Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA BURTWONDERSTONE KL.3:40-5:50-8-10:10 BURTWONDERSTONE VIP KL. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 G.I. JOE:RETALIATION3D KL.3:20-5:40-8-10:20 G.I. JOE:RETALIATION2D KL.3:20 SIDEEFFECTS KL.3:20-5:40-8-10:20 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL.5:50-8-10:10 JACKTHEGIANTSLAYER3D KL.8 DEADMANDOWN KL.10:20 OZ:GREATANDPOWERFUL KL.5:20 KRINGLUNNI OBLIVION KL. 5:20 - 8 - 10:40 BURTWONDERSTONE KL. 5:50 - 8 - 10:10 SIDEEFFECTS KL. 5:40 -8 -10:20 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50-8-10:10 OBLIVION KL. 5:30 - 8 - 10:30 BURTWONDERSTONE KL. 5:50 - 8 - 10:20 G.I. JOE:RETALIATION3DKL. 8 -10:30 SIDEEFFECTS KL. 8 -10:20 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50 JACKTHEGIANTSLAYER2D KL.5:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK OBLIVION KL. 8 - 10:30 BURTWONDERSTONE KL.8-10:10 G.I.JOE:RETALIATION KL.5:40 THECROODS ÍSLTAL KL.5:50 AKUREYRI BURTWONDERSTONE KL.5:50-8-10:10 JACKTHEGIANT-SLAYER KL. 5:50 SIDEEFFECTS KL. 10:10 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 8  H.S. - MBL FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! EIN FLOTTASTA SPENNUMYND ÁRSINS THE NEW YORK TIMES LOS ANGELES TIME WALL STREET JOURNAL TIME NÝJASTA MYND STEVEN SODERBERGH T.V. - BÍÓVEFURINN  MÖGNUÐ GRÍNMYND STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI  T.K., KVIKMYNDIR.IS  VJV, SVARTHÖFÐI STEVE CARELL JIM CARREY Nýtt leiksvið, Brúðuloftið, verður tekið í notkun á morgun í Þjóðleik- húsinu, leiksvið sem brúðuleikhúsið Brúðuheimar mun hafa til afnota næstu misseri. Brúðuloftið hét áður Leikhúsloftið og er fyrir ofan sval- irnar í aðalsal leikhússins. Fyrsta sýningin á Brúðuloftinu verður verk Bernds Ogrodniks, brúðuleik- húsmanns og listræns stjórnanda Brúðuheima, um tröllskessuna Gili- trutt sem hlaut Grímuverðlaunin árið 2011 sem barnasýning ársins. Gilitrutt vígir Brúðuloftið á morg- un kl. 13.30 og er stefnt að því að sýna verkið fram í lok maí. „Við tökum alfarið yfir rýmið, þ.e. Brúðuheimar, og verðum með eina nýja uppfærslu á ári. Svo róterum við eldri sýningum, verðum vænt- anlega með eitthvað af gestasýn- ingum og svo stendur til að halda áfram utan um brúðuleiklistarhá- tíðina sem við byrjuðum með í Borgarnesi,“ segir Hildur M. Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Brúðu- heima og eiginkona Bernds, um Brúðuloftið. Þau hjónin urðu að loka Brúðuheimum í Borgarnesi í fyrra, ráku þar brúðuleikhús, safn, kaffihús og gallerí. Aladdín næstur Næsta uppfærsla Brúðuheima verður byggð á ævintýrinu um Aladdín og töfralampann og áætlað er að frumsýna verkið í október. Bernd sér um brúðugerð og sviðsmynd verksins, skrifar söguna en leikgerðina vinnur hann í sam- starfi við Ágústu Skúladóttur leik- stjóra. „Þetta verður með svipuðu sniði og hann byggir sínar sýn- ingar. Hann er þátttakandi um leið og hann er brúðustjórnandi. Það er stundum erfitt að gera skil á milli en það er svo magnað með hann að þegar hann er að stjórna brúðunum þá gjörsamlega gleymir maður að hann sé á sviðinu,“ segir Hildur. „Þetta verður í fyrsta skipti, að við vitum til, sem Aladdín er færður upp á svið á Íslandi.