Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 51
hverfa að loknu stúdentaprófi og var kennari á Þingeyri á árunum 2003-2005. Að loknum prófum til kennsluréttinda hóf hann kennslu við Varmalandsskóla í Borgarfirði en hefur kennt við Menntaskóla Borgarfjarðar frá 2007. Hann hefur verið búsettur á Ferjubakka IV frá 2005. KR, Skallagrímur og Liverpool Ívar æfði knattspyrnu hjá KR frá sjö ára aldri og æfði og keppti með öllum yngri flokkum félagsins. Hann varð Íslandsmeistari í knatt- spyrnu með 3. flokki KR 1989 og með 2. flokki 1991. Þá æfði Ívar og keppti í hand- bolta, fyrst með Gróttu en lengst af með KR. Hann lék með meistara- flokki Gróttu í knattspyrnu, sem og meistaraflokki Ármanns, Léttis og Skallagríms, og keppti auk þess í utandeildinni með knattspyrnu- félaginu Hómer. Þá hefur hann þjálfað 4. flokk, 3. flokk og 2. flokk í knattspyrnu hjá Skallagrími. Ívar hefur setið í stjórn knatt- spyrnudeildar Skallagríms og er nú formaður deildarinnar. Hann sat í stjórn Samfylkingarinnar í Borg- arbyggð 2008-2010, var kosninga- stjóri Samfylkingarinnar í Borg- arbyggð í sveitarstjórnarkosning- unum 2010 og sat í valnefnd Samfylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi fyrir alþingiskosning- arnar 2013. Ívar sat í stjórn og var formaður kennarafélags Menntaskóla Borg- arfjarðar og er nú formaður starfs- mannafélags skólans. Fjölskyldukvartett með þjóðlög „Ég held að áhugamálin komi svolítið fram í því sem hér hefur verið talið upp,“ segir Ívar. „Ég hef gaman af tónlist, var lengi í tónlist- arskóla, spila svolítið á gítar, hef verið að syngja þjóðlög í kvartett, ásamt eiginkonu minni, svilkonu og tengdamömmu, þótt það sé nú að- allega til heimabrúks, og hef gaman af ýmiss konar tónlist, ekki síst dægurlögum frá níunda áratugnum og sönglögum. Þá söng ég með Karlakórnum Erni á Vestfjörðum þegar ég kenndi á Þingeyri. Ég er auk þess svolítið pólitískur, harður stuðningsmaður Liverpool og hef því farið nokkrar ferðir á Anfield til að fylgjast með mínum mönnum.“ Fjölskylda Eiginkona Ívars er Sigrún Elías- dóttir, f. 28.4. 1978, MA í sagnfræði og rithöfundur. Hún er dóttir Elías- ar Ísleifs Jóhannessonar, renni- smiðs á Ferjubakka, og Guðrúnar Kristjánsdóttur leikskólakennara. Synir Ívars og Sigrúnar eru Ern- ir, f. 4.5. 2006, og Orri, f. 15.9. 2011. Systkini Ívars eru Brynjar Reyn- isson, f. 23.6. 1971, kerfisfræðingur í Reykjavík, en sambýliskona hans er Jónína Margrét Sveinsdóttir og eru synir þeirra Tryggvi Rúnar, f. 2.7. 1992, og ónefndur, f. 4.4. 2013; Ragnheiður Reynisdóttir, f. 6.11. 1975, MA í alþjóðsamskiptum og nemi í kennslufræði við HÍ, en mað- ur hennar er Hiroki Igarashi og eru synir þeirra Einar, f. 16.9. 2010, og Hugo, f. 8.7. 2012. Foreldrar Ívars eru Reynir Elíes- ersson, f. 11.1. 1950, tæknifræð- ingur hjá Mannviti, og Elísabet Halldóra Einarsdóttir, f. 15.9. 