Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 9
3.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 1Hver erubrýnustuverkefnin sem bíða formanns VR? Að tala fyrir þjóðarsátt. Það erublikur á lofti í íslensku samfélagi og ef fram heldur sem horfir mun barátta fyrir betri launum og meiri kaupmætti verða fyrirferðarmikil á næstu misserum. Verkalýðshreyfingin á að taka forystu um nýja þjóðarsátt um stöðugleika á vinnumarkaði og fá til liðs við sig atvinnuveitendur og stjórnvöld. Réttlátt samfélag verður ekki nema launafólk geti lifað af mannsæmandi launum. Öruggt heim- ili er einn af mikilvægustu þáttum velferðarsamfélagsins. VR á að hafa forystu um að fjölga valkostum í húsnæðismálum og beita sér fyrir því að fólk geti valið á milli búsetuforma. Við þurfum alvöru leigumarkað íbúðarhúsnæðis eins og tíðkast á annars staðar á Norðurlöndum og að stuðla að heilbrigðri fjármögnun eigin húsnæðis með lækkun vaxta. Þ að er að leiða félagið í kjarasamn-ingagerð ársins 2013. Ég vil sjá nýjan allsherjarkjarasamning á vinnumarkaði hinn 1. desember næstkomandi. Það mun hins vegar ekki gerast nema atvinnurek- endur og stjórnvöld axli byrðarnar með launafólki og vinni með okkur úr þeim vanda sem samfélagið allt er statt í. Þar þarf sérstaklega að huga að kaupmætti, verðmætasköpun, verðbólgu og gengi gjaldmiðilsins. Þá verða stórnvöld að svara því til hvaða stefna verður tekin varðandi verðtrygginguna. FormaðurVR verður sömuleiðis að standa vörð um grunnþjónustuna við fé- lagsmenn, sjúkrasjóðinn, kjaramálaráðgjöfina, starfsendurhæfinguna og þjónustuna við at- vinnuleitendandi félagsmenn. Svo erum við búin að hleypa af stokkunum stefnumótun varðandi starfsmenntamálin og hvernig betur er hægt að styðja við félagsmenn varðandi starfs- og endurmenntun. 2VR hefur baristfyrir launajafn-rétti og kynnt til sögunnar nýtt vopn, Jafnlauna- vottunVR. Er árangurinn viðunandi eða er ennþá verk að vinna? J afnlaunavottunVR byggist á staðlisem fjöldamargir aðilar komu að því að gera og er stórmerkilegt framtak. Undanfarið hafa auglýsingar um jafnlaunavottunVR verið í fjölmiðlum. Frábært framtak félagsins í jafnréttismálum sem mun vonandi skila sér, en talið er að konur á Íslandi verði af fimm milljörðum króna árlega vegna mismununar í launum. Glerveggir sem konur hafa löngum rekið sig á eru sýnilegri í dag af því að íslenskt samfélag, bæði konur og karl- ar, eru meðvitaðri um þá mismunun sem konur hafa löngum búið við á vinnumarkaði. Það er enn verk að vinna, það er eitt af hlutverkumVR að halda því á lofti og gefast ekki upp. J afnlaunavottunin er strax farin að skilamiklum árangri og nærri 30 fyrirtæki og stofnanir komin af stað í ferlinu. Þetta er öflugasta vopnið í jafnréttisbaráttunni á Íslandi í dag og það hefur komið skemmtilega á óvart hversu miklar viðtökurnar hafa verið á fyrstu vikunum. Í upphafi setti ég markið á að ná 30 fyrirtækjum á fyrsta árinu. Nú hef ég sett okkur markmið um að öll 100 stærstu fyrirtæki landsins verði komin með þessa vottun og hafi tekið til í sínum málum fyrir árið 2015. Þá er óbeinna áhrifa vottunarinnar strax farið að gæta. Félagsmenn hafa í nokkrum tilvikum haft samband og tjáð