Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.3. 2013 Græjur og tækni Fartölvur í XPS-línu Dell eru ekki að keppa við ódýrar fartölvur heldur við þær bestu og dýrustu og kosta líka sitt, enda er mikið lagt í afl og hönnun (skammstöfuninni XPS má snara sem framúrskarandi afköst), enda eru þær ætlaðar þeim sem spila leiki sem gera miklar kröfur til vélbúnaðar, þurfa að sýsla með stórar myndaskrár eða myndskeið svo dæmi séu tekin. Dell XPS 15 er einmitt sannkallaður vinnuþjarkur, en að sama skapi einkar glæsileg. Útlitið minnir á vélar annars ónefnds framleiðanda, en það er sígilt á sitt hátt, stílhreint og hæfilega naumhyggjulegt. Undir vélinni er stamt gúmmí og álíka húð er á flötum við lyklaborðið sem er mjög þægileg. Músin er Multito- uch TouchPad, sem virkar vel, en eins og nafnið ber með sér er hægt að nota fleiri en einn fingur í einu. Í músarstillingum á vélinni er líka hægt að bæta við virkni. Þetta er hörkuvél, fullþung fyrir kjöltuna og hitnar líka talsvert, en framúrskarandi fartölva að öllu leyti. Alla jafna á fartölva að vera létt og lítil, nett og meðfærileg, eðaþað kann maður í það minnsta vel að meta á ferð og flugi.Stundum þarf þó fartölvu með stærri skjá og meira afli, nánast borðtölvuafl, og þá koma til vélar eins og Dell XPS 15. Eins og heiti vélarinnar ber með sér, XPS 15, þá er hún með 15 tommu skjá, en ummálið er annars 37 cm á breidd, 25 á hæð og hálfur þriðji sentimetri á þykkt þegar vélin er lokuð og hálft þriðja kíló að þyngd. Hún er því óneitanlega nokkur hlunkur, en boddíið, sem er úr áli, er einkar traustvekjandi, manni finnst sem hægt væri að reka niður tjald- hæla með henni eða grafa skurði. Saga Dell-tölvurisans er æv- intýraleg, ekki síst á síðustu mán- uðum, enda yfirtók stofnandi fyr- irtækisins, Michael Dell, það fyrir skemmstu og tók það af markaði í kjölfarið, að sögn til að marka kúrsinn upp á nýtt, en Dell hefur verið heldur stefnulaust á síðustu árum, ekki síst í glímunni við ódýran tölvubúnað og eins í lófa- og spjaldtölvuvæðingu heimsins. SANNKALLAÐUR VINNUÞJARKUR STUNDUM ERU FARTÖLVUR EKKI BARA FARTÖLVUR, HELDUR LÍKA BORÐTÖLVUR Í DULARGERVI. SÚ LÝSING Á TIL AÐ MYNDA VEL VIÐ DELL XPS 15 SEM ER SANNKALLAÐUR VINNUÞJARKUR, EN AÐ SAMA SKAPI EINKAR GLÆSILEG. Græja vikunnar * Í takt við tilganginn er geisla-drif í vélinni, átta hraða DVD combo-drif. Það er líka nóg af tengjum á henni, Ethernet-tengi (Gigabit Ethernet), þrjú USB 3.0 tengi, minniskortalesari, skjátengi (mDP) og HDMI tengi meðal ann- ars. * Í vélinni sem ég prófaði varIntel Core i7-3632QM 2,2 GHz Quad Core örgjörvi, 8 GB minni, 2 GB skjáminni og 1 TB diskur, en einnig er 32GB m-SATA SSD drif til að vélin sé fljótari í gang. ÁRNI MATTHÍASSON * Skjárinn er 15,6" FHD meðupplausnina 1920 x 1080. Hann er með Gorilla Glass og því nokkur glampi af honum, en gríð- arbjartur og skýr. Ég hefði gjarnan viljað hafa snertiskjá á vélinni, en ekkert er útá skjáinn að setja - hann er frábær. Skjákortið er NVIDIA GeForce GT 640M. heildarsölu tónlistar í heiminum. Hjá frændum okkar í Noregi jókst sala tónlist- ar um 7% á síðastliðnu ári, og má rekja þá hækkun nær eingöngu til áskrifta að veituþjónustum. Ólöglegt niðurhal á undanhaldi Þetta eru vissulega vísbendingar um að bjartari tímar séu framundan fyrir tónlistar- útgefendur. Í skýrslunni kemur fram að hlustun á tónlist um netið hefur náð tals- verðri fótfestu, en í viðamikilli könnun sem rannsóknarfyrirtækið Ipsos MediaCT fram- kvæmdi nýlega kom fram að 62% internet- notenda hefðu streymt tónlist frá veitufyr- S ígandi lukka er best, segir gamalt ís- lenskt máltæki. Það er heillaráð að muna fyrir framámenn tónlistariðn- aðarins, en í fyrsta skipti í 15 ár sýna sölutölur fram á aukningu í sölu tón- listar á milli ára. Batinn er hægur, því aukningin nam einungis 0,3% samkvæmt nýrri skýrslu sem Alþjóðasamtök hljóm- plötuiðnaðarins (International Federation of Phonographic Industry) tóku saman fyrir síðastliðið ár. Heildarsala ársins nam 16,5 milljörðum Bandaríkjadala, sem er meira en helmingi minna en þegar fór að halla undan fæti í kringum síðustu aldamót þegar sala tónlistar á heimsvísu nam 38 milljörðum Bandaríkjadala. Eigi að síður ríkir bjartsýni um að botninum sé náð og nú fari í hönd betri tíð með blóm í haga og fleiri plötum frá Adele og Carly Rae Jepsen. Þrátt fyrir að heildarsalan hafi verið meiri árið 2012 en árið á undan, þá dróst sala á geisladiskum og hljómplötum saman um 5%. Sala staf- rænnar tónlistar hefur hins vegar aukist sí- fellt allar götur síðan 2003, og aukningin síðastliðið ár var 9% sem er nægileg til að yfirvinna samdrátt í sölu á geisladiskum. Veiturnar skipta miklu Alls nam sala á stafrænni tónlist 5,6 millj- örðum Bandaríkjadala, og munar þar mest um vaxandi útbreiðslu streymiveitna á borð við Spotify, Rdio og Pandora sem hafa notið töluverðra vinsælda beggja vegna Atlantshafsins. Fyrir tveimur árum voru stærstu veiturnar í boði í um 20 löndum, en í dag nær þjónusta þeirra til meira en 100 landa. Fjöldi áskrifenda að slíkum veit- um hefur jafnframt aukist um 44% und- anfarið ár og er nú um 20 milljónir, og nema áskriftartekjur nú fullum 10% af irtæki á undanförnum sex mánuðum. Í ald- ursflokknum 16-24 ára var sú tala 81%. Á sama tíma benda aðrar rannsóknir sterklega til að ólöglegt niðurhal á tónlist hafi dregist verulega saman. Rannsóknarfyrirtækið NPD birti nýlegar niðurstöður sem sýndu að ólöglegt niðurhal í Bandaríkjunum hafði dregist saman um 17% á milli ára í Banda- ríkjunum, og hafi raunar verið á stöðugu undanhaldi frá því 2005. Tónlistarbransinn búinn að læra á netið Talsmaður IFPI að nafni Frances Moore segir að öðru fremur sýni þessar tölur að tónlistarbransinn hafi lært að nota netið og mæta þörfum viðskiptavinarins. Það er margt til í þessum orðum. Einn helsti kostur þess að hala niður tónlist af netinu hefur einmitt verið að það hefur fram til þessa verið ein- faldara og þægilegra í notkun en aðrir val- kostir. Í samanburði við streymiveiturnar er það hins vegar hin mesta plága, og nær öruggt að flestir munu kjósa að greiða áskrift þegar fram í sækir, fremur en að hala tónlist niður af netinu. Og því hefur nú kviknað von í brjóstum tónlistarútgefenda aftur. Það er nefnilega alls ekki víst að fólk sé hætt að vilja borga fyrir að njóta tónlist- ar. Tónlistarbransinn snýr við plötunni AFP EFTIR STANSLAUSAN SAMDRÁTT Í SÖLU Á TÓNLIST LÍTA FRAMÁ- MENN Í TÓNLISTARBRANSANUM NÚ BJARTARI AUGUM Á FRAMTÍÐ- INA. ÁRIÐ 2012 JÓKST SALA Á TÓNLIST Á MILLI ÁRA Í FYRSTA SKIPTI SÍÐAN 1999. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Adele hafði ástæðu til að kætast þegar hún tók við Óskarnum á dögunum. Hún var söluhæsti tónlistarmaður ársins 2012 samkvæmt tölum IFPI, en plata hennar seldist í 8,3 milljónum eintökum. Það þykir sæmilegasta sala, en hún er jafnvel enn tilkomumeiri í ljósi þess að þetta var einnig söluhæsta plata ársins 2011, þegar hún seldi 15,3 milljónir eintaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.