1951, húsfreyja og MA í íslensku. Úr frændgarði Ívars Arnar Reynissonar Ívar Örn Reynisson Kristín Hálfdánardóttir frá Hesti, bróðurdóttir Guðfinns, föður Einars, útgerðarm. í Bolungarvík, afa Einars K. Guðfinnssonar, alþm. og fyrrv. ráðherra Elísabet Sveinbjörnsdóttir ljósmóðir Einar Kristinn Gíslason skipstj. á Akranesi Elísabet Halldóra Einarsdóttir húsfr. og MA í íslensku Sesselja Einarsdóttir húsfr. af Járngerðisstaðaætt Gísli Sigurðsson sjóm. á Akranesi, af Arnardalsætt, bróðursonur Steins, afa Magnúsar Ingimarssonar hljómlistarmanns Ragnheiður Þorvarðardóttir fiskvinnslukona í Vestmannaeyjum Elíeser Jónsson flugmaður í Rvík Reynir Elíesersson tæknifræðingur hjá Mannviti Sesselja Björnsdóttir húsfr. í Óspaksstaðaseli Sigurður Jónsson fyrrv. kaupfélagsstj. á Ísafirði Jón Elíesersson b. í Óskapsstaðaseli og vkm. í Keflavík, sonur Ella Strandapósts Sveinbjörn Rögnvaldsson b. á Uppsölum, af Vigurætt Amalía Rögnvaldsdóttir húsfr. í Tröð í Súðavíkurhreppi Hrefna S. Tynes skátahöfðingi Ottó Tynes flugstjóri Gísli Einarsson fyrrv. alþm. og bæjarstj. á Akranesi Rósa Einarsdóttir kennari Sposkur ferðalangur Ívar í lands- liðstreyjunni fær sér bita í einhverju boltaferðalaginu. ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Ása fæddist í Laugardælum12.4. 1892, dóttir Guð-mundar Guðmundssonar, héraðslæknis í Laugardælum og í Stykkishólmi, og Arndísar Jóns- dóttur. Guðmundur var sonur Guð- mundar Jónssonar, prests á Stóru- völlum á Landi og Ingibjargar Jónsdóttur. Arndís var systir Sturlubræðra, Sturlu og Friðriks, föður Sturlu Friðrikssonar erfða- fræðings, en systir Arndísar var Þóra, kona Jóns Magnússonar for- sætisráðherra. Arndís var dóttir Jóns Péturssonar háyfirdómara frá Víðivöllum í Skagafirði og Sigþrúðar Friðriksdóttur Eggerz, prests og alþm. í Akureyjum. Bræður Jóns voru Pétur biskup og Brynjólfur Fjölnismaður en bróðir Sigþrúðar var Pétur Eggerz, faðir Sigurðar Eggerz ráðherra. Ása var yngst systkinanna og sú eina sem náði háum aldri. Á unglingsárunum aðstoðaði Ása föður sinn í læknisvitjunum og sinnti sjúklingum hans. Í Reykjavík dvaldi hún á heimili forsætisráðherrans og aðstoðaði þar móðursystur sína við heimilishald og gestamóttöku. Ása hélt ung til Englands, lærði þar hjúkrun og ljósmæðrastörf, tók þátt í aðgerðum kvenréttinda- kvenna, giftist breskum lögfræðingi og bjó í Cornwall um árabil. Eftir seinna stríð fluttu þau hjón- intil Trínidad, keyptu þar búgarð inni í frumskógi og stunduðu m.a. ávexta- og flóðsvínaræktun. Á sínum efri árum stofnaði Ása náttúruverndarsvæði sem er fyrir löngu orðið víðfrægt, Ása Wright Nature Centre. Fyrir hluta eigna sinna stofnaði hún verðlaunasjóð við Vísindafélag Íslendinga. Sjóðurinn hefur árlega veitt viðurkenningu fyrir afrek íslenskra vísindamanna. Sturla Friðriksson skrifaði langa og ítarlega grein um þessa víðfrægu frænku sína og hugsjónakonu, í til- efni aldarminningar hennar, og Inga Dóra Björnsdóttir, mannfræðingur og rithöfundur, skrifaði afar vand- aða ævisögu Ásu, Kona þriggja eyja – Ævisaga Ásu Guðmundsdóttur Wright. Ása lést 6.2. 