Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 57
3.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Parísarkonan eftir Paulu Mc- Lain kom út fyrir jól en kemur nú út í kilju. Þetta er lipurlega skrifuð og áhugaverð skáldsaga um hjónaband Ernests Hem- ingways og Hadley Richardson sem var fyrsta eiginkona hans. Hemingway, sem var ekki auð- veldur maður, viðurkenndi ekki að hafa gert mörg mistök um ævina en sagði þó að hann hefði aldrei átt að skilja við Hadley. Bókin hlaut mikla athygli við útkomu og fór á metsölulista New York Times. Þekktir ein- staklingar eins og Ezra Pound, Scott og Zelda Fitzgerald, Gertrude Stein og fleiri eru aukapersónur í þessari ágætu skáldsögu. Hadley og Hemingway Íslensk þýðing Þórarins Eldjárns á Lísu í Undralandi eftir Lewis Caroll hefur verið endurútgefin hjá forlaginu Evertype á Írlandi. Forleggjarinn, Michael Everson, hefur einstakt dálæti á hinni stórkostlegu sögu Lewis um Lísu í Undralandi og leggur metnað sinn í að gefa bókina út á sem flestum tungum. Sjálfur segir Everson: „Ég hef gefið Lísu út á mörgum tungumálum en þessi íslenska þýðing er mér sérlega hugleikin. Ég hef haft áhuga á Íslandi og ís- lensku frá því snemma á unglingsárum. Að- dáun mín á verkum J. R. R. Tolkiens varð til þess að ég tók að grufla dálítið í forn- íslensku og eignaðist pennavin í Hafn- arfirði. Það er fyrir mér líkt og draumur sem rætist að gefa Lísu út á íslensku. Ég hef margoft lesið Lísu á ótal tungumálum og ég hef haft mikla ánægju af útgáfu Þór- arins Eldjárns. Hún hefur lengi verið ófá- anleg og ég er í senn glaður og stoltur af því að geta nú komið henni á framfæri.“ Þórarinn Eldjárn. Íslensk þýðing hans á Lísu í Undralandi er komin út hjá írsku forlagi. Morgunblaðið/Ómar LÍKT OG DRAUMUR SEM RÆTIST Sólveig Pálsdóttir skaust fram á sjónarsviðið síðasta vor með fyrstu bók sína, Leikarann. Þegar er búið að selja kvikmyndaréttinn til Kvikmyndafélags Íslands og bitist var um útgáfu- réttinn í Þýskalandi. Ný bók er væntanleg frá Sól- veigu í vor. Í þessari nýju spennusögu er hryðju- verkaárás gerð á eitt hval- skipið í Reykjavíkurhöfn. Böndin berast að íslensk- um unglingum. Hvernig getur staðið á því að ís- lenskir krakkar finna sig knúna til að ráðast á hval- skip? Hver myrti auð- manninn á golfvellinum við Kiðjaberg? Enn taka lög- reglumennirnir Guðgeir, Særós og Andrés til sinna ráða við að leysa gáturnar. HRYÐJUVERKAÁRÁS Á HVALSKIP Morgunblaðið/Styrmir Kári Söngleikurinn Mary Poppins er að slá rækilega í gegn og engin furða því hvaða barn hrífst ekki af Mary Popppins? Hin sígilda barnabók um fóstruna ráða- góðu er á markaði og ætti að rata til sem flestra barna. Mary Poppins bókarinnar er kannski ekki alveg eins yndisleg og Jó- hanna Vigdís Arnardóttir en kann ráð við öllu og kemur allt- af á óvart. Mary Poppins svíkur ekki, hvorki í söngleik né á bók. Hin óviðjafn- anlega Mary Poppins Bækur eftir ólíkar skáldkonur NÝJAR OG NÝLEGAR BÆKUR BÆKUR VIKUNNAR EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ VERA ALLAR EFTIR KONUR. HÉR ER KLASSÍSK BARNABÓK, SPENNUTRYLLIR, BÓK UM ÁSTIR OG ÖRLÖG OG SKÁLDSAGA UM KONU SEM ÞARF AÐ ENDURSKOÐA LÍF SITT EFTIR AÐ EIGINMAÐ- UR HENNAR YFIRGEFUR HANA. ÓLÍKAR BÆKUR, ÞANNIG AÐ ALLIR FÁ EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI. Sumar án karlmanna eftir Siri Hus- tvedt er stórgóð skáldsaga, full af hugleiðingum um samskipti, kynja- hlutverk, hjónaband og ástir. Boris fer frá Miu eftir þrjátíu ára hjóna- band og Mia þarf að endurskoða líf sitt. Þetta er sérlega vel hugsuð skáldsaga með skemmtilegri aðal- persónu. Hustvedt er athugull skoðandi mannlegs eðlis og kald- hæðni hennar er dásamleg. Stórgóð skáld- saga um uppgjör Kuldi eftir Yrsu Sigurðardóttur var ein af söluhæstu bókum síðasta árs. Bókin er nú komin út í kilju. Eins og kunnugt er hefur Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi tryggt sér kvikmyndaréttinn. Ung stúlka ræður sig til starfa á ung- lingaheimili á áttunda áratug síðustu aldar. Löngu síðar fer ungur maður að rannsaka starfsemi heimilisins. Hér eru dularfullir atburðir og hörmungar á ferðinni Hörmungar og dularfullir atburðir * Það er erfitt að temja þann sem hefurséð sannleikann.Kristín Marja Baldursdóttir BÓKSALA 10.-23. FEBRÚAR Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Fimmtíu skuggar frelsisEL James 2 BrynhjartaJo Nesbo 3 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 4 IllskaEiríkur Örn Norðdahl 5 IðrunHanne-Vibeke Holst 6 Lilli klifurmús og hin dýrin íHálsaskógi Thorbjörn Egner 7 Að velja gleðiKay Pollak 8 Uppskrift að fjöri með LatabæMagnús Scheving 9 Risasyrpa - Hetjur AndabæjarWalt Disney 10 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir Kiljur 1 Fimmtíu skuggar frelsisEL James 2 BrynhjartaJo Nesbo 3 IllskaEiríkur Örn Norðdahl 4 IðrunHanne-Vibeke Holst 5 Að velja gleðiKay Pollak 6 ÁstirJavier Marias 7 Fimmtíu dekkri skuggarE L James 8 Fimmtíu gráir skuggarE.l. Jones 9 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason 10 Dagbók ElkuHilma Gunnarsdóttir & Sigurður Gylfi Magnússon MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Heimskt er heimaalið barn. Sólveig Pálsdóttir. Ný spennusaga eftir hana kemur út í vor. Þar er gerð hryðju- verkaárás á hvalskip.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.