Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 Lífið kemur stöðugt á óvart og oftast er engin leið að vita hvaða aðstæður geta komið upp. Enda stýrum við ekki alltaf aðstæð- unum, höfum aðeins áhrif á okkar eigin viðbrögð við þeim. Dagur sem virðist ætla að ganga snurðu- laust fyrir sig endar með ósköp- um, verkefni sem líta út fyrir að vera flókin leysast á augabragði. Við vitum í raun ósköp fátt og lík- lega er það best þannig. Elísabet Ronaldsdóttir ræðir við Sunnudagsblað Morgunblaðs- ins um kvikmyndir og fæð kvenna á þeim vettvangi. Hún og hópur annarra kvenna vöktu athygli á Eddunni á dögunum þegar þær mættu í jakkafötum. Tilgangurinn var ekki að líkjast körlum heldur sýna fram á einsleitnina sem myndi ríkja ef allir væru eins. Sigurlaug Sverrisdóttir er orkumikil kona sem ræðir um líf sitt og starf í viðtali. Hún hefur ástríðu fyrir því að kynna Ísland fyrir ferðamönnum, rekur flug- félag og hótel á milli þess sem hún fer á fjöll. Sögur af orkumiklu fólki er alltaf gaman að segja. Sigríður Hanna Jóhannesdóttir segir okkur frá vináttu fjölskyldu sinnar við spretthlauparann Osc- ar Pistorius. Engum kemur á óvart að sá afreksmaður skuli komast í heimsfréttir, en það var reiðarslag fyrir aðdáendur hans um heim allan þegar tilefni frétta- flutningsins var ekki enn eitt af- rekið á hlaupabrautinni heldur byssuskot á heimili hans. Pistor- ius tengist Íslandi sterkum bönd- um og hefur komið hingað til lands á vegum Össurar, sem fram- leiðir fæturna sem hann er svo þekktur fyrir að hlaupa á. Hér á hann vini sem hugsa til hans. Ef- laust hefði Pistorius frekar viljað komast í fréttirnar fyrir enn eitt heimsmetið, en örlögin haga því víst öðruvísi um þessar mundir. RABBIÐ Við vitum ósköp lítið Eyrún Magnúsdóttir Fregnir bárust af því í gærmorgun að íslenska krónan væri á batavegi eftir langvarandi veikindi. Ekki var nánari fréttir að hafa, en líðanin sögð eftir atvik- um. Þjóðin tók tíðindunum af stóískri ró eins og henni einni er lagið. Við höfuðstöðvar Landsbanka Íslands var allt með kyrrum kjörum og hvorki bar heldur á fagnaðarlátum né mótmælum við önnur fjármálamusteri lýðveldisins. Eftir hefðbundna skúr í tilefni dagsins var loft tært og heilnæmt í mið- bænum, einhverjir gerðu sér ferð í bankann til að taka út, aðrir hugsanlega til að leggja inn, hækka yfirdráttinn eða jafnvel bara að spjalla við kunningja sinn, gjaldkerann. Landsbankahúsið virðulega speglaðist í pollinum en það er ekki talið tengjast krónunni á nokkurn hátt. Einhvern tíma hefði þótt tíma- bært að ausa þegar heill banki lenti í polli en fjáraustur er ekki lengur í tísku nema í laumi og því er þess beðið að holræsakerfið sinni hlutverki sínu. AUGNABLIKIÐ Morgunblaðið/Golli FJÁRAUSTUR HVER GENGUR ÞARNA EFTIR AUSTURSTRÆTI? ALLTJENT EKKI KRÓNAN OG ER HÚN ÞÓ SÖGÐ HAFA BRAGGAST ÖGN Í GÆR EFTIR ERFIÐ VEIKINDI. FARA VERÐUR MEÐ GÁT OG EKKI OF SNEMMA ÚT Í NÆÐINGINN. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað? Melódískt víkingarokk! Hvar? Græni hatturinn á Akureyri. Hvenær? Sunnudag kl. 21.00. Skálmöld á Akureyri Hvað? Afmælistón- leikar Siggu Beinteins. Hvar? Hof á Ak- ureyri. Hvenær? Laugardag kl. 20. Nánar: Gestir eru Friðrik Ómar og Regína Ósk. Eitt lag enn Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað? ÍR – Akureyri. Hvar? Austurberg í Reykjavík. Hvenær? Laugardag kl. 15.00. Nánar: N1-deild karla í handbolta. Lykilleikur fyrir Akureyringa í barátt- unni um sæti í úrslitakeppninni. Mikilvægur handbolti Hvað? Nýtt leikrit Jóns Atla Jónassonar. Hvar? Borgarleik- húsið. Hvenær? Laugardag kl. 20 og sunnud. 20. Nánar: Hjón á fimm- tugsaldri standa allslaus og ein eftir hrunið. Nóttin nærist á deginum Hvað? Leikrit. Hvar? Þjóðleikhúsið - Kassinn. Hvenær? Laugard og sunnud. 19.30. Nánar: Óvenjulegt, nýtt íslenskt leikrit eftir tvær ungar skáldkonur, um ofbeldi, ójafnvægi, ranglæti og fegurð. Karma fyrir fugla Hvað? Tónleikar karlakórsins Heimis. Hvar? Langholtskirkja. Hvenær? Laugardag kl. 14 og 17. Nánar? Guðrún Gunnarsdóttir, Óskar Pétursson og Ari Jóhann Sigurðsson. Heimir í heimsókn * Forsíðumyndina tók RAX.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.