Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Verkefnum alþjóðadeildar ríkislög- reglustjóra hefur fjölgað mjög á und- anförnum árum og mun örugglega halda áfram að fjölga. Margt kemur til, ekki síst stækkun Schengen-svæð- isins og aukinn fjöldi hælisleitenda en deildin sér um að fylgja þeim úr landi. Nú eru um 190 hælisleitendur á Ís- landi, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Yfirleitt ganga fylgdir vel en í ein- staka tilfellum hafa lögreglumenn þurft að hemja hælisleitendur sem reyna að komast undan á erlendum flugvöll- um eða láta öllum illum látum í flug- vélinni. „Auðvitað fer illa í fólk þegar verið er að flytja það til lands þar sem það vill ekki vera,“ segir Sól- berg Svanur Bjarnason, aðstoðaryfir- lögregluþjónn og deildarstjóri al- þjóðadeildar, en Morgunblaðið ræddi við hann og Guðbrand Guðbrandsson, lögreglufulltrúa í alþjóðadeild, um starfsemi deildarinnar. Sólberg segir að lögreglumenn reyni eftir megni að róa fólkið og tala það til en það dugi ekki alltaf til. Alltaf sé gætt meðalhófs og mannúðarsjón- armið höfð að leiðarljósi. Áður en hælisleitanda er fylgt frá Íslandi til heimalands, eða þess ríkis sem hann lagði fyrst fram umsókn um hæli, þarf samþykki viðkomandi yfir- valda að liggja fyrir. Sé millilent í öðru ríki þarf jafnframt að fá samþykki þess fyrir fylgdinni. Ástæða þessa er m.a. sú að valdheimildir íslenskra lög- reglumanna eru ekki þær sömu á er- lendri grundu og íslenskri. Það er þó ekki svo að þeir einstaklingar sem verið er að fylgja geti einfaldlega stungið af og að lögreglumennirnir þurfi að fylgjast aðgerðalausir með. Lögreglumenn hafa meðferðis val- beitingarbúnað s.s. handjárn og hafa heimild til að hefta för viðkomandi og tryggja nærveru. Sé þörf á er kallað eftir aðstoð staðarlögreglu. „En í þeim tilvikum er ekki um að ræða hættu á að við ráðum ekki við ástandið,“ segir Guðbrandur. Kallað sé eftir aðstoð vegna þess að staðarlögreglan hafi víðtækari valdheimildir og fleiri úr- ræði og geti t.d. vistað fólk í fanga- klefa. Ekki sitja allir útlendingar sem ver- ið er að fylgja út rólegir í flugvélunum og dæmi eru um að einstaklingar hafi hrópað og kallað í örvinglun heilu og hálfu flugferðirnar. Sólberg segir að slíkt komi sjaldan fyrir en geti reynst mjög óþægileg upplifun fyrir aðra far- þega. „Þetta er viðkvæmt umhverfi,“ segir Sólberg. Ávallt sé lagt upp með að sem minnst truflun verði. Flug- stjórar flugvéla séu alltaf látnir vita um fylgdir og góð samvinna sé á milli lögreglumanna og áhafnar. Þá er sú regla viðhöfð að lögreglumenn eru ávallt fleiri en þeir einstaklingar sem verið er að fylgja hverju sinni. Leiguflug kemur til greina Hér á landi eru nú hátt í 50 serb- neskir Króatar sem sótt hafa um hæli. Útlendingastofnun hefur fram til þessa synjað þeim um hæli og þótt ekki sé útséð hvernig kæruferlinu lýk- ur virðist afar ólíklegt að nokkur þeirra fái hæli hér. Aldrei áður hafa svo margir frá sama landi sótt um hæli á sama árinu en fyrstu tveir Króat- arnir komu hingað 2010 en aðrir frá og með nóvember síðastliðnum. Annars staðar í Evrópu, t.d. í Danmörku, hafa stjórnvöld brugðið á það ráð að leigja flugvélar til að flytja hælisleitendur, fremur en að kaupa farmiða með áætl- unarflugi. Aðspurður hvort til greina komi að leigja flugvél fari svo að Króötunum verði neitað um hæli hér á landi leggur Sólberg áherslu á að ekki liggi fyrir endanleg niðurstaða í málum þeirra. „Fái einhverjir þeirra eða allir synjun verður brugðist við með viðeigandi hætti og jafnvel horft til reynslu ná- grannaþjóða á þessu sviði,“ segir Sól- berg. Meginreglan er sú hjá alþjóða- deild að um leið og beiðni um fylgd frá Útlendingastofnun eða innanríkis- ráðuneytinu liggur fyrir er hún fram- kvæmd. „Enda er ekki eftir neinu að bíða, það er hvorki fólkinu né ríkinu til góðs að fresta brottför,“ segir Sól- berg. Viðkvæm fylgd út í óvissu  Verkefnum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað á undanförnum árum  Útlendingar sem verið er að fylgja sitja ekki alltaf rólegir  Bregðast strax við Fljúga með Frontex » Á vegum Landamærastofn- unar Evrópusambandsins, Frontex, er skipulagt leiguflug með hælisleitendur sem hefur verið synjað um hæli. Þá er bókuð flugvél sérstaklega fyrir flutninginn. » Flugið er auglýst og geta að- ildarríki bókað sæti. » Strangar reglur eru um hversu margir lögreglumenn þurfa að fylgja hverjum hæl- isleitanda. » Ísland hefur þrisvar tekið þátt og var ýmist flogið til Albaníu eða Kósóvó. Morgunblaðið/Sverrir Ferðalag Stundum er hælisleitanda aðeins fylgt upp í flugvél á Keflavíkurflugvelli og lögregla fylgist með að hann sé örugglega um borð. Í öðrum tilvikum er sú framkvæmd gerð frá millilandaflugvelli en stundum er talin þörf á að fylgja viðkomandi alla leið á áfangastað. Hafi íslenska ríkið vísað einstaklingi brott af Schengen-svæðinu ber lögreglu að tryggja að hann yfirgefi það örugglega. Fylgdir á vegum alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra Heimild: Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra Ár 2011 2012 2013** Fjöldi tilvika (fj. einstaklinga) 38 (52) 47 (55) 15 (15) Samtals kostnaður 14.620.000 kr. 9.090.000 kr. 5.440.000 kr. Brottvísun - fylgd 18 (24) 12 (24) 2 (2) Heildarkostnaður* 9.700.000 kr. 810.000 kr. 1.130.000 kr. Brottvísun - fylgdarlaust 2 (2) 7 (2) 1 (1) Heildarkostnaður* 110.000 kr. 620.000 kr. 75.000 kr. Frávísun 0 (0) 2 (0) 0 (0) Heildarkostnaður* 0 kr. 800.000 kr. 0 kr. Fylgd - Dyflin 4 (8) 9 (8) 8 (8) Heildarkostnaður* 2.100.000 kr. 450.000 kr. 3.900.000 kr. Dyflin - fylgdarlaust 2 (5) 0 (5) Heildarkostnaður* 260.000 kr. 0 kr. 0 kr. Framsal til Íslands 0 (0) 7 (0) 1 (1) Heildarkostnaður* 0 kr. 4.500.000 kr. 335.000 kr. Framsal frá Íslandi 7 (7) 9 (7) 2 (2) Heildarkostnaður* 0 kr. 1.250.000 kr. 0 kr. Fylgd frá Íslandi - v/afplán. 4 (5) 0 (5) 0 (0) Heildarkostnaður* 2.450.000 kr. 0 kr. 0 kr. Fylgd til Íslands - v/afplán. 0 (0) 1 (0) 0 (0) Heildarkostnaður* 0 kr. 660.000 kr. 0 kr. Veikindi - aðstoð 1 (1) 0 (1) 1 (1) Heildarkostnaður* 0 kr. 0 kr. 0 kr. *Námundaður, án vinnukostnaðar **Jan.-apríl Sólberg Svanur Bjarnason 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Dreymir þig nýtt eldhús! Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús og allar innréttingar sem hugurinn girnist. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. Sex lögreglumenn og þrír fulltrúar eru í alþjóðadeild ríkislög- reglustjóra. Deildin sinnir ýmsum verkefnum. Hún fylgir hælisleit- endum, föngum og útlendingum sem hefur verið vísað á brott úr landi og sér um framkvæmd fram- salsmála til og frá Íslandi, veitir að- stoð við landamæragæslu og við ýmis önnur verkefni tengd mál- efnum útlendinga. Alþjóðadeild er þjónustueining sem gerir lögregluembættum, og eftir atvikum öðrum stofnunum og samstarfsaðilum, mögulegt að eiga örugg samskipti og gagnaskipti við erlend lögregluyfirvöld og stofn- anir hvar sem er í heiminum. Deild- in starfrækir m.a. Sirene-skrifstofu og upplýsingakerfi Schengen á Ís- landi og er þjónustuskrifstofa fyrir Europol, Interpol og PTN- samskipti tollgæslu og lögreglu. Á hverjum degi berst mikill fjöldi erinda til deildarinnar. Þótt sum þeirra snerti Ísland ekki með bein- um hætti og sé lokið með yfirlestri eru önnur afgreidd innan deild- arinnar eða komið áfram til viðeig- andi stofnunar hér á landi. Deildin er mönnuð á milli kl. 8 og 19 en eft- ir það tekur fjarskiptamiðstöð rík- islögreglustjóra við vöktun á sam- skiptakerfum deildarinnar. Sex lögreglumenn og einn fulltrúi Þegar hælisleitanda hefur endan- lega verið synjað um hæli hér á landi sendir Útlendingastofnun eða innan- ríkisráðuneytið beiðni til al- þjóðadeildar um að fylgja ein- staklingnum úr landi. Þá þegar hefst undirbúningur að brottför. Öllu jafna er hælisleitandi sem til stendur að fylgja úr landi hafður í haldi lög- reglu frá því honum er tilkynnt um brottförina, oftast í fangaklefa lög- reglunnar á Suðurnesjum eða á höf- uðborgarsvæðinu. Sólberg Svanur segir að það sé gert til að tryggja nærveru ein- staklingsins svo framkvæmd nái fram að ganga því talsverður kostn- aður og óhagræði fylgi því ef ferða- skipulag fer úr skorðum. Þessa handtökuheimild lögreglu er að finna í útlendingalögum og við fram- kvæmd er þess jafnframt gætt að farið sé að lögum um meðferð saka- mála, til að mynda um að ein- staklingur sé ekki lengur en sólar- hring í haldi, segir Sólberg. Hið sama gildir um þá sem eru framseldir til útlanda, þeir eru handteknir stuttu áður en erlendir lögreglumenn koma hingað til að ná í þá. Ef þörf er á lengri vistun en sól- arhring eru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Hafðir í haldi fram að flugferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.