Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 HEIMURINN KÚBA HAVANA Raul Castro hóf nýtt fimm ára tímabil á stóli forseta og lýsti yfir því um leið að það yrði hans síðasta. Hann sagði jafnframt að eftirmaður sinn yrði Miguel Diaz-Canel, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem var gerður að varaforseta. Þykja þessi tíðindi marka upphaf þess að völdin færist í hendur kynslóðar, sem fæddist eftir byltinguna á Kúbu árið 1959. SUÐUR-AFRÍKA PRETORIA Mikið uppnám varð í Suður-Afríku þegar birt var myndband sem sýndi lögreglu draga innflytjanda frá Mósambík á eftir bíl og myrða hann. Átta lögregluþjónar eru sakaðir um athæfið og hefur þeim verið vikið frá störfum. Jakob Zuma, forseti Suður-Afríku, fordæmdi verknaðinn. Lögreglan í Suður-Afríku hefur legið undir ámæli fyrir ofbeldi og fúsk. Þetta bætir ekki orðspor hennar. SUÐUR-KÓREA SEOUL Park Geun-hye settist í embætti forseta Suður-Kóreu. Hún er fyrsta konan til að gegna embættinu. Park sigraði Moon Jae- in í forsetakosningunum. Hún lagði áherslu á eflingu varna landsins í kosningabar- áttunni og hét efnahagslegri endurreisn. Stutt er síðan Norður-Kórea gerði kjarnorkutilraun. ÍTALÍA RÓM Úrslit kosninganna á Ítalíu ýttu undir hrakspár um framtíð evrusvæðisins. Bandalag vinstri- og miðflokka undir forustu Piers Luigis Bersanis fékk mest fylgi og náði vegna kosningareglna meirihluta í neðri deild þingsins, en ekki í öldungadeildinni. Bandalag hægri flokka undir forustu Silvios Berlusconis fékk næstmest fylgi. Þriðja flokkinn leiðir grínistinn Beppe Grillo og er hann í oddastöðu. Grillo vill hins vegar ekki sjá samstarf við meginfylkingarnar tvær og verður því erfitt að mynda starfhæfa stjórn í landinu. Hvergi eru nauðganir jafn algengar og í Suður-Afríku. Hryllileg nauðgun og morð á 17 ára gamalli stúlku, Anene Booysen, sem var skilin eftir með iðrin úti, hefur hrist upp í þjóðinni og nú hefur Jakob Zuma forseti skorið upp herör gegn nauðgunum. Í fyrra voru til- kynnt 64.000 tilfelli og er talið að það sé aðeins brot af þeim nauðgunum, sem framdar séu. 2010 var gerð rannsókn í Suður-Afríku þar sem einn af hverjum þremur karlkyns þátttakendum kvaðst hafa nauðgað að minnsta kosti einni konu á ævinni og ein af hverjum fjórum konum sagði að sér hefði verið nauðgað. Suður-Afríka er land óttans. Þar lifir fólk í stöðugum ótta við náung- ann, er við öllu búið og sefur helst með byssu undir rúminu. Þeir sem hafa efni á kaupa sér hús í afgirt- um hverfum þar sem verðir fylgjast með mannaferðum allan sólarhring- inn. Þetta er sú mynd, sem dregin hefur verið upp af Suður-Afríku eftir að spretthlauparinn Oscar Pi- storius skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, á heimili sínu í Preto- ríu fyrr í mánuðinum. Gróska í öryggisiðnaði Hin afgirtu samfélög eru kölluð „öryggisþorp“ í Suður-Afríku. Sér- fræðingar segja margir að þau gefi íbúum þeirra falska öryggiskennd. „Fólk leitast við að búa sér til lífs- stíl, sem er ekki í samræmi við raunverulegt borgarlíf á okkar tím- um,“ sagði Erna Van Wyk, sálfræð- ingur við Witwatersrand-háskóla, í samtali við fréttastofuna AFP. Rannsóknir hennar sýna að sam- eiginleg viðhorf laði fólk inn í hin lokuðu þorp. Það hafi á tilfinning- unni að allar hættur séu ut- anaðkomandi. „Hins vegar er heim- ilisofbeldi alveg jafn algengt í hinum afgirtu samfélögum.