Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 51
3.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 þú sért að reyna að ná í mig.“ Sigríður Hanna segir Pistorius strax hafa sýnt Hafliða mikinn áhuga enda afar sjaldgæft að fólk fæðist með fötlun af þessu tagi. Hann sendi henni líka símanúmerið hjá lækninum sínum í Suður- Afríku, Gerry Versveld, og hefur hann ráðið fjölskyldu og læknum Hafliða heilt. Vildi hitta Hafliða Haustið 2006 þegar Pistorius kom í fyrsta skipti til Íslands vegna sam- starfs síns við stoðtækjafyrirtækið Össur, sem séð hefur honum fyrir gervifótum og blöðkum til að hlaupa á, óskaði hann eftir því að fyrra bragði að fá að hitta drenginn og fjölskyld- una. „Það var frábært að hitta Oscar sem heillaði okkur með jákvæðni sinni og hlýju. Ebba, mamma Haf- liða, var hvergi bangin við að spyrja hann spjörunum úr, meðal annars um samskiptin við hitt kyn- ið. Það þótti mér nú fullmikið af því góða, svona við fyrstu kynni,“ segir Sigríður Hanna hlæjandi. Pi- storius var þó hvergi brugðið. „Hann sagði það ekkert vandamál enda hefur hann alltaf notið mik- illar kvenhylli.“ Þarna var komið á persónulegt samband og allar götur síðan hafa Sigríður Hanna og fjölskylda heyrt reglulega í Pistorius, bæði í síma og tölvupósti. „Ég hef leyft honum að fylgjast með Hafliða og hann hefur alltaf verið mjög duglegur að svara. Oscar er óþreytandi að gefa okkur góð ráð varðandi Hafliða og gervifæturna hans enda býr hann að mikilli reynslu og margir hafa notið góðs af hönnun Össurar á Blades, sem Oscar hefur notað frá því hann byrjaði að hlaupa. Það er ómetanlegt að hafa aðgang að Osc- ar og starfsmönnum Össurar.“ Fyrir þig, meistari Þau hafa líka hist nokkrum sinn- um. Pistorius kom aftur til Íslands sumarið 2007 og þá bauð Hafþór honum meðal annars á svifnökkva á Faxaflóa. „Mér fannst það glap- ræði en Oscar var til í tuskið. Hann er alveg ótrúlega hugrakkur og getur allt. Það er mjög auðvelt að gleyma því að hann sé fatl- aður.“ Vorið 2009 fóru Sigríð- ur Hanna og fjölskylda utan til að horfa á Pistorius keppa á bikarmóti fatlaðra í Manchester í Englandi. Það var ógleymanleg ferð. „Blaðamenn og ljósmyndarar umkringdu Oscar eftir að hann hafði unnið gullið, að mig minnir í 400 metra hlaupinu. Skyndilega reif hann sig út úr hópnum og kom hlaupandi upp í brekkuna þar sem við Hafliði sátum. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Þá tók Oscar af sér gullmedalíuna og hengdi hana um hálsinn á Hafliða og sagði: „Þetta er handa þér, meistari!“ Þessu mun Hafliði aldrei gleyma og eftir að Oscar var farinn aftur spurði hann mig: „Amma, var ég að vinna?“ Þetta var einstakt og skemmti- legt.“ Hún seg- ir fjölmiðla- mennina ekki hafa veitt þessu athygli enda hafi Pistorius verið að gera þetta til að gleðja Hafliða en ekki fyrir þá. „Hann hafði enga þörf fyrir að vekja athygli á þessu þó að það hefði eflaust verið fréttnæmt í ljósi aðstæðna,“ segir Sigríður Hanna. Fjölskyldan fór út að borða með Pistorius um kvöldið og gekk að því búnu með honum heim á hótel. Þar spurði Ebba hvort hún mætti taka ljósmynd af fótum þeirra saman og það var auðsótt mál. „Það augna- blik breytti öllu fyrir Hafliða. Ég spurði hann einmitt um daginn hvort hann myndi hvað hann hefði verið að hugsa þarna. Hann þagði stutta stund en sagði svo: „Það sem ég hugsaði var að ég væri í lagi!““ Hleypur hraðar en bíll Sigríður Hanna segir Hönnu Huldu, systur Hafliða, einnig halda mikið upp á Pistorius enda hafi hann líka hjálpað henni. „Það vill stundum gleymast að systkini fatl- aðra barna hafa líka áhyggj- ur og að þekkja Oscar hef- ur hjálpað Hönnu Huldu. Einu sinni var hún spurð hvað Hafliði ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Hún var ekki sein til svars: „Hlaupari eins og Oscar Pistorius. Hann hleypur hraðar en bíll!