Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 Á köldum klaka Samlyndar stokkendur kúra á klakanum á Tjörninni í Reykjavík í kuldanum í gær. Ómar Stærsta úrlausnarefnið í ís- lensku efnahagslífi í dag er lausn á svonefndum snjó- hengjuvanda. Snjóhengjan er að minnsta kosti 100% af VLF. Stærsti einstaki hlutinn er þrotabú gömlu bankanna og nemur um þriðjungi vand- ans. Erlendar skuldir þrotabú- anna nema um 2.300 millj- örðum og eru því fjórum sinn- um stærri en Icesave-skuldin á sínum tíma. Framtíðarhagsmunir ís- lenskrar þjóðar eru að veði og íslensk stjórn- völd hafa því ríkar heimildir til inngripa með það að markmiði að leysa málið. Af einhverjum ástæðum hefur umræðan um lausn á þessu vandamáli ekki verið nægjanlega áberandi. Uppgjör á þrotabúum föllnu bankanna er eðli málsins samkvæmt lykill að lausn þessara mála. Þrotabú Kaupþings, Glitnis og gamla Landsabankans eru meðal stærstu fyr- irtækja á Íslandi í dag ef miðað er við eignir þeirra, hvort sem er höfuðstól eða markaðs- virði. Tilvera þeirra veldur miklum kostnaði fyrir hið opinbera (eftirlitsaðila, löggjafann og framkvæmdavaldið) og endanlegt upp- gjör þeirra og útgreiðslur krafna – sér- staklega til erlendra aðila – geta valdið stökkbreytingu á gengi krónunnar. Þau eru sem sagt ógn við almannahagsmuni. Þrátt fyrir þetta greiða þessi fyrirtæki lítil op- inber gjöld og skatta. Það er sjálfsagt og eðlilegt að þessi fyr- irtæki greiði skatta og geta þeir verið í formi skatta á útgreiðslur eða sérstakur skattur á skuldir þeirra. Íslensk fjármálafyrirtæki greiða sérstakan skatt á skuldir sem nemur 0,041%. Í lögunum sem settu þennan skatt á (nr. 155/2010) voru fjármálafyrirtæki í slita- meðferð á óútskýranlegan hátt undanþegin honum. Í lögum nr. 73/2011 var lagður á tímabundinn viðbótarskattur sem nemur 0,0875% af skuldum fjármálafyrirtækja. Bankarnir greiddu því 0,1285% skatt af skuldum sínum og aflaði þessi skattur ríkinu um þriggja milljarða á þessu ári. Ef þrotabúin greiddu sambærilegan skatt, þ.e. 0,1285% á höfuðstól skulda (en höfuðstóll bara er- lendra skulda þeirra var tæpir 10.000 milljarðar í árslok, sam- kvæmt tölum Seðlabankans), aflaði slíkur skattur tæpra 13 milljarða á ári. Útgreiðslur til erlendra kröfuhafa munu nema 2.500 milljörðum miðað við núver- andi verðmat og gengi. Út- greiðslur setja gríðarlegan þrýsting á gjaldmiðilinn. Þær nema fimmföldum gjaldeyr- isforða Seðlabankans og eru þar af leiðandi ógn við fjármálastöðugleika. 10% skattur á útgreiðslur mundi afla ríkinu 250 milljarða á því tímabili sem útgreiðsl- urnar eiga sér stað. Ekki verður séð að slík skattlagning sé í andstöðu við alþjóðalög og -samninga. Í skýrslu sinni um Ísland í nóvember í fyrra tók Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn undir slíkan útgönguskatt. Einnig má nefna að á Kýpur er verið að tala um 25% skatt á útgreiðslur á innistæðum í starfandi bönkum þannig að ekki er hægt að halda því fram að við værum að fara aðrar leiðir en félagar okkar í ESB. Skattar sem þessir eru ekki bara réttlátir út frá hagsmunum skattgreiðenda á Íslandi heldur eru þeir líklegir til að hvetja til skynsamlegrar og skjótrar úrlausnar í þessu risamáli. Erlendir kröfuhafar bankanna tapa einnig peningum eftir því sem lengri tíma tekur að greiða út úr þrotabúunum. Ef stjórnvöld halda rétt á spilunum má búast við því að gjaldeyrishöftin geti verið afnumin á næstu þremur til fjórum árum og án veru- legs tjóns fyrir íslenskan almenning. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson »Ef stjórnvöld halda rétt á spilunum má búast við því að gjaldeyrishöftin geti verið afnumin á næstu þremur til fjórum árum og án verulegs tjóns fyrir íslenskan almenning. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er alþingismaður. Skattleggja þrotabúin Sigmundur Davíð ætlar að búa til 300 milljarða með nauða- samningum við kröfu- hafa og nota til að lina þjáningar þeirra sem sitja uppi með stökk- breyttar skuldabyrðar verðtryggðra lána. Sig- mundur er í góðu skapi þessi dægrin og á Sprengisandi lofaði hann líka að taka á sinn klakk byrði þeirra sem tóku myntkörfulán, en hafa ekki fengið næga úrlausn. Aldrei er að vita hvað honum tækist með góðra manna hjálp. I. Sjálfur er hann kominn með nýjan sið og hættur við að „rýja“ kröfuhaf- ana eins og Jón Steinsson kallar það, og segir réttilega að ríkið hafi tæki til að ná við þá samningum. Hann vill bara ekki að nokkur nema hann noti þau. En hver bjó til þessi tæki? Hvar var þá Sigmundur sjálfur? Var hann fylgjandi því að tækin, sem skapa nú þrýstinginn á kröfuhafana, yrðu búin til? Nei, hann var það ekki. – Þessi tæki, sem eru forsenda svigrúms í samningum við kröfuhafa, bjó núver- andi stjórnarmeirihluti á Alþingi til með því að framlengja gjaldeyr- ishöftin án tímamarka og með því að fella í mars á sl. ári gjaldeyriseign þrotabúa föllnu bankana líka undir höftin. II. Í þeirri stöðu eiga kröfuhafarnir þann grænstan að taka hugsanlegu tilboði stjórnvalda eða horfa á eftir þrotabúum gömlu bankanna í gjald- þrot og sjá þá allt sitt fé læst niður alllengur en lyst þeirra stendur til. Samningaleiðin, sem Sigmundur er nú orðinn sammála ríkisstjórninni um, er að sönnu harka- leg. En hún er full- komlega boðleg miðað við efnahagsstöðuna og aðdraganda máls. III. Það er hins vegar at- hyglisvert að þegar í harðbakkann sló treysti Sigmundur sér ekki til að taka þátt í að smíða þessi tæki. Hann og Framsókn studdu ekki framlengingu gjaldeyr- ishaftanna fyrr en í annarri atrennu. Sigmundur sat hjá með sínu liði. Stjórnarandstaðan notaði stöðu sína við þinglok á sínum tíma til að koma í veg fyrir að gjaldeyrishöftin yrðu í fyrstu atrennu framlengd lengur en til 2013. Það styrkti stöðu kröfuhaf- anna og veikti verulega stöðu Seðla- bankans til að vinda ofan af snjó- hengjunni. Í seinni atrennunni tókst að koma vitinu fyrir stjórnarandstöð- una. Þá loks náðist sú sterka staða gagnvart nauðasamningum sem nú er komin upp fyrir atbeina stjórn- armeirihlutans á Alþingi. IV. Þegar stjórnarmeirihlutinn lagði svo til að gjaldeyriseign búanna félli undir höftin, sem var algjört lyk- ilatriði, þá sat Framsókn aftur hjá á Alþingi. Hún treysti sér semsagt ekki til að styðja ákvörðun um að bú bank- anna færu undir höftin. Í dag er það þó önnur meginforsenda þess að hægt verði að skapa svigrúmið fræga með samningum. Í þeim slag var brynja Framsóknar tómlætið eitt. V. Hitt er rétt, að það fjárhagslega svigrúm sem ríkisstjórnin ætlaði sér að skapa í fyllingu tímans með þess- ari aðferð átti að fara í að greiða niður skuldir ríkisins, og hugsanlega í að endurfjármagna Íbúðalánasjóð og tryggja þannig örugg og ódýr hús- næðislán til framtíðar. Sú aðgerð að nýta umrætt fjárhagslegt svigrúm til að treysta fjárhagslega stöðu ríkisins dregur úr þenslu til framtíðar og vinnur gegn áframhaldandi verð- bólgu. Hinu er ég líka sammála, að við eigum óloknu verki gagnvart þeim fjölskyldum sem hafa horft á eignarhlut í heimilum sínum brenna upp í gengishruni – og þær gátu ekki séð fyrir. VI. Þeir sem vilja nota til þess verks svigrúmið fræga verða að hafa í huga að verulegur hluti af því mun felast í krónueign sem gæti