUR HERNANDEZ KENNIR KRÖKKUM, KONUM OG KÖRLUM HNEFALEIKA. HANN HEFUR LAGT METNAÐ SINN Í AÐ BYGGJA UPP ÖFLUGT UNGLINGASTARF. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir KáriMorgunblaðið/Golli Vilhjálmur segir hnefa- leika flókna íþrótt. Þeir snúist ekki bara um að kýla í púða. margir töldu að alvarlegt of- beldi á götum úti hefði aukist í kjölfar kennslu í hnefaleikum. Læknar gerðu sig gildandi í þessari umræðu og voru það tveir læknar, Kjartan J. Jóhanns- son og Helgi Jónasson, sem lögðu fyrstir fram frumvarp á Alþingi um bann við hnefa- leikum sem var samþykkt 1956. Þrátt fyrir bann við hnefa- leikum æfðu menn samt sem áður íþróttina. Einn þeirra var t.d. Bubbi Morthens sem hefur verið mikill áhuga- og stuðn- ingsmaður hnefaleika frá unga aldri en hann æfði sjálfur í Dan- mörku þegar hann var 15 ára Hnefaleikar hafa verið stund- aðir á Íslandi með hléum frá árinu 1916 en árið 1956 var íþróttin bönnuð með lögum. Árið 2002 setti Alþingi lög sem leyfðu áhugamannahnefaleika á ný eftir miklar umræður bæði á Alþingi og einnig í þjóðfélaginu. Forsprakki hnefaleika á Ís- landi var Vilhelm Jakobsson en hann hafði lært hnefaleika í Danmörku í heimsstyrjöldinni fyrri og hóf að kenna ungum karlmönnum íþróttina árið 1916 þegar hann kom til lands- ins. Um 1950 hófst mikill áróður gegn hnefaleikum þar sem árið 1971. Hann átti síðar eft- ir að koma mikið við sögu í baráttunni við að lögleiða ólympíska hnefaleika hér á landi. Árið 2001 var flutt á Alþingi frumvarp um að leyfa ólymp- íska hnefaleika, en þar fór fremstur í flokki Gunnar Birg- isson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi. Helstu rök með frumvarpinu voru þau að ólympískir hnefaleikar væru keppnisgrein á Ólympíu- leikunum og að það væri ein- stakt í heiminum að ólympíu- grein væri bönnuð með sérstakri löggjöf. Nærri hundrað ára saga hér á landi Meiðsli í hnefaleikum eru ekki algengari en í öðrum íþróttum. AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.