“ Sá sem spurði þekkti ekki Oscar, og horfði opinmynntur á hana við þetta svar!“ Hafliði fór líka að sjá Pistorius keppa í Manchester 2010 og 2011 en í seinna skiptið var sá fyrr- nefndi nýkominn úr aðgerð á fót- um. „Og eins og alltaf var Oscar með faðminn opinn.“ Ebba og Hafþór bjuggu um nokkurra mánaða skeið í Suður- Afríku frá 2010-11 og hittu þá Pi- storius nokkrum sinnum. Sigríður Hanna fór utan að heimsækja þau og hittu þá vin sinn á sínum heimaslóðum. „Hann grillaði og eldaði fyrir okkur og naut aðstoðar systur sinnar, Aimée, sem er mjög elskuleg stúlka. Þarna voru líka vinur hans og fyrrverandi kærasta, Jenna, sem kom Oscar einmitt til varnar um daginn. Sagði hann aldrei hafa gert sér mein, þvert á móti. Þau eru ennþá góðir vinir þó að samband þeirra hafi ekki gengið upp. Þá var þarna líka 8 mánaða lítill drengur frá Suður-Afríku sem er eins og Hafliði og Oscar.“ Er og verður fyrirmynd Hún segir Pistorius mikinn fjöl- skyldumann, svo sem sést hafi í réttarsalnum, en bróðir hans, syst- ir og faðir hafa staðið þétt við bak- ið á honum. Móður sína missti Pi- storius þegar hann var fimmtán ára. Sigríður Hanna og allt hennar fólk mun að sjálfsögðu fylgjast vel með framvindu mála hjá Oscar Pi- storius. Þau vona það besta. „Ég get ekki ímyndað mér annað en hann verði sýknaður. Þetta var slys, ég er ekki í nokkrum vafa um það. En hvernig sem fer verður Oscar Pistorius áfram vinur okkar og fyrirmynd Hafliða. Þeir eru bundnir órofa böndum. En ég geri mér fulla grein fyrir því að hann er okkur dýrmætari en við hon- um.“ Pistorius og Hanna Hulda Hafþórsdóttir. Oscar Pistorius og Ebba Guðný Guðmundsdóttir, móðir Hafliða og dóttir Sigríðar Hönnu, bregða á leik í myndatöku fyrir stoðtækjaframleiðandann Össur. Hafliði með medalíuna góðu. Pistorius og Hafþór Hafliðason á sæþotum sínum í Faxaflóa. * „Það sést áandlistdráttumhans að hann er bugaður af sorg.“ Höfundur þessarar greinarhefur einnig hitt OscarPistorius, tók við hann viðtal fyrir Morgunblaðið í húsa- kynnum Össurar sumarið 2007. Útgeislun, hressleiki og hlýja eru orð sem koma upp í hugann þeg- ar sá fundur er rifjaður upp. Grípum stuttlega niður í grein- ina: „Ferðin gegnum húsakynni Össurar hf. sækist okkur hægt en Oscar Pistorius nemur staðar og heilsar öðrum hverjum manni með virktum og faðmar suma að sér. Ég hef orð á því að hann þekki greinilega flesta starfs- menn fyrirtækisins. „Já,“ segir hann brosandi. „Fólkið hérna hefur reynst mér afskaplega vel. Össur hefur stutt við bakið á mér síðan fyrir Ólympíuleika fatlaðra í Aþenu 2004 og fyrirtækið á stóran þátt í velgengni minni.“ Það geislar af þessum unga manni og hann er bersýnilega vel liðinn hjá Össuri enda þótt þetta sé aðeins önnur heimsókn hans til landsins.“ Í viðtalinu kvaðst Pistorius ekki líta á sig sem „fatlaðan“. „Það er mikilvægt að einblína á styrkleika sína og láta veikleik- ana liggja milli hluta. Ég gæti al- veg látið fótaleysið fara í taug- arnar á mér en kýs að gera það ekki, einbeiti mér frekar að hæfi- leikunum. Ef maður er stöðugt að vorkenna sér kemst maður hvorki lönd né strönd í þessu lífi. Ég get líka gert allt sem mig langar að gera, ég get hlaupið, stokkið, synt og hvaðeina. Kannski verð ég aldrei ball- ettdansari en það verður bara að hafa það,“ segir Pistorius og hlær.“ Hér var aðeins um örstutt kynni að ræða og greinarhöf- undur tekur enga afstöðu til ákærunnar sem Oscar Pistorius hefur hangandi yfir höfði sér – enda hefur hann engar forsendur til þess. AFP Verð aldrei ballettdansari Oscar Pistorius áhyggjufullur fyrir dómi í Pretoríu. Vinirnir Oscar og Hafliði Haf- þórsson. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.