Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 35
Okkar elskulega vinkona Lovísa Einarsdóttir er fallin frá eftir þunga og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er ekki auðvelt að sætta sig við að smit- andi lífskraftur hennar, já- kvæðni og stríðnisglampinn í augunum hafi verið hrifinn á brott frá okkur á örfáum mán- uðum. Við hefðum svo innilega viljað fá að njóta samvista við hana lengur. Ég kynntist Lovísu þegar við hjónin fluttum í Garðabæinn fyrir 30 árum og ég fékk um sama leyti inni í leikfim- ishóp kvenna sem Lovísa hafði veg og vanda af. Þar myndaðist á milli okkar rík og yndisleg vin- átta sem varaði alla tíð síðan og aldrei bar skugga á. Lovísa var sterkur persónu- leiki og hafði mikla forystuhæfi- leika sem sýndi sig þegar hún setti saman sýningarhópa sem hún fór með á íþróttamót er- lendis og bárum við, meðlimir hópanna hennar, ávallt mikla virðingu fyrir henni og hennar hugmyndum og vorum ævinlega tilbúnar að vaða eld og brenni- stein fyrir hana. Þá myndaðist ávallt mikill og góður vinskapur í þessum hópum, vinátta sem haldist hefur síðan, og er það ekki síst Lovísu og drifkrafti hennar að þakka. Þessar ferðir voru afar skemmtilegar enda gaf Lovísa ávallt mikið af sér og var mikill gleðigjafi. Með árunum myndaðist svo mjög góður vin- skapur milli okkar hjónanna og Lovísu og Ingimars og höfum við aðhafst margt skemmtilegt saman í gegn um árin. Við fórum í heimsókn til þeirra þegar þau bjuggu í Óðinsvéum í Danmörku og einnig þegar þau bjuggu í Leeds um tíma. Það var alltaf mjög gaman að heimsækja þau enda átti Lovísa afskaplega auð- velt með að mynda stemningu í kringum alla hluti. Eitt sinn fór- um við í ferðalag saman um Mið- Evrópu og komum víða við. Í einum bænum var hún send út af örkinni til að finna matstað fyrir kvöldið en við hin vildum hvíla okkur. Hún skokkaði út og fann kastala í nágrenninu en þar innandyra var flottur veitinga- staður sem við heimsóttum svo um kvöldið. Eftir það kölluðum við hana „daghlauparann“. Á síðari árum vaknaði hjá henni áhugi á golfi og höfum við stundað það saman víða um land. Það var ekki skrýtið að golfið skyldi vera henni að skapi þar sem útivist var hennar líf og yndi og áttum við vinkonurnar ófáar gönguferðirnar upp á Búr- fell, í Búrfellsgjá og víðar. Lovísa var góður íslenskumaður og var hagyrt og átti hún það til að yrkja ljóð þegar þannig lá á henni. Eftir hana liggja því margir bragir sem voru fluttir við alls konar tilefni. Hún var ákaflega söngelsk og kunni ógrynni af textum, einnig var hún leikhús- og listunnandi. Lovísa var heilsteyptur persónu- leiki, orðvör og aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann. Hún var tryggur vinur, um- hyggja og gjafmildi einkenndi hana. Þá var Lovísa ákaflega skemmtileg og hláturmild kona og það var gjarnan mikið hlegið þar sem hún var viðstödd. Við hjónin þökkum Lovísu fyrir samfylgdina öll þessi ár og vott- um Ingimari og öðrum aðstend- endum okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði kæra vinkona. Margrét og Jóhannes. Ósnortin snjóbreiðan hylur botnfrosið vatnið sem ég geng á Lít til baka visnir brúskar á stangli marka skil á láði og legi Í þíðunni munu spor mín bráðna – hverfa sökkva til botns í vaknandi