“ Silver Woods þar sem Pistorius á heima er eitt af fjölmörgum afgirt- um samfélögum. Undanfarinn ára- tug hefur eftirspurnin eftir húsnæði í þeim farið hraðvaxandi. Miklar fjárhæðir fara í öryggisviðbúnað í þessum þorpum og reyndar er ör- yggisiðnaðurinn snar þáttur í efna- hagslífi landsins. Innbrotsvarnir fyrir heimili, verslanir og fyrirtæki velta 60 milljörðum randa (um 847 milljörðum króna) samkvæmt tölum Samtaka suðurafrískra innbrots- varnafyrirtækja. 2011 var talið að rúmlega 400 þúsund öryggisverðir störfuðu í landinu. Lögreglumenn í Suður-Afríku eru 200 þúsund. Búseta í hinum lokuðu sam- félögum snýst hins vegar ekki að- eins um öryggi, heldur einnig stöðu og ákveðna fortíðarþrá. „Margir íbúar hinna afgirtu sam- félaga leitast við að búa til einhvers konar unaðsreit, sem passar við þorpslífið fyrir hina hröðu borg- arvæðingu,“ sagði Van Wyk. „Um leið byggist þessi lífsstíll á auði og ákveðinni sérhyggju, sem útilokar þá sem standa utan við mörk slíkra samfélaga.“ Sumum finnst þetta einnig minna á myrkari tíma í sögu landsins. Víggirt þorp enduspegli nýja aðskiln- aðarstefnu þar sem vel- megandi hvítir menn leitist við að skilja sig frá fátækari blökku- mönnum. AFP vísar í tímaritsgrein, sem starfs- félagar Van Wyk við Miðstöð borg- ar- og mannvirkjafræða, skrifuðu þar sem segir að sagt sé „að ótt- anum við glæpi sé teflt fram til að fela ótta vegna kynþáttafordóma“. Gríðarleg misskipting Þegar aðskilnaðarstefnan var kvödd 1994 fengu blökkumenn póli- tísk réttindi til jafns við hvíta. Þótt blökkumönnum hafi fjölgað í röðum hinna velmegandi hefur lítið unnist í að brúa bilið á milli ríkra og fá- tækra í landinu, sem er með því mesta í heiminum. Atvinnuleysi er 25% og tæp 45% meðal ungs fólks. Þetta ástand ýtir undir glæpi. Það er vandasamt að bera saman glæpatíðni milli landa, en sam- kvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru tíu lönd ofar en Suður-Afríka hvað tíðni morða snertir. Þá hefur morðum fækkað verulega í landinu og farið úr 64,9 morðum á hverja 100 þúsund íbúa 1995, árið eftir að Nelson Mandela varð forseti, í 31,8 morð á hverja 100 þúsund íbúa árið 2010. Í helmingi tilfella eru byssur morðvopnið. Ástæðurnar fyrir ofbeldinu geta verið margvíslegar. Sumir vísa til misskiptingarinnar í landinu. Auður hinna ríku blasi við hinum alls- lausu. Aðrir benda á arfleifð að- skilnaðarstefnunnar, sem byggðist á ofbeldi og einnig þess að and- stæðingar aðskilnaðarstefnunnar beittu ofbeldi, þótt á endanum hafi hún verið afnumin friðsamlega. Ljóst er að í hugum margra íbúa Suður-Afríku ríkir umsátursástand. Árið 2004 var Rudi Visagie, at- vinnumaður í rúbbíi, sýknaður af ákæru um að hafa myrt 19 ára dóttur sína í bílskúrnum heima hjá sér. Hann hélt hún væri bílaþjófur. Pistorius kveðst hafa haldið að kærastan sín væri innbrotsþjófur. Ákæruvaldið segir að hann hafi myrt hana. Andlát Reevu Steen- kamp breytir litlu um tölfræðina um hina föllnu í Suður-Afríku, en það hefur beint sviðsljósinu að ástandinu í landinu. Helst með byssu undir rúminu Í SUÐUR-AFRÍKU ER HÆGT AÐ MALA GULL Á ÓTTANUM. ÞAR KAUPA ÞEIR SEM HAFA EFNI Á ÍBÚÐIR Í AFGIRTUM ÞORPUM MEÐ STRANGRI ÖRYGGISGÆSLU. HELMINGI FLEIRI VINNA VIÐ ÖRYGGISVÖRSLU EN LÖGGÆSLU. Jakob Zuma, forseti Suður- Afríku. GEGN NAUÐGUNUM Oscar Pistorius bjó í þorpi, sem er umgirt háum veggjum til að halda innbrotsþjófum frá. Hann sá engu að síður ástæðu til að sofa með skotvopn við höndina. Í Suður-Afríku kjósa margir að búa í slíkum þorpum. AFP * Glæpamenn gera ráð fyrir að fórnarlömb þeirra séu með byssu. Þegar þeirbrjótast inn er fyrsta verk þeirra að leita að byssu eigandans.Geoffrey York blaðamaður í grein í kanadíska blaðinu Globe and Mail.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.