okkur að þessi mál hafi verið tekin upp í launasamtali og leiðrétting verið gerð. 3Verkalýðs-forystanhefur gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir að virða ekki stöðugleikasátt- málann. Hver er afstaða þín til þess? Þ egar samið er um ákveðnaþætti í kjarasamningum þurfa allir sem að þeim koma að standa við sitt. Stjórnvöld náðu ekki að standast þær viðmiðanir sem þau ætluðu að stefna að. Til dæmis var verðbólga ekki 2,5% eins og stefnt hafði verið að og gengisþróun var óhagstæð. Á hinn bóginn stóðust forsendur um kaupmátt launa yfir heildina en það var til mikils að vinna að halda friðinn á vinnumarkaðinum. Nú eru hins vegar mál að þróast þannig að almenningur er að missa þolinmæðina. Þessi kaup- hækkun (3,25%) sem launþegar eru að fá útborgaða í fyrsta sinn um þessi mánaðamót er þegar fokin jafnóðum í formi verðhækk- ana og verðbólgu sem nemur nú skv. síðustu verðbólgumælingu um 4,8 % á ársgrundvelli. Það er ljóst að einn af okkar verstu óvinum er verðbólgan og einungis á síðasta ári var 22% hækkun á matvöru. Það gengur vitanlega ekki til lengdar og það dugar ekki að stöðva þessa óheillaþróun. Markmiðið ætti að vera að ná upp þeim kaupmætti sem var fyrir hrun árið 2008. Um það þarf að gera þjóðarsátt. S tjórnvöld virtuhvorki stöðugleika- sáttmálann frá 2009, né heldur yfirlýsingu þá sem þau gáfu út 5. maí 2011. Það er miður og ekki til fyrirmyndar. Það er mjög mikilvægt að stjórnvöld eigi uppbyggilegt samtal við stéttarfélögin í landinu. Það hefur gefist mjög vel í nágrannalönd- unum og við verðum að byggja þá hefð upp að nýju hér á landi. Með samstöðu og samtali þar sem hugmyndir verða til og mögulegt er að koma uppbyggilegri gagnrýni á framfæri er miklu farsælli leið til árangurs en að setja hlutina í átakafarveg. 4NýturVRnægilega mikilstrausts meðal félagsmanna við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu og er slagkrafturinn í starfinu nógu mikill? S lagkrafturinn mætti vera munmeiri, það er ég sannfærð um. VR þarf að vera á vettvangi og kynna sig sérstaklega fyrir yngsta hópnum og finna til þess leiðir þar sem sá hópur er líklegastur til að taka á móti kynningu eins og á samfélagsmiðlun- um. VR er t.a.m ekki á Facebook og því brýnt að endurvekja kynningar frá VR í framhaldsskólum landsins því þar er klárlega hægt að gera betur og til þess fallið að mynda meira traust til félagsins. T raustið til VR hefur aukist umtugi prósenta á síðustu tveimur árum samkvæmt mælingum. Það var komið mjög langt niður, ekki síst þegar félagsmenn voru spurðir hvort félagið þeirra stæði sig vel eða illa. Enn er verk að vinna og við erum sannarlega á réttri leið með þetta allt saman. Ég finn það mjög sterkt hvað félagsmenn eru stoltir af nýju Jafnlaunavottuninni og ég vil að þannig geti þeir horft til alls þess sem frá félaginu kemur. 