komið í hlut rík- isins, og jafngilti seðlaprentun að koma henni út í hagkerfið. Ætli Sig- mundur að fara þá leið, þá verður samhliða að grípa til ráðstafana sem til lengri tíma vinna gegn þenslu og tryggja þannig að sá ávinningur fórn- arlamba hrunsins brenni ekki á nýju verðbólgubáli. Það er ekki hægt nema flytja inn þann stöðugleika sem felst í að taka upp evruna. Leið Sig- mundar er því ekki fær, nema ganga í Evrópusambandið og opna þannig leið til að taka upp evruna. Það enda- tafl er ég til í að ræða. VII. Það verður líka að horfast í augu við þá spurningu, hvort það sé ábyrgt að lofa fólki úrlausn á grundvelli svig- rúms, sem enn er fugl í skógi? Höfum hugfast að það getur tekið langan tíma að fanga þann fugl og koma í hús. Slitastjórnir og ráðgjafar sem hafa prívathagsmuni af því að nauða- samningar taki sem lengstan tíma munu finna hvert fótakeflið á fætur öðru til að velta á allar götur sem liggja til samninga. Lagaskrúbbið á samningunum eitt og sér, þegar þeir eru í höfn, gæti þar að auki tekið fast að ári til viðbótar. Trúir eðli sínu og yfirboðurum er heldur ekki ósenni- legt að lagakrókamenn á vegum ein- hverra kröfuhafa muni neyta allra ráða til að tefja feril máls með lög- sóknum. VIII. Samningaleiðin, eins og Sigmund- ur vill núna fara, felur þar að auki í sér að opinber aðili þarf að kaupa bankana af kröfuhöfum, og selja þá síðar á markaði til að innleysa a.m.k. hluta af þeim hagnaði sem Sigmund- ur ætlar að hafa af gerningnum. Það mun væntanlega þurfa að gerast í áföngum og lengir því enn tímann þangað til fuglinn í skóginum verður hugsanlega höndum tekinn – og svig- rúmið skapað. Varla ætlar Framsókn að fara að hætti pólitískra feðra sinna og selja það nýjum S-hópi, eða mönn- um í teinóttum jakkafötum eins og síðast? IX. Punctum saliens er því að það er al- gerlega óvíst hvenær hægt er að inn- leysa svigrúmið sem næst með nauða- samningunum. Allt eins líklegt er að það verði ekki fyrr en eftir nokkur ár – jafnvel ekki fyrr en kjörtímabilið er á enda. Kemur þá að spurningu til Sigmundar: Er þá ekki betra að hefja ferðalagið með því að fara skjótvirk- ari leið, sem felur samt í sér að kröfu- hafarnir eru teknir með inn í fjár- mögnun á aðgerðum til bjargar heimilum landsins? Hún gæti falist í því að skattleggja ofsagróða bank- anna, sem kröfuhafarnir eiga að stærstum hluta, og höfðu á síðasta ári næstum 70 milljarða samanlagt í hagnað. X. Þessi leið tryggir fjármögnun strax til að kosta aðgerðir fyrir verst settu skuldarana sem keyptu húsnæði með verðtryggðum lánum á bóluárunum fyrir hrun. Bankarnir eru að stórum hluta í eigu kröfuhafanna og þetta er því í raun aðeins önnur leið til að nýta það svigrúm sem verður til í samn- ingum við þá – en hún er fljótvirkari, öruggari, og er ekki fugl í skógi. Hún virkar strax. Ef enn er féskylft til verksins þegar nauðasamningum lýk- ur í fyllingu tímans er hægt að sækja í svigrúmið. Ef ekki, þá gætum við Sig- mundur líklega orðið sammála um að hugsanlegt svigrúm rynni til að lækka árlega vaxtabyrði ríkisins með því að greiða niður skuldir þess, eða/og sömuleiðis, að endurfjármagna Íbúðalánasjóð til að gera honum fært að lána ódýr og örugg lán inn í fram- tíðina. Þar með væri líka gengið frá kosningavíxli Framsóknar síðan 2003. Eftir Össur Skarphéðinsson » Leið Sigmundar er því ekki fær, nema ganga í Evr- ópusambandið og opna þannig leið til að taka upp evruna. Það endatafl er ég til í að ræða. Össur Skarphéðinsson Höfundur er utanríkisráðherra. Svigrúmið og Sigmundur Davíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.