“ helgisnaer@mbl.is Tröllskessan Gilitrutt í sýningu Brúðuheima um tröllskessuna ógurlegu. Gilitrutt vígir Brúðuloftið  Brúðuheimar sýna í Þjóðleikhúsinu Stórt málverk af bláleitufjalli blasir við áhorfand-anum á einkasýninguUnndórs Egils Jónssonar í Ásmundarsal í Listasafni ASÍ en hún ber yfirskriftina „Permanence is but a word of degrees“. Í skemmtilega unnu myndbands- verki, sem varpað er á vegg, sést fljúgandi „fugl“ sem samsettur er úr mörgum fuglategundum. Á öðr- um stað hangir falleg syrpa af inn- römmuðum vatnslitamyndum sem sýna misstóra fiska. Skúlptúr á stöpli virðist vera íburðarmikil um- gjörð eða taska af einhverju tagi. Fram kemur á einblöðungi sem liggur frammi á sýningunni að listamanninum er sífelld verðandi náttúrunnar hugleikin og verkin gefa vissulega til kynna breyt- ingar. Umhverfisbreytingar af manna- völdum og náttúruvernd brenna á listamanninum. Í viðtali við Unn- dór (í Morgunblaðinu 21. mars sl.) kemur fram að með fjallinu, sem málað er beint á veggi salarins, sé hann að vísa til borgarísjaka, en eins kunnugt er bráðnar ísinn í heiminum hratt um þessar mundir. Töskuskúlptúrinn sé hugsaður ut- an um og til verndar kræklóttri plöntu sem vex á hálendinu. Hann má ef til vill túlka sem myndlík- ingu fyrir tilhneigingu mannsins til að skilgreina, „ramma inn“ og setja á stall, og safna náttúrunni, rétt eins og að væri hún afmarkað fyrirbæri en ekki grundvöllur til- verunnar. Skúlptúrinn felur einnig í sér athugasemd við náttúruvernd í tengslum við ferðamennsku, vernd sem öðrum þræði tengist hagnýtingu. Á hinn bóginn er rétt að taka fram að einu vísbendingu sýningargestsins um að „taskan“ hafi það hlutverk að geyma kræk- lótta plöntu er að finna í viðtali við listamanninn, semsagt í umsögn sem ekki er hluti af sjálfri sýning- unni (á sýningunni koma ekki fram heiti verka). Í reynd mætti allt eins skoða skúlptúrinn sjálfan sem túlk- un einhvers konar náttúrufyrir- bæris, enda er náttúran í senn inn- tak okkar og umbúðir. Breytingar á vistkerfum hafa áhrif á manninn eins og aðrar líf- verur. Á vefsvæði listamannsins kemur fram að myndirnar af fisk- unum fjalli um „síðasta laxinn“. Nýleg dæmi um eyðileggingu á vistkerfum Lagarfljóts og Þingvallavatns og yfirvofandi breytingar á Urriðafossi sýna svo ekki verður um villst að laxinn og aðrar vatnalífverur eiga undir högg að sækja. Öðrum þræði virð- ist Unndór segja að náttúran ráði sér sjálf: hún aðlagist og haldi sínu striki eins og samsetti fuglinn í myndbandsverkinu, hvað sem at- höfnum mannsins líður. En fari allt á versta veg verður mannskepnan sjálf á meðal þessara síðustu laxa. Morgunblaðið/Golli Breytingar Umhverfisbreytingar af mannavöldum og náttúruvernd brenna á Unndóri Agli Jónssyni. Hvað er í töskunni? Listasafn ASÍ, Freyjugötu. Unndór Egill Jónsson – Permanence is but a word of degrees bbbmn Til 14. apríl 2013. Opið þri.-su. kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.