Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.04.2013, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 2013 STUTTAR FRÉTTIR ● Innovit og Klak nýsköp- unarmiðstöð at- vinnulífsins hafa sameinast í eitt félag undir nafn- inu Klak Innovit. Eigendur fé- lagsins eru Ný- herji, Háskóli Ís- lands, Háskóli Reykjavíkur, Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins og Samtök atvinnulífsins auk sex ein- staklinga sem allir eiga innan við 5% hlut. Þetta var samþykkt á aðalfundi félagsins. Kristján Freyr Kristjánsson verður framkvæmdastjóri hins sameinaða félags. Nánar á mbl.is. Klak og Innovit sameinast Kristján Freyr Kristjánsson ● Tæplega 3,4 milljónir bíla, fram- leiddra af stærstu bílaframleiðendum Japans, verða innkallaðar á næstunni vegna gruns um galla í loftpúðum í far- þegasæti. Bílarnir hafa verið seldir um allan heim. Um er að ræða bíla framleidda í bif- reiðaverksmiðjum Toyota, Nissan, Honda og Mazda. Bílarnir voru framleiddir á árunum 2000-2004 og í þá voru settir loftpúðar frá sama fyrirtækinu. Gallinn er talinn felast í íhlut í þeim búnaði sem blása á púðann út. Um 3,4 milljónir jap- anskra bíla innkallaðar Gamlir Bílarnir sem verða innkallaðir af japönsku framleiðendunum eru 9-14 ára. BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Góður samhljómur var um að efla þurfi menntakerfið og að það þurfi að sinna betur þörfum atvinnulífsins meðal þeirra sem tóku til máls á fundi sem Háskóli Reykjavíkur efndi til í gær en í pallborðinu voru háskóla- menn, stjórnmálamenn og fulltrúar frá atvinnulífinu. Töluvert var rætt um að of fáir væru tæknimenntaðir hér á landi og að því þyrfti að breyta til að hér gæti risið velmegandi þekk- ingarsamfélag. Hér væru of margir sem ekki hefðu gengið menntaveginn og of mikið brottfall væri í skólum. Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, segir að það skorti stefnumótun til að samræma atvinnu- líf og menntakerfið. „Við höfum verið að róa sitt í hvora áttina en höfum ekki efni á því,“ segir hann. Það þurfi að auka skilvirkni og bæta forgangs- röðun í skólakerfinu. Hann vekur at- hygli á því að hér á landi ljúki nem- endur stúdentsprófi seinna en í nágrannalöndunum. Hann segir að flestir séu sammála því að skynsam- legt sé að stytta námið, en sagðist telja að Kennarasambandið væri helsta hindrunin í veginum. Samstarfsvettvangur nauðsynlegur Svana Helen Björnsdóttir, formað- ur Samtaka iðnaðarins, segir að nauðsynlegt sé að koma á samstarfs- vettvangi sem atvinnulífið kæmi að til að móta menntakerfið betur. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir að það sé ekki nýtt af nál- inni að hér skorti iðn- og tækni- menntað fólk, það hafi verið rætt í þaula, en illa hafi gengið að bæta úr vandanum. „Orðum þurfa að fylgja athafnir og fjárveiting. Við þurfum að vera tilbúin að kosta því til sem þarf til að byggja hér upp tækninám og horfast í augu við að þetta verði dýrt fyrir skólakerfið,“ segir hann. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, segir að hugmynd um samráðsvettvanginn sé ágæt en að atvinnulífið megi ekki vera allsráð- andi í menntakerfinu. Þorsteinn segir að atvinnulífinu komi slíkt ekki til hugar. Ari Kristinn Jónsson, rektor Há- skólans í Reykjavík, segir að það sé eflaust freistandi fyrir stjórnmála- menn að bíða með að setja aukið fé í skólakerfið þar til efnahagslífið rétti úr kútnum, en dæmin sýni að aukin menntun leiði til bætts efnahags. Ekki sé hægt að byggja upp verð- mæti og hagvöxt ef ekki sé til mann- auður á Íslandi til að takast á við verkefnið. Næstu ár mikilvæg „Næstu ár verða með þeim mikil- vægustu í efnahagssögu landsins,“ segir hann „Á næstu árum leggjum við línurnar um það, hvort við ætlum að vera í hópi hagsælustu þjóða í heimi eða í hópi þjóða sem hvað erf- iðast eiga uppdráttar. Niðurstaðan veltur á vali milli þess að auka verð- mætasköpun annars vegar og hafa kyrrstöðu hinsvegar.“ Leiðin til að auka verðmætasköpun sé að efla tæknimenntun. Ýmsir stjórnmálamenn sem þarna voru sögðu að skoða þyrfti hvort skólakerfið gæti ekki nýtt fjármuni sína með betri hætti. „Fyrirlestrar eru ódýrasta kennsluform í heimi, “ svaraði Stefán Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri. „Þar náum við ekki fram meiri hagræðingu en þeir eru ekki besta kennslufyrirkomulag- ið.“ Hann segir að háskólar þurfi aukið svigrúm til að geta menntað nemendur sína betur. Atvinnulífið og mennta- kerfið róa sitt í hvora átt  Formaður Viðskiptaráðs segir að skólar og atvinnulíf þurfi að vinna saman Menntun Mikið brottfall er í skólum og of fáir hafa gengið menntaveginn, að því er fram kom á pallborðsfundi í Há- skólanum í Reykjavík í gær. Í pallborðinu voru stjórnmálamenn, háskólamenn og fulltrúar úr atvinnulífinu. Morgunblaðið/Rósa Braga                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +,.-0/ ++1-++ .0-,02 .0-34. +,-3/4 +.1-55 +-+,15 +1,-+1 +22-+2 ++,-2. +,.-/, ++1-/2 .0-,33 .0-125 +,-10/ +.1-34 +-+40, +1,-1 +22-2, ..+-4541 ++,-, +,.-4. ++1-14 .0-4.1 .0-,+/ +,-124 +.,-02 +-+4/5 +14-.5 +23-0+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir að nauðsyn- legt sé að huga að því hvers konar háskólakerfi skili mestum gæðum og afrakstri á sem skilvirkastan hátt. Um það eigi umræðan um há- skóla að snúast, en ekki hvar megi skera niður, fækka og sameina. Hann segir að vandi háskóla sé að fjárframlag á hvern nemanda sé allt- of lágt. Ari Kristinn segir að árið 2008, fyrir hrun, hafi fjármagn á hvern há- skólanema á Íslandi verið réttur helmingur þess sem það var á Norð- urlöndunum, og einungis ¾ af meðaltali OECD. „Ofan á þetta hefur bæst mikill niðurskurður eftir hrun, þvert á ráðleggingar allra þeirra sem farið hafa í gegnum kreppu hefur verið skorið niður um fimmtung eða meira að raunvirði til háskóla á Íslandi.“ Hann segir að menntun sé lykillinn að sköpun verðmæta til útflutn- ings. „Okkar samfélag á ekki að keppa á lágum launum eða lágmörkun kostnaðar. Okkar samfélag á að byggja á vel launuðum störf- um sem skapa verðmæti. Í þeirri samkeppni eru það hugvit og menntun sem eru allsráðandi. Menntun er enn fremur veigamikill þáttur í nýtingu náttúruauðlinda sem dæmi, nýtingu orku til hátækniiðn- aðar og sköpun nýrra verðmæta úr sjávarfangi. Loks er menntun hluti af því að efla skilvirkni, með aukinni skilvirkni losnar um fólk sem með endurmenntun getur nýst í öflugri og betur launuð störf til verð- mætasköpunar,“ segir Ari Kristinn. Ekki eyða orku í niðurskurð OF LÍTIÐ FJÁRMAGN VEITT TIL SKÓLAKERFISINS Ari Kristinn Jónsson 4ra rétta tilboðsseði ll og A la Carte í Per lunni Perlan • Sími 562 0200 • Fax 56 2 0207 • perlan@perlan.is Verð aðeins 6.850 kr. Næg bílastæði Gjafabréf Perlunnar Góð gjöf við öll tækifæri Opið yfir páska Skírdag - opið Föstudaginn langa - opið Páskadag - lokað Annar í Páskum - opið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.