1971. Merkir Íslendingar Ása G. Wright 90 ára Halldóra Jónsdóttir 85 ára Eiríkur Sölvason Guðríður Þórðardóttir Málfríður Bergljót Jónsdóttir 80 ára Sveinn Kristinsson 75 ára Arnar Sigtýsson Sigurrós Helga Geirsdóttir Sveinn Gústavsson 70 ára Helga Kristjánsdóttir Kristjana Jónsdóttir Dinse Steinunn Þórðardóttir Svanhildur Guðmundsdóttir 60 ára Anna Lísa Björnsdóttir Benedikt Aðalsteinsson Benedikt Þ. Gröndal Cecilia Cruz Castro Edda Jónasdóttir Ingibjörg Edda Ásgeirsdóttir Jón Friðrik Jónsson Jón Sigþór Gunnarsson Kolbrún Dýrleif Pálmadóttir Páll Jónsson Rúnar Matthíasson Rúnar Skarphéðinsson 50 ára Bryndís Halldórsdóttir Guðmundur Jón Stefánsson Guðrún Björg Egilsdóttir Haraldur Jóhannesson Inga Fríða Gísladóttir Ingibjörg Ólafsdóttir Jóhann Albert Wathne María Einisdóttir Ólafur Atli Sigurðsson Sigríður Matthildur Aradóttir Vigdís Gunnarsdóttir Blöndal Þórhallur Jóhannesson 40 ára Aðalbergur Sveinsson Aðalbjörg Valdimarsdóttir Bjarki Pétursson Brynjar Pétursson Young Einar Jóhannes Ingvason Gunnar Þór Gunnarsson Laufey Jóhannsdóttir Linda Óladóttir Magnús Ingi Másson Óskar Örn Ágústsson Skúli Magnús Þorvaldsson Þorsteinn Erlingsson 30 ára Arna Arnardóttir Arnar Björnsson Birna Ómarsdóttir Eva Dögg Jafetsdóttir Hao Van Do Hildigunnur Engilbertsdóttir Hörður Jóhannsson Ólafur Rögnvaldsson Páll Gísli Jónsson Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir Sigurborg Hreinsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Guðný lauk kenn- araprófi frá HA og er deildarstjóri við leikskól- ann Laufskála. Maki: Kristinn Viðar Kjartansson, f. 1980, tölvusmiður. Dætur: Viktoría Hildur, f. 2007, og Emilía Katrín, f. 2011. Foreldrar: Ingibjörn T, Hafsteinsson, f. 1944, verslunarstj., og Hildur Kristjánsdóttir, f. 1950, hjúkrunarfr. og ljósm. Guðný Hulda Ingibjörnsdóttir 30 ára Ársæll ólst upp á Tálknafirði, er leikari frá Commedia School í Kaup- mannahöfn og kaup- félagsstjóri á Suðureyri. Maki: Auður Birna Guðnadóttir, f. 1983, verslunarmaður og hár- greiðslunemi. Synir: Alexander Hrafn, f. 2006, og Tristan Ernir, f. 2008. Foreldrar: Níels Ársæls- son, f. 1959, og Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 1962. Ársæll Níelsson 30 ára Elín lék knatt- spyrnu með meistarafl. Breiðabliks, er flugfreyja hjá Wow air og stundar nám í hagfræði og ítölsku. Maki: Sólmundur Hólm Sólmundarson, f. 1983, skemmtikraftur og við- skiptafræðingur. Börn: Matthías, f. 2007, og Baldvin Tómas, f. 2012. Foreldrar: Jófríður Sig- fúsdóttir, f. 1957, og Steinar Ragnarsson, f. 1952. Elín Anna Steinarsdóttir Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.