5Þrír menn hafagegnt formennskuí VR frá 2002,það eru mun tíðari skipti en áratugina þar á undan. Hvort er þetta til þess fallið að styrkja eða veikja starf félagsins? Þ að er ljóst að stéttarfélög þurfaað þróast í takt við samfélagið. Tíð formannaskipti undanfarið eru afleiðing óvissunnar sem kom í kjölfar hrunsins. Meðan allt lék í lyndi hafði félagið aðlagast því og var orðið einskonar lífsgæðafélag, ekki eins og VR var stofnað til, að vera verkalýðs- félag sem berst fyrir bættum kjörum. Skyndilega var þörf á snarpari áhersl- um og meiri baráttu og því varð að bregðast við. Ég tel að til lengri tíma muni þetta styrkja félagið, þó að segja megi að tvö ár séu skammur tími til að flytja fjöll. Þ að er ekki einfalt mál að stýrastærsta stéttarfélagi landsins og best er að sá sem því gegnir hafi mikla innsýn og þekkingu á starfsemi þess. Þess vegna er mikilvægt að formannsskipti séu ekki of tíð, þó að eðlileg endurnýjun þurfi vissulega að eiga sér stað. Þau ár sem ég hef gegnt formennsku hef ég þurft að setja mig inn í öll mál er varða stöðu míns fólks á vinnumarkaði og það er verkefni sem ekki er leyst á einni nóttu. Ég tel eðlilegt að formaðurVR sitji í 7-9 ár, á þeim tíma ætti hann að hafa komið því til leiðar sem hann hefur fram að færa fyrir félagið og félagsmenn. 6Hvers vegnaættu félagsmennað kjósa þig frekar en mótframbjóð- andann? V egna starfsreynslu minnará vinnumarkaði og vegna þessa að ég tel mig geta gert betur. Ég tel að formaðurVR eigi að búa yfir starfsreynslu til að geta samsamað sig félagsmönn- um. Ég stefni að því að verða formaður allra félagsmannaVR. Félagið á því miður enn nokkuð í land með að ná því þreki og trausti sem það hafði fyrir efnahagshrunið haustið 2008. Það þarf dirfsku og styrk til að snúa vörn í sókn í kjarabaráttu næstu misserin sem og að tryggja starfsöryggi þess fjölbreytta hóps sem er íVR. Ég treysti mér til að stýra því. Auk þess á formaður einnig að hafa að leiðarljósi í starfi sínu að laða það besta fram í öllu fólki og bera virðingu fyrir skoðunum annarra. É g tel að það sé mikilvægt fyrir félags-menn að gera samanburð á félaginu eins og það er nú statt, og stöðu þess árið 2011. Við höfum með samhentu átaki starfsfólks, stjórnar og trúnaðarráðs endur- reist traustið til félagsins, komið á friði um starfsemina, gert það að áhrifaafli víða í sam- félaginu og tryggt að hagsmunir félagsmanna okkar séu alls staðar varðir og frekari réttur sóttur þar sem þess gefst kostur. Þá sýna ýmsar mælingar að við erum á réttri leið. Á sama tíma og okkur hefur tekist að draga úr rekstrarkostnaðir félagsins um 40 milljónir á ári, höfum við fjölgað ráðgjöfum og tekið upp öfluga þjónustu við atvinnuleitandi félagsmenn. Félagsmenn fá með öðrum orðum meiri þjónustu fyrir minni peninga.Tæpur milljarður hefur verið lagður í varasjóð félagsmanna og rúmir tveir milljarðar greiddir út úr sjúkrasjóði. Þá hefur orlofs- og starfsmenntaþjónustan einnig verið efld til muna. Svör Stefáns Einars StefánssonarSvör Ólafíu Bjarkar Rafnsdóttur Formanns- slagur í VR Í ALLSHERJARKOSNINGUM TIL TRÚNAÐARSTARFA HJÁ VR, SEM HEFJAST 7. MARS, ER KOSIÐ MILLI TVEGGJA FRAMBJÓÐENDA TIL FORMANNS, STEF- ÁNS EINARS STEFÁNSSONAR, SITJANDI FORMANNS, OG ÓLAFÍU BJARKAR RAFNSDÓTTUR. SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS FÉKK FRAMBJÓÐ- ENDURNA TIL AÐ SVARA FÁEINUM SPURNINGUM AF ÞESSU TILEFNI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.isÓlafía Björk Rafnsdóttir. Stefán Einar Stefánsson. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.