lífríkið Ríkið sem svaf undir drifhvítri sæng og mynstruð var marrandi fótsporum mínum. (LE) Þótt sporin hennar Lovísu séu horfin sjónum okkar, eins og fram kemur í ljóðinu hennar sem birtist í þriðja tölublaði Húsfreyjunnar árið 2008 ásamt ítarlegu viðtali, verða þau alltaf geymd í huga okkar, í lífríkinu sem svaf, og nú fljóta allar minn- ingarnar upp á yfirborðið. Sum- arið 1987 lagði hópur Íslendinga leið sína til Svíþjóðar til að læra sænsku í Framnesi. Við áttum góðar stundir saman nokkrar konur auk sænskunámsins, fundum einhvern sameiginlegan streng og héldum áfram að hitt- ast þegar heim var komið. Við komum úr ólíkum áttum en átt- um sameiginlega fróðleiksþörf, löngun til að kynnast ólíkri menningu og höfðum ánægju af því að njóta lífsins og tilverunn- ar. Við kölluðum okkur Uglurn- ar. Samverustundirnar eru orðn- ar margar og ógleymanlegar og ýmislegt hefur á daga okkar drifið. Við höfum farið í ferðalög innanlands sem utan og gert okkur far um að búa til skemmtilega og einstaka við- burði. Í hugann kemur ferð til Kristínar á Spáni árið 2000 og menningarferð sem farin var í tilefni 20 ára afmælis Uglanna til Noregs og nú síðast máls- verður á Hótel Holti í tilefni 25 ára afmælis auk ótal annarra samverustunda. Lovísa okkar var hjartað í félagsskapnum. Hugmyndarík, ljóðelsk og skáld- mælt, listræn, lífsglöð og kát og mikill gleðigjafi, með sterka réttlætiskennd, áhugasöm um flest málefni, þjóðmál, íþróttir og annað það sem lýtur að mannlegri tilveru. Það var alltaf gaman í okkar félagsskap. Lovísa okkar, við þökkum þér samleiðina, vináttuna og ótelj- andi gleðistundir. Vottum Ingi- mar og fjölskyldunni innilega samúð okkar. Uglurnar, Erla Jónsdóttir, Kristín Bergmann og Valgerður Katrín Jónsdóttir. Ég kynntist yndislegu æsku- vinkonu minni Lovísu þegar hún var 11 ára. Ég bjó á Vesturgöt- unni í Reykjavík og hún skammt frá í Ívarsseli. Við náðum strax vel saman og urðum góðar vin- konur. Mér er minnisstætt hvað fjölskylda mín var hrifin af henni, enda ekki furða, Lovísa geislaði af gleði, hún var skemmtileg og hress. Á unglingsárunum dvöldumst við á sumrin hjá ömmu minni á Akureyri. Þar voru bestu gleði- stundir bernsku minnar. Amma Aðalheiður var dugleg að spila við okkur og við nutum þess að vera til. Það var hjólað, farið í berjamó, heyskap og margt brallað. Aukapening fengum við með því að tína maðk á nóttunni og selja og var oft spenna í gangi, sérstaklega þegar við tíndum við Gamla spítalann, þar sem tekið var til fótanna við minnstu hljóð vegna hræðslu við drauga. En með þessu móti átt- um við pening til að komast á böllin og á einu ballinu kynntist ég eiginmanni mínum. Alltaf var gaman í kringum vinkonu mína og sérstaklega var gaman sumarið sem við unnum saman á netaverkstæðinu. Við fórum í margar útilegurnar og einu sinni meira að segja á hestamannamót ásamt Guð- björgu vinkonu okkar. Lovísa var barngóð og fékk litli bróðir minn hann Siggi að njóta góðs af því, hann fékk að skottast með okkur hingað og þangað. Við vinkonurnar giftum okkur og börnin fæddust og í kjölfarið var saumaklúbburinn stofnaður sem er núna búinn að vera við lýði í hálfa öld. Dýrmætar stundir áttum við vinkonurnar þegar við fórum um aldamótin til Prag. Þar