Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 23
hreinskiptni og oft af mikilli ákefð um stjórnmál og líðandi stund. Ég held að það sé ofmat að telja að það hafi breytt miklu, enda sjáum við ef við skoðum skoðanakannanir að stærsta fylgisbreytingin verður í kringum Icesave-dóminn í janúar. Þá hefst sú þróun að fylgið hefur verið að fara frá Sjálfstæðisflokknum yfir á Fram- sóknarflokkinn. Það er í sjálfu sér ekkert sérlega sanngjarnt því Sjálf- stæðisflokkurinn tók stóra slagi til þess að vernda þjóðina fyrir Icesave- samningum númer eitt og tvö og tók síðan alltaf slaginn fyrir því að þjóðin fengi að ráða lyktum þessa máls. En engu að síður virðast sumir skrifa söguna þannig að Framsóknarflokk- urinn hafi einn tekið slaginn fyrir Icesave en Sjálfstæðisflokkurinn staðið á hliðarlínunni sem er auðvitað ekki rétt.“ – Vitnað hefur verið til þeirra orða Bjarna Benediktssonar að það bæri að láta ískalt hagsmunamat ráða för í afstöðunni til síðasta Icesave- samnings sem síðan var felldur. Tel- urðu að þessi afstaða á þessum tíma- punkti hafi hugsanlega reynst ykkur dýrkeypt eftir Icesave-dóminn? „Það er ósköp auðvelt fyrir mig að sitja hér og fella dóma um það. Ég var ekki sammála þingflokki eða for- ystu Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma. Ég greiddi atkvæði gegn samn- ingnum og var á móti honum í hverri þeirri mynd sem hann var frambor- inn í. Mat annarra var að hinir samn- ingarnir hefðu verið algerlega ómögulegir og að með síðasta samn- ingnum værum við þó komin með einhverja vörn fyrir Ísland. Það má ekki gleyma því að Sjálfstæðisflokk- urinn sagði samhliða að þjóðin ætti að ákveða þetta og taka afstöðu til málsins og niðurstaðan varð sú sem við þekkjum. Þannig að Sjálfstæðis- flokkurinn tók stóra slaginn fyrir Ice- save-samninginn. Það gerði öll stjórnarandstaðan á þingi.“ Sjálfstæðismenn komi heim – Geturðu sagt mér frá strate- gíunni í kosningabaráttunni. Til hvaða hópa þurfið þið að ná betur? „Við þurfum að tryggja það að sjálfstæðismenn sem eru þarna úti, miklu stærri hópur heldur en gefur sig upp í þessum könnunum, kjósi Sjálfstæðisflokkinn. Framsóknar- flokkurinn er ekki Sjálfstæðisflokk- urinn. Ef fólk vill sjá breytingar í ís- lensku samfélagi og raunverulegar lausnir í þágu fjölskyldna og fyrir- tækja, verðum við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn til þess að hann geti haft áhrif. Það er ekki nóg að vilja þær áherslur. Það verður að kjósa þær áherslur og þann flokk sem ber þær uppi. Það er svolítið sérkennilegt í þess- ari kosningabaráttu að heyra suma álitsgjafa tala eins og að það séu ein- hverjir ríkisstjórnarpakkar í gangi. Það er að segja að annaðhvort kýstu vinstriflokkana sem hafa verið í ríkis- stjórn og flokkana sem eru afleggj- arar þeirra, og þá færðu vinstri- stjórn, eða þú kýst Framsóknarflokk eða Sjálfstæðisflokk og þá færðu nýja ríkisstjórn, borgaralega ríkis- stjórn, sem mun koma atvinnulífinu í gang, lækka skatta, taka á skulda- vanda heimilanna og byggja upp. Það er engin pakkalausn í boði. Það eru bara flokkar í boði, stjórn- málaflokkar, og ef maður vill sjá áherslur einhvers flokks verður mað- ur að kjósa hann.“ Þýddi áframhaldandi stöðnun – Stefnir í vinstristjórn ef kosning- arnar fara eins og skoðanakannanir hafa bent til að undanförnu? „Eins og þetta lítur út núna er það allt eins líklegt og í raun líklegra vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn mælist í aðeins um 20% fylgi. Slíka niðurstöðu verður erfitt að túlka sem augljóst ákall um það sem þarf ná- kvæmlega núna sem er fleiri tæki- færi, meiri ráðstöfunartekjur, lægri skattar og sátt um uppbyggingu á sem flestum sviðum. Ef vinstristjórn verður áfram við völd, þótt í einhverri nýrri mynd sé, verður staðan í lok næsta kjör- tímabils svipuð og í dag. Litlar breyt- ingar, stöðnum og lakari lífskjör en við viljum og getum skapað