Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 K ærar þakkir. Í augna- blikinu veit ég satt best að segja ekki hvernig ég á að kom- ast í gegnum þetta. Bugaður af sorg. Stuðningur ykkar skiptir mig miklu máli. Biðjið fyrir fjölskyldu Reevu og fjölskyldu minni. Oscar.“ Þannig hljóðuðu símaskilaboð sem suðurafríski spretthlauparinn Oscar Pistorius sendi vinkonu sinni, Sigríði Hönnu Jóhann- esdóttur og fjölskyldu hennar hér á Íslandi, á mánudaginn var. Pi- storius er sem kunnugt er laus gegn tryggingu eftir að hafa verið ákærður fyrir að verða unnustu sinni, Reevu Steenkamp, að bana í síðasta mánuði. „Oscar er mjög góðviljaður mað- ur sem vill láta gott af sér leiða. Hann er ákaflega trúaður og þrátt fyrir þétta dagskrá gefur hann sér alltaf tíma fyrir fólk, sérstaklega þá sem eiga um sárt að binda. Hann hefur verið Hafliða dótt- ursyni mínum góð fyrirmynd og vinur en þeir eiga það sameiginlegt að hafa fæðst án sperrileggja,“ segir Sigríður Hanna. Hún segir Pistorius hafa mikla útgeislun og eiga auðvelt með að hrífa fólk með sér. „Hann er ekki skaplaus en það er ekki til illt í honum. Ég fullyrði það. Oscar er einn hugrakkasti maður sem ég hef kynnst og mjög staðfastur. Setji hann sér markmið gefur hann sér engan afslátt og lætur ekkert stöðva sig. Það hefur hann ítrekað sýnt, ekki bara á hlaupabrautinni heldur almennt í lífinu sjálfu. Osc- ar er líka einn mesti herramaður sem ég hef hitt. Helst vildi ég ætt- leiða hann, stæði það til boða.“ Hlýtur að hafa verið slys Hún segir sér og fjölskyldu sinni að vonum hafa brugðið þegar fregnir bárust af handtöku Pistor- ius. „Mér brá mjög en hugsaði strax með mér: Þetta hlýtur að hafa verið slys, Oscar gæti aldrei banað nokkrum manni að yfirlögðu ráði. Ég trúi hans skýringum á því sem gerðist þessa örlagaríku nótt og stend heilshugar með honum í þessu hörmulega máli.“ Hún segir foreldra Hafliða litla, sem er sjö ára, og Hönnu Huldu systur hans, sem er að verða ellefu ára, hafa sett þau inn í málið strax um morguninn sem fréttirnar bár- ust en þau líta bæði upp til Pistor- ius. „Þau útskýrðu fyrir börnunum að þetta hefði verið slys en þau þekkja suðurafrískar aðstæður eft- ir að hafa búið þar. Þau sögðu þeim einnig að við stæðum með Oscari og að hann væri ennþá vin- ur okkar.“ Viðbrögð Hafliða voru á þennan veg: „Já, þetta var óvart.“ Sigríður Hanna segir átakanlegt að skoða myndir af Pistorius í dómsalnum á dögunum, varla sé hægt að þekkja hann fyrir sama mann. „Það sést á andlitsdráttum hans að hann er bugaður af sorg.“ Sigríður Hanna ræddi við um- boðsmann Pistorius, Peet van Zyl, daginn eftir handtökuna. „Hann var í miklu uppnámi. Kvaðst hafa horft í augun á Oscar og hann væri hreinlega ekki til staðar. Peet er sem klettur við hliðina á Oscar, eins þjálfarinn hans, Ampie Louw. Hann hefur sagt að hann geti ekki beðið eftir að sjá strákinn sinn aft- ur á hlaupabrautinni. Ég hygg að þetta eigi við um alla sem þekkja Oscar, hann á stuðning þeirra vís- an.“ Hæ, þetta er Oscar Kynni Sigríðar Hönnu og Oscars Pistorius má rekja aftur til ársins 2005. Dóttir hennar, Ebba Guðný Guðmundsdóttir, var barnshafandi og þegar hún fór í tuttugu vikna sónar í lok maí það ár kom í ljós að ófæddur sonur hennar væri án sperrileggja eins og Pistorius. Sigríður Hanna hafði ekki heyrt Pistorius getið á þessum tíma en það höfðu systir hennar, afarnir, og tengdasonur, faðir drengsins, Hafþór Hafliðason, hins vegar gert og fór Hafþór strax í að afla upp- lýsinga um hann. Fann meðal ann- ars fjölda mynda af Pistorius sem Sigríður Hanna hengdi upp heima hjá sér. „Þetta var auðvitað mikið áfall en þegar ég var að missa mig í áhyggjum, þá breytti það öllu að horfa á myndirnar af Oscari, þess- um einbeitta og glæsilega íþrótta- manni,“ segir hún. 7. október 2005 fæddist ömmu- drengurinn sem hlaut nafnið Haf- liði. Sigríði Hönnu langaði að þakka Pistorius þessa miklu hjálp sem hann veitti henni án þess að vita af því, og kom sér í samband við íþróttafréttakonu í Bretlandi sem hún vissi að tekið hafði viðtal við Pistorius. Hann var ekki ná- lægt því eins þekktur þá og í dag. Íþróttafréttakonan tók vel í mála- leitan Sigríðar Hönnu og fáeinum dögum síðar fékk hún tölvupóst. „Hæ, þetta er Oscar. Mér skilst að Alltaf með faðminn opinn SIGRÍÐUR HANNA JÓHANNESDÓTTIR STENDUR HEILSHUGAR MEÐ VINI SÍNUM, OSCAR PISTORIUS, Í DÓMSMÁLINU SEM HÖFÐAÐ HEFUR VERIÐ Á HENDUR HONUM FYRIR AÐ VERÐA UNNUSTU SINNI, REEVU STEENKAMP, AÐ BANA. HÚN SEGIR VERKNAÐINN HLJÓTA AÐ HAFA VERIÐ SLYS ENDA SÉ PISTORIUS GULL AF MANNI. HANN HEFUR REYNST ÖMMUDRENGNUM HENNAR, HAFLIÐA HAFÞÓRSSYNI, BETRI EN ENGINN EN ÞEIR ERU BÁÐIR FÆDDIR ÁN SPERRILEGGJA. AÐEINS MEÐ STÚFA FYRIR NEÐAN HNÉ. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ljósmyndir: Úr einkasafni Oscar Pistorius og Hafliði Hafþórsson bera saman fætur sína í Manchester. Oscar Pistorius og Sigríði Hönnu Jóhannesdóttur er vel til vina. Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.