Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 Heilsa og hreyfing F jögurra kvenna vösk sveit hefur undanfarna mán- uði hist vikulega og gengið um Akureyrarbæ. Það er ekki merkilegt í sjálfu sér heldur hitt, að markmið hópsins er að ganga um hverja einustu götu og er tvíþætt; annars vegar er gangan hugsuð sem líkamsrækt, hins vegar til að kynnast bænum betur en áður. Tvær eru innfæddar; Snæfríður Ingadóttir og Freyja Dögg Frímannsdóttir. Hagkvæm lausn Heiðrún Grétarsdóttir og Sólveig Elín Þórhallsdóttir eru aftur á móti aðfluttar þótt sú síðastnefnda hafi þá tengingu að amma hennar bjó á Akureyri. Snæfríður og Freyja Dögg eru leiðsögumenn, ef svo má segja, og hugmyndin runnin undan rifjum Snæfríð- ar. Sumar kvennanna vinna saman og aðrar hafa ein- hvern tíma gert það. Helsta tengingin áður en göngu- túrarnir hófust var þó sú að allar eiga börn á líkum aldri og á sama leikskólanum. „Við töluðum oft um að gaman yrði að hittast reglu- lega til að spjalla og jafnvel hreyfa okkur í leiðinni. Þetta er mjög hagkvæm lausn og segja má að við sláum tvær flugur í einu höggi,“ segir Heiðrún við blaðamann. „Í upphafi þurftum við að kaupa mannbrodda því göngutúrarnir hófust í október, þegar fyrsti snjórinn kom. Það er eina fjárfestingin. Við höfum að vísu þurft að skipta um brodda en það er ekki mikill kostnaður.“ Þær hittast alltaf á miðvikudagskvöldum. „Það er gott að komast frá daglegu amstri um stund og næra líkama og sál. Mér finnst frábært að kynnast bænum á þennan hátt; ég hef gengið um margar götur sem ég hafði ekki vitað að væru til og um hverfi sem ég hafði aldrei komið í.“ Heiðrún segir Freyju og Snæfríði skipuleggja fyrir fram hvert sé gengið hverju sinni. „Það hefur oft ráð- ist af veðri og vindum, og færð á götum. Það snjóar til dæmis oft minna á Oddeyrinni og þar er meira logn en í öðrum hverfum, þannig að við höfum mikið gengið þar í vetur. Ég held að við séum því sem næst búnar með Eyrina.“ Þær hafa einnig gengið um stóran hluta Brekkunnar en Glerárhverfi er eftir. „Við höfum verið að þessu í svartasta skammdeginu þannig að í einhverjum tilfellum væri líklega enn betra að sjá bæinn í öðru ljósi en samt hefur þetta verið fróðlegt; það var til dæmis mjög gaman að sjá muninn á hverfum fyrir jólin. Íbúar á Eyrinni voru miklu fyrri til að skreyta en á Brekkunni og voru litaglaðari. Það var mikið um skemmtilegar skreytingar en í nýju hverfunum var allt mun stílhreinna og einfaldara. Fólk byrjaði líka mun fyrr að skreyta á Eyrinni, þeir fyrstu strax í lok október.“ Dagleg rútína takmörkuð Heiðrún segir ekkert sérstakt hafa komið sér á óvart, nema helst hve lítið hún þekkti bæinn í raun eftir rúmlega tveggja ára búsetu. „Maður áttar sig á því hve hin daglega rútína er takmörkuð; ef maður þekkir ekki einhvern í ákveðnum bæjarhluta fer maður jafn- vel aldrei þangað! Þetta er því stórfín leið til að kynn- ast bænum. Oft skapast mjög skemmtilegar umræður á göngunni, um hver býr hvar og ýmsar sögur sagðar af húsum, hverfum og íbúum, núverandi eða fyrrver- andi. Við höfðum líka kynnst betur; nú veit ég í hvaða húsi amma Sólveigar bjó, hvar Snæja ólst upp og í hvaða húsi Freyja leigði á menntaskólaárunum.“ Gönguhópurinn hugmyndaríki. Frá vinstri: Heiðrún Grét- arsdóttir, Sólveig Elín Þórhalls- dóttir, Snæfríður Ingadóttir og Freyja Dögg Frímannsdóttir. D rottningarbraut Hörgárbraut Miðhúsabraut Þingvalla stræti Mið hús ave gur Hlíðarf jallsveg ur Borgarbraut Vestursíða M erkigil Austursíða Try ggv abr aut Stra ndg ata D al sb ra ut Skógarlu ndur Hamratún Læ kj ar ga ta Þórunnarstræ ti Akureyri Hálfnað er verk... Götur sem gönguhópurinn hefur þegar kynnt sér. ÓVENJULEG OG FRÆÐANDI HEILSURÆKT Á AKUREYRI Slá tvær flugur í einu höggi FJÓRAR UNGAR KONUR Á AKUREYRI TÓKU UPP Á ÞVÍ Í HAUST AÐ SKOÐA BÆINN MARKVISST Á TVEIMUR JAFNFLJÓTUM, EKKI SÍST TIL ÞESS AÐ UTAN- BÆJARMENNIRNIR Í HÓPNUM KYNNTUST HÖFUÐSTAÐ NORÐURLANDS ALMENNILEGA. ALLUR BÆRINN ER UNDIR OG VERKIÐ UM ÞAÐ BIL HÁLFNAÐ. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.