í okkar góða landi. Það má ekki verða niður- staðan,“ segir Hanna Birna Krist- jánsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 „Varðandi gjaldmiðlamálin hefur það sýnt sig og sannað að evran hefur ekki fært mönnum heim lausnina í kreppu, eða á efnahagsvandanum. Öðru nær,“ segir Hanna Birna, spurð um erfiðleikana á evrusvæðinu. „Við verðum líka að horfast í augu við þá staðreynd að við erum ekki að fara að taka upp aðra mynt án þess að þurfa að gera hér mjög margt. Bjartsýnismenn í Evrópusambandsmálum myndu segja að við gætum hugsanlega uppfyllt Maastricht-skilyrðin á fimm árum, svartsýnismenn á tíu árum. Þannig að mér finnst að þarna sé talað langt inn í framtíðina í stað þess að takast á við verkefnin sem blasa við okkur sem er agi í eigin hagstjórn. Samfylkingin sagði við íslenska þjóð við upphaf þessa kjörtímabils að aðildarferlið við ESB tæki 18 mánuði. Þá myndi strax fara að rofa til í ís- lensku efnahagslífi. Það hefur ekki gengið eftir og 18 mánuðirnir eru nú orðnir miklu, miklu fleiri. Við í Sjálfstæðisflokknum höfum alltaf verið á sama stað í málinu. Við teljum aðild ekki þjóna hagsmunum Íslands og viljum að þjóðin sjálf ákveði framhaldið.“ Evran ekki lausn í kreppu SEGIR AÐILDARFERLIÐ HAFA DREGIST MIKIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Þórsmörk getur vel tekið við þeim fjölda ferðamanna sem þangað koma og gott betur fari þeir eftir leiðbein- ingum og gangi vel um náttúruna. Gæta þarf var- úðar á vorin og haustin þegar náttúran er við- kvæm. Þetta seg- ir Páll Guð- mundsson, framkvæmda- stjóri Ferða- félags Íslands. Kynnisferðir hafa tilkynnt að fyr- irtækið ætli að lengja áætlanir rútu- ferða í ár til að mæta aukinni eftir- spurn. Áætlunarferðirnar hefjast því 2. maí og verða reglulegar ferðir farnar þar til í lok október. Við þetta lengist ferðatímabilið þangað um einn og hálfan mánuð. „Aðsóknin hefur verið að aukast. Þessi tími núna á vorin er sérlega viðkvæmur fyrir náttúruna. Frost er enn að fara úr jörðu og það er bleyta í jarðveginum. Það þarf að gæta þess sérstaklega að ferðamenn fari ekki út á viðkvæm svæði. Á þessum viðkvæmu tímabilum á vorin og eftir haustrigningar þurfum við að gæta sérstaklega að því hvernig við förum um landið,“ segir Páll um aukna að- sókn í Þórsmörk. Þannig hafi til dæmis orðið skemmdir á svæðinu eftir gosið á Fimmvörðuhálsi 2010 þegar fjöldi manns lagði leið sína þangað á við- kvæmum tíma. Fari eftir leiðbeiningum Ferðafélagið skipuleggur ferðir þangað á sumrin en þær hefjast ekki fyrr en líður fram í júní þegar nátt- úran hefur jafnað sig, að sögn Páls. Hann segist styðja heilshugar til- lögur um að ráðist verði í rannsóknir á náttúrunni til að hægt sé að bregð- ast við og stýra ferðamannastraumi með öðrum hætti en hingað til hefur verið gert sé ástæða til þess. Þórs- mörk ráði við aukinn fjölda ferða- manna með góðri skipulagningu. „Við teljum að með góðum merk- ingum, upplýsingum og fræðslu og að því gefnu að fólk haldi sig innan viðurkenndra göngustíga þá geti Þórsmörk tekið við þeim fjölda sem nú er að koma og mun fleirum en það. En það krefst þess að fólk fari eftir þeim leiðbeiningum og gangi vel um náttúruna,“ segir Páll. Morgunblaðið/Árni Sæberg Náttúruperla Ferðamenn í Langadal í Þórsmörk. Aðsókn þangað hefur aukist og verður boðið upp á áætlunarferðir með rútu þangað lengur í ár en fyrri ár. Lengja ferðatíma- bilið í Þórsmörk  Ferðamenn gangi vel um náttúruna Páll Guðmundsson Hágæða múrefni Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir al la , al l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Serpo 261 trefjamúr Fyrir múrkerfiWeber Milligróf múrblanda Weber staurasteypa (stolpebeton) Maxit Steiningarlím Hvítt og gráttWeberdur 120 (Ip 14) inni & útimúr Weber REP 980 þéttimúr grárWeber Gróf Múrblanda Deka Latex Deka Acryl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.