Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.03.2013, Síða 16
*Ferðalag til Marokkó opnaði nýjan og óþekktan menningarheim fyrir Söru og Konráði »18Ferðalög og flakk Þar sem fjöllin eru fullkomin eru lýsingarorðin sem sumir gefa skíðasvæðinu í Breckenridge í Klettafjöllunum Bandaríkjanna, en bærinn er gamall silfurnámubær. Fjölskyldan er nýkomin heim úr skemmtilegu ferðalagi um þessar slóðir, þar sem við undum okkur vel í tíu daga. Skíðuðum allan daginn, með smáhléum. Peak 8 er hæsti tindurinn í þessum fjallaklasa og er tæplega 4.000 metrar á hæð, efsta skíðalyftan þar er sögð sú hæsta í Norður-Ameríku. Í þunnu loftinu þar finnur maður aðeins fyrir háfjallaveiki en hún hverfur fljótt þegar maður rennir sér niður brekkurnar. Í Kletta- fjallaferðum liggur beint við að fljúga til Denver, nýjasta áfanga- stað Icelandair, sem er áhugaverð borg fyrir Íslendinga. Heiðrún Jónsdóttir lögfræðingur, hdl. Á skíðasvæðinu Breckenridge og á tindinum sem er um 4.000 m á hæð. Fullkomin fjöll, segir Heiðrún. Háfjallaveiki á fjallinu Allir skemmta sér vel á skíðum. PÓSTKORT Ú R KLETTAFJÖ LLUM L úxustjaldferðalög njóta mikilla vinsælda um þessar mundir en á ensku kallast fyrirbærið „glamping“ en orðið er samsett úr „glamourus“ (glæsileiki) og „camp- ing“ (útilega). Það sem er öðruvísi við þessar tjaldferð- ir er að þegar komið er á staðinn er búið að tjalda fyrir þig. Tjaldið er rúmgott, með rúmi og sæng, borðum og stólum og jafnvel arni. Glæsiútilega er leið til þess að komast í tengsl við náttúruna en á sama tíma halda í öll nútímaþægindi. „Þetta er lúxusútil- ega en þegar allt kemur til alls er þetta tjaldferðalag, alveg sama hvað sumir segja. Mundu, að þú ert samt sem áður und- ir náð og miskunn veðurguðanna kominn, þrátt fyrir að þæg- indin séu meiri en í hefðbundinni útilegu,“ sagði Garri Rayner, stofnandi goglamping.net, í samtali við spotlightseattle.com. Hann útskýrir nánar: „Þjónustan og þægindin eru mismun- andi frá stað til staðar. Í dýrari endanum eru staðir þar sem þú þarft aðeins að taka með þér tannburstann og föt til skipt- anna. Allt annað er fundið til fyrir þig, en það kostar. Stund- um er jafnvel innifalið í verðinu allur matur og drykkur. Í hin- um endanum eru staðir sem eru fábrotnari og minna meira á hefðbundna sumarbústaði þar sem þú sérð um þig sjálfur. En hvort sem þú velur fylgir þessu ákveðin ævintýratilfinning. Ég fæ sömu spurninguna alltaf aftur og aftur frá þeim sem eru á móti glæsitjaldferðum: Hver er tilgangurinn? Af hverju ekki heldur að vera á fimm stjörnu hóteli? Auðvitað er hægt að gera það en þetta fólk nær ekki alveg tilgangnum og hversu skemmtilegt þetta er. Glæsitjaldútilega býður upp á allt aðra lífsreynslu en hótel. Þetta snýst allt um lífsreynsluna.“ Glæsitjaldútilegur hafa breiðst út um allan heim og fyrir þá sem vilja kynna sé fyrirbærið nánar til að skipuleggja sann- kallað öðruvísi ferðalag gætu eftirfarandi síður komið að gagni: goglamping.net glamping.com canopyandstars.co.uk LÚXUSTJALDFERÐIR NJÓTA VINSÆLDA Allt önnur lífsreynsla TJALDFERÐALÖG SEM BYGGJAST Á ÞÆGINDUM ERU Í MIKILLI SÓKN. ORÐIN LÚXUS OG TJALD FARA YFIRLEITT EKKI SAMAN EN ÞESSI TJÖLD ERU ENGUM ÖÐRUM LÍK. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is *Glæsiútilegu-staðir hafasprottið upp í Evrópu, Ástralíu og Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.