Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 Föt og fylgihlutir T ískumerkið Ostwald Helgason er að slá í gegn um þessar mundir en nýafstaðin sýning þess á tískuviku í New York hefur fengið góðar viðtökur. Við stjórnvölinn í Ostwald Helgason er þýsk-íslenska parið Susanne og Ingvar. Hann er al- inn upp að hluta í Reykjavík og að hluta í Kaup- mannahöfn en býr nú í London. „Það er búið að vera mjög mikið að gera síðustu vikur. Við ákváðum að sýna aftur í New York eins og við höfum gert síðustu skipti,“ segir Ingvar í viðtali frá London, þar sem höfuðstöðvar Ostwald Helgason eru. „Við sóttum oft um tískuvikuna í London en kom- umst aldrei að. Við erum ekki með sérstök sambönd hér miðað við þá sem lærðu í Saint Martins. Við feng- um þá ráð að kíkja á aðrar borgir þar sem haldnar eru góðar tískuvikur. Ameríkanar hafa alltaf verið hrifnir af því sem við erum að gera,“ segir hann og því var rökrétt að stefna á New York og var þeim vel tekið vestra. „Við fengum mjög góðar undirtektir eftir fyrstu sýninguna en vissum ekki hvert það myndi leiða. En þegar salan byrjaði fyrir næsta tímabil í september sáum við að þetta borgaði sig,“ útskýrir hann. Til sölu í 45 verslunum „Stórverslanirnar taka alltaf lengri tíma og prófa sig áfram og sjá hvort velgengnin haldi áfram. Browns, sem við höfum selt hjá í nokkur ár er búin að stækka pöntunina sína mikið. Og við erum komin upp í 45 búðir núna,“ segir hann en hróður Ostwald Helgason breiðist hratt út um þessar mundir. Minni sýning var síðan haldin í London og fram- undan er sölusýning í París sem stendur yfir 28. febr- úar til 9. mars. Ostwald Helgason er komið með samn- ing hjá breskum sölufulltrúa í París, sem er með stórt sölusvæði. „Þau eru með bestu ungu hönnuðina í London eins J.W. Anderson og Peter Pilotto,“ segir Ingvar og bætir við að allar búðir komi þangað að skoða. „Það tók alveg þrjú ár að komast að hjá þeim eftir að ég talaði við þau fyrst,“ segir hann en núna sér manneskja hjá fyrirtækinu alfarið um þau, sem munar miklu og því líklegt að vörur Ostwald Helgason eigi eftir að fást í enn fleiri verslunum á komandi mánuðum. Ostwald Helgason hefur fengið veglegan styrk frá Hönnunarsjóði Áróru til að sýna á tískuvikunni í New York. „Þetta bjargaði okkur algjörlega. Það er svo mikill kostnaður við þetta, við höfum þurft að ráða starfsfólk og erum komin með nýtt stúdíó,“ segir hann en verkefnunum hefur fjölgað í takt við aukna eft- irspurn. Fyrir utanaðkomandi getur litið svo út að Ostwald Helgason hafi skotist upp á stjörnuhimininn á örskots- stundu en þarna liggur mikil vinna að baki. „Við sett- um fyrirtækið af stað árið 2006 en byrjuðum ekki af alvöru fyrr en 2008 en þá flutti Susanne frá Þýska- landi til London og við stofnuðum okkar fyrsta stúdíó. Ég er búinn að búa hérna í tíu ár en við hittumst þeg- ar við vorum í starfsnámi hjá Marjan Pejoski,“ segir Ingvar en fatahönnuðurinn sá er frægastur fyrir að hafa hannað svanakjól Bjarkar. Þrjár línur á ári Susanne og Ingvari gefst vel að vinna saman. „Þetta er besta vinna sem við getum hugsað okkur. Þetta er erfitt og krefjandi starf en virkar merkilega vel hjá okkur,“ segir Ingvar sem hefur búið í útlöndum meiri- hluta lífs síns en er sáttur í London þar sem þau eru búin að koma sér vel fyrir. Hann segir London skap- andi stað en New York komi ef til vill til greina en það sé ekki á planinu á næstunni. „Við erum að byggja upp gott teymi hérna í Lond- on.“ Ostwald Helgason gerir þrjár línur á ári og ætlar mögulega að bæta þeirri fjórðu við. „Við ætlum að sjá hversu mikilli vinnu við getum bætt á okkur.“ Hvernig er að lesa góðar umsagnir um sig í þekkt- um blöðum og vefmiðlum? „Það tók okkur mörg ár að komast á það stig að fá dóm og að fá góða umsögn er ennþá skemmtilegra. Þegar maður hefur fengið góða dóma vill maður fá góða dóma næsta tímabil. Í þessum bransa gengur manni bara eins vel og síðustu línunni. Maður vonast til að hitta í mark en veit ekki hvernig fólk tekur lín- unni fyrr en maður les dómana. Ein slæm umsögn getur komið niður á sölu og öllu öðru.“ Ennfremur getur það hjálpað hverjir klæðast föt- unum. Eftir að Miroslava Duma og Anya Ziourova, sem eru þekktar og áhrifamiklar stælpíur og líka mik- ið ljósmyndaðar, mættu á hátískusýningu Chanel í Ostwald Helgason fékk merkið mikla athygli. „Þetta hjálpaði alveg rosalega mikið og núna erum við bara að vinna í næstu umferð,“ segir Ingvar en einhverjir Hollywood-stílistar stjarnanna hafa haft samband og vilja fá klæðnað frá þeim. „Þetta er langur ferill og sem betur fer erum við með manneskju sem sér um þetta fyrir okkur núna og við getum einbeitt okkur að hönnuninni.“ Hvernig lítið þið á ykkur? Sem íslenskt-þýskt fyr- irtæki? „Ég er íslenskur, Susanne er þýsk, við erum búsett í London og sýnum í New York. Ég held að við séum frekar alþjóðleg,“ útskýrir Ingvar og bætir við að hann muni alltaf líta á sjálfan sig sem Íslending. Sem stendur er ekki hægt að kaupa fatnað Ostwald Helgason á Íslandi en Ingvar vonast til þess að það breytist. „En ef þetta fer ekki í búðir þar reynir mað- ur áreiðanlega að setja eitthvað upp. Það er alltaf gott að hafa afsökun til að heimsækja Ísland.“ Susanne og Ingvari gefst vel að vinna saman. „Þetta er besta vinna sem við getum hugsað okkur. Þetta er erfitt og krefjandi starf en virkar merkilega vel hjá okkur.“ Tískuveldi í London INGVAR HELGASON HANNAR OG STÝRIR HÁTÍSKUMERKINU OSTWALD HELGASON ÁSAMT UNNUSTU SINNI SUSANNE OSTWALD. FRAMI ÞEIRRA Í TÍSKUHEIMINUM ÞYKIR HRAÐUR EN INGVAR SEGIR Í SAMTALI VÐ SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS AÐ VELGENGNIN HAFI EKKI KOMIÐ Á EINNI NÓTTU. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is * „Ég er íslenskur, Susanneer þýsk, við erum búsett íLondon og sýnum í New York. Ég held að við séum frekar al- þjóðleg.“ Amerískra áhrifa gætir einnig í línunni samanber derhúfuna. Tvíeykið notar efni sem gætu verið gamaldags á nýstárlegan hátt. Ljósmyndir/Pavel Antonov

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.