þeytt- umst við um borgina og skoð- uðum söfn og annað. Við end- uðum dagana með kaffihúsaferðum og spjalli langt fram eftir kvöldi. Mikið var gaman hjá okkur. Ég vil votta aðstandendum mínar dýpstu samúð. Söknuður- inn er sár en minningin um góða konu lifir. Ég kveð góðan og traustan vin. Blessuð sé minn- ing minnar kæru Lovísu. Sigrún Sigríður Garðarsdóttir. Nú er komið að kveðjustund. Við langreisur kveðjum Lovísu með sorg í hjarta. Hún var ekki aðeins einlægur vinur okkar, heldur leiðtogi í alls konar lík- amsrækt, þá sérstaklega í hóp- fimleikum í Garðabæ, en þar kenndi hún kvennaleikfimi í mörg ár og varð strax mjög vin- sæl. Lovísa var djörf og hafði metnað fyrir leikfimihópa sína. Hún hafði sérstaklega skýr og falleg augu og augnaumgerð og þegar gamanið var mest sást það í glettnum augum hennar. Hún undirbjó sig mjög vel og átti auðvelt með að velja tónlist sem féll vel að ýmsum sporum og var óhrædd við að prófa eitt- hvað nýtt. Um jólin 1982 að loknum síðasta tíma gerði hóp- urinn sér dagamun og hittist í jólaglögg. Þar kom í ljós að Lovísa var með boð sem borist hafði til FSÍ um að taka þátt í fimleikahátíð í Albenga á Ítalíu og í beinu framhaldi í Örebro í Svíþjóð. Hvattar áfram af Lovísu var samþykkt að taka þetta til athugunar og voru 14 konur tilbúnar í slaginn. Við fylgdum Lovísu í gegnum þykkt og þunnt og stóð hún ætíð sterk fyrir stafni. Héldum við af stað í júní 1983 og var þetta mikill flugvallarússibani en samtals voru níu millilendingar í ferð- inni. Lovísa ljómaði af gleði og allt gekk vel þegar við loksins komum á hótelið í Albenga. Ítalía var yndisleg, ógleymanleg mild kvöld og gleði að afloknum sýningum. Í Svíþjóð var sýnt úti og var það heldur svalara. Þetta var ekki eina ferðin sem Lovísa leiddi leikfimihópana sína. Farið var í æfingabúðir í Sandefjord í Noregi. Á Gymnastrada fór hún tvisvar með hópa, til Herning í Danmörku og Amsterdam í Hol- landi. Lovísa hafði mikinn metn- að fyrir starfi sínu og var sífellt vakandi fyrir nýjungum og hvernig mætti bæta heilsu og líðan eldri borgara og stundaði starf sitt á Hrafnistu af elju og kostgæfni. Hún lærði íþrótta- fræði á Laugarvatni, bætti við sig sjúkraliðanámi síðar og sótti fjölmörg námskeið. Hún kenndi líka vatnsleikfimi og brá jafnvel fyrir sig kínverskri leikfimi. Þekkt var hún fyrir styrktar- tíma sem hún var með fyrir kon- ur sem farið höfðu í brjóstaað- gerðir. Síðustu ár þróaði hún hóptíma á Hrafnistu sem hún kallaði Minningatíma, en þá var hún gjarnan með eitthvað frá fyrri búskaparháttum og fékk þannig eldra fólk til að tjá sig um líf sitt og reynslu. Ekki má gleyma Kvennahlaupinu en hún var meðal þeirra sem komu því af stað. Hlotnaðist henni m.a. fálkaorðan á Bessastöðum fyrir frumkvöðlastarf. Í okkar huga var Lovísa brautryðjandi, foringi og óhrædd við að takast á við ný verkefni. Lovísa hafði áhrif á sitt samferðafólk og margar konur hafa sagt að vegferðin með henni hafi styrkt sig og gef- ið sér kraft og sjálfstraust til að takast betur á við lífið. Nú er komið að skilnaðarstundu og því fær enginn breytt. Merkileg kona er gengin og lífið verður einhvern veginn tómlegt án hennar. Við vottum fjölskyldu hennar, eiginmanni og ástvinum einlæga samúð okkar. Far þú í friði á móti hækkandi sól, kæra Lovísa. Langreisan er liðin hjá lengi mun hún lifa í sinni. Minnast á með eftirsjá margar eiga á lífsleiðinni. (L.E.) Langreisur í Garðabæ, Marta Pálsdóttir. Kær vinkona hefur kvatt. Lovísa átti marga góði vini sem sakna hennar sárt. Við höldum enn hópinn nokkrar konur sem stofnuðum heimili við Aratún í Garðabæ á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Á vináttu okkar hef- ur aldrei borið skugga og við höfum gert margt okkur til gam- ans gegnum árin. Það er gott að minnast þess núna, hve oft við höfum notið hlýju og stuðnings hver frá annarri jafnt á gleði- sem sorgarstundum. Á jólum, afmælum, ferðalögum, muster- um, fundum, hjónaböllum og saumaklúbbum höfum við notið samverunnar. En nú er sorgar- stund. Við söknum og sendum samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Lovísu okkar. Elfa, Arna, Jóna, Hrönn, Dagný, Kristjana, Halldóra og Hrafnhildur. Mikil sómakona er fallin frá allt of snöggt. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég keyrði Lovísu heim eftir fund okkar í júlímán- uði að níu mánuðum síðar sæti ég og skrifaði minningargrein um hana. Ef til vill er gott að vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Mér finnst að ég hafi vitað hver Lovísa var frá því að ég flutti í Garðabæ 1978. Hún Lovísa sem var með kvennaleik- fimina í íþróttahúsinu og flestar konur vildu komast í þann hóp. Við kynntumst hins ekki náið fyrr en ég hóf að starfa fyrir fimleikadeild Stjörnunnar 1985 um það leyti sem hún var að hætta sem formaður Fimleika- sambandsins og að taka sæti í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Seinna völdumst við til þess að starfa saman í nefnd sem átti að skipu- leggja ráðstefnu á vinabæjar- móti í Garðabæ og áttum að finna fleiri með okkur. Samstarf- ið tókst með ágætum og fundum við út að það væri best að klára þetta bara sjálfar og komumst þá að því að skýring á góðu sam- starfi gæti verið að við vorum fæddar sama dag þó að nokkur ár skildu á milli. Lovísa var einni helsti frum- kvöðull Kvennahlaups ÍSÍ árið 1990, ættmóðir Kvennahlaupsins eins og við sem höfum starfað með henni í Kvennahlaupsnefnd í gegnum árin, höfum oft kallað hana. Hún kynntist Kvenna- hlaupi í Finnlandi og heillaðist af hugmyndinni . Hún vann að hug- myndinni með aðstoð góðs hóps og raunin varð að 2.500 konur tóku þátt í fyrsta hlaupinu,víðs vegar um land, fjöldi sem fór langt fram úr björtustu vonum. Aðalhlaupið þetta fyrsta ár var í Garðabæ og hefur verið svo ætíð síðan. Verkefnið óx og dafnaði og í ár verður 24. Kvennahlaup- ið. Lovísa átti sæti í undirbún- ingsnefnd hlaupsins í Garðabæ í 15 ár, lengi vel sem formaður nefndarinnar. Eftir að hún hætti formlega í nefndinni hefur hún komið að framkvæmd flestra hlaupanna með einum eða öðr- um hætti. Það verður einkenni- legt að hafa hana ekki með í hópnum við framkvæmd Kvennahlaupsins í júní næst- komandi. Lovísa var hress og skemmti- leg kona, hrókur alls fagnaðar þegar svo bar við, sagði skemmtisögur og fór með gam- anmál. Ég átti þess kost að vera með Lovísu á mörgum slíkum stundum. Lovísa var einnig ákveðin og fylgin sér og vann öt- ullega að því að koma sínum hugmyndum í framkvæmd. Lovísa var óspör á að hvetja fólk áfram og ósjaldan hef ég notið stuðnings hennar og hvatningar í gegnum árin. Aðstæður haga því þannig að þegar útför Lovísu fer fram verð ég á leið til landsins eftir vinnu- ferð erlendis og get því ekki ver- ið viðstödd sem mér þykir mjög miður. Ég sendi Ingimar, Dóru, Áslaugu og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um Lovísu mun lifa með okkur um ókomna tíð. Anna R. Möller. Kær vinkona hefur kvatt þessa jarðvist, sem hún gerði fallega og með miklum sóma, eins og annað sem hún alltaf gerði. Okkar kynni áttu upphaf sitt þar sem við bjuggum í Aratúni í Garðabæ. Þá var tíminn þar sem engar verslanir voru í bænum, en búðarbíllinn kom þá í götuna og við húsmæðurnar hlupum út til að kaupa í matinn. Jafnframt hittumst við þar nágrannakon- urnar, sem má segja að byggjum í hnapp, og eftir innkaupin var ráðið hvar við lentum í morg- unkaffi. Úr þessu varð mikill vinskapur sem við svo nefndum Klíkan í Króknum þar sem eig- inmenn tilheyrðu, en oftar hitt- umst við þó vinkonurnar sem síðan fengum það vafasama nafn, Götustelpurnar. Nú eru nokkrar ennþá í Aratúni og aðr- ar fluttar í minna húsnæði, en alltaf höldum við hópinn og fast- ur punktur er svokallaður Saumaklúbbur þar sem við hitt- umst einu sinni í mánuði, en því fer fjarri að þar sé saumað. Kannski bara einhver að lakka á sér neglurnar, en mest spjallað og mikið hlegið. Síðasti sauma- klúbbur sem var hjá Haddý er okkur mikils virði og gleymist seint. Lovísa mætti auðvitað þótt hún væri ekki allt of hress. En þarna lékum við á als oddi og mikið var hlegið og ekki minnst Lovísa. Þarna sátum við allar í mestu makindum og ekki síst Lovísa sem undanfarið hafði gjarna hringt í Ingimar til að láta sækja sig, þó að við hinar vildum halda áfram. Hún sat sem fastast með okkur fram yfir miðnætti og við vorum tilbúnar að kveðja og keyra hana heim. Við eigum þessa yndislegu minningu um hana og eigum margoft eftir að rifja það upp. Því miður eru Dagný Ellingsen og Garðar Sigurgestsson flutt til Spánar, en þau senda okkur Klíkunni í Króknum og eigin- manni Lovísu, Ingimar, samúð- arkveðjur og biðja fyrir blessun Lovísu. Lovísa hafði marga góða eig- inleika og mikil gleði og léttleiki fylgdi henni. Hún átti létt með að skrifa og greip gjarnan í að yrkja falleg kvæði og skemmti- lega bragi. Við höfðum fyrir vana að heimsækja systur mína árlega í janúar en hún býr í Bandaríkjunum og þangað fór- um við síðast saman í fyrra til að fagna með henni 90 ára afmæli. Við fórum með afmælisbrag sem við sömdum saman um hennar líf og feril og sungum hann í veislunni með tilheyrandi lát- bragði og töktum, við mjög góð- ar undirtektir. Urðum við að endurtaka atriðið aftur til að taka upp á vídeó, þetta fór svo reyndar á YouTube! Þetta og margt fleira brölluðum við sam- an sem of langt yrði að telja. Að lokum minnist ég leikfimi- tímanna hjá henni og fimleika- hópsins okkar Langreisurnar. En um það er fjallað hér af ann- arri vinkonu úr þeim hópi. Þarna er mjög skemmtilegur og góður hópur sem heldur þétt saman þótt við séum hættar að stunda fimleika, þá göngum við saman tvisvar í viku og höldum okkur við með því í staðinn. Minning Lovísu Einarsdóttur lifir. Kristíana Kristjánsdóttir. Kveðja frá vinum úr hópi námstjóra Látin er fyrir aldur fram Lovísa Einarsdóttir íþrótta- kennari. Með henni er mikil mannkostakona horfin á vit for- mæðra sinna og -feðra. Með söknuði kveðjum við góða vin- konu, úr hingað til glaðværum hópi fyrrverandi námstjóra í menntamálaráðuneyti og eigin- kvenna þeirra. Í þessum hópi voru Lovísa og Ingimar í for- ystu, hann fyrrverandi náms- tjóri í íþróttum, í gamni oft kall- aður forsetinn og hún þar af leiðandi forsetafrúin. Heima hjá þeim er margra samverstunda að minnast, ógleymanlegra og framúrskarandi skemmtilegra. Tilefnin voru ýmis, svo sem að fagna gömlum vetrarmánuðum, þorra eða góu, ellegar verklýðs- deginum 1. maí. Í þessum litla félagsskap voru samkomur haldnar til skiptis heima hjá félögum, og ósjaldan kom frumkvæðið frá Ingimari og Lovísu. Margt var þar til gam- ans gert, sungið saman við harmónikkuspil, sagðar gaman- sögur og brandarar, rætt um landsins gagn og nauðsynjar og um málefni líðandi stundar, jafn- vel pólitík. Síðast en ekki síst er að minnast hringferðanna, þegar allir samkomugestir sátu í hring, og fór þá hver og einn gestur í stuttu eða löngu máli yfir það sem á daga hafði drifið frá síð- ustu samkomu. Með þessum hætti fengu allir fréttayfirlit, langoftast í afar gamansömum búningi. Glaðværð var mikil á þessum samkomum sem oft gátu dregist á langinn því tímaskyn allt týndist þegar hugurinn flaug á vængjum vináttu, góðvildar, skemmtunar og fræðslu. Lovísa var einstaklega glæsi- leg kona, ljúf og elskuleg, gull af manni. Eftirlifandi félagar kveðja hana með harmi í hjarta, jafnframt óskum við henni góðr- ar ferðar yfir lendur eilífðarinn- ar til annarra heimkynna. Ingi- mari og öllum aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Guðmundur og Sigríður, Júlíus og Ingibjörg, Krist- ján og Ester, Njáll og Svan- fríður. Ég vil minnast vinkonu minn- ar Lovísu Einarsdóttur með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust í leikfimihópi á vegum Samhjálpar kvenna, en það er stuðningshópur innan Krabba- meinsfélgs Íslands. Á síðasta vori hafði leikfimihópurinn starf- að samfellt í 23 ár undir styrkri leiðsögn Lovísu. Lovísa hafð far- ið til Þýskalands að afla sér sér- þekkingar í leikfimi fyrir konur sem fengið höfðu krabbamein í brjóst og misst bjóst. Sérþekk- ingin var falin í æfingum sem styrkja sérstaklega efri hluta líkamans. Hópurinn hefur hist tvisvar í viku yfir vetrarmán- uðina í þessi 23 ár. Leikfimin hefur öll árin verið í húsnæði Hrafnistu í Hafnarfirði og voru annars vegar æfingar í sund- lauginni og hins vegar í leikfimi- sal Hrafnistu. Æfingarnar voru ætíð skemmtilegar enda var Lovísa sérstaklega elskuleg og glaðlynd. Um hver áramót og í lok hvers vetrar hvatti og sá Lovísa um að hópurinn gerði sér glaðan dag. Haustið 2005 skipu- lagði Lovísa ferð til Benidorm og hófst leikfimistarf hópsins þá þar og var ferðin mjög ánægju- leg og eftirminnileg. Mikill sjónarsviptir er að Lovísu úr samfélagi okkar. Hún var trygglynd, vinföst og glað- lynd og nutum við samvista við hana. Blessuð sé minning henn- ar. Ég sendi Ingimar og fjöl- skyldu hennar innilegustu sam- úðarkveðjur. María Kristmundsